Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 198S 55 BIKARÚRSLIT — BIKARÚRSLIT — BIKARÚRSLIT — BIKARÚRSLIT • Hart barist í síðaata leik Fram og ÍBK sem leikinn var í Keflavík. Heimamenn sækja hér hart aö marki Fram en þeir sigruöu 3:0 í þessum síöari leik liöanna í 1. deildinni. Hverjir hampa bikamum? BIKARKEPPNI KSÍ sem líkur í dag er nú haldin í 26. sinn, hún hófst áriö I960 og hefur veriö haldin síðan á hverju ári. KR-ingar hafa oftast orðið bikar- meistarar, sjö sinnum, en Fram, ÍA og Valur hafa fjórum sinnum séö um aö varöveita bikarinn eft- irsótta. Leikurinn í dag hefst kl. 14 á La’jgardalsvelli og er búist viö miklum fjölda áhorfenda þar sem þessi liö hafa bæöi sýnt skemmtilega knattspyrnu í sumar og því eiga menn von á skemmtilegum leik. Þaö eru margir sem spá fyrir um úrslit leiksins og eflaust tekst ein- hverjum aö hitta á rétt úrslit en eins og alltaf þá er mjög erfitt aö spá fyrir um hvernig knattspyrnu- leik lyktar því eins og alkunna er getur allt gerst á knattspyrnuvell- inum. Ef viö lítum aöeins á iiö Fram sem leikur í dag þá mun Friðrik Friöriksson aö öllu óbreyttu standa í marki liðsins. Friörik hefur leikiö vel í sumar og sýnt aö hann er góöur markvörður. Hann hefur þó átt slæma daga eins og gengur og gerist en ef honum tekst vel upp í dag þá mega sóknarmenn Keflvíkinga hafa sig alla viö ef þeir ætla að sjá viö honum. í vörn Fram veröa þeir Sverrir Einarsson og Þorsteinn Þorsteins- son á miðjunni og ekki er ólíklegt aö Þorsteinn fái þaö hlutverk aö taka Ragnar Margeirsson úr um- ferö, ef hann leikur þá meö. Bak- veröir veröa þeir Ormar Örlygsson hægra megin og vinstra megin veröur Viðar Þorkelsson en hann hefur átt sérstaklega gott sumar, er sókndjarfur og geysilega sterk- ur leikmaður. Hugsast gæti aö Viö- ar fengi einhvern ákveöinn Keflvík- ing til þess aö passa upp á og þá annað hvort Helga eöa Ragnar. Miöjan hjá Fram er sterk. Pétur Ormslev, Ómar Torfason og Krist- inn Jónsson veröa mjög liklega all- ir í byrjunarliöinu en síöan er spurningarmerki viö þaö hvort Ás- geir hefur leikinn eöa hvort hann lætur Örn eöa Stein leika þar sem hann hefur leikiö sjálfur í sumar. Trúlegt þykir mér aö Ásgeir hefji leikinn, en þaö kemur í Ijós seinna í dag. Sóknarmenn Fram eru trúlega meö þeim hættulegri í 1. deildinni í sumar. Guömundur Torfason og Guömundur Steinsson hafa skor- aö talsvert af mörkum í sumar og þeir eru báöir stórhættulegir upp viö mark andstæöingsins. Á varamannabekk Fram sitja samkvæmt þessari upptalningu þeir Haukur Bragason, markvörö- ur, Steinn Guöjónsson, Örn Valdi- marsson, Þorsteinn Vilhjálmsson og Jón Sveinsson. Liö Keflvíkinga hefur komiö mik- iö á óvart í sumar og hefur liðiö veriö á stööugri uppleiö þaö sem af er sumrinu og hefur meðal ann- ars unniö fjóra síöustu leiki sína, sem þeir léku á níu dögum. Þor- steinn Bjarnason mun standa i markinu og þaö þarf ekki aö fara mörgum oröum um aö þar fer frábær markvöröur. í vörninni veröa þeir Valþór Sig- þórsson og Freyr Sverrisson og ekki er óhugsandi aö Freyr taki Guömund Steinsson úr umferö þar sem honum hefur tekist vel upp viö slika gæslu. Valþór er sterkur leik- maöur sem á þaö til aö taka virkan þátt í sókninni og er þá hættulegur þar. Enginn sóknarleikmaöur fer létt með þaö aö komast framhjá þeim Valþór og Frey. Bakveröir veröa líklega þeir Gunnar Oddsson og Sigurjón Sveinsson sem báöir hafa staöiö sig meö mikilli prýði í sumar og eru örugglega ákveönir í því aö selja sig dýrt í þessum leik ef þeir fá tækifæri til aö hefja leikinn. Á miöjunni veröa trúlega þeir Sigurður Björgvinsson, Óli Þór Magnússon, Sigurjón Kristjánsson og Ingvar Guömundsson. Siguröur er gamalreyndur baráttujaxl sem lætur engan komast upp meö óþarfa múöur þegar er sá gállinn á honum. Sigurjón hefur leikiö mjög vel í sumar og hann hefur nú skor- aö sex mörk í jafnmörgum leikjum og öll gullfalleg. Óli Þór hefur einn- ig leikið vel eftir aö hann festi sig t sessi í liöinu. Ingvar er leikmaöur sem hefur vaxiö meö hverjum leik og hann á eftir aö gera góöa hluti með liöi sínu. Sóknarmenn ÍBK eru stórhættu- legir og þaö veröa þvi varnir beggja liöa sem veröa að vera vel á verði því dúettinn hinum megin er ekki síöri. Þaö eru þeir Ragnar Margeirsson og Helgi Bentsson sem sjá um aö gera usla í vörn Fram. Þaö gæti hugsast aö Ragnar hefji ekki leikinn og þá er líklegt aö Björgvin Björgvinsson taki stööu hans. Hólmbert hefur einnig aöra möguleika ef Ragnar veröur ekki með en ekki verða þeir raktir hér. Samkvæmt framansögöu veröa á varamannabekk ÍBK þeir Ólafur Gottskálksson, markvöröur, og Jón Kr. Magnússon, Björgvin Björgvinsson, Jóhann Magnússon og Kjartan Einarsson. Guðmundur dæmir DÓMARI leiksins í dag veröur Guðmundur Haraldsson millí- ríkjadómari úr KR. Línuveröir veröa Magnús Theodórsson úr Víkingi og Gísli Guömundsson úr Val. Guömundur stendur nú á fer- tugu og hefur veriö knattspyrnu- dómari frá því hann var 17 ára gamall. Hann hefur dæmt í 1. deildinni frá árinu 1968 og varö milliríkjadómari 1969, aöeins 23 ára gamall. Hann varö þá yngsti milliríkjadómari okkar og enginn hefur enn orðiö milliríkjadómari yngri. Þaö var einnig áriö 1969 sem Guömundur dæmdi sinn fyrsta úrslitaleik, leik ÍBA og ÍA, sem lauk meö jafntefli, 1:1. Þaö er eini úrslitaleikurinn í bikarkeppn- inni sem endaö hefur meö jafntefli. ÍBA vann stöan í næsta leik, 3:2, og varö bikarmeistari þaö áriö. • Einar Gunnarsson Samhryggist Ásgeiri EINAR Gunnarsson var fyrir- liöi Keflavíkurliösins sem sigr- aöi í Bikarkeppninni ériö 1975 og hann lék einnig meö liðinu í úrslitaleiknum viö Fram áriö 1973. Hann var spuröur aö því hvernig líðiö stæöi núna miö- að viö þá. „Þaö er mjög erfitt aö gera samanburð á liðinu hjá okkur núna og fyrir tólf árum síöan, þaö er svo langt síöan aö ég er búinn aö gleyma því.“ „Ég verö þó aö segja aö ég samhryggist Asgeiri, þjálfara Fram, i dag, þvi hann er meö liöiö í toppæfingu á vitlausum tíma en Hólmbert er meö Kefl- víkingana á toppnum á réttum tíma og ég hef þá trú aö það eigi eftir aö skila sér í þessum úrslitaleik," sagöi Einar Gunn- arsson, fyrirliöi ÍBK áriö 1975. Sjö mörk í sumar LEIKIR Fram og ÍBK í 1. deild- arkeppninni í sumar hafa ver- iö stórskemmtilegir. Fram vann í fyrstu umferöinni hér í Reykjavík 3:1 í skemmtilegum og vel leiknum leik en þegar liðin mættust í Keflavík í tí- undu umferöinni sigraöi Keflavík 3:0. Þaö hafa sem sagt verið skoruð sjö mörk í þeim tveimur leikjum sem liöin hafa ieikiö i sumar og því má búast viö skemmtilegum sóknarleik þeg- ar liðin mætast á Laugardals- velli í dag. Matthías heiðurs- gestur HEIDURSGESTUR á bikarúr- slitaleiknum milli Fram og ÍBK veröur aö þessu sinni Matthí- as Á. Mathiesen viöskiptaráö- herra. Hann mun heilsa upp á leikmenn beggja liða og dóm- ara fyrir leikinn og að leik loknum mun hann afhenda sigurvegurunum bikarinn eft- irsótta sem var gefinn af Tryggingamiðstööinni áriö 1975. Marki fagnað • Guömundur Torfason og Ormarr Örlygsson fallast hér í faöma eftir aö liö þeirra, Fram, haföi skoraö eitt af mörkum sínum í sumar. Guömundur Torfason, Omar Torfason og Guömundur Steinsson hafa veriö iönir viö aö skora fyrir Fram í sumar og þeir eru allir staöráönir í aö gera mark og sigra í leiknum í dag. Nú er aö duga eöa drepast fyrir þá því bikarúrslitaleikur er aöeins leikinn einu sinni á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.