Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 7 Helga Windle við eitt verka sinna Helga Windle sýnir myndir í Gerðubergi ÍSLENSK kona, Helga Windle, sem búsett hefur verið í London frá barnsaldri, opnaði myndlistarsýn- ingu í gær, laugardag, í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi. Helga fæddist í Reykjavík árið 1955 og fluttist fljótlega til Eng- lands. Móðir hennar er íslensk en faðirinn er enskur. Hún stundaði nám við Mynd- listarskólann í Nottingham í fjög- ur ár, en hefur málað í ein 15 ár. Hún hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga víðs vegar í Englandi og hélt hún síðast sölusýningu árið 1981 í Poole, Dorset. Helga sagðist vonast til að geta sett upp aðra sýningu fyrir jól á íslandi. „Sumar myndirnar sem ég er með nú á sýningunni eru úr ís- lensku landslagi, en allar mynd- irnar eru vatnslitamyndir." Sýningin stendur til 15. sept- ember. Gerðuberg er opið frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 16.00 til 20.00. Um helgar er opið frá 14.00 til 18.00. Sigurður Valgeirsson ritstjóri Vikunnar RITSTJÓRASKIPTI verða á Vikunni 1. september nk. I»á mun Sigurður Ilreiðar, sem verið hefur ritstjóri blaðsins um árabil, láta af störfum og Sigurður Valgeirsson taka við. Sigurður Valgeirsson er fæddur árið 1954. Hann byrjaði sem próf- arkalesari á Vísi 1980 og síðar á DV. Hann hóf störf sem blaða- maður á DV 1983 og var annar af tveimur umsjónarmönnum Helg- arblaðs DV þar til í byrjun júní á þessu ári er hann hóf störf sem ritstjórnarfulltrúi á Vikunni. Sig- urður hefur BA-próf í íslensku. Sigurður Hreiðar var ritstjóri tímaritsins Úrvals auk Vikunnar. Hann mun halda áfram að rit- stýra Úrvali. Sigurður Valgeirs- son hefur gegnt starfi ritstjóra undanfarna tvo mánuði í fjarveru Sigurðar Hreiðars. Aðspurður sagði Sigurður Val- geirsson að Vikan hefði breyst nokkuð á undanförnum mánuðum. Útliti blaðsins hefði verið breytt og tekin upp sú stefna að birta forsíðuviðtöl og lífsreynslusögur. Sigurður sagði að fleiri breytinga væri að vænta í kjölfar ritstjóra- skiptanna. Tónlistarkrossgáta nr. 33 TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 33 Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2 Efstaleiti 1 108 Revkjavík Merkt Tónlistarkrossgátan Áskriftarsímmn er 83033 Beint f lug á sjávarútvegssýiiinguna í Nantes og Parísardagar að auki! Sjávarútvegssýningin í Nantes í Frakklandi er meöal hinnq stærstu sinnar tegundar. Þarna fá allir þeir sem tengjast sjávarútvegi á einhvern hátt ómetanlega innsýn í allt það nýjasta á sínu sviði, hversu almennt eða sérhæft sem það er. Þarna gefst útflytjendum, framleiðendum og flutn- ingsaðilum ómetanlegt tækifæri til að kynnast nýjum markaði og afla dýrmætra sambanda. Þarna eru hlutirnir að gerast! Parna elga alllr erfndl: Útgerðarmenn, skipstiórar, vélstjórar, stýrimenn, smábátaeigendur, fiskifræðingar, fiskræktendur, útflytj- endur, starfsmenn í frvstihúsum, skipasmiðir, skipaverkfræðingar og yfirleitt allir þeir sem starfa I sjávarútvegi í einhverri mynd. A sýnlngunnl er m.a. fjaiiað um: Skipasmíði, vélar og tæki i skipum, veiðarfæri, nýjustu rafeinda- og tölvutækni, meðferð og geymslu sjávarafurða, pökkun og flutning, markaðsmál og alþjóðleg viðskipti svo dæmi séu tekin. Meginþema sýningarinnar er siðan fiskeldi, þar sem víða er komið við - sannarlega áhugavert fyrir okkur Islendinga r PARIS er líka með! Við fjjúgum til Nantes 12. september, þar sem gist er á Hotel Frantel, 1. flokks hóteli á góðum stað. Frá hótelinu eru skipulagðar ferðir á sýningarsvæðið en auk þess er þoðið upp á skoðunarferðir um þessa gullfallegu og fomu borg, auk þess sem við kynnumst Lelrudalnum, en hann er talinn meðal fegurstu staða I Frakklandi, auk þess að vera flörugt vlnræktarhérað. (Við komum einmitt I byrjun uppskeaitimans!) Eftir 4 daga I Nantes er ekið til Parisar þar sem dvalið er I 3 nætur. Hægt er að ve(ja milti 3ja stiörnu hótelsins DeBanvllle og lúxushótelsins Concorde Lafayette en bæði eru þau á góðum stað í miðborginni. I Paris er að sjálfsögðu stundað hið Ijúfa lif heimsborgarinnar, þar biður hausttískan, flölbreytt mannlífið á Signubökkum, Eiffelturninn, Montmartrehæðin, Latlnuhverfið og veitingahúsin - þar sem við reynum að sjálfsögðu franska fiskrétti undir leiðsögn fararstjórans Slgmars B. Haukssonar, hins kunna sælkera! Eftir dvölina I París rennum við til Luxemborgar og fljúgum heim á leið. Verd fra kr. 22.900 (miðað við tveggja manna herbergi á DeBanville) Innlfallð: Flug Keflavík - Nantes og Luxemborg - Keflavlk, rútuferðir Nantes - París og París - Luxemborg, gisting í Nantes i 4 nætur m/morgunverði og 3 nætur í París, þrjár rútuferðir á sýningarsvæðið og flutningur til og frá flugvelli erlendis. Islensk fararsflórn. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.