Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 189. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kína: 55 létu lífið í jarð- skjálfta PekínK, 24. ígúst AP. í GÆR, föstudag, létu 55 manns lífið og yfír 100 slös- uöust í jarðskjálfta í Xinji- ang-héraði í Vestur-Kína, nálægt landamærum Kína og Sovétríkjanna, að því er jarðskjálftastofnunin í Xinji- ang sagði í dag. Um 85% húsa í Wuqia-sýslu hrundu til grunna. Aðalkippurinn, sem reið yfir síðdegis, mældist 7,4 stig á Rich- ter-kvarða, að sögn embætt- ismanna, en smærri skjálftar voru bæði á undan og eftir. Upptök jarðskjálftanna voru í Wuqia-sýslu, sem er strjálbýlt landbúnaðar- og kvikfjárrækt- arsvæði. Þar létu 19 manns lífið og 85% húsa hrundu til grunna. í Wupar-sýslu, sem er næsta sýsla við Wuqia, fórust 36 manns, að sögn Zhu Lingren, forstöðumanns jarðskjálfta- stofnunarinnar. Hermenn voru kvaddir á vettvang til að aðstoða við björgunarstörf ásamt læknum og hjúkrunarliði. Margt fólk hefur flust út úr húsum sínum og hefst við úti undir beru lofti. Engar spár höfðu sagt fyrir um jarðskjálftahrinu þessa. Xinjiang er mikið jarðskjálfta- svæði og þar hafa orðið a.m.k. 64 meiriháttar jarðskjálftar frá árinu 1600. Kyrrlát fegurð í Hlaupunum í Austurá í Miðfirði, skammt þar fyrir ofan, sem áin rennur í Núpsá. — Sjá grein á forsíðu B-blaðs. Suöur-Afríka: Handtóku 18 helstu and- stæðinga stjórnarinnar Jóhannesarborg, 24. ágúst. Al*. LÖGREGLAN í Suður-Afríku skýrði frá því í dag, að handteknir hefðu verið 18 helstu andstæðingar stjórn- arinnar og yfirráða hvítra manna í landinu. I þeirra hópi er þó ekki presturinn Allan Boesak, sem verið hefur framarlega í baráttunni gegn stjórnvöldum og virðist hann nú fara huidu höfði. Meðal hinna handteknu eru Syd Lockett, prestur við anglíkönsku kirkjuna, og dr. Farouk Meer, sem er læknir og formaður samtaka manna af öllum kynþáttum, sem berjast gegn aðskilnaðarstefn- unni. Handtökurnar hófust í gærkvöld, skömmu eftir að Boesak skýrði frá því, að efnt yrði til göngu nk. miðvikudag að Pollsmoor-fangelsinu og þess krafist, að Nelson Mandela yrði Ráðherrar í V-Þýska- landi á skyndifundum leystur úr haldi. Mandela, sem lit- ið er á sem leiðtoga þeirra 24 milljóna svartra manna, sem byggja Suður-Afríku, hefur verið í fangelsi frá árinu 1964. Boesak lagði áherslu á, að gangan yrði friðsamleg en flestar almennar samkomur og útifundir hafa verið bönnuð frá árinu 1976. Til óeirða kom í 17 byggðum svartra manna í nótt en ekki er vitað til, að menn hafi látið lífið í þeim. í gær féllu hins vegar sex fyrir kúlum lögreglunnar. Beirút: Enn barist Njósnamálin talin þau alvarlegustu í sögu íýðveldisins Bonn, Ve8iur-I>ý8kalandi, 24. á((Ú8t. AP. KÁÐHERRAR vestur-þýsku stjórnarinnar og hátLsettir embættismenn hafa verið á fundum í dag til að reyna að bjarga því, sem bjargað verður vegna njósnamálanna, sem upp hafa komið síðustu daga. Hafa menn cinkum áhyggjur af öryggi vestur-þýskra njósnara í Austur-Pýskalandi og Austur- Evrópu. í vestur-þýska sjónvarpinu í gærkvöld var sagt, að flótti Hans Joachims Tiedge, háttsetts manns í gagnnjósnaþjónustu Vestur- Þýskalands, til Austur-Þýskalands væri „alvarlegasta njósnamálið, sem upp hefur komið í sögu lýð- veldisins". Friedrich Zimmer- mann, innanríkisráðherra, sem var í fríi erlendis, sneri í gær heim vegna þessa máls, sem talsmenn jafnaðarmanna og stjórnarand- stöðunnar segja, að sé miklu alvar- legra en njósnamálið árið 1974, sem varð til þess, að Willy Brandt neyddist til að segia af sér. Auk Tiedges hafa þrír aðrir menn horf- ið í þessum mánuði og þykir víst, að þeir hafi verið njósnarar Austur-Þjóðverja. Austur-þýska fréttastofan skýrði frá því í gær, að Tiedge hefði beðið um pólitískt hæli í Austur-Þýskalandi en hann var í 19 ár háttsettur maður í vestur- þýsku gagnnjósnaþjónustunni og hafði einkum með að gera starf- semi hennar í Austur-Þýskalandi. Hans Neusel, háttsettur maður i vestur-þýska innanríkisráðuneyt- inu, boðaði í gær til blaðamanna- fundar og sagði þar m.a., að njósnamálið væri „alvarleg ógnun við öryggi þjóðarinnar". Gerhard Jahn, einn helsti leiðtogi vestur- þýskra jafnaðarmanna, sagði, að ef Tiedge hefði vitneskju um njósnara Vestur-Þjóðverja í Austur-Evrópu, myndu uppljóstr- anir hans hafa „skelfilegar afleið- ingar fyrir þá og öryggi landsins". Ríkisstjórn Helmuts Kohl hefur að undanförnu heldur haft á bratt- ann að sækja í innanlandsmálum og bæta þessi mál ekki úr skák fyrir henni. Reirút, Ltbanon, 24. agust. AP. í ODDA skarst með kristnum og múhameóskum herfiokkum í hæóun- um fyrir ofan Beirút í morgun eftir að leiðtogar kristinna manna höfðu lagst gegn því að sýrlenskum eftirliLs- mönnum yrði leyft að hafa aðsetur í hinum kristna hluta borgarinnar til að fylgjast með framkvæmd vopnahlés- ins. Herdeildir kristinna úr líbanska hernum og stjórnarherinn börðust við hersveitir múhameðstrúar- manna fyrir dögun í morgun. Beitt var skriðdrekum og stór- skotaliði og stóð bardaginn í þrjár klukkustundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.