Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 25 Aldarminning: Sigurbjörn Þor- kelsson í Vísi í dag eru liðin 100 ár frá fæð- ingu Sigurbjörns Þorkelssonar, sem löngum var kenndur við versl- unina „Vísi“, sem hann átti og starfaði í um langt skeið á fyrri hluta þessarar aldar. Hann fædd- ist á Kiðafeili í Kjós 25. ágúst 1885 og lést hér í Reykjavík 4. október 1981. Fyrir skömmu endursýndi sjónvarpið viðtalsþátt Sverris Þórðarsonar blaðamanns við Sig- urbjörn, sem upphaflega var sýnd- ur árið 1970. Þáttur þessi vakti mikla og verðskuldaða athygli þá og ekki síður nú, óskert fjör og þróttur öldungsins, trútt minni hans og fágæt frásagnargleði, lífs- gleði og hjartahlýja. Hið sama er og að finna í endurminningum hans, er hann reit á gamals aldri, „Himneskt er að lifa“ er heiti þeirra, svo sem kunnugt er; það var honum efst í huga er hann leit um öxl yfir farinn veg og minntist þess, sem lífið hafði að höndum fært á langri leið. „Himneskt er að lifa“ má segja að hafi verið kjör- orð hans, skráð yfir ásjónu hans, sem blikaði af brosi og ómaði í gamanyrðum og glettni. Það var gleðin yfir því að fá að þiggja lífs- stund hverja úr hendi föðurins á himnum og fá að tilheyra Jesú Kristi, sem hann gekk ungur á hönd og þreifaði á blessun hans og handleiðslu jafnt í dimmu áfalla og andstreymis, sem og gæfu og gengi. Verslunina Vísi stofnaði Sigur- björn árið 1915 ásamt vini sínum Guðmundi Ásbjörnssyni og þar var starfsvettvangur hans í rúm- an aldarfjórðung. Síðar vann hann á Skattstofunni um skeið uns hann gerðist forstjóri Kirkju- garða Reykjavíkurprófastsdæmis árið 1951 og gegndi því embætti allt til þess er hann lét af störfum fyrir aldurssakir árið 1965. Sigurbjörn Þorkelsson lifði mestu byltingu og umbrotaár ís- landssögunnar. Það var vorleysing eða fæðingarhríðir íslensks nú- tímaþjóðfélags sem birtist m.a. í miklum átökum stétta og stjórn- málahreyfinga og trúmálavið- horfa. í þeim átökum skipaði Sig- urbjörn sér gjarnan í fremstu víg- línu, djarflyndur baráttumaður, ósérhlífinn og harðfylginn fyrir framgangi sinna hugsjóna og hjartans mála. Hann var einn stofnenda KFUM í Reykjavík og sat í stjórn þess í 56 ár, og var kjörinn heiðursfélagi þess. Hann var auk þess hvatamaður og átti þátt í stofnun fjölmargra félaga og samtaka á sviði stjórnmála — sjálfstæðismaður af lífi og sál — trúar og kirkjumála, íþrótta, bind- indismála og stéttarhagsmuna. Hann gegndi fjölda trúnaðar- starfa og sinnti þegnskyldustörf- um um áratugi á svo ólíkum svið- um sem brunavörnum og niður- jöfnunarnefnd. Sigurbjörn Þorkelsson var for- ystumaður í kirkjumálum Reykja- vikur um Iangt skeið. Hann sat í sóknarnefnd Dómkirkjusafnaðar- ins í 23 ár, og átti þar þátt í því að koma á þeirri nýsköpun í kirkju- málum höfuðborgarinnar sem leiddi til fjölgunar kirkjusókna og kirkjulegs starfs í nýjum borg- arhverfum ört vaxandi borgar. Skipting Reykjavíkur í sóknir var ákveðin með lögum frá Alþingi 1940, og þá var Hallgrímssöfnuður stofnaður. Var Sigurbjörn Þor- kelsson kjörinn í fyrstu sóknar- nefnd Hallgrímssafnaðar og varð formaður hennar. Það kom í hans hlut að stjórna hinni fyrstu prestskosningu safnaðarins haust- ið 1940 og hefja undirbúning að byggingu Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð en nokkrum árum fyrr hafði kirkjumálaráðuneytið falið Húsameistara ríkisins, Guð- jóni Samúelssyni, að teikna hana, samkvæmt ósk sóknarnefndar Dómkirkjunnar. Árið 1945 tók Sigurbjörn Þorkelsson fyrstu skóflustun'guna að Hallgríms- kirkju, og 1970 — þá 85 ára að aldri — kleif hann turninn háa, í fylgd Hermanns Þorsteinssonar, núverandi formanns byggingar- nefndar, og lagði síðustu hönd að verki við múrhúðun krossins, sem krýnir hinn fagra þjóðarhelgidóm. Ekki verður skilist svo við minningu Sigurbjörns Þorkelsson- ar að ekki sé minnst á það, sem hann taldi jafnan mestu lífsgæfu sína og blessun. En það er sú góða kona, sem honum stóð við hlið í tæpa 6 áratugi og bar svo mikla blessun og gieði inn í líf hans til hinstu stundar. Sigurbjörn var ekki í vafa um að Unnur Har- aldsdóttir hafi komið Guði send inn í líf hans á mestu örlagatím- um ævi hans. Fyrri konu sína, Gróu Bjarnadóttur, missti hann í spönsku veikinni frá 7 ungum börnum. Unnur kom sem bjarg- vættur inn í sorgarann og gekk börnunum í móðurstað sem þau þakka og blessa jafnan. Þau Sig- urbjörn og Unnur giftust 1922 og varð 4 barna auðið. Lifa þrjú þeirra. Stór er niðja- og ástvinahópur- inn sem í dag minnist í þökk og gleði Sigurbjörns Þorkelssonar. Þau munu fjölmenna til messu í Hallgrímskirkju í dag og færa fram lofgjörð sína í þeim helgi- dómi sem hann unni og lofa þann Drottinn, sem gefur allt hið góða. Karl Sigurbjörnsson Bandarískur ísbrjótur í heimsókn Bandaríski ísbrjóturinn North- wind kemur til Reykjavíkur á mánu- dag og verður skipið almenningi til sýnis komudaginn og þriðjudag, frá klukkan 13—16. Gefst gestum kost- ur á að kynnast lífl og starfi skip- verja á myndböndum, sem verða sýnd meðan skipið er sýnt almenn- ingi. Northwind er við rannsóknir við norðausturströnd Grænlands um þessar mundir og eru hafstraumar á heimskautasvæðum helzta við- fangsefni skipverja. Skipið er mjög oft við rannsóknir á Dan- merkursundi og Grænlandshafi, en helzta verkefni þess er þó að halda skipaleiðum opnum og að- stoða birgðaskip, sem þurfa að sigla í ís. Til þessa er skipið sér- staklega smíðað og er byrðingur- inn úr 4,7 sentimetra þykku og sérstaklega styrktu stáli. Er það 81 metra langt og 5460 tonn. Er Northwind búinn fjórum 3.000 hestafla aðalvélum, en afl þeirra gerir skipinu kleift að brjóta í sundur fjögurra metra þykkan ís. Northwind er 40 ára gamalt skip og er heimahöfn þess í Wilm- ington í Norður-Karólínuríki í Bandaríkjunum. Árið 1952 setti skipið met er það sigldi 16.140 kílómetra fyrir norðan heimskautsbaug. Árið 1969 varð Northwind fyrst allra skipa til að sigla norðvesturleiðina bæði til austurs og vesturs á sama árinu. Northwind hefur viðkomu á Akur- eyri 29. og 30. ágúst. hmmfisa T-kort fyrir táninga 14-18 ára og tölvubankarnir standa þeim opnir allan sólarhringinn. • alltaf hægt að leggja inn • alltaf hægt að ná í peninga T-kort er lykillinn og T-kort bjóðum við öllum 14-18 ára sem eiga sparireikninga hjá okkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.