Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 56
KEILUSALURINN OPINN 9.00-00.30 SnÐRSTlANSIRAUST SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Akvörðun um stóra fiskeldisstöð á Reykjanesi fyrir áramót: Lokarannsókn á eldisstöð fyrir lax og sandhverfu l>KIR aðilar sem unnið hafa að því að rannsaka möguleika á að reisa stóra laxeldisstöð í nám- unda við Saltvinnsluna á Keykja- nesi, ISNO, SH, Fiskirækt hf. og fleiri aðilar, hafa nú tekið ákvörðun um að Ijúka rannsókn- um fyrir 10. des. nk. Tilboð það sem Sjóefnavinnslan hefur gefið þessum aðilum um orku stendur til áramóta nk. Markmið rann- sóknarinnar er tvíþætt. í fyrsta lagi að rannsaka hagkvæmni 1.500 tonna stöðvar sem myndi nota jarðvarma, u.þ.b. 160 mega- vött, og í öðru lagi stöð sem fram leiddi 3.000 tonn af laxi á ári og byggðist á óupphituðum sjó en jafnframt yrði gert ráð fyrir upp- hitun fyrir ákveðna aldursflokka laxins. „Það er rétt, það hefur verið ákveðið að ljúka rannsóknunum til þess að unnt sé að taka ákvörðun í málinu,“ sagði Eyjólf- ur Konráð Jónsson stjórnarfor- maður ISNÓ í samtali við Morg- unblaðið. „Samstarfsaðilarnir eru búnir að gera samning við A.S. Mowi í Noregi um ráðgjöf í sambandi við byggingu slíkrar stöðvar sem verið er að kanna, en Mowi er í eigu Norsk Hydro og er talið komið einna lengst í heimin- um í ræktun á Atlantshafslaxi." Sú lokaathugun sem nú stend- ur yfir á vegum samstarfsaðil- anna kostar um 3 milljónir króna. Reikna má með að það taki nokkur ár að koma stöð í fulla vinnslu hvort sem 1.500 eða 3.000 tonna stöð yrði fyrir valinu. Þá sagði Eyjólfur Konráð að jafnframt væri í athugun að nota stöðina að einhverju leyti til þess að ala upp sandhverfu. Sagði hann að Norsk Hydro væri með Nýir hitaveitu- geymar í Oskjuhlíð ÁTTA elstu hitaveitugeymarnir í Öskjuhlíð verða rifnir í haust og i staðinn fyrir þá verða 6 stærri geymar byggðir. Að sögn Jóhannesar Zoéga hitaveitustjóra voru 4 geymar alveg ónýtir og hafa þeir ekki verið notaðir í nokkuð langan tíma. Hinir 4 eru mjög illa farn- ir, sérstaklega botninn, og sagði Jóhannes að brýn þörf væri fyrir nýja geyma. Tveir stórir geymar standa norðan í Öskjuhlíðinni og verða þeir einnig rifnir, en þó ekki fyrr en nýju geymarnir verða slíka tilraunastöð í Skotlandi þar sem náðst hefði mjög góður árangur á klaki og eldi sand- hverfu, en nær sama verð fæst fyrir sandhverfu og lax erlendis. Lítið hefur verið veitt af sand- hverfu hér við land, en þó nokkuð við Reykjanes. komnir í gagnið. Hægt verður að nýta þá annars staðar, ef ákveðið verður að virkja jarð- hita á Nesjavöllum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við bygg- ingu geymanna hefjist á fyrri hluta næsta árs. Kostnaðaráætlun er upp á 136 milljónir króna. í erindi Hitaveitunnar til Stjórnar Sandhverfa er flatfiskur, sem heldur sig við botn, aðallega á grunnsævi. Hún er næstum kringlótt, ef sporblakan er und- anskilin. Sandhverfa getur náð 100 sentimetra Iengd og orðið 25 kíló, en hún verður sjaldan lengri en 60—70 sentimetrar. veitustofnana varðandi fram- kvæmdirnar, segir að möguleiki sé á veitingahúsi yfir nýju geymunum með útsýni yfir alla borgarbyggðina og nágranna- sveitarfélögin. í bókun stjórnar veitustofn- ana segir að stjórnin telji „að hitaveitugeymarnir á Öskjuhlíð séu með nokkrum hætti tákn Mikil ölvun í Reykjavík: Tjölduðu við Stjórnarráðið MIKIL ölvun var í Reykjavík í fyrrinótt og fylgdu henni erjur og ólæti af ýmsu tagi. Allir kvenna- klefar fangageymslu lögreglunnar voru uppteknir, sem er óvenjulegt, og var talsvert að snúast hjá vörð- um laganna fram eftir morgni. Um þrjúleytið sáu lögreglu- menn hvar búið var að tjalda á lóð Stjórnarráðsins við Lækjargötu. Þegar þeir komu þar að tóku fjög- ur ungmenni til fótanna en voru hlaupin uppi og handsömuð í Ing- ólfsstræti. Reyndust vera á ferð- inni þrír Svíar og einn Finni, ungmenni sem hér hafa verið í norrænni skiptivinnu í sumar. Þau voru sett í fangageymslu og látin sofa úr sér. f gærmorgun kom í ljós við yfir- heyrslur að þau höfðu verið að skemmta sér á krám í miðborginni og á einni þeirra, Duus-húsi, ráku þau augun í tjaldpoka, sem þau tóku með sér og þótti fyndið. Enn fyndnara þótti þeim að tjalda við stjórnarráðið en þegar farið var að yfirheyra þau hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins mun kímnigáfan eitthvað hafa verið farin að víkja fyrir iðrun yfir til- tækinu. 1. september: Kaupið hækkar ÖRLITLU meira ætti að verða í flestum launaumslögum um næstu mánaðamót en hin síð- ustu því 1. ágúst hækkuðu laun aðildarfélaga ASÍ og BSRB um 2,4% samkvæmt samningunum, sem gerðir voru í byrjun sumars. I>eir sem fá laun greidd fyrir- fram hafa þegar fengið hækkun- ina. Laun þessa fólks hækka næst 1. október, þá um 4,5%. Einstök félög, svo sem Blaða- mannafélagið og Félag bóka- gerðarmanna, fá þessar hækk- anir í einu lagi, þannig að laun félaga þeirra hækka um 7% frá 1. september. Reykjavíkur og tákn Hitaveit- unnar, sem er einstætt fyrir- bæri í veröldinni. Þess vegna telur stjórnin að við endurnýj- un geymanna eigi að vanda til verka þannig að mannvirkið verði borginni til sórna". Jafn- framt beri að miða alla hönnun við að þarna geti risið útsýnis- staður með veitingahúsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.