Morgunblaðið - 25.08.1985, Page 56

Morgunblaðið - 25.08.1985, Page 56
KEILUSALURINN OPINN 9.00-00.30 SnÐRSTlANSIRAUST SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Akvörðun um stóra fiskeldisstöð á Reykjanesi fyrir áramót: Lokarannsókn á eldisstöð fyrir lax og sandhverfu l>KIR aðilar sem unnið hafa að því að rannsaka möguleika á að reisa stóra laxeldisstöð í nám- unda við Saltvinnsluna á Keykja- nesi, ISNO, SH, Fiskirækt hf. og fleiri aðilar, hafa nú tekið ákvörðun um að Ijúka rannsókn- um fyrir 10. des. nk. Tilboð það sem Sjóefnavinnslan hefur gefið þessum aðilum um orku stendur til áramóta nk. Markmið rann- sóknarinnar er tvíþætt. í fyrsta lagi að rannsaka hagkvæmni 1.500 tonna stöðvar sem myndi nota jarðvarma, u.þ.b. 160 mega- vött, og í öðru lagi stöð sem fram leiddi 3.000 tonn af laxi á ári og byggðist á óupphituðum sjó en jafnframt yrði gert ráð fyrir upp- hitun fyrir ákveðna aldursflokka laxins. „Það er rétt, það hefur verið ákveðið að ljúka rannsóknunum til þess að unnt sé að taka ákvörðun í málinu,“ sagði Eyjólf- ur Konráð Jónsson stjórnarfor- maður ISNÓ í samtali við Morg- unblaðið. „Samstarfsaðilarnir eru búnir að gera samning við A.S. Mowi í Noregi um ráðgjöf í sambandi við byggingu slíkrar stöðvar sem verið er að kanna, en Mowi er í eigu Norsk Hydro og er talið komið einna lengst í heimin- um í ræktun á Atlantshafslaxi." Sú lokaathugun sem nú stend- ur yfir á vegum samstarfsaðil- anna kostar um 3 milljónir króna. Reikna má með að það taki nokkur ár að koma stöð í fulla vinnslu hvort sem 1.500 eða 3.000 tonna stöð yrði fyrir valinu. Þá sagði Eyjólfur Konráð að jafnframt væri í athugun að nota stöðina að einhverju leyti til þess að ala upp sandhverfu. Sagði hann að Norsk Hydro væri með Nýir hitaveitu- geymar í Oskjuhlíð ÁTTA elstu hitaveitugeymarnir í Öskjuhlíð verða rifnir í haust og i staðinn fyrir þá verða 6 stærri geymar byggðir. Að sögn Jóhannesar Zoéga hitaveitustjóra voru 4 geymar alveg ónýtir og hafa þeir ekki verið notaðir í nokkuð langan tíma. Hinir 4 eru mjög illa farn- ir, sérstaklega botninn, og sagði Jóhannes að brýn þörf væri fyrir nýja geyma. Tveir stórir geymar standa norðan í Öskjuhlíðinni og verða þeir einnig rifnir, en þó ekki fyrr en nýju geymarnir verða slíka tilraunastöð í Skotlandi þar sem náðst hefði mjög góður árangur á klaki og eldi sand- hverfu, en nær sama verð fæst fyrir sandhverfu og lax erlendis. Lítið hefur verið veitt af sand- hverfu hér við land, en þó nokkuð við Reykjanes. komnir í gagnið. Hægt verður að nýta þá annars staðar, ef ákveðið verður að virkja jarð- hita á Nesjavöllum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við bygg- ingu geymanna hefjist á fyrri hluta næsta árs. Kostnaðaráætlun er upp á 136 milljónir króna. í erindi Hitaveitunnar til Stjórnar Sandhverfa er flatfiskur, sem heldur sig við botn, aðallega á grunnsævi. Hún er næstum kringlótt, ef sporblakan er und- anskilin. Sandhverfa getur náð 100 sentimetra Iengd og orðið 25 kíló, en hún verður sjaldan lengri en 60—70 sentimetrar. veitustofnana varðandi fram- kvæmdirnar, segir að möguleiki sé á veitingahúsi yfir nýju geymunum með útsýni yfir alla borgarbyggðina og nágranna- sveitarfélögin. í bókun stjórnar veitustofn- ana segir að stjórnin telji „að hitaveitugeymarnir á Öskjuhlíð séu með nokkrum hætti tákn Mikil ölvun í Reykjavík: Tjölduðu við Stjórnarráðið MIKIL ölvun var í Reykjavík í fyrrinótt og fylgdu henni erjur og ólæti af ýmsu tagi. Allir kvenna- klefar fangageymslu lögreglunnar voru uppteknir, sem er óvenjulegt, og var talsvert að snúast hjá vörð- um laganna fram eftir morgni. Um þrjúleytið sáu lögreglu- menn hvar búið var að tjalda á lóð Stjórnarráðsins við Lækjargötu. Þegar þeir komu þar að tóku fjög- ur ungmenni til fótanna en voru hlaupin uppi og handsömuð í Ing- ólfsstræti. Reyndust vera á ferð- inni þrír Svíar og einn Finni, ungmenni sem hér hafa verið í norrænni skiptivinnu í sumar. Þau voru sett í fangageymslu og látin sofa úr sér. f gærmorgun kom í ljós við yfir- heyrslur að þau höfðu verið að skemmta sér á krám í miðborginni og á einni þeirra, Duus-húsi, ráku þau augun í tjaldpoka, sem þau tóku með sér og þótti fyndið. Enn fyndnara þótti þeim að tjalda við stjórnarráðið en þegar farið var að yfirheyra þau hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins mun kímnigáfan eitthvað hafa verið farin að víkja fyrir iðrun yfir til- tækinu. 1. september: Kaupið hækkar ÖRLITLU meira ætti að verða í flestum launaumslögum um næstu mánaðamót en hin síð- ustu því 1. ágúst hækkuðu laun aðildarfélaga ASÍ og BSRB um 2,4% samkvæmt samningunum, sem gerðir voru í byrjun sumars. I>eir sem fá laun greidd fyrir- fram hafa þegar fengið hækkun- ina. Laun þessa fólks hækka næst 1. október, þá um 4,5%. Einstök félög, svo sem Blaða- mannafélagið og Félag bóka- gerðarmanna, fá þessar hækk- anir í einu lagi, þannig að laun félaga þeirra hækka um 7% frá 1. september. Reykjavíkur og tákn Hitaveit- unnar, sem er einstætt fyrir- bæri í veröldinni. Þess vegna telur stjórnin að við endurnýj- un geymanna eigi að vanda til verka þannig að mannvirkið verði borginni til sórna". Jafn- framt beri að miða alla hönnun við að þarna geti risið útsýnis- staður með veitingahúsi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.