Morgunblaðið - 27.08.1985, Page 4

Morgunblaðið - 27.08.1985, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 Loðnuveiðin við Jan Mayen: 18.350 lestir komnar á land UM SÍÐUSTU helgi hafdi verið landað hér 18.350 lestum af loðnu, vciddri við Jan Mayen. A mánudag voru 6 bátar á leið í land með um 4.000 lestir. Alls eru 14 bátar komnir á þessar veiðar. Eftirtaldir 6 bátar voru á mánu- dag á leið í land með afla: Kap II VE, 600 tonn, Svanur RE, 710, Há- kon ÞH, 820, Gísli Árni RE, 650, Albert GK, 580 og Súlan EA 700 tonn. Tveir þessara báta landa á Eskifirði, tveir á Seyðisfirði, en óvíst var hvar hinir lönduðu. Loðnu hefur nú verið landað á Eskifirði, Seyðisfirði, Raufarhöfn og Krossanesi, en veiðisvæðið er við Jan Mayen norðan 70°. Agúst Geirsson skip- aður símstjóri í Reykjavík ÁGÚST Geirsson hefur verið skipað- ur símstjóri í Reykjavík frá og með 1. september næstkomandi, en hann hefur verið settur símstjóri síðan 6. nóvember 1984. Aðrir umsækjendur um starfið voru Jón Kr. Valdimarsson deild- arstjóri, Kristinn Einarsson deild- artæknifræðingur og Viktor Ág- ústsson yfirdeildarstjóri. Ágúst Geirsson fæddist í Reykjavík 18. mars 1933. Hann hóf störf hjá Pósti og síma árið 1952, sem símvirkjanemi. Sím- virkjaprófi lauk hann árið 1955 og var þá ráðinn símvirki hjá stofn- uninni. Símvirkjaverkstjóri varð hann 1964 og 1. janúar 1967 var hann skipaður yfirdeildarstjóri við sjálfvirku símstöðina í Reykja- vík. Því starfi gegndi hann til árs- ins 1975, er hann hóf störf á skrifstofu Símstöðvarinnar í Reykjavík, þar sem hann sá um tæknilega ráðgjöf við fyrirtæki varðandi símabúnað og uppsetn- ingu hans. 1. janúar 1979 var Ág- úst skipaður skrifstofustjóri á Súpstöðinni í Reykjavík og jafn- framt staðgengill símstjórans. Hefur hann síðan gegnt starfi símstjóra í forföllum, þar af sam- fellt frá 1. september 1984. Hann var eins og áður sagði settur í embættið 6. nóvember í fyrra. Ágúst hefur verið virkur í fé- lagsmálum simamanna. Hann var fyrsti formaður Félags símvirkja- nema, sat lengi í stjórn Félags ís- lenskra símamanna, þar af sem formaður í 20 ár frá 1964 til 1984, er hann gaf ekki lengur kost á sér til endurkjörs. Þá hefur hann átt sæti í aðalstjórn BSRB frá árinu 1964. Kólnar í veðri VEÐRIÐ næstu tvo til þrjá daga verður að líkindum svipað og verið hefur nema heldur kaldara. Hjá Veðurstofu Islands fengust þær upplýsingar að vindur yrði milli austurs og vesturs fram á fimmtudag. Veðrið á Suður- og Vesturlandi verður að mestu leyti þurrt og bjart en væta annars staðar á landinu, einkum á Aust- urlandi. Þá er gert ráð fyrir að Norðanlands fari hitastigið niður fyrir frostmark að næturlagi. Ágúst Geirsson er kvæntur Kristínu Zoéga og eiga þau þrjú börn. Agúst Geirsson nýskipaður sfmstjóri í Reykjavík. Um 100 afkomendur Sigur- björns í Vísi samankomnir Afkomendur Sigurbjörns Þor- kelssonar í Vísi minntust þess sér- staklega á sunnnudag að 100 ár voru þá liðin frá fæðingu Sigur- björns. Sonur Sigurbjörns, Hjalti, sagði í samtali við Morgunblaðið að afkomendurnir teldu rúmlega hundrað manns og hefðu flestir þeirra getað komið — afkomend- ur allt niður í fimmta ættlið. Sigurbirni varð ellefu barna auðið og eru tíu þeirra á lífi. „Flestir afkomendanna búa 1 Reykjavík. Ein systirin fluttist þó til Danmerkur og búa átján afkomendanna þar. Á sunnudaginn komum við fyrst saman í Hallgrímskirkju þar sem messað var og Sigur- björns minnst þar af sóknar- prestinum, Ragnari Fjalari Lárussyni, en Sigurbjörn var fyrsti sóknarnefndarformaður Hallgrímskirkju og hann tók fyrstu skóflustungu kirkjunnar fyrir 40 árum. Síðan borðuðum við hádegismat saman. Þá var farið í Fossvogskirkjugarð og blómsveigur lagður á leiði Sigur- björns. Að því loknu var haldið að Kiðafelli, þar sem Sigurbjörn fæddist, og deginum eytt þar við leik. Um kvöldið hófst síðan dagskrá í KFUM, en Sigurbjörn var einn af stofnendum þess, sat í stjórn félagsins um langt skeið og var kjörinn heiðursfélagi," sagði Hjalti. Menníaskólinn í Reykja- vík kaupir Bókhlööustíg 7 MENNTASKÓLINN í Reykjavík festi kaup á húseigninni Bókhlöðustíg- ur 7 sl. vor. Kaupverð hússins, sem er um 60 fm., var 4.000.000 króna. í húsinu verða kennslustofur fyrir tvo bekki og kemur það í stað hús- næðisins sem MR hafði afnot af í gamla Miðbæjarskólanum. Húsið var afhent 1. ágúst sl. og Lækjargötu, Þingholtsstræti, hefur verið unnið að breytingum á því að undanförnu. Stefnt er að því að þeim framkvæmdum verði lokið þegar skólahald hefst í haust. „Kaupin á þessu húsi urðu þess valdandi að við gátum sleppt hús- næðinu í Miðbæjarbarnaskólan- um,“ sagði Guðni Guðmundsson rektor Menntaskólans í Reykjavík. „Það er gott að geta haft alla starfsemi skólans hér á „plötunni", þ.e. svæðinu sem afmarkast af Amtmannsstíg og Bókhlöðustíg og á það eftir að spara mörg spor fyrir nemendur og kennara. Þrátt fyrir að nú sé búið að leysa helstu húsnæðisvandræði skólans vantar ýmislegt enn, svo sem nýjan leik- fimisal og samkomusal. Samkomu- salurinn gamli rúmar um 100 manns í sæti, en nú í vetur verða 831 nemandi í skólanum," sagði Guðni Guðmundsson rektor að lokum. MorgunblaðiA/Einar Falur Sjúkraliðarnir tveir frá varnarliðinu sem urðu eftir um borð í Snorra Sturlu- syni við komuna til hafnar í Keflavík í gærmorgun. Tvær þyrlur frá varnar- liðinu komu á vettvang HÁSETI um borð á skuttogaranum Snorra Sturlusyni fékk skyndilega mikl- ar innvortis kvalir um miðnætti í fyrrinótt, þegar togarinn var „á fjöllunum" vesí-suð-vestur af Reykjanesi. Haft var samband við lækni og vildi hann fá manninn strax til meðferðar. Átti togarinn þá eftir 11 tíma stím til hafnar og því var ákvcðið að kalla til þyrlu frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Þyrla kom á vettvang um tvö- snúa við og kom önnur á vettvang leytið, og setti tvo björgunarmenn um borð. En þegar verið var að undirbúa að hífa sjúklinginn upp í þyrluna flæktist vírinn í skipinu og slitnaði. Varð þyrlan því að skömmu síðar. Tókst þá að koma sjúklingnum um borð í þyrluna, en þyrluflugmönnunum fannst sem spilið ynni ekki rétt og ákváðu að taka ekki þá áhættu að hífa upp sjúkraliðana sem fyrri þyrlan skildi eftir. Þeir urðu því eftir um borð í Snorra Sturlusyni og komu til hafnar í Keflavík með skipinu klukkan 11 í gærmorgun. Sjúklingurinn komst hins vegar undir læknishendur um þrjúleytið um nóttina. Töldu læknar að nýrnasteinar þjökuðu manninn og var hann settur á verkjalyf. Er líðan hans eftir atvikum góð. Bókhlöðustígur 7. Morfcunblaðið/Júlíu9 Háseti um borð í Snorra Sturlusyni veiktist:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.