Morgunblaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 Ótti við hið óþekkta “OtlA «91 li« « Tfl 33í OF lAB V(T Kvikmyndír Sæbjörn Valdimarsson Tónabíó: Minnisleysi (Blackout) ★★ Leikstjóri:Douglas Hickox. Iland- rit: David Ambrose, byggt á hug- mynd Ambrose, Kichard Smith, Richard Parks og Les Alexander, sem jafnframt eru framleiðendur. Kvikmyndataka: Tak Fujimoto. Tón- list: Laurence Rosenthal. Klipping: Michael Brown. Aðahlutverk: Ric- hard Widmark, Keith Carradine, Kathleen Quinlan, Michael Beck. Gerð af Peregrine Entertainment, Ltd., í samvinnu við Home Box Office. Frumsýnd í júlí 1985. Minnisleysi er yfirlætislaus mynd, en það er í henni viss undir- alda sem heldur athygli áhorfan- dans vakandi. Hún er ekki byggð upp á óhóflegri notkun tómatsósu, eða ámóta subbuskap, heldur sí- felldri spennu og gamalkunnri og góðri sögufléttu, minnisleysi, sem leikstjóranum tekst ágætlega að hagnýta sér. I smábæ í Ohio finst kona og þrjú börn hennar myrt á óhugnan- legan hátt. Eiginmaðurinn er horf- inn og lögreglustjórinn (Richard Widmark), er þess fullviss að hann sé morðinginn. Nokkru síðar lenda tveir menn í árekstri skammt fyrir utan Seattle. Þegar lögreglan nær þeim úr flakinu er annar skað- brunninn til dauða, hinn nánast óþekkjanlegur af brunasárum og hefur tapað minninu. Aðeins er vitað um nafn annars mannsins. Þegar sá sem komst af fer að hjarna við (Keith Carradine), er honum gefið nafnið Allen Devlin og nýtt andlit. Von bráðar er hann orðinn umsvifamikill kaupsýslu- maður, giftur hjúkrunarkonunni sem annaðist hann (Kathleen Quinlan), og verður margra barna faðir. En fortíðin er gleymd. Árin líða, gamli lögreglustjórinn hefur verið settur af þar sem ekki tókst að upplýsa morðmálið. En þá fær hann allt í einu vísbendingu frá Seattle, og hjólin fara að snú- ast að nýju. Áðal góðra sakamálamynda er að halda sem lengst leyndu hver sökudólgurinn er. Galdurinn verð- ur náttúrulega erfiðari því færri sem eru grunaðir og hér eru þeir einungis tveir. En þetta tekst vonum framar enda er Minnisleysi ágætlega unnin að flestu leyti, þó nokkuð beri á lausum endum. Það er ánægjulegt að hún er tiltakan- lega laus við ódýr brögð og ofbeldi, spennan frekar byggð á óttanum við hið óþekkta. Efni Micki og Maude er vandmeófarið og ekki á færi meðalmenna að gera úr því góða skemmtun. Það hefur hinsvegar tekist með ágætum hjá þeim Edwards (t.h.) og Moore (t.v.). Með aðstoð annarra ágætisleikara eins og Richards Mulligan, sem stendur á milli þeirra. Með tvær í takinu Undarleg endalok NÝJA BÍÓ: SPORLAUST HORF- INN (WITHOUT A TRACE) ★>/i Framleiðandi og leikstjóri: Stanley R. Jaffe. Handrit eftir Beth Guch- eon, byggt á sögu hennar, Still Miss- ing. Kvikmyndataka: John Bailey. Tónlist: Jack Nitzsche. Aðalhlut- verk: Kate Nelligan, Judd Hirsch, David Dukes, Stockard Channing, Keith McDermott. Bandarísk, gerð 1982 af 20th Century Fox. 120 mín. Sporlaust horfinn er byggð á sönnum atburðum sem raktir voru í bókinni Still Missing — nafn hennar gefur til kynna að í raun- veruleikanum hafi þessi harmleik- ur átt raunalegri endi en kvik- myndin. Einn ósköp venjulegan morg- unn, heldur dr. Susan Selky (Kate Nelligan) til vinnu sinnar og kveð- ur sex ára son sinn á tröppunum, hann er á leið í skólann, sem er í örskotsfjarlægð. Fastir liðir eins og venjulega. En að loknum hinum daglega erli mæðgininna kemur sonurinn ekki heim. Lögreglan kemur til skjalanna, jafnframt faðir drengsins, sem er nýfiuttur að heiman. Þrátt fyrir umfangsmikla leit lögreglunnar og mikla aðstoð sjálfboðaliða og nágranna, finnst engin slóð, snáðinn er horfinn, gjörsamlega sporlaust. Loks berast böndin að heimil- ishjálp Selkys, kynhverfum manni, en á honum finnast blóð- ugar nærbuxur af drengnum. Lögreglan telur málið leyst en móðirin trúir ekki á þessi málalok og endirinn verður annar vegna óbilgirni hennar. Efnismeðferðin er slík að áhorf- andinn tengist jjersónum myndar- innar ekki nógu náið og því rennur myndin, með öllum sínum drama- tísku köflum, framhjá manni án umtalsverðra geðhrifa. Nokkrir, hægir kaflar slíta hana og úr sam- hengi. Laginn klippari hefði með góðu móti getað unnið mun betri mynd úr þessum efnivið með því að taka skærin órögum tökum. Leikstjórnin er nefnilega í dauf- ara lagi, kannski ekki að undra þar sem hún er frumraun fram- leiðandans, Stanley R. Jaffe. Hann er hinsvegar heppinn og flinkur framleiðandi og hápunkturinn á ferli hans var næsta mynd hans á undan þessari, Oscarsverðlauna- myndin Kramer gegn Kramer. Eft- ir mikla velgengni er ekki ótítt að framleiðendur vestra fyllist stór- mennskubrjálæði og vilji helst allt gera sjálfir. Þeir hafa skapað fúlg- ur fjár og í rauninni er þá enginn í þeirri aðstöðu að geta slegið á hendurnar á þeim. Sporlaust horf- inn er einmitt eitt fórnarlamb slíkrar velgengni. Jaffe kann greinilega lítið til verka sem leik- stjóri. Vinnubrögðin eru flest við- vaningsleg og leikurinn er mátt- laus, meira að segja hjá þeirri góðkunnu leikkonu, Kate Nelligan. Áhorfendur verða að kyngja ýmsu áður en yfir líkur, en ástæða er til að ætla að endirinn standi í þeim, svo ósennilegur sem hann er. Logn á undan storminum. Mæðginin við morgunverðarborðið áður en sonur- inn hverfur. STJÖRNUBÍÓ: Micki og Maude ★ ★■/2 LEIKSTJÓRI Blake Edwards. Framleiðandi Tony Adams. Handrit Jonathan Reynolds. Klipping Ralph E. Winters. Kvikmyndun Harry Sradling, ASC. Tónlist Michel Le- grand. Aðalhlutverk Dudley Moore, Ánn Reinking, Amy Irving, Richard Mulligan, George Gaynes, Wallace Shawn. Bandarísk, frá Columbia. Frumsýnd 1985. Það er sjálfsagt töfrum Blake að þakka, að ógleymdum leik Moores, að maður sættir sig við þá enda- leysu sem Micki og Maude í raun- inni er. En Edwards er manna lagnastur við að bræða saman hinar svokölluðu uppákomugam- anmyndir, svo að þær geta allt að því virkað sennilegar og Moore er undur nettur gamanleikari með óbrigðult tímaskyn. Efnið er ekki sem árennilegast. Sjónvarpsfréttamaðurinn Moore er hamingjusamlega giftur lög- fræðingnum Ann Reinking, sá ljóður er þó á hjónabandinu að ástalífið er í talsverðum ólestri sökum óheyrilegs vinnuálags frú- arinnar. Þegar svo Moore kynnist forkunnarfögrum sellóleikara, (Amy Irving), er ekki að spyrja að afleiðingunum því hún hefur næg- an tíma fyrir fréttasnápinn. Þar að kemur að um hægist hjá eiginkonunni, með þeim afdrifa- ríku afleiðingum að hún verður kasólétt. Ekki lagast þá standið hjá Moore þegar viðhaldið fer að þykkna undir belti líka. En Moore er viðkvæmur og heiðvirður mað- ur svo hann tekur það til bragðs að lifa tvöföldu lífi og giftist því sellóleikaranum sínum líka! Ekki verða tíunduð hér öll þau fyrir- framvituðu og ófyrirsjáanlegu vandamál sem slíkur ráðahagur býður uppá. Það er hin ágætasta skemmtun að fylgjast með hvernig þeir Edwards og Moore feta sig áfram í þeim ískyggilega hrærigraut ill- snúinna atburða sem söguþráður Micki og Maude býður uppá. En þeir félagar eru hvorki neinir auk- visar né nýgræðingar í þessum efnum. Edwards leikstýrir af gamalkunnri útsjónarsemi og hugmyndaauðgi. Fer rólega af stað, smá sækir í sig veðrið og lokakaflinn, á fæðingardeildinni, er hreint „slapstick". Moore, með sín einstæðu vanda- mál, á samúð manns óskerta, svo fágætar eru þær, konurnar hans tvær. Þær eru eins og hvítt og svart. Hin leggjafagra og kraft- mikla Ann Reinking, söngva- og dansleikjadrottning af Broadway, og hinsvegar hin fíngerða og brot- hætta Amy Irving, (sem reyndar var að eignast sitt fyrsta barn á dögunum með galdrakarlinum Spielberg). Báðar falla þær einkar vel inní hlutverk sín og skila þeim með mikilli prýði. Richard Mullig- an, vinur vor úr Löðri, fær hér tækifæri til að slá á nýja strengi og lukkast það vel. Edwards velur hann iðulega í myndir sínar og er það ekki slælegur vitnisburður. Enginn er þó betri en hinn smá- vaxni Dudley Moore sem siglir af einskærri snilld í gegnum þetta ólíklega og margsnúna hlutverk. Þeir Edwards hafa öðrum fremur gert ágæta skemmtun úr vanda- sömu efni sem flestir hefðu engan veginn ráðið við, að líkindum ekki einu sinni lagt útí. Sláturtíð HÁSKÓLABÍÓ: Rambo (Rambo First Blood Part II) ★ ★lA Leikstjóri Gerge P. Cosmatos. Framleiðendur Mario Kasar og Andrew Vajna. Tónlist Jerry Goldsmith. Kvikmyndataka Jack Cardiff. Handrit Sylvester Stallone og James Cameron. Soguþráður Kevin Jarre, byggður á persónum David Morrells. Aðalhlutverk Sylvester Stallone, Richard Crenna, Charles Napier, Steven Berkoff. Dolby Stereo. Gerð 1985 af Corelco. Bandarísk. Þá er Tarzan apabróðir ofan- verðrar tuttugustu aldar, Rambo hinn ódrepandi, mættur til leiks að nýju. Áð þessu sinni rennur slíkur berserksgangur á kapp- ann að segja má að fyrri myndin um þessa vinsælustu hetju hvíta tjaldsins í dag sé nánast sakleys- isleg miðað við þau ósköp sem á ganga í Rambo. Myndin hefst á því að garpur- inn er sóttur í fangelsi, (þar sem hann að öllum líkindum hefur verið að afplána dóma fyrir til- tektir sínar í síðustu mynd!), af vini sínum, Trautman ofursta. Nú á að senda hann í ofurmann- legan rannsóknarleiðangur inní Viet-Nam, til að kanna hvort einhverja bandaríska stríðs- fanga sé þar enn að finna á lífi. Hitt er hann ekki uppfræddur um, að ferðin er hugsuð sem sjálfsmorðsleiðangur, hin orðum prýdda hetja, Rambo, á ekki að snúa lifandi til baka. Það á ekki að vitja hans aftur handan landamæranna, ferðin á að kveða niður, í eitt skipti fyrir öll, að engan bandarískan hermann sé að finna á lífi austan landa- mæranna. En Trautman segir Murdoch, (Charles Napier), yfirmanni að- gerðarinnar, að hann hafi gert stór mistök er hann réð Rambo til ferðarinnar. Það sé þykkur á honum skrápurinn. Að lýsa því allsherjar fjölda- morði sem Rambo karlinn á að framkvæma — einkum eftir að hann veit um svikin — bæði á Viet-Nömum og rússneskum Rambo — einsmanns herdeild setuliðsmönnum, tæki fleiri sið- ur. En mér er stórlega til efs að önnur eins slátrun hafi áður sést á tjaldinu. Rambo er hreinlega andlaus og innantóm drápsmynd sem höfðar til lægstu tilfinninga okkar sem flykkjumst milljónum saman til þess að sjá manninn drepa og aftur drepa. Myndin er algjörlega móralslaus og hefur engan boðskap að flytja þó reynt sé að slæða honum innf undir lokin með heimskulega orðuðum ásökunum þessarar merkilegu drápsmaskínu í garð banda- rískra stjórnvalda. Þau láti sig litlu skipta hvort hugsanlega sé að finna stríðsfanga i Nam. Og allt á þetta að vera unnið í anda hinnar sönnu ættjarðarástar, þó svo drápsvélin finni enga á móti. Hér er verið að reyna að fegra tilgang myndarinnar og sjálf- sagt taka margir klórið gott og gilt. En að sjálfsögðu er Rambo, líkt og aðrar skemmtimyndir, gerð í þeim tilgangi einum að verða sem feiknlegust gróða- maskína. Það lukkast ekki nema með einu móti, að gera hana sem besta afþreyingu, og það er hún. Cosmatos kann lagið á að æsa upp sauðsvartan almúgann með því að æsa upp í honum kvala- fýsn og drápshug. Aðferðirnar sem hann notar eru klassískar. Rambo er svikinn, ástin hans drepin, hann á harma að hefna, við erum öll með í bardaganum og Cosmatos situr keikur undir stýri og stjórnar af mikilli kunn- áttusemi. Hefur fengið til liðs við sig tvo, snjalla listamenn, Jerry Goldsmith og Jack Cardiff. Það má deila á Rambo fyrir takmarkalaust ofbeldi, en því miður, þá er það enn talið hin ágætasta skemmtun, engu síður en á dögum Rómverja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.