Morgunblaðið - 27.08.1985, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.08.1985, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 Frá ferjustað við Sognfjörð, lengsta og dýrasta fjörð í heimi. Á leið til Galdhupiggen, næsthæsta fjalls Noregs, 2.469 m. I UtU i J Eyjólfur Guðmundsson skrifar frá Noregi: Noregur — ferðamannaland Sem ferðamannaland hefur Noregur verið framarlega. Stór hluti af þeim ferðamönnum sem koma til landsins er hópferðafólk, og af þjóðerni mest Englendingar, Þjóðverjar, Bandaríkjamenn og Frakkar. Þessir ferðamenn hafa í mörgum tilvikum ferðast áður um sólarlönd Suður-Evrópu, og óska nú eftir að sjá eitthvað annað. Norðmenn auglýsa land sitt, sem land djúpra fjarða, brattra fjalla og land miðnætursólar. Síðustu sumur hefur ferjan Norröna verið í siglingum á milli íslands og Noregs, en með við- komu í Danmörku, Hjaltlandi og Færeyjum. Rétt er að geta þess að ferjan rúmar um 1100 farþega og um 240 bíla. Mikil eftirspurn hef- ur verið eftir fari með ferjunni og hefur rekstur hennar gefið mikinn hagnað. Tilkoma hennar kemur ekki eingöngu Norðmönnum að góðu, heldur einnig íslendingum og Færeyingum, en síðastnefndu þjóðirnar fá á þennan átt mun fleiri ferðamenn en ella. Meginhluti þeirra ferðamanna sem til Noregs koma, hafa ann- aðhvort komið gegnum Danmörku eða Svíþjóð, og hafa þá stundum bifreiðar með sér. Þeir sem draga á eftir sér hjólhýsi, gista venju- lega á tjaldstæðum og skilja sjaldnast eftir sig mikla fjármuni. Ferðamenn sem koma flugleiðis, gista á hótelum og horfa síður í fjármuni sína. Samanburður á íslandi og Nor- egi sem ferðamannalöndum, er kannski ekki auðveldur. Sameig- inlegt er að báðar þjóðirnar aug- lýsa lönd sín sem náttúruskoðun- arlönd, þótt landslag sé næsta ólíkt. Á Islandi er hinn blái litur fjallanna í fjarlægð ráðandi, en í Noregi er það græni litur skóg- anna sem er áberandi. Þeir sem ekki hafa farið lengra norður eftir Noregi en til Þrændalaga, hafa misst af miklu. Landslag fyrir norðan er fegurra og vel þess virði að menn leggi leið sína norður fyrir heimsskautsbaug og njóti þar miðnætursólar. Norska ferðafélagið (Den Norske Turistforening), rekur fjöldann allan af sæluhúsum, stór- um og smáum, sem dreifð eru um allt landið. Hægt er að fá lykil sem passar að öllum þessum hús- um og kaupa þar matvæli og gist- ingu. Sæluhús þessi, eða skálar, eru oft troðfullir af ferðamönnum yfir sumarið og þar mikil þrengsli. Að vetri til er gestagangur þar mun minni. Margir þeirra sem reika um „merkur og skóga", velja sér þessa fyrirgreiðslu og ganga þá frá einu sæluhúsinu til annars. Telja má að 4—8 tíma gangur sé hæfileg dagleg fyrir flest fólk, en göngugarpar, em vanir eru útivist, láta sig ekki muna um 14—16 tíma göngu eða meir. Hausttíminn er tími veiðiferða en leyfilegt er að fella vissan fjölda skógardýra. Hér er þá m.a. um að ræða hreindýr, elgdýr og hjartardýr. Að meginhluta eru það Norðmenn sem þessar veiðar stunda en erlendir ferðamenn slæðast þó með og koma ár eftir ár. Lax- og silungsveiði er meira stunduð af útlendingum sem í sumum tilvikum eru hástéttarfólk sem eyðir miklum fjármunum í Noregsferðir sínar. Veiðiferðir að hausti til eru oft slarkferðir, hvort sem það eru dýraveiðar eða veiðar i ám og vötnum. Þetta er vegna mikillrar úrkomu og hráslagalegrar veðr- áttu á þessum tíma árs. Ferðamönnum þeim sem til llaustið er tími dýraveiða. Árlega er leyft að skjóta allmörg hreindýr. Einnig elgdýr og hjartardýr. Noregs koma má skipta í þessa meginflokka: 1. Hópferðamenn, oft fjölskyldu- fólk eða eldra fólk. 2. Ökumenn sem oft eru einnig fjölskyldufólk og gistir þá á tjaldstæðum. 3. Bakpokamenn sem veifa bílum. Fjárlítið fólk , oft skólafólk, sem reynir að lifa ódýrt. 4. Náttúruskoðendur sem gista í tjöldum, skálum ferðafélagsins eða undir berum himni. 5. Þeir sem koma flugleiðis. Bæði einstaklingar og fjölskyldufólk. Gistir á hótelum og notar mikla fjármuni í skemmtanalíf o.s.frv. Frá tjaldstæði í A-Noregi Opna bandaríska meistaramótið: Spassky, Seirawan og Benjamin efstir ÞEIR Yasser Seirawan, Boris Spassky og Joel Benjamin skiptu með sér fyrstu verðlaununum á opna bandaríska meistaramótinu, sem lauk í síðustu viku. Þeir hlutu allir 10 vinninga af 12 mögulegum og keppnin jöfn og hörð eins og venjulega á hinum stóru opnu mót- um í Bandaríkjunum. 500 þátttak- endur voru á mótinu, sem fram fór í Hollywood í Flórída, sem er langt í burtu frá samnefndri kvikmynda- borg, þar af fimm íslendingar, þeir Sævar Bjarnason, Dan Hansson, Jóhann Þórir Jónsson, Þorsteinn Gauti Sigurðsson sem er búsettur í Florida og Ingvar Ásmundsson. Lokaumferðin á mótinu var sérstaklega spennandi. Fyrir hana var Seirawan einn efstur með 9 V2 vinning, en Spassky, Benjamin og óþekktur rússnesk- ur innflytjandi, Dozorets, höfðu 9 vinninga. Strax og taflmennsk- an hófst kom í ljós að Seirawan hafði beygt sig fyrir þeim sann- indum að einn fugl í hendi væri betri en tveir í skógi, því hann bauð Dozorets jafntefli eftir að- eins 13 leiki. Benjamin gersigr- aði síðan alþjóðlega meistarann Kogan og skákmeistara Banda- ríkjanna, Lev Alburt, náði sér aldrei á strik með svörtu gegn Spassky. Sigur þeirra Seirawans og Spasskys kemur engum á óvart, en hinn 22ja ára gamli al- þjóðameistari Joel Benjamin er minna þekktur. Hann er mjög harður í opnum mótum sem þessu, en sækir sjaldan mót út fyrir heimalandið og orðstír hans því að mestu bundinn við það. Röð efstu manna varð þessi: 1.—3. Yasser Seirawan, Boris Spassky og Joel Benjamin 10 v. 4.-7. Robert Byrne, Sandeep Joshi, Anatoly Dozoretsky og Eduardo Celorio 9% v. 8,—13. James Rizzitano, Dmitri Gurevich, Anatoly Lein, Stuart Rachels, Miles Ardaman og Chares Braun 9 v. Sigurvegararnir hlutu 3333 dali hver. Allir ofantaldir eru Bandaríkjamenn nema Spassky, en eins og nöfnin benda til af misjöfnum uppruna. Enginn íslendinganna náði að vinna til verðlauna. Sævari skorti þó aðeins herzlumuninn, hann hlaut 8Vfe v., Dan 8 v., Jó- hann Þórir 7 v. og Þorsteinn Gauti 5'/2 v., en hann er reyndar þekktari fyrir píanóleik en tafl- mennsku. Ingvar Ásmundsson hafði hlotið sex vinninga úr fyrstu sjö skákunum og var þá mjög ofarlega, en þurfti fyrir- varalaust að snúa heim vegna andláts nákomins. Ingvar hefur áður gert það gott á opnu móti vestanhafs, hann varð efstur ásamt fleirum á World Open- mótinu árið 1978 og árið eftir lék Haukur Angantýsson þetta af- rek eftir honum. Boris Spassky hefur hin síðari ár verið friðsamur með afbrigð- um og jafnan gert fjölda stór- meistarajafntefla. Fyrr á þessu ár gaf hann þá yfirlýsingu að í næstu heimsmeistarakeppni myndi hann reka af sér slyðru- orðið og leggja sig allan fram. Við þetta verður hann að reyna að standa á áskorendamótinu í Montpellier í haust. Af eftirfar- andi skák að dæma, sem tefld var í síðustu umferð í Holly- wood, virðist hann eiga dágóða möguleika á því: Hvítt: Boris Spassky Svart: Lev Alburt Drottingarpeósbyrjum: 1. Rf3 - Rf6, 2. d4 - e6, 3. Bg5 — c5, 4. e3 — Be7,5. Rbd2 — b6, 6. c3 — O—O, 7. Bd3 - Ba6? Spassky gæti gert stóra hluti á áskorendamótinu, ef honum tekst að venja sig af stórmeistarajafn- teflunum. Slík umskipti á „góða“ biskup hvíts eru þekkt úr frönsku vörn- inni, en hér hefur svartur lítið annað en leiktöp upp úr krafs- inu. 8. Bxafi — Rxa6, 9. De2 — Rb8, 10. e4 — cxd4, 11. Rsd4 Svartur jafnar taflið eftir 11. cxd4 — d5,12. e5 — Rfd7. Nú gaf 11. — Rc6 góða möguleika á tafljöfnun, en Alburt velur aðra leið. d6, 12. f4 —Rfd7, 13. R2Í3 — a6, 14. 0—0 — Bxg5? Eftir þennan leik nær Spassky taki sem hann sleppir ekki. Betra var því 14 — h6 15. Rxg5 — De7,16. e5! — Ha7 16 — dxe5? var auðvitað svarað með tvöfaldri hótun á h7 og a8: 17. De4. Nú þvingar Spassky andstæðing sinn til að veikja kóngsstöðuna og tryggir jafn- framt Rg5 í sessi. 17. Dd3 — g6, 18. Dh3 — h5, 19. Dg3 - Kh8, 20. Hael — Hg8? Svartur var að vonum hrædd- ur við hótunina 21. excd — Dxd6, 22. Rgxe6 og vildi því valda g6 peðið betur, en nú tapar hann peði, án þess að sóknina lægi. 21. exd6 — Df8 22. f5 Upphafið á glæsilegri fléttu sem tryggir sigurinn. Einhver hefði fremur kosið að hanga á umframpeðinu. 22. - gxf5, 23. Rxf5! - exf5, 24. Hxf5 — 16, 25. DI3 - Hxg5, 26. Hxg5 —fxg5, 27. Dxh5+ — Kg8, 28. He8 — Dxe8, 29. Dxe8+ — Kg7, 30. De7+ — Kh6, 31. De6+ - Kg7, 32. Dc4+ - a5, 33. Dc7! — Ha6, 34. a4 — Kf6, 35. Kf2 — Ke6, 36. Ke3 — b5, 37. axb5 — Hb6, 38. c4 — a4, 39. h3 - Kf5, 40. g3 — Re5, 41. Dh7+ — Rg6, 42. Df7+ og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.