Morgunblaðið - 27.08.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.08.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 23 Skýrslan um Rainbow Warrior birt í gær FRÁ Hotel Matignon í París í gær. Fréttamenn þyrpast að til þess að fá eintak af opin- berri skýrslu um atburð þann 10. júlí sl., er skipi Grænfrið- unga, Rainbow Warrior, var sökkt í Auckland á Nýja- Sjálandi. Skýrsla þessi var samin af Bernard Tricot, sem franska stjórnin fól að rann- saka málið. I skýrslunni er komizt að þeirri niðurstöðu, að hvorki franska stjórnin né starfsmenn frönsku leyniþjón- ustunnar hafi verið viðriðnir sprenginguna, er skipi um- hverfisverndarmanna var sökkt. AP/aímamynd Uganda: Friðarviðræður við skæruliða — Nýr forsætisráðherra skipaður Naíróbí, Kenýa, 26. ágúst. AP. VIÐRÆÐUR hófust í dag milji hinn- ar nýju herforingjastjórnar í Úganda og fulltrúa stærstu samtaka skæru- liöa í Naíróbí. Markmiöið meö viö- ræðunum er aö koma á friöi í Úg- anda, cn ófriöur hefur ríkt þar allt frá því 1981. Leiðtogi skæruliða, Yoweri K. Mushevi, og ellefu aðrir úr her hans, Þjóðlegu andspyrnuhreyf- ingunni, hittu sjö manna sendi- nefnd herforingjastjórnarinnar í forsetabústað Daníels Arap Moi Kenýaforseta, sem átti frumkvæð- ið að viðræðunum. í dag sór nýr forsætisráðherra, Abraham Waligo, embættiseið í Kampala, en hann var áður innan- ríkisráðherra í herforingja- stjórninni sem rændi völdum í Ug- anda 27. júlí sl. Hann leysir Paulo Muwanga af hólmi, sem var svipt- ur forsætisráðherraembættinu á sunnudag. Muwanga var varnar- málaráðherra og varaforseti í stjórnartíð Miltons Obote, sem steypt var af stóli í byltingu hers- ins. Waligo sagði eftir embættistök- una að Muwanga hefði hringt í sig og óskað sér til hamingju með nýju stöðuna. Hann bætti því við að Muwanga væri frjáls allra ferða sinna í heimaborg sinni Ent- ebbe. Avon lá- varður fórnar- lamb ónæmis- tæringar London. 26. ágúst AP. DAGBLÖÐ í Bretlandi skýrðu frá því í gær, aö Avon lávarður, fyrrum aðstoöarráðuneytisstjóri og sonur Anthony heitins Edens, fyrrverandi forsætisráöherra, hefði látist 17. ágúst sl. í tveimur þeirra sagði, aö banameinið hefði verið ónæmistær- ing. Nicholas Eden, sem var 54 ára þegar hann lést, erfði titilinn eftir föður sinn árið 1977. Hann var aðstoðarráðuneytisstjóri í um- hverfismálaráðuneytinu en lét af því embætti í mars sl. vegna veik- inda. f tveimur dagblöðum, The News of the World og Mail on Sunday, sagði, að banameinið hefði verið ónæmistæring en Observer og Sunday Express vitnuðu í orð lækna og félaga lávarðarins í lá- varðadeildinni. Einn læknanna, sem önnuðust Avon lávarð, vildi ekki staðfesta, að hann hefði látist úr ónæmistær- ingu, sagði, að banameinið kæmi fram á dánarvottorðinu og þar væri ritað heilabólga. Ekki er óal- gengt, að ónæmistæring valdi heilabólgu. The News of the World birti mynd af hluta dánar- vottorðsins og kemur þar fram, að maður að nafni Peter George Hurford hafi veitt leyfi til, að lík Avons heitins yrði brennt. Hur- ford er forngripasali og var sam- býlismaður Avons. Denham lá- varður, nokkurs konar þingflokks- formaður í hópi íhaldsmanna í lá- varðadeild, sagði, að fréttir blað- anna væru fáránlegar. „Hann þjáðist af bráðum veirusjúkdómi, sem einkum lagðist á heilann, og ég held, að hann hafi verið lifrar- veikureinnig." Nicholas Eden, eða Avon lávarð- ur, var við banka- og kaupsýslu- störf framan af ævi en starfaði síðar í ýmsum ráðuneytum, siðast í umhverfismálaráðuneytinu. Erfðatitillinn jarl af Avon var á sínum tíma, árið 1961, búinn til í virðingarskyni við Anthony Eden, föður hans. Nicholas Eden kvænt- ist aldrei. Áttu hlaupaskó ? Þú mátt búast við því að nágranninn banki uppá hjá þérog spyrji að þessu þegarhann fréttir af nýja SHARP vídeotækinu þínu. Það ermikið kapphlaup um nýju SHARP VC-384 N vídeotækin okkarenda eru þau núna á sprenghlægilegu tilboðsverði: kr. 37,755.- stgr. • Dolby • Framhlaðið • Tveggjarása • VHS Efþetta er ekki gott tilboð, hvað erþá gott tilboð ? P.S. Skóna færðu kannski aldrei aftur en mundu að láta hann skila spólunni!!! HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.