Morgunblaðið - 27.08.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.08.1985, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 Rís upp! Af mörgu er að taka í helgar- dagskrá ríkisfjölmiðlanna að þessu sinni, en ég held að ég veðji á þrjú dagskráratriði hvort sem iesendum líkar betur eða verr. Nú en vindu m okkur í að rabba um fyrsta dagskráratriðið. Ólafur Sigurðsson, sjónvarpsfréttamað- ur, er oft býsna naskur á bitastæð- ar fréttir og fer ekki alltaf troðnar slóðir í því efni. Þannig leiddi Ólaf- ur okkur sjónvarpsglápara nú á sunnudagskveldið að þyrluskýli einu miklu, þar sem stóðu tvær eldrauðar þyrlur. Tilefni þessarar ferðar fréttamannsins að þyrlu- skýlinu var að hafa tal af ungum þyrluflugmanni, sem hefir haft nokkur kynni af túnfiskveiðum Bandaríkjamanna. Þessi ungi flug- maður upplýsti að veiðimennirnir notuöu meðal annars hand- sprengjur til að reka fiskinn í netin. En svo kom rúsínan í pylsu- endanum: Það er algengt að höfr- ungar og smáhveii festist í netun- um og kremjist til bana í kraft- hlökkinni. ólafur fréttamaður spyr áfram: Hve margir hvalir eru drepnir þarna? „Ja svona álíka margir á einum mánuði og nemur hrefnukvóta okkar. Ég tek fram að ég man ekki alveg orðrétt fyrr- greint samtal, en kjarni málsins er samt ljós: Á sama tima og Grænfriðungar hamast gegn veið- um aldinna veiðimannaþjóða, sem sumar hverjar eiga allt sitt undir lífsbjörginni úr hafinu, er látið átölulaust er veiðimenn risaveldis drepa smáhveli í þúsundatali og kasta þeim síðan aftur í sjóinn. Útogsuður! í þætti Friðriks Páls Jónssonar Út og suöur var að þessu sinni mættur til leiks Jón Þór Guð- mundsson rafvirki en hann hefir nýlokið fimm mánaða ferðalagi um Asíulönd. Eitt atriði í ferða- sögu Jóns ýtti við samviskunni og það var lýsingin á sálarástandi hinna afgönsku frelsisliða. Flestir virtust eingöngu vera að berjast við Rússa til að bjarga heimilum sínum og fjölskyldum, enda ekki vanþörf á. Þannig lýsti Jón Þór á býsna eftirminnilegan hátt komu sinni í pakistanskt landamæra- þorp, sem hafði orðið fyrir árás Rússa. Allt var þar sundurbrunnið og 11 látnir og 50 særðir. Sagði Jón að í slíkum þorpum byggju eingöngu konur og börn því karlarnir væru annaðhvort í frels- issveitunum eða flyttu vörur frá Afghanistan til Pakistan. Rúss- arnir beita hér hinni svokölluðu Víet-Nam-aðferð við árásirnar á konurnar og börnin, en hún felst í því að fljúga lágflug yfir þorpin helst í dagrenning og síðan er kastað eins mörgum sprengjum og mögulegt er á sofandi fólkið. Síðan fljúga stoltir liðsmenn „alþýðu- hersins" í var. Hólar: Mér kom í hug í þessu sambandi prédikun séra Hönnu Maríu Pét- ursdóttur er flutt var á Hólahátíð 18. ágúst síðastliðinn og við heyrð- um í útvarpinu nú á sunnudaginn. Séra Hanna María greindi í pré- dikuninni á milli jákvæðs og nei- kvæðs kristindóms. Taldi hún þann kristindóm neikvæðan er ofurseldi manneskjuna þjáning- unni en hinn jákvæðan þar sem manneskjan rís gegn þjáningunni með krossinn að vopni. Tók séra Hanna María hér dæmi af Kristi sem atorkumiklum mannkyns- frelsara. Það er mikils að vænta af slíkum prestum sem Hönnu Maríu Guðmundsdóttur í heimi, þar sem djöfullinn virðist leika lausum hala með útglenntar stríðsklærnar. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Storkur gætir unga sinna. Blót og þing: Um tengsl trúar og stjórnsýslu á 10. öld ■1 Kristján Sigur- 00 jónsson sér um — Þjóðlagaþátt á rás 2 klukkan fimm í dag eins og vant er. „Ég spila það nýjasta frá Bret- landi," sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið. „Það eru fyrst og fremst tvær hljómsveitir sem koma við sögu, The Pogues og The Man They Could’t Hang. Tónlist þessara hljómsveita hefur stundum verið kölluð þjóðlagapönk en það er nú kannski fullmikil einföld- un. Þetta er allt ungt fólk sem byrjaði feril sinn á því að spila Dubliners- slagara á krám í London en hefur svo smám saman haslað sér völl með eigin tónlist og útsetningar. Tónlistin er kannski ívið grófari en áður hefur tíðkast um þjóðlagaflutn- ing. Hins vegar gerðist það að báðar hijómsveit- irnar og þó sérstaklega The Pogues náðu til fólks sem aldrei hefur hlustað á svona tónlist fyrr. Nýút- komin plata The Pogues fór til dæmis beint í átj- ánda sæti breska vin- sældalistans. Auk þessara hljóm- sveita spila ég eitthvað með Richard Thompson sem er gamalreyndur gít- arleikari, spilaði lengi með Fairport Convention. Síðastliðin tíu fimmtán ár hefur hann verið einn á báti og líklega aldrei betri en einmitt núna. Loks spila ég nokkur lög með bandarískri hljómsveit sem heitir The Lobos." ■■■■ 1 kvöld klukkan QA 40 20.40 flytur dr. — Jón Hnefill Að- alsteinsson fyrra erindi sitt af tveimur sem hann nefnir Blót og þing. f spjalli við Morgunblaðið sagði dr. Jón Hnefill að hann fjallaði þar um tengsl trúar og stjórn- sýslu á tíundu öld. „Um þetta hafa mjög mismunandi skoðanir ver- ið ríkjandi. Það byggist auðvitað mikið á túikun þeirra heimilda sem eru til um þennan tíma. Um miðja öldina var því hald- ið fram að samband milli stjórnarathafna og helgi- athafna hefði verið mjög takmarkað hér á landi á 10. öld. Fall goðanna hefði ekki átt rætur að rekja til helgiþjónustu þeirra. 1966 var enn hnykkt á þessari kenningu; það væru ekki heimildir fyrir því. Ég reyni að fjalla um störf goðanna, bæði trúar- og stjórnarfarsleg, og tek heimildir eiginlega til nýs mats og leiði þannig að nýjum niðurstöðum í þessu efni. Annars er mjög erfitt að segja eitthvað almennt um þetta, þetta er flókið mál og margslungið svo ég held að menn verði bara að hlusta á bæði er- indin frá upphafi til enda til að vera einhverju nær.“ Aufúsugestur Sjónvarpið sýn- 40 ir í kvöld "U breska náttúru- lífsmynd um lifnaðar- hætti storka. Storkurinn hefur löngum þótt sér- kennilegt dýr og hafa menn, framan af ævi sinni að minnsta kosti, gert sér einkennilegar hugmyndir um hlutverk hans. í myndinni í kvöld sést þó að storkurinn er mesta spektardýr og langt frá því að vera dularfullur. Þjóðlagaþáttur: Nýjasta nýtt frá Bretlandi Stjörnustrfð: Aukin eða minni stríðshætta? ■■■■ Blásið til 00 00 Stjörnustríðs — heitir bresk heimildamynd sem sjón- varpið sýnir í kvöld. Hin svokallaða stjörnu- stríðsáætlun Reagans hef- ur valdið miklum úlfaþyt. Þeir sem styðja hana telja að vopnabúnaður sem þessi í geimnum geti minnkað stríðshættu verulega. Andstæðingarn- ir óttast hins vegar að geimvopnin yrðu frekar sett upp sem árásartæki og myndu því enn herða á vígbúnaðarkapphlaupinu. I myndinni er reynt að grafast fyrir um allar orsakir og afleiðingar þess að farið er að þróa þessi vopn. Til dæmis er því haldið fram að þótt Bretar séu ekki yfir sig hrifnir af áætluninni, muni svo miklar tækni- framfarir fylgja í kjölfar- ið að breskur iðnaður og tækni megi ekki missa af. Dr. Jón Hnefill Aóalsteinsson ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 27. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpið. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Guðvarðar Más Gunnlaugssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregn- ir. Morgunorð: — Jón Ólafur Bjarnason talar. 9J)0 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Margt fer öðruvlsi en ætlað er" eftir Margréti Jónsdóttur Sigurður Skúlason lýkur lestrinum. (7) 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr ). Tónleikar. 10.45 „Ljáðu mér eyra" Málmfríður Sigurðardóttir á Jaðri sér um þáttinn. RLIV- AK. 11.15 I fórum mlnum Umsjón: Ingimar Eydal. RÚVAK. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.30 Inn og út um gluggann Umsjón: Heiðdís Norðfjörð. RÚVAK. 14.00 „Lamb" eftir Barnard MacLaverty Erlingur E. Halldórsson lýkur lestri þýðingar sinnar (15). 14.30 Miðdegistónleikar: Tón- list eftir Carl Nielsen Sinfónia nr. 2 op. 16 og „Andante lamentoso". Sinfónluhljómsveit danska útvarpsins leikur; Herbert Blomstedt stjórnar. 15.15 Út og suður Endurtekinn þáttur Friðriks Páls Jónssonar frá sunnu- degi. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 19.25 Ævintýri Olivers bangsa Nýr flokkur — Fyrsti þáttur Franskur teiknimyndaflokkur I þrettán þáttum um lltinn skógarbjörn sem fer á flakk og kynnist mðrgu. Þýðandi og sögumaður Guðni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Aufúsugestur 16.20 Upptaktur — Guðmundur Benedikts- son. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 „Hvers vegna, Lamla?" eftir Patriciu M. St. John Helgi Ellasson les þýðingu Benedikts Arnkelssonar (9). 17.40 Slðdegisútvarp — Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Til- kynningar. Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Hvað nú! — A ári æsk- unnar 27. ágúst Bresk náttúrullfsmynd um storka og lifnaðarhætti þeirra. Þýöandi og þulur Jón O. Edwald. 21.10 Charlie 2. Þá ungur hann var Breskur framhaldsmynda- flokkur I fjórum þáttum. Efni fyrsta þáttar: Charlie Al- exander einkaspæjari geng- ur fram á fórnarlamb morð- ingja. I fórum mannsins finn- ur hann vasabók með nafni Umsjón: Helgi Már Barða- son. 20.40 Blót og þing Jón Hnefill Aðalsteinsson flytur fyrra erindi sitt. 21.05 Planósónata I f-moll op. 57 eftir Ludwig van Beethov- en Vladimir Horowitsj leikur. 21.30 Útvarpssagan: „Sultur" eftir Knut Hamsun Jón Sigurðsson frá Kaldað- arnesi þýddi. Hjalti Rögn- valdsson les (5). 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kvöldtónleikar sinu og nokkurra verkalýös- leiðtoga. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Blásiö til stjörnustrlös (Panorama — The Selling of Star Wars) Bresk heimildamynd um geimvopnaáætlanir rikis- stjórnar Reagans Banda- rikjaforseta og þá háþróuöu tækni sem hún krefst. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 22.40 Fréttir I dagskrárlok Ýmsir listamenn flytja tónlist úr óperum eftir Offenbach, Rossini og Smetana. 23.30 Tómstundaiðja fólks á Norðurlöndum. Danmörk Fyrsti þáttur af fimm á ensku sem útvarpsstöðvar Norður- landa hafa gert. Umsjónarmaður: Martha- Gaber Abrahamsen. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 14.00—15.00 Vagg og velta Stjórnandi: Glsli Sveinn Loftsson. 15.00—16.00 Með sfnu lagi Lög leikin af Islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóðlagaþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 17.00—18.00 Frlstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfs- son. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00. 15:00, 16:00 og 17:00. SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.