Morgunblaðið - 27.08.1985, Síða 25

Morgunblaðið - 27.08.1985, Síða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 ísrael: Þrjú núll tekin aftan af siklinum Tel Aviv, ísrael, 26. áfníst. AP. ÞEGAR aðeins fimm ár eru frá því að ísraelar tóku upp nýja mynt, sikilinn, er þriggja stafa verðbólga komin svo langt með að éta upp verðgildi gjaldmið- ilsins, að ekki er lengur nægilegt pláss fyrir allar langlokurnar í reiknivélum viðskiptalífsins. Því ákvað stjórnin í gær, sunnu- dag, að láta enn til skarar skríða og skera þrjú núll aftan af gjald- miðlinum. Verða launþegar þar með af þeirri vafasömu ánægju að hafa að meðaltali tæplega milljón sikla laun á mánuði. Breytingin mun ganga í gildi 4. september nk. Nýir seðlar hafa þegar verið prentaðir og verða þeir eins og hinir gömlu að því undanskildu að núllin þrjú hafa verið felld niður. Yitzhak Modai fjármálaráð- herra lagði áherslu á það í viðtali við ísraelska sjónvarpið í gær- kvöldi, að breyting þessi væri tæknileg og „nauðsynleg vegna þess að viðskiptatölur rúmuðust ekki lengur í reiknivélum banka og fyrirtækja". Perú: Lögregluforingi tekinn höndum — vegna rannsóknar á umfangsmiklu kókaínsmygli Lima, Peru, 26. agust. AP. DÓMARI hefur fyrirskipað handtöku níu manna, þ.á m. yfirmanns í lögregl- unni og aðstoðarmanns fyrrverandi forsætisráðherra, vegna rannsóknar á umfangsmiklu kókaínsmyglmáli, einhverju hinu víðtækasta, sem uppvíst hefur orðið í Perú. Dómarinn, sem heitir Hugo Principe, fyrirskipaði á föstudag, að yfirmaður í rannsóknarlög- reglu landsins, Jose Jorge Zarate, og Luis Lopez, aðstoðarmaður Lu- is Percovich, fyrrum forsætisráð- herra í stjórn Fernando Belaunde Terry forseta, skyldu teknir fastir. Þá hefur Percovich, sem einnig var innanríkisráðherra og þar með ábyrgur fyrir lögreglunni, verið kallaður til yfirheyrslu. Embættismenn telja, að smygl- hringur, sem hér á hlut að máli, hafi starfað í 12 ár. Strax og Alan Garcia forseti tók við völdum af Belaunde Terry sagði hann eiturlyfjasölu stríð á hendur og hét því að komast fyrir spillingu í hinni opinberu stjórn- sýslu. Lét forsetinn m.a. reka 37 lögregluforingja í síðustu viku. N-Kóreæ Sendinefnd frá S-Kóreu komin Seul, Suður-Kóreu, 26. ágúsL AP. SENDINEFND frá Rauða krossinum í Suður-Kóreu fór yfir landamærin til Norður-Kóreu í dag, til viðræðna við stjórnina í Pyongyang um að leyfa fjölskyldum, sem skildar voru að þegar Kóreu var skipt, að sameinast á ný. James Irwin. Irwin leitar að Örkinni Istanbul, 26. ágúst. AP. BANDARÍSKI geimfarinn Jam- es Irwin hefur hafið fjórðu til- raun sina til þess að fínna örkina hans Nóa á fjallinu Ararat, að því er dagblaðið Hurriyet í Istanbul greindi frá á sunnudag. Á laugardag veittu tyrknesk- ir embættismenn Irwin leyfi til leitarinnar, en leyfisveitingin hafði tafist vegna árása kúrd- ískra skæruliða á búðir fjall- göngumanna í grennd við leit- arsvæðið. Um 30 manna tyrkneskur herflokkur mun af öryggis- ástæðum vera Irwin og sex manna liði hans til fulltingis. Þetta er fyrsta heimsókn S-Kóreumanna til N-Kóreu eftir að viðræður þeirra fóru út um þúf- ur fyrir 12 árum. Viðræðurnar fara fram á þriðjudag og miðviku- dag og kemur þá í ljós hvort þær fjölskyldur sem búa sitt hvorum megin við landamærin fái leyfi til heimsókna og hvort bréfaskipti verði leyfð yfir landamærin. Sendinefnd Suður-Kóreu er Aþenu, 26. á^st. AP. GRÍSK stjórnvöld tilkynntu á laug- ardag, að þau hefðu aflétt styrjaldar- ástandi gagnvart nágrannalandi sínu, Albaníu, en það hefur verið í gildi frá því í síðari heimsstyrjöld- inni. „Það hefur verið tekin endanleg ákvörðun í þessu rnáli," sagði tals- maður grísku stjórnarinnar, Constantine Laliotis. Hann greindi frá því á frétta- mannafundi, að stjórnin hefði kannað málið mjög vandlega og skipuð sjö Rauða-kross-félögum, sjö ráðgjöfum, 20 aðstoðar- mönnum og 50 fréttamönnum og mun sendinefndin dvelja í N-Kóreu fram á fimmtudag. Fyrstu viðræður á milli ríkjanna hófust árið 1972 og voru þær ýmist haldnar í Seul eða Pyongyang þar til N-Kóreumenn slitu öllu sam- bandi við S-Kóreu árið 1973 af pólitískum ástæðum. mundi innan skamms taka ákvörðun um, hvernig staðið yrði að framkvæmd þess. „Hvort það verður með því að leggja fram lagafrumvarp í þingipu eða með öðrum hætti, er aðeins tæknilegt atriði," bætti hann við. Aflétting styrjaldarástandsins mun einnig hafa í för með sér, að kröfur Grikkja til landsvæða í Suður-Albaníu falla niður, en þar búa um 300.000 manns af grísku þjóðerni. Grikkir aflýsa stríðsástandi gagnvart Albaníu Vinsælu dönsku rúmin frá ADAMEZKYS KOMIN Snyrtiborö meö þrem skúffum. Stcrö: 80 x 36 x 52 cm, og þriggja vængja spegill 88 cm hár. Verð kr. 10.300,- Til í hvítmáluðu og væntan- legt í bæsaöri eik. Stóll með gcymsluhólfi und- ir sætinu. Verö 3.170. Til í hvítmáluðu og bæsuöu. Rúmteppi kr. 3.750,- HJONARUM og einstakl- ingsrúm í Ijósri furu og lútaðri í mörgum stærð- um. Nr. 240 fyrir utan hliöarskápa: Til ( brúnbæsaöri eik, Ijósri eik meö massívum köntum.Rúmmál: I40og I70x 200 cm. Heildar: 150 og 180 x 225 cm. Verö: Kr. 22.160 og 22.760 m/útv. og dýnum. Nr. 240 meö hliöarskápum: Rúmmál 140 og 170 og 200 cm. Heildar: 230 og 260 x 225 cm. Verö kr. 30.380 og 30.980 m/útv. og dýnum. Nr. 225. Til í brúnbæsaðri eik með massívum köntum. Rúmmál 170 x 200 cm. Heildar: 279 x 220 cm. Verö kr. 26.500 m/dýnum. Nr. 261 fyrir utan hliöarskápa: Ti1 f hvitmáluöu/massívum köntum og beyki. Rúmstærö: 170 x 200 cm. Heildar: 195 x 225 cm. Verö kr. 29.425,- Nr. 261 mcð hliðarskápum: Rúmstærö: 170 x 200 cm. Hcildar: 260 x 255 cm. Verð kr. 38.225,- Rúmteppi kr. 3.750,- [peiðpfð jio CÖpCKXJJ)[ Snyrtiborð: 100 x 36 x 72 cm með sporöskjulöguðum spegli 62 cm aö hæð. Verö kr. 9.365,- Til í hvítmáluðu. bæs- aðri eik með cða án á skúffu. Stóll mcð geymslurými undir sætinu. Til í hvítmáluöu. bæs- aðri eik og bcyki. Einnig bólstruð hjónarúm og snyrtiborð Verð á rúmi kr. 43.785 m/dýnum. Snyrtiborð kr. 18.595,- í garðstofuna og blómaskálann eigum við mikið úrval reyrhúsgagna. S. 77440 ÞU FINNUR ALLTAF RÉTTU SVEFNHERBERGISHÚSGÖGNIN HJÁ OKKUR ÚTLIT — VERÐ — GÆÐI FYRIR HVERN SEM ER.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.