Morgunblaðið - 27.08.1985, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.08.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 19 Hverahitann má nýta á marga vegu, á myndinni sést hvar nýbakað brauð er grafíð upp úr heitum sandinum. Unnið við hreinsun á safnþró hitaveitunnar. Morgunblaðið/Davfð Hitaveita Laug- vetninga hreinsuð Laugarratni 22. ágúsL SÍÐASTLIÐINN vetur fór að bera mjög á þvi að heitavatnssíur I húsum á Laugarvatni stifluðust af einhvers konar fínum salla. Kvað mjög rammt að þessu um skeið en þó nokkuð misjafnlega eftir húsum. Þegar og þar sem verst lét, hafðist varla undan að hreinsa síurnar, þær fylltust aftur nær jafnskjótt og vatninu var hleypt á. Þetta ástand þótti að vonum illt í vetrarkuldum. Reynt var að komast fyrir meinið með þvi meðal annars að setja siur á heitavatnsinntakið við hverinn en ekki tókst að ráða fulla bót á vandanum. Heitt vatn Laugvetninga kemur um 97 gráða heitt upp úr náttúru- legum hver, rennslið er tæpir 30 sekúndulitrar. Vatninu er fyrst veitt í opna steinsteypta þró rétt við hverinn en dælt þaðan inn i hitakerfi þorpsins. t ofnum þorps- búa er sem sagt hveravatn en ekki forhitað vatn. Hveravatnið mun vera tiltölulega hreint og er ljóst að einhver aðskotaefni úr þrónni hafa mengað vatnið enda hafa greinst i því bæði viðarleifar og einangrunarplast. I gær var svo ráðist i að hreinsa þróna. Dælt var upp úr henni með stórvirkri vél og botn hennar og veggir hreinsaðir rækilega. Nokk- ur sandur og salli var á botninum og er það von manna að nú skipist um þegar hann er farinn. Eiríkur Eyvindsson, hitaveitustjóri, kveðst strax sjá merki um breytingu til batnaðar en telur að kerfið allt verði ekki frítt við óhreinindi fyrr en eftir svo sem vikutíma. Hitaveitan tók til starfa árið 1928, samtímis Héraðsskólanum, sem átti hana til ársins 1953, en síðan þá hefur hún verið í eigu Sameigna skólanna á Laugarvatni. Sérstakur hitaveitustjóri var ráð- inn árið 1954 og hefur Eiríkur Eyvindsson gegnt því starfi frá upphafi. Hitaveitan upphitar öll hús hér í þorpinu og auk þess nokkur hús á tveim bæjum i Laug- ardal og sumarbúsatði. Sérstakt fyrirtæki var stofnað árið 1983 um varmaveituna inn í dal. Ekki hefur verið borað eftir vatni hér á staðnum utan ein hola við gróðurhúsin sem ekkert gaf af sér. Fullvíst má samt telja að hægt sé að fá upp meira heitt vatn en nú fæst úr hvernum. Miðað við sama vöxt þorpsins og verið hefur undanfarin ár er talið að hverinn dugi til húshitunar í 10 til 15 ár enn en upp úr því verði að bora eftir meiru. HEMPELS - þakmálning, sérhæfð á þakjárn Málning þarf ekki endilega að flagna af járni. Sé svo hefur eitthvað farið úrskeiðis, flöturinn hefur ekki verið nægilega þrifinn fyrir málun og röng efni notuð. HEMPELS þakmálning er sérhæfð á bárujárn og hefur frábærá viðloðun og veðurþol. Forskriftin að HEMPELS þakmálningu hefur þróast í tímans rás á söltum sæ, þ.e. á íslenskum hafskipum þar sem álagið nær hámarki. Það er misskilningur að járn þurfi að veðrast. Alltof lengi hafa menn trúað því að galvaníserað járn eigi að veðrast áður en það er málð. Þannig hafa menn látið bestu ryðvörn, sem völ er á, skemmast og afleiðingin er ótímabær ryðmyndun. Með réttum efnum má mála strax og lengja þannig lífdaga bárujárnsins verulega. Reynslan sýnir að rétt meðferð HEMPELS efna á járn tryggir hámarksendingu. Umboðsmenn um land allt! Slippfélagid íReykjavík hf Málningarverksmidjan Dugguvogi Sími 84255 nnuii þAKMÁLNING 5187 Davíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.