Morgunblaðið - 27.08.1985, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.08.1985, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar fundir mannfagnaöir Landsþing LFK að Laugarvatni 31. ágúst og 1. september. Landsþing Landssambands framsóknar- kvenna veröur haldiö í Húsmæöraskólanum Laugarvatni dagana 31. ágúst og 1. septemb- er nk. Þingiö hefst kl. 10 árdegis laugardag og lýkur á sunnudagskvöld. Aðalmálefni þingsins verða: 1. Framboðsmál. 2. Launamál kvenna. 3. Fjölskyldupólitík. 4. Starfsval kvenna. Allar framsóknarkonur eru hvattar til aö koma aö Laugarvatni og taka þátt í landsþinginu. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Framsóknar- fiokksins, sími 91-24480, þar sem allar nánari upplýsingar eru veittar. Framkvæmdastjórn LFK. Frá Flensborgarskóla Flensborgarskólinn veröur settur mánudag- inn 2. september kl. 10.00 árdegis. Þá eiga nýnemar aö koma í skólann, en eldri nemend- ur skulu sækja stundatöflur og greiöa nem- endagjöld kl. 13.00 sama dag. Kennarafundur veröur í skólanum fimmtudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrám á þriöjudag í dagskóla en á mánudagskvöld í öldungadeild. Skólameistari. Verslunarskóli íslands. Innritun í starfsnám Á haustmisseri verða haldin eftirtalin nám- skeiö fyrir starfandi fólk í atvinnulífinu og aöra þá sem vilja bæta þekkingu sína. Lengri námskeiö 24-60 kennslustundir 1. Bókfærsla 1 2. Ensk verslunarbréf 3. Rekstrarhagfræði 4. Tölvufræöi 5. Tölvuritvinnsla 6. Vélritun 24 t. 7. Vélritun 60 t. Starfsnámiö verður sett mánudaginn 23. september. Kennsla fer fram á kvöldin, nema tölvuritvinnsla og vélritun 24 t. sem eru á morgnana frá kl. 8.05-9.30. Staðfestingargjald er kr. 2000. Styttri námskeið 6-20 kennslustundir Lengd Haldiö í viku ársins 8. Þjónusta og samskipti viö viöskiptaviní 6 t. 37. 9. Söiunámskeiö 8 t. 38.-39. 10. Verslunarreikningur 20 t. 39. 11. Hvernigerhægtaödragaúrvörurýrnun? 6 t. 40. 12. Skiltaskrift 16 t. 40.-42. 13. Almenningstengsl 81. 45.-46. 14. Stjórnun og samstarf 12 t. 46.-48. Mörg þessara námskeiöa hafa verið haldin sérstaklega fyrir fyrirtæki og félagasamtök og mun svo einnig veröa á þessu hausti. Innritun er hafin. Ekki komast fleiri aö en 25 á hverju námskeiði. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans og í síma 14157 milli kl. 10 og 12 og 13 og 15 alla virka daga. Verzlunarskóli íslands, Grundarstíg 24, Reykjavík. Sími 14157. Síldarsöltun Afkastamikil síldarsöltunarstöö óskar eftir samstarfi um síldarsöltun viö umráöamenn nótaskipa á komandi síldarvertíö. Þeir sem áhuga hafa leggi inn gögn þar um merkt: Síld- arsöltun — 3883“. Frá Félagi sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi Ferð eldri borgara Félag sjálfstæölsmanna í Nes- og Melahverfl byöur eldrl borgurum hverflsins í hina árlegu dagsferö sunnudaginn 1. september nk. Fariö veröur frá bílastæöinu viö Neskirkju kl. 13.15 stundvíslega. Ekiö veröur um Krísuvíkurleiö tll Þorlákshafnar, kirkjan þar skoöuö, síöan veröur boöiö í eftirmiödagskaffi. Heimleiöis veröur ekiö um Helllsheiöi, i bæinn veröur komiö um kl. 19.30. Væntanlegir þátttakendur eru beönir um aö tilkynna sig í sima 82900, alla virka daga, í síöasta lagi fyrir kl. 15.00 föstudaginn 30. ágúst. Stjórnin. Eyfiröingar Sjálfstæðisfélagið Einar Þveræingur boðar til fundar í Laugarborg miövikudaginn 28. ágúst kl. 20.30. Alþingismennirnir Halldór Blöndal og Björn Dagbjartsson mæta á fundinn. Fundurinn er opinn öllum. Stjórnin. + Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, HREINS HARALOSSONAR, Skálaheiöi 5. Guö blessi ykkur öll. Ásta Jónsdóttir, Haraldur Hreinsson, Sigmar Sigurösson, Guölaug Hreinsdóttir, Ásgeir G. Bjarnason, Kristín Hreinsdóttir, Jón Guðmundur Hreinsson, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móður okkar, ÖNNU ÞORLÁKSDÓTTUR lengst búandi í Króki, Meðallandi. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Sjúkrahúsinu á Selfossi. Ágústa Ágústsdóttir, Þórdís Ágústsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, NÖNNUTRYGGVADÓTTUR, Hringbraut 57, Keflavík. Birgir Sveinsson, Auður Tryggvadóttir, Kristín Birgisdóttir, Óskar Birgisson, Hilmar Birgisson, Auöur Guövinsdóttir, Hlíf Tryggvadóttir, Sígurjón Örn Guöfinnsson, Sævar Örn Sigurjónsson, Þórir Smári Birgisson. Friöbjörg Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 8. desember 1907 Dáin 2. agúst 1985 Sérstaklega góð og traust kona, hógvær en með sígilda tign í fasi og framkomu. Þannig var Frið- björg Sigurðardóttir sem um ára- bil hafði búið á Njálsgötu 4 í Reykjavík er hún lést 2. ágúst síð- astliðinn, 77 ára gömul, en hún fæddist 8. desember 1907. Ég kynntist þessari yndislegu konu fyrir 17 árum og naut þess síðan hve góð tengdamóðir hún var, tillitssöm og nærgætin og Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða aö berast blaöinu meö góö- um fyrirvara. Þannig veröur grein, sem birtast á í miöviku- dagsblaöi, aö berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliö- stætt meö greinar aöra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaöur. Þess skal einnig getiö, af marggefnu til- efni, aö frumort Ijóö um hinn látna eru ekki birt á minningar- oröasíðum Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og meö góöu línubili. aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni. Aðalsmerki Frið- bjargar var það að sjá alltaf góðu og jákvæðu hliðarnar á öllum mál- um, sama í rauninni hvað kom upp, alltaf gat Friðbjörg látið rofa til með skynsamlegum og bjart- sýnum viðhorfum sínum. Friðbjörg var sérstaklega barngóð, bæði var hún þolinmóð við börn og hafði einstakt lag á að laða fram það góða í þeim. Það var gagnkvæmt að hún hændist að börnum og börn að henni. Friðbjörg var af þeirri mann- gerð sem lagði áherslu á að halda friðinn við samferðamenn sína, fara hinar mjúku leiðir í mannleg- um samskiptum þótt hún hefði vissulega sínar ákveðnu skoðanir á hlutunum og kæmi þeim til skila, hávaðalaust. En hennar kappsmál var að fólkið í kringum hana væri hamingjusamt og nyti þess að vera til. Allt sem hún kom nálægt varð snyrtilegt, enda vildi hún hafa hvern hlut á sínum stað, röð og reglu á öllum þáttum. Hún naut þess að vera innan um fólk og það var gott að hafa hana í návist sinni. Þótt hún væri orðin 77 ára gnmul hélt hún stíl sínum að fullu, svo kvenleg og glæsileg að eftir var tekið þótt margir skörtuðu djásnum í kring. Friðbjörg rímaði skemmtilega við gamlan og nýjan tíma. Hún skildi vel að allt er breytingum undirorpið og hafði gaman af því, en á hinn bóginn var hún af gamla skólanum, mundi alla afmælis- daga, hvort sem það voru fæð- ingarafmæli, brúðkaupsafmæli eða aðrir viðburðir sem ástæða var til að halda upp á og gleðjast yfir með vinum og vandamönnum og fyrst og fremst var Friðbjörg vinur vina sinna og alls konar af- mælisgjafir voru fastur liður í til- verunni. Þótt Friðbjörg væri nú- tímaleg á margan hátt og ekkert að agnúast út i hraða nútímans, þá datt henni ekki í hug að fara í bæinn nema uppábúin og með ný- lagt hár. Það er sárt að sjá á eftir góðum og traustum vini yfir móðuna miklu, vini sem ávallt var reiðubú- inn að hjálpa þegar hjálpar var þörf, vini sem hægt var að tala við eins og vinkonu. Betri tengdamóð- ur hefði ég ekki getað hugsað mér og með þakklæti bið ég henni blessunar Guðs á æðri vegum þar sem sálir þessa heims og hins sameinast á ný. Guörún Filippusdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.