Morgunblaðið - 27.08.1985, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.08.1985, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 27. ÁGUST 1985 Sovéskur fréttaskýrandi um „njósnaefnið“: „Uppspuni og móðursýkis- legur áróður Moskvu og Washington, 26. ágúst. AP. Á LAUGARDAG nefndi háttsettur fréttaskýrandi hjá Moskvusjónvarpinu ásökun bandaríska utanríkisráðuneytisins um „njósnaefnið" svokaliaða og undirbúning nóvember-viðræðna Ronalds Reagan og Mikhails S. Gorbachev í sömu andránni. Fréttaskýrandinn, Valentin Zorin, tengdi þetta tvennt saman í fréttaauka, en í fréttunum hafði verið fjallað um ásakanir Banda- ríkjamanna þess efnis, að sovéska leyniþjónustan, KGB, notaði hættulegt efni til þess að rekja ferðir bandarískra sendiráðs- manna í Moskvu. Zorin vísaði ásökununum á bug og kallaði þær „fjarstæðukenndan uppspuna" og „móðursýkislegan áróður af þeirri gerð, sem ekki hefur lengi látið á sér kræla í Washington". „Hver er ástæðan fyrir sögu- sögnunum um njósnaefnið? Hvaða árangri eru þeir í Washington að sækjast eftir, þegar þeir eru að undirbúa jarðveginn fyrir leið- togaviðræðurnar í haust?" spurði Zorin. Stansfield Turner, sem var yfir- maður CIA á árunum 1977—81, sagði á laugardag, að Reagan- stjórnin væri að reyna að koma sér undan gagnrýni vegna eigin aðgerðarleysis með því að halda fram, að Sovétmenn hefðu byrjað að nota njósnaefnið áður en Reag- an tók við völdum. „Látið er í veðri vaka að það sé löngu alkunn staðreynd, að svo hafi verið," sagði Turner, „en ég get fullyrt, að þetta er helbert blaður. Stjórnin finnur, að gagnrýnin beinist að henni fyrir að hafa ekki varað sendiráðsfólkið við miklu fyrr,“ bætti Turner við. Rock Hudson ásamt Doris Day. Rock Hudson af sjúkrahúsinu Loh Angele.s, 26. ágúst. AP. HOLLYWOOD-leikarinn Rock spítalann um síðustu mánaða- Hudson, sem haldinn er ónæmis- mót,“ sagði talsmaður spítalans, tæringu (AIDS), fór á laugardags „og honum leið sæmilega eftir kvöld af Ucla-spítalanum í Suð- atvikum þegar hann fór.“ ur-Kaliforníu, en þangaó kom Hudson mun gangast undir hann þungt haldinn fyrir tæpum „áframhaldandi meðferð" heima mánuöi frá París. hjá sér, að sögn talsmanns Hudson yfirgaf spítalann í UCLA-spítalans. fylgd vina sinna, og að sögn tals- Leikarinn gekkst undir sex manns spítalans var ferðinni vikna lyfjameðferð í París á síð- heitið til heimilis leikarans í asta ári, þar sem verið var að Malibu, sem er við ströndina rétt prófa nýtt lyf, HPA-23, gegn vestan við Los Angeles. ónæmistæringu, en hann reynd- „Hudson er aðeins betri til ist of veikburða til að þola fram- heilsunnar en þegar hann kom á haldsmeðferð. Reiðir ávaxtaframleiðendur Franskir ávaxta- og grænmetisframleióendur mótmæltu um helgina lágu verói á framleiðslu sinni og í mótmæla- skyni, stöóvuðu nokkrir þeirra ítalskan flutningabfl, hlaöinn grænmeti, á Nimee-veginum í S-Frakklandi og stráöu innihaldi hans um allan veginn. Bandaríski sendiherrann á Nýja-Sjálandi: Kanna samþykkt um kjarnorkuvopna- laust S-Kyrrahaf W ellinpton, Nýja-Sjálandi, 26. ágúst. AP. BANDARÍSKI sendiherrann á Nýja-Sjálandi, Monroe Browne, sagði í dag að Bandaríkjamenn myndu íhuga gaumgæfilega samþykkt þá sem átta af 13 ríkjunum í Suður-Kyrrhafi, gerðu um kjarnorkulaust Suður- Kyrrahaf fyrir stuttu. Browne sagði að Bandaríkja- menn væru tilbúnir til viðræðna um samþykktina, sem gerð var á Cook-eyju fyrir þremur vikum. „Við munum taka mið af bæði kostum samþykktarinnar svo og hernaðarlegu mikilvægi svæð- isins sem um ræðir, þegar við ákveðum hver viðbrögð okkar verða," sagði Browne í ræðu sem hann flutti á fundi með Rotary- félögum í Wellington. Hins vegar sagði sendiherr- ann að Bandaríkjamenn litu svo á að öryggi S-Kyrrahafs væri mikið undir Ástralíumönnum og Ný-Sjálendingum komið og væri ANZUS-bandalagið einn mikil- vægasti hlekkurinn í öryggis- málum á S-Kyrrahafi. ANZUS er enn í gildi, en bandalagið er að mestu óstarfhæft vegna þess að Ný-Sjálendingar hafa bannað bandarískum herskipum, sem búin eru kjarnorkuvopnum, að fara um landhelgi sína. M’Bow fær laun- in sín hækkuð HINN umdeildi framkvæmdastjóri Unesco, Menningar- og vísinda- stofnunar SÞ, Araadou Mahtar M’Bow, hefur fengið 28% launa- hækkun og hefur hann nú í árslaun 115.000 ensk pund eða rúmlega hálfa sjöundu milljón ísl. kr. Fær M’Bow launahækkun á sama tíma og Unesco neyðist til að skera starfsemina stórlega niður vegna fjárskorts. Kemur þetta fram I breska blaðinu The Daily Tele- graph 22. ágúst sl. Launahækkunin til M’Bow, sem samþykkt var hjá SÞ, hefur hleypt illu blóði í marga vest- ræna starfsmenn hjá Unesco en auk föstu árslaunanna fær hann árlega „leiðréttingu" á þeim, sem nemur hálfri fjórðu milljón kr., rúmlega 1,2 milljónir kr. í risnu og á fimmta þúsund kr. á dag í ferðapeninga. M’Bow býr ásamt konu sinni, sem er frá Haiti, í sérsmíðaðri íbúð í höfuðstöðvum Unesco í París. í leigu þarf hann ekkert að greiða og allar tekjur starfsmanna SÞ eru skattfrjáls- ar. Breska stjórnin hefur lýst því yfir, að hún muni fara að dæmi Bandaríkjamanna og ganga úr Unesco um áramót nema gerðar verði verulegar breytingar á 'i starfsemi stofnunarinnar, rekstri hennar og fjármála- stjórn, og að pólitísk áróðurs- verkefni verði skorin niður við trog. Jarðskjálftinn í Kúiæ Heimili 16.000 eyðilögðust Peking, 26. ágúst. AP. Björgunarsveitir komu upp bráóabirgðaskýlum og dreifðu fæðu til þeirra 16.000 sem misstu heimili sín í miklum jarðskjálfta sem varð í noröurhluta Kína á fóstudag. Yfirvöld í Kinjiang sögðu að 63 hefðu látið lífið og 125 slasast í jarðskjálftanum, sem mældist 7,4 á Richters-kvarða. Mikið lið lækna og sjúkraliða unnu að þvf um helgina að reyna að koma í veg fyrir að drepsóttir bærust á milli þeirra sem komust lífs af. Kommúnistaflokkurinn í Kína hefur heitið því að byggja öll 3.391 húsin sem hrundu í jarðskjálftanum innan már.aðar, eða áður en hátíðahöld í tilefni af 30 ára afmæli sjálfstæðis Kinjiang-héraðsins hefjast 1. október nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.