Morgunblaðið - 27.08.1985, Síða 30

Morgunblaðið - 27.08.1985, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 Morgunbladid/Þorkell Þorkelsson TaLsmenn atvinnuleikhópanna sex sem í gær stofnuóu meó sér samtök, f.v.: Viðar Eggertsson, Egg-leikhúsið, Guðjón Pedersen, Svart og sykurlaust, Pétur Einarsson, formaður Leiklistarráðs, Þórir Steingrímsson, Revíuleikhúsið, Páll Baldvin Baldvinsson, Hitt leikhúsið, Kári Halldór Þórsson, Gránufélagið, og Inga Bjarnason, Alþýðuleikhúsið. Sex atvinnuleikhús sam- einast gegn húsnæðisvanda SAMTÖK atvinnuleikhópa voru stofnuð í gær, en að þeim standa Alþýðuleikhúsið, Gránufjelagið, Hitt-leikhúsið, Revíuleikhúsið, Egg- leikhúsið og Svart og sykurlaust. „Með samtökunum viljum við standa saman að lausn á húsnæðis- vanda atvinnuleikhópa og ekki síst styðja við bakið á nefnd sem menntamálaráðherra skipaði fyrir tveimur árum til að vinna að lausn á þessum vanda,“ sagði Viðar Eggerts- son, talsmaður Egg-leikhússins, í samtali við Morgunblaðið. Viðar sagði ennfremur það hafa komið fram á fundinum að leik- hóparnir sex ynnu nú allir að sýn- ingum fyrir næsta leikár og væru þær um 15 talsins. „Eins og málin standa í dag eru allar þessar sýn- ingar á götunni og er því brýnt að lausn finnist nú næstu daga,“ sagði Viðar. Pétur Einarsson, for- maður Leiklistarráðs, sat fundinn, en Pétur er í nefnd menntamála- ráðherra ásamt fulltrúum menntamálaráðuneytisins og borgarinnar. Skýrði hann frá nefndarstörfum m.a. í þá veru að kanna möguleika á nýtingu Sig- túns, en Samgöngumálaráðuneyt- ið hefur nú gefið afsvar um notk- un á þvt til leikhússtarfssemi. Að sögn Viðars hefði Sigtún hentað sumum atvinnuleikhópanna vel, þó hóparnir teldu æskilegast að fá húsnæði sem byði upp á fleira en hið hefðbundna leikhúsform. Tveir íslenskir stórmeistarar út- nefndir um helgina TVEIR nýir íslenskir stórmeistarar verða sennilega útnefndir á þingi FIDE, Alþjóóaskáksambandsins, um næstu helgi er það kemur sam- an. Það eru þeir Helgi Ólafsson og * Arangurslaus- ar viðræður í vinnudeilunni á Svartsengi FUNDUR var í kjaradeilu vélstjóra, sem starfa hjá Hitaveitunni á Svarts- engi og viðsemjendum þeirra hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun. Fundurinn var tfðindalftill. Búist er við öðrum fundi síðari hluta vikunn- ar, en vélstjórar hafa boðað verkfall frá og með 1. september. Fundur í kjaradeilu iðnaðar- manna sem vinna í Áburðarverk- smiðjunni hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan hálftvö í dag. Iðnaðarmenn hafa nú verið í verkfalli frá því í byrjun ágúst- mánaðar. Jóhann Hjartarson, sem bætast í hóp Friðriks Ólafssonar og Guð- mundar Sigurjónssonar, sem ís- lenskir stórmeistarar. Útnefningarnefnd Alþjóðaskák- sambandsins, sem skipuð er 18 mönnum, fundaði í gær og í fyrra- dag um útnefningar og þar var samþykkkt að mæla með því að þeir báðir yrðu sæmdir stórmeist- aratitli. Formlega er það hins veg- ar þingið sem sæmir menn stór- meistaratign, en það fer undan- tekningalaust eftir meðmælum nefndarinnar. Enginn vafi var á því að Helgi yrði útnefndur stór- meistari, en nokkur vafi ríkti um útnefningu Jóhanns. Á Norður- landamótinu í skák í sumar, þar sem hann fékk síðasta áfangann að stórmeistaratitlinum, voru tveir stórmeistarar, sem ekki höfðu verið útnefndir það form- lega, þeir Helgi Ólafsson og Curt Hansen frá Danmörku, og var ekki gjörla vitað hvernig nefndin mæti þær aðstæður. Curt Hansen verður einnig útnefndur stór- meistari nú, auk fjórða Norðurlandabúans, Shimen Ágde- stein, sem er aðeins 18 ára að aldri. Vík í Mýrdal: Rannsóknir hafnar á að- stæðum fyrir fiskeldi „ÞAÐ ER á hreinu að það er hægt að fá nægilegt magn af sjó upp hér til að stunda fiskeldi, en við vitum ekki enn hvort hitastig og seltumagn er fullnægjandi," sagði þórir Kjart- ansson í Vík í Mýrdal í samtali við Morgunblaðið, er hann var inntur eftir fiskeldisáformum sem þar eru uppi. Þórir er, ásamt þeim Hermanni Aðalsteinssyni og Stefáni Páls- syni úr Reykjavík, í stjórn Akks sf., félags áhugamanna um fisk- eldi í Vík í Mýrdal. ,Hér er hæsti sjávarhiti við landið og aðstæður að því leyti hagstæðar," sagði Þórir. „Nú er verið að gera könnun á því hvort hægt sé að dæla sjónum upp í gegnum sandinn og hvort sá sjór sem upp kemur fullnægi kröfun- um. Það er ekki hægt að bora í sandinn, en við höfum grafið niður hólka til þess að dæla upp úr á tveimur stöðum. Þessar tilraunir eru skammt á veg komnar, en við vonumst eftir niðurstöðum seinna á þessu ári og vegna þess hve sjáv- arhitinn er mikill hér hafa marg- ir, bæði heimamenn og Reykvík- ingar, sýnt áhuga á að kanna grundvöll fyrir fiskeldisstöð í Vík ' Mýrdal." Morgunblaðid/Júlíus Skall á umferðareyju og valt Bflvelta varð í Garðabæ aðfaranótt sunnudags, þegar bifreið af gerðinni Austin Allegro skall á umferðareyju við Goðatún. Ökumaður var einn í bílnum og slapp með minniháttar meiðsl, en bfllinn er talinn gjörónýtur. Snyrtivörukynning miövikudaginn 28. ágúst kl. 2—6 Snyrtistofa Lilju, Engihjalla 8, Kópavogi, sími 46620. 15% kynningarafsláttur Morgunblaðið/Þorkell Hluti áhafnar grænlenska togarans Gkáluk, sem er á rannsóknaryeidum á rækju í sumar. Skipstjórinn lengst t.y. Fengu nítján rækjur í upphafi tilraunaveiða „VIÐ ERUM búnir að vera þrjá daga á tilraunaveiðum á rækju undan ströndum Austur-Græn- lands, á svæðinu 65 til 63,28 gráð- ur norður og höfum í tíu köstum fengið nákvæmlega nítján rækjur, ásamt nokkrum þorskum og ein- hverju af karfa,“ sagði skipstjóri grænlenska skuttogarans Ekáluk frá Narssak í samtali við Morgun- biaðið, en togarinn lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn sl. mið- vikudag. Togarinn er í sumar gerður út til tilraunaveiða á rækju á veg- um útgerðarfélags síns og græn- lensku heimastjórnarinnar, en hefðbundin rækjuvertíð Græn- lendinga er á tímabilinu frá janúar til maí. Hingað kom Eká- luk til þess að sækja japanskar pakkningar undir aflann. Næst verður siglt á mið undan Vestur- strönd Grænlands, norður undir Upernavik og kvaðst skipstjór- inn bjartsýnn á að þar yrði hann fengsælli en í upphafi ferðarinn- ar. A.m.k. fjögur önnur græn- lensk skip eru á tilraunaveiðum á rækju um þessar mundir og sagði skipstjórinn að þeim hefði vegnað nokkuð vel, sérstaklega undan norðvesturströnd Græn- lands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.