Morgunblaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 46
 46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 Ast er... ... ab gefa hon- um ekki bindi eftir þínum smekk. Nei, ég giftist aldrei. Hún vill mig ekki þegar ég er fullur og þegar runnið er af mér, vil ég hana ekki! Það er fólkið á neðri hæð- inni, sem vill ekki þennan hávaða! HÖGNI HREKKVÍSI nSéílÐO pe TTA.?.. „Kj SUNÓR.U '' KATTAF/EÐAM HEFUK TvðF/M-D/tP ASÓOANN / " Bönnum allt nema bjórinn Láki skrifar: Það hefur löngum viljað loða við „skemmtanamenningu" þessa lands að hún markist af tvennu. Annarsvegar peningafíkn þeirra sem reka svokallaða skemmtistaði og krár í seinni tíð. Hinsvegar af sjálfseyöingarhvöt íslendinga, jafnt æskufólks sem þeirra eldri. Hún kemur fram í því að þeir eiga erfitt með að njóta víndrykkju í hófi en fara þess í stað á „dúndr- andi fyllerí" svona stöku sinnum. Þessu hafa margir viljað breyta. Starfandi hafa verið áfengisvarn- arnefndir sem hafa komist að ýmsum spaklegum niðurstöðum, án þess nokkur árangur væri sjá- Bréfritari ráðleggur mönnum að hetta íþróttaiðkan. Hættum að stunda Fyrrverandi íþróttamaður skrifar: Úr því nú er sífellt verið að banna alla hluti væri þá ekki ráð að fara að banna þessar fáránlegu íþróttaiðkanir? Það er vísindalega sannað að þær geta haft mjög skaðvænleg áhrif á líf manna og heilsu. Sjálfur var ég forfallinn hlaup- ari til skamms tíma. En svo las ég grein í blaði þar sem sagt var frá hvernig íþróttamenn geta orðið háðir íþróttunum eins og eitur- íþróttir lyfjaneytandi eitrinu. Líkaminn framleiðir nefnilega nefni sem kallast endorfín og er af sama sauðahúsi og morfín. Þetta hefur mjög slæmar afleiðingar á fólk, sérstaklega andlega. Ég held að íslendingar væru mun betur settir ef þeir hættu þessum eilífu hlaupum og spörk- um, þetta er stórhættulegt. Ég hef hér nefnt eitt dæmi til að sanna mál mitt en gæti nefnt mörg fleiri. Bönnum íþróttirnar! anlegur. Það virðist og vera eina aðferðin sem ráðamönnum dettur 1 hug, að hækka sífellt verð á áfengi, sem hver maður sér að ber engan árangur. íslendingar ættu að læra af vondri reynslu Sovét- manna af áfengishækkunum. En það er varla við því að búast að nokkuð sé gert af viti meðan sið- ferði íslenskra stjórnmálamanna er á svipuðu stigi og fyrir austan tjald. Síðustu ár hefur mikið verið talað um blessaðan bjórinn, nú síðast í vor eins og allir mega vita. Þar ríkir sama ráðaleysið og í öðrum málum sem fengist er við í svarta húsinu við Austurvöll. En víst er það rétt að margir hafa farið illa út úr bjórdrykkju og höfum við um það mörg dæmi frá öðrum löndum. Þessvegna þarf að vanda mjög til þeirra laga sem kvæðu á um að bjór væri leyfilegur drykkur á íslandi. En í allri þessari umræðu hefur engum svo ég viti til dottið það i hug sem þó virðist vera einfaldasti og besti leikurinn í stöðunni: sem sé að banna alla áfenga drykki nema bjór. íslendingar eru ekki vanir því að þjóra við vinnu svo ég efast um að sídrykkja myndi auk- ast nokkuð við þetta. Hins vegar myndi það torvelda öllum að drekka sig blindfulla, þótt áfengur drykkur væri til. Ennfremur fengju tslendingar þá sinn lang- þráða bjór og gætu svallað i honum að vild. Ég skora því á dómsmála- ráðherrann og aðra þá sem valdið hafa í þessu máli: Bannið allt nema bjórinn. Skrifið eða hringið til Velvakanda Aðeins hálf sagan sögð Einar Ingvi Magnússon skrifar: Kæri Velvakandi. í Morgunblaðinu þriðjudaginn 20. ágúst er frétt þess efnis að bannað sé að selja bjórliki frá 15. september. Jón Helgason dóms- málaráðherra segir að megin- ástæðan sé sú að sporna eigi við versnandi ástandi sem krárnar hafi i för með sér og nefnir í þvi sambandi ölvun við akstur. En eins og allir stjórnmálamenn segir ráðherra ekki nema hálfa söguna. Lýgur engu en segir heldur ekki of mikið. Nefnilega þann sannleika að bjórinn er eins mikill vágestur i grennd við rlkiskassann og stjórnmálamenn vilja heim- færa upp á almenning í landinu. Þeir tala um að heilsu almennings sé stefnt i voða og vernda beri þjóðina fyrir þessari ógn. Hvenær , byrjuðu þeir að bera heilsu al- mennings svo hjartanlega fyrir brjósti? Segir ekki einhversstaðar að hver sé sjálfum sér næstur? Eða segir ekki Höskuldur Jónsson i Morgunblaðinu 22. ágúst: „Þegar fjárlög voru samþykkt var gert ráð fyrir því að tekjur af sölu áfengis og tóbaks yrðu fimmtungi meiri.“ Það munar um minna. Ástæðan fyrir því að bjórinn er ekki leyfður er einfaldlega sú að neysla sterkra vina myndi stór- minnka svo verulega drægi úr tekjum rikiskassans. Fólk hefur snúið sér að miðin- um, enda mun hollari en eimað vfn sem er eins og að sprauta i æð. Ríkisvaldið ætti að skammast sin fyrir það að halda sterku vini að fólki (og þá helst alþýðu manna því þeir efnaðri komast jú annað slagið í bjór erlendis) í stað þess að leyfa fólki að drekka vægan mjöð þegar það langar til þess. Þessir hringdu . . Fundu páfagauk í kirkjugaröi ÖJ. hringdi: Sonur minn og fleiri krakk- ar sem vinna í kirkjugarðin- um í Fossvogi fundu fyrir hálfum mánuði páfagauk sem var þar á hrakningi. Við höf- um reynt að auglýsa þetta í smáauglýsingum en hefur ekki gengið. Þetta er ákaflega mannelskur fugl, eltir mann hvert á land sem er o(> hermir jafnvel eftir manni. Eg á því bágt með að ímynda mér ann- að en eigendurnir vildu fá hann aftur. Hann er skærgul- ur og grænn að lit. Hægt er að fá frekari upplýsingar í síma 38972 eða hjá starfsmanna- haldi kirkjugarðanna. Garðyrkjuleið- beiningar á prent Rannveig Þorsteinsdóttir hringdi: Ég frétti það að Hafsteinn Hafliðason hefði nýlega verið með einhverjar skýringar og leið- beiningar um jarðarberjarækt í útvarpsþætti. Sjálf missti ég af þessu, en ég hef mikinn áhuga á jarðarberjarækt. Hafsteinn Haflióason. Rannveigu Þorsteinsdóttur finnst aó garó- yrkjuleiðbeiningar hans ætti að gefa út á prenti. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.