Morgunblaðið - 27.08.1985, Page 47

Morgunblaðið - 27.08.1985, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 47 UmneAuefiii bréfritaranna ern þrotin og sálarástandiö bágborið, því kjallari hússins á myndinni er ekki opinn almenningi yfir sumartímann. Ótrúlegt skilningsleysi Sjö niðurbrotnar skrifa: Kæri Velvakandi! Við erum hér sjö yngismeyjar villuráfandi og heimilislausar og sitjum eins og skötur heima allar helgar. Lesendum er nú eflaust farið að langa til að vita ástæðuna fyrir þessari eymd okkar, en hún felst í ótrúlegu skilningsleysi ráðamanna í listamálum á skemmtanaþörf og sálarástandi snotra snóta. Daglega sitjum við og horfum tómum og döprum augum út í loft- ið. Umræðuefnin eru þrotin sakir þeirrar fáránlegu staðreyndar að Þjóðleikhúskjallaranum er lokað yfir sumartímann. Vilt þú nú ekki, Velvakandi góð- ur, vera svo vænn að vekja athygli þeirra sem hafa með þessi mál að gera, á þessu ástandi. Það er full- víst að við stúlkurnar erum ekki þær einu sem svona er komið fyrir. Marxisminn er mikið böl Húsmóðir skrifar: Að mæla Castro bót ber vott um mikinn kjark. Hann hefur haft nærri 30 ár til þess að út- rýma ólæsi en hvað hefur fylgt því? í marxistaríkjunum verður maður að afsala sér öllum mann- réttindum fyrir lestrarkunnáttu. Menningin er „kerfistrosið" og þeir sem mögla fá að gista gúlagið á Kúbu, sem eftir lýsingu er birt- ist í aprílhefti Úrvals í vor, er ekki glæsilegur staður. Ég ætla svo sem ekki að tíunda hana hér, en eftir að hafa þrælað í 16 tíma á dag í grjótnámi, máttu fangarn- ir ekki þvo sér fyrir svefninn. Álit Kúbu hefur auðvitað breyst, því nú eru morðsveitirnar sendar út um allar jarðir og veit ég ekki hvort fórnarlömbum þeirra er nokkur huggun í því að vera myrt af lærðum mönnum eða ekki. Mannsæmandi líf á Kúbu þekki ég ekki en í hvaða landi kallast það mannsæmandi líf að hafa engan verkfallsrétt, ekkert ferðafrelsi og þaðan af síður tján- ingarfrelsi? Eftir fyrra stríðið 1914—18 voru Rússar búnir að fá stjórn- lagaþing og verkamennirnir bún- ir að fá sína eftirlitsmenn á vinnustaðina. Verkalýðurinn í heiminum er búinn að fá það mikiar réttarbætur á öllum þess- um tíma að marxisminn hefur í raun fært öll löndin þar sem hann er ríkjandi margar aldir aftur í tímann. Sannar þetta skrýtlu sem var alþekkt í Tékkóslóvakíu á sínum tíma en hún var svona: Þegar Lenín var kominn yfir um þá flýtti Nikulás annar keisari sér að heilsa honum og spyrja um ástandið í Rússlandi. Hafið þið ekki fangabúðir fyrir pólit- íska andstæðinga? spurði hann. Jú, svaraði Lenín og þær miklu stærri og áhrifameiri en þú hafð- ir. Nú, hvað hefur þá breyst? spurði Nikulás. Við þynntum Vodkað um tíu prósent. Og var nauðsynlegt að gera byltingu til þess? spurði þá Nikulás. Þessi brandari lýsir best afrek- um marxismans í Rússlandi. Og á sama tíma hafa orðið í lýðræð- isríkjunum örari breytingar í átt til bættra kjara og fleiri vísinda- afrek unnin en nokkurn gat dreymt um. Hve lengi getur marxisminn blekkt fólk sem kann að lesa og hefur tækifæri til að fylgjast með bölvun hans? Allar milljónirnar sem flúið hafa kommúnistaríkin sanna best að þar sem marxisminn ríkir er ekki hægt að lifa mannsæmandi lífi. Væri ekki hægt að gefa þessar leiðbeiningar hans um garðyrkju út á prenti? Ég er viss um að mjög margir myndu hafa af því gagn og gaman. Morgunblaðið gæti til dæmis birt þær. Týnt hjól Maja hringdi: Ég týndi hjólinu mínu um dag- inn og mig langaði að biðja þann sem finnur það að hringja í síma 685921. Þetta er tíu gíra kven- mannsreiðhjól og heitir Free Spir- it. Sovétmenn til alls vísir Húsmóðir hringdi: Ég sá í Morgunblaðinu í dag og gær fréttir um að Sovétmenn not- uðu eitthvert hræðilegt eitur til þess að fylgjast með starfsmönn- um bandaríska sendiráðsins í Moskvu. Einnig kom fram að þeir hefðu laumað lyfjum ofan í banda- ríska embættismenn sem hafa verið á ferð þar eystra. Mér datt það því í hug hvort það gæti átt sér stað að Rússar sem eru hér á landi, í sendiráðinu til dæmis, leiki sama leik. Hvort þeir beindu til dæmis einhverjum geisl- um að Alþingishúsinu eða tækist að laurna lyfjum ofan i íslenska stjórnmálamenn. Það er ekki eðli- legt hvað sumir íslenskir stjórn- málamenn eru ruglaðir og þarna gæti skýringin verið komin. Ég skora því á viðkomandi yfir- völd að kanna þetta mál, Sovét- menn eru til alls vísir. Eins og broddskita Auðunn Bragi Sveinsson hringdi: Ég er mjög óánægður með þenn- an gula lit á strætisvögnunum. Hann minnir mig á nokkuð sem oft sást á vorin í sveitinni. Það var broddskita, en hana fengu lömbin. Þá urðu þau svona skærgul að aftan, eins og strætisvagnarnir ku eiga að verða. Svo langar mig að spyrja hvern- ig standi á því að dagblöðin sýndu opnun IKEA-verslunarinnar í Húsi verslunarinnar svona lítinn áhuga. Ég sá bara hvergi stafkrók skrifaðan um það. Ætli þau séu hrædd við þetta fyrirtæki? Búðarvogir Ódýr og einíöld Leitið upplýsinga óurue gIsiason 9. CO. Mf. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 Fullkomin viögeröa og varahlutaþjónusta aö Smiðshotöa ÍO Sími 686970 A Naest þegar þú ætlar að kíkja á eina BETU skaltu líta tll okkar. f Videospólunni er eltt besta úrval landsins af baeði BETA OG VHS myndum. VideoSpólaa Holtsoötu 1. sími:169 69 Firmakeppni Gróttu í knattspyrnu veröur haldin 31. ágúst og 1. sept. á Seltjarnarnesi. Keppt veröur á 3 völlum samtímis. Leiktími 2x15 mín. 7 leikmenn í liöi. Verö kr. 3.500. Verölaun veitt fyrir 3 efstu liö. Þátttökutilkynningar í síma 29295 (Jón) fyrir 28. ágúst milli ki. 10 og 12: LAUGAVEGI 116. S. 10312 iö)fiö) í kvöld og næstu kvöld skemmta hinir frábœru Grétar og Gylfi meö músík og söng. Borgarinnar bestu steikur. Gott verð — góÖ þjónusta. OpiÖ alla dagafrá kl. 11—15. Opnum aftur kl. 18 á hverjum degi. Diskótek á hverju kvöldi til kl. 1.00. Rúllugjald. (Föstud. og laugard. frá kl. 10—3.) Aldurstakmark 20 ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.