Morgunblaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 27 PlnrgmuMiiliilr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, simi 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Utanríkispólitík og kjötsala Saga samskipta íslands og Bandaríkjanna sl. rúma fjóra áratugi er um margt merkileg ekki sízt eins og hún birtist okkur í orðsendingum bandarískra sendimanna hér til Washington, en skjöl þessi frá fyrri tíð hafa verið gerð opinber á síðari árum. Þau sýna m.a., að þeim bandarísk- um sendimönnum, sem sízt hafa skilið tilfinningar og skoðanir íslendinga, hefur jafnan þótt erfitt að eiga sam- skipti við forystumenn Sjálf- stæðisflokksins. Þeim hefur lynt betur við forystumenn annarra flokka. Með sama hætti og forystu- menn Sjálfstæðisflokksins hafa jafnan staðið traustan vörð um þá utanríkis- og ör- yggismálastefnu, sem þeir hafa sjálfir átt mestan þátt í að móta, hafa þeir einnig stað- ið fast á íslenzkum hagsmun- um í samskiptum við aðrar þjóðir, þ.á m. Bandaríkja- menn. í samræmi við þessa sterku hefð hefur Geir Hallgrímsson, utanríkisráherra, framkvæmt hljóðláta byltingu í utanríkis- ráðuneytinu sl. tvö ár sem litla athygli hefur vakið innan- lands, en þeim mun meiri í stjórnarskrifstofum vestan hafs og austan. Eftir 30 ára veru fulltrúa Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks í utan- ríkisráðuneytinu var orðið nauðsynlegt að undirstrika vissar meginreglur í samskipt- um annarra þjóða, þ.á m. bandalagsþjóða, við okkur. Það hefur verið gert rækilega. Það er sérstakt fagnaðar- efni, að forystumaður nýrrar kynslóðar í Sjálfstæðisflokkn- um, Þorsteinn Pálsson, for- maður flokksins, heldur merki forvera sinna hátt á lofti í þessum efnum, þegar hann varar þjóðina við því að verða of háð bandaríska varnarlið- inu hér á landi í fjárhagsleg- um efnum. Undir þau sjónar- mið Þorsteins Pálssonar hefur Morgunblaðið þegar tekið mjög ákveðið og ítrekar hér og nú. Forystugrein málgagns Framsóknarflokksins sl. laug- ardag sýnir hins vegar að á því blaði og í þeim flokki hefur engin breyting orðið. Tíminn vill bersýnilega, að íslenzkir bændur lifi á því, að selja bandarískum hermönnum kjöt. Er það vilji íslenzkra bænda, að verða háðir varnar- liðinu um afkomu sína? Morg- unblaðið veit, að svo er ekki. Tíminn spyr, hvort flytja eigi inn bandaríska verktaka og verkamenn til þess að ann- ast framkvæmdir á Keflavík- urflugvelli. Svarið er neitandi. Það eru þegar nógu margir Bandaríkjamenn á íslandi. Það er í þágu þjóðarhagsmuna, að við önnumst þessar fram- kvæmdir til þess að þurfa ekki að fjölga Bandaríkjamönnum hér og auka umsvif þeirra frá því sem nú er. Tíminn spyr: en hvað um skipaflutningana? Sú var tíð- in, að bandarískt skipafélag annaðist þessa flutninga al- gerlega. Síðan hætti það sigl- ingum til íslands. Þá tóku Bandaríkjamenn að notfæra sér reglulegar siglingar Eim- skipafélagsins til íslands. Eft- ir þá löngu hefð, sem komin var á þá flutninga var óeðli- legt, að breyting yrði með þeim hætti, sem varð fyrir rúmu ári. Hins vegar má vel vera, að hættumerki hafi verið farin að sjást einmitt í sambandi við þá flutninga, og að tilhneigingar hafi gætt til þess að gera út á varnarliðsflutningana. Morg- unblaðið vill eiga þátt í að koma í veg fyrir slíka þróun. Dvöl erlends herliðs í land- inu fylgja mikil umsvif og miklir peningar. Við getum aldrei leitt þau umsvif alger- lega hjá okkur. En núverandi utanríkisráðherra hefur mótað þá stefnu, að íslendingar taki á sjálfstæðum grundvelli ríkari þátt í því eftirlitsstarfi, sem hér fer fram. Til marks um það má nefna, að enginn Bandar- íkjamaður mun starfa í ratsj- árstöðvunum tveimur, sem fyrirhugað er að byggja. Þótt peningarnir séu miklir, sem varnarliðið hefur undir höndum, eigum við að leggja áherzlu á, að þeir streymi ekki inn í íslenzkt þjóðlíf meira en orðið er. Þess vegna vill Morg- unblaðið endurtaka þá skoðun, sem sett var fram í forystugr- ein blaðsins sl. föstudag, að við eigum ekki að sækjast eftir kjötsölu á Keflavíkurflugvöll. Við eigum að leggja áherzlu á að minnka fremur tengslin við bandaríska varnarliðið heldur en auka þau. Við eigum alltaf að búa yfir því frelsi, að geta sagt, hvenær sem þær aðstæð- ur skapast, að nú sé tímabært að varnarliðið hverfi af landi brott. Þá mega fjárhagsleg sjónarmið ekki villa mönnum sýn. Er hugsanlegt, að forráð- amenn Tímans geti skilið, að það eru íslenzkir hagsmunir að verða ekki fjárhagslega háðir dvöl varnarliðsins? Morgun- blaðið vill standa vörð um þá hagsmuni. HVAÐ IINGUR NEMUR GAMALL TEMUR Dagskrá um byrjendakennslu er haldin þessa viku í kennslumiöstöö Námsgagnastofnunar. Dagskráin ber heitið Hvaö ungur nemur, gamall temur, og er tilgangur hennar aö stuöla aö skapandi skólastarfi meö því aö efla umræöuna um fyrstu skólaárin. Þaö er Námsgagnastofnun sem stendur fyrir dagskránni í samvinnu við Bandalag kennarafélaga, Fræösluskrifstofu Reykjanesumdæmis, Fræösluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis, Kennaraháskóla íslands, og skólaþróunardeild menntamálaráöuneytisins. Blm. Morgun- blaösins ræddi viö nokkra fyrirlesara og leiöbeinendur á þessari dagskrá og fara tvö af viötölunum hér á eftir. „Skólum hefur ekki verið kleift að þróast í takt við tímann“ Rætt viÖ Sigríði Jónsdóttur námsstjóra DAGSKRÁ um byrjendakennsiu sem ber nafnið „Hvað ungur nem- ur, gamall temur" hófst í gær í Kennslumiðstöð Námsgagnastofn- unar og stendur þessa viku. Sig- ríður Jónsdóttir, námsstjóri, hélt fyrsta erindið með heitinu Stefnur og straumar í byrjendakennslu. En hver hefur þróunin verið í byrj- endakennslu og hvernig er staöan í dag? Ríkjandi stefna er í samræmi við grunnskólalögin sem eru mjög góð lög. Þar segir m.a. í markmiðsgrein „Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllsta samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins,“ sagði Sigríður við blaðamann Morgun- blaðsins, þegar hann leitaði til hennar til að spyrja spurn- ingana hér að ofan. „Víða í skólum fer fram fjöl- breytilegt, frjótt og sveigjanlegt skólastarf þar sem færir kennar- ar og skólastjórnendur, nemend- ur og foreldrar starfa saman að þvi að byggja upp góðan skóla. Nokkrir skólar hafa verið að prófa sig áfram með ýmiss konar tilrauna- og þróunarstarf en því fer fjarri að það sé almennt að skólinn geti enn sem komið er uppfyllt markmið laganna eða kröfur þjóðfélagsins að öllu leyti. Ýmsar ástæður eru fyrir því að skólum hefur ekki verið kleift að þróast í takt við tímann og á mjög langt í land að mörgu leyti." — Að hvaða leyti er byrjenda- kennsiu ábótavant? „Það er m.a. mikill skortur á menntuðum kennurum og kenn- araskipti í sumum skólum eru mjög tíð, einkum í dreifbýli. Skólahúsnæði er víða mjög óhentugt og ennþá er tvísett i flestum skólum og sums staðar er jafnvel þrísett. Þetta gerir það að verkum að það eru ekki miklir möguleikar til fjöl- breyttrar starfssemi og að sinna t.d. list- og verkgreinum sem skildi. Skólatími yngri barna er auk þess mjög stuttur daglega. Skortur er á kennslugögnum og námsefni og skólasöfn engin í mörgum skólum. Það eru mikil tímamót fyrir börn að byrja í skóla og þau eru yfirleitt full áhuga og það mik- ilvægasta er að efla þann áhuga sem þau hafa. Það sem skiptir höfuðmáli þegar börnin byrja er að þau finni til öryggis og öðlist jákvætt sjálfstraust. Nauðsyn- legt er að geta sinnt hverju barni eftir þroska þess, áhuga og getu og áherslu þarf m.a. að leggja á skapandi starf. Þau börn sem eru tilbúin að læra að lesa eða eru þegar orðin læs þurfa að fá verkefni við sitt hæfi og eins þau sem ekki hafa enn til þess þroska eða áhuga. Það þarf m.a. að efla málþroska, þjálfa sjálfstæða hugsun barnanna, frumkvæði og rökhugsun. Víða erlendis er talið heppi- legt að stærð skóla sé um 200— 400 nemendur en hér eru til skól- ar með allt að 1.200—1.400 nem- endur og það er vægast sagt mjög erfitt. Það hefur oft orðið umræðuefni að nokkrir skólar í grónum hverfum séu orðnir hálftómir, en þeir skólar voru allt upp í fjórsetnir þegar mest var. f flestum tilvikum eru þess- ir skólar enn tvísetnir." Fimm ára kennsla ekki tímabær — Finnst þér tímabært að byrja með 5 ára kennslu í grunnskólanum? „Að mínu mati er skólinn ekki enn í stakk búinn til að taka við 5 ára börnum þar sem honum er ekki kleift að sinna sem skildi þeim sem fyrir eru í skólanum. Kennarar eru auk þess ekki menntaðir til að taka við 5 ára börnum og ég held þvi að börnin á þessum aldri sé betur borgið á dagvistarheimilum þar sem fóstrur eru. Auk þess er mun styttri tími hjá 6 ára börnum i skólanum en á leikskólum, þai sem skólinn tekur aðeins við börnunum 3 tíma á dag.“ — Nú hefur þú átt sæti í starfshópi á vegum skólamála- deildar Evrópuráðs, hver eru í stuttu máli markmið þessa verk- efnis? „Tilgangurinn með þessu sam- starfsverkefni Evrópuráðsins er að skoða og skilgreina hlutverk, markmið, skipulag og inntak náms á aldursstiginu 6—12 ára, með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á þjóðfélaginu á undanförnum árum og gætu orð- ið á næstunni. Menn hafa orðið sammála um að skóiagangan fyrstu árin hefur mikla þýðingu fyrir þroska barna og kennsla verður að vera mun víðtækari en verið hefur og veita meira en takmarkaða undirstöðu í grein- um eins og lestri, skrift og reikn- ingi. Einnig hafa menn orðið sammála um að leggja sérstaka áherslu á þróun og nýbreytni í skólum. Gert er ráð fyrir að þessu samstarfsverkefni ljúki haustið 1986 og að niðurstöður þess verði kynntar á ráðherra- fundi Evrópuráðs árið 1987. Það sem skiptir höfuðmáli er að niðurstöður þessa samstarfs- verkefnis verði ekki síður ræki- lega kynntar ráðamönnum en skólamönnum og kennurum, því yfirvöld hafa jú alltaf síðasta orðið í þessum málum." Kennarar fullir áhuga — Hvað heldur þú að langt sé í land með að byrjendakennsla verði fullnægjandi, það er að segja að áhersla verði lögð á skapandi starf og hverjum ein- staklingi verði sinnt eftir eigin þroska og getu? „Miðað við ástandið í dag er ekki raunhæft að ætla að þessi ósk verði að veruleika á næst- unni. Núna undanfarið hefur t.d. verið dregið úr endurmenntun kennara og kennaraskortur er mikill. Ljóst er að þessar hug- myndir krefjast þess að leggja þarf miklu meira í skólann og nýta þá þróun og tækni sem er fyrir hendi. Ég er satt að segja ekki mjög bjartsýn því það við- horf að grunnskólinn skipti ekki miklu máli er of algengt. For- ráðamenn barna og yfirvöld verða að sýna skólanum meiri skilning þannig að hver skóli geti mótað sína eigin stefnu og byggt hana upp sem eina heild. Það þarf að vera miklu meiri umræða um skólamál, umræða sem er opin og málefnaleg. Skól- ar verða að hafa svigrúm til að þróast. Það er hægt að byggja upp miklu betri skóla hér á landi ef almennur vilji er fyrir hendi því vilji skólamanna er mikill og kennarar eru fullir áhuga.“ „Mikilvægt að sinna sköpunarþörf barna frá byrjun skólagöngu“ — segir Bergljót Jónsdóttir, tónlistarkennari, en hún er leiðbeinandi á námskeiði sem ber nafnið Tónmennt og sköpunargáfa og haldið er í dag „ÞAÐ HAFA orðið töluverðar breytingar á tónlistariðkun í skólum síðustu árin. Áður en menntaðir tónlistar- kennarar fóru að kenna og fengu ákveðinn tíma í stundatöflunni, var miklu meira um tónlist í almennri kennslu. Núna er því mikilvægt að auka samvinnu milli tónlistarkennara og hins almenna kennara. Hinn almenni kennari ætti að sinna sjálfsögðum hlutum eins og söng, eins og gert var miklu meira áður. Tónlistar- kennarinn hefur þá meiri tíma til að sinna þeim verkefnum sem krefjast sérþekkingar, eins og hljóðfæraleik, hlustun og tjáningu með tónlist," sagði Bergljót Jónsdóttir, tónlistarkennari, f samtali við blm. Mbl. Bergljót heldur námskeið í dag á dagskránni Hvað ungur nemur gamall temur, undir heitinu, Tónmennt og sköpunargáfa. „Námskeiðið byggir á fyrir- lestri og verklegum æfingum. Ég reyni að sýna þátttakendum fram á hvernig þeir geti nýtt sér tónlist í sinni kennslu og gefið þar með börnunum tækifæri til að tjá sig og fá útrás fyrir sköp- unarþrá. Það er mjög mikilvægt að sköpunarþörf barna sé sinnt frá byrjun, sem hefur kannski aldrei verið eins nauðsynlegt eins og nú í þjóðfélagi þar sem á sér stað stöðug mötun og neysla." Verður að auka allt listrænt uppeldi Hvernig er hægt að auka tón- listarkennslu meðal yngstu barn- anna? „Það verður að auka allt list- rænt uppeldi í skólum sem ótví- rætt myndi gefa tækifæri til aukinnar tjáningar og örvunar hugmyndaflugs. Ef allar list- greinar væru eðlilegur þáttur í skólanum væri líklegra að hver einstaklingur fyndi sinn eigin tjáningarmiðil. Það þarf auðvit- að mörgu að breyta til þess að tónlistarkennsla sé fullnægjandi, það þarf aukið rými, hljóðfæri, aukinn tíma, fleiri kennara og svo framvegis. f tónlistarkennslunni í dag er ekki nema hluti af hljóðheimi barnsins notaður, af því sem hann þekkir utan skólans. Til þess að finna leið til að nota öll hljóðin í hljóðheiminum þarf mun meiri tíma, og því þarf að skipta kennslunni eins og ég sagði áðan milli tónlistarkenn- ara og hins almenna kennara. Auk þess þyrfti að gefa börnum tækifæri á valtímum þar sem ekki væru leiðbeinendur, en börnin réðu hvað þau gerðu. Með þessu móti væri hægt að leyfa börnunum að hlusta á ýms- ar tegundir tónlistar, sú tónlist sem börn kynnast í skólanum í dag er mjög fábrotin. Það væri hægt að leggja meiri rækt við hljóðfæraleik, tónlistarsköpun og svona mætti áfram telja. Það er í rauninni ekkert sem réttlætir það að einungis örlítið brot af stórri heild sem tónlistin er, sé sinnt.“ - Nú hefur þú kennt börnum æfinga og tilraunaskóla Kenn- araháskólans þar sem þú hefur lagt mikla áherslu á tjáningu barnanna með tónlistinni, finnst þér það hafa borið árangur? „Já, það hefur komið fram í því að börnin eru opnari og eiga auðveldara með að tjá sig. Þó yngstu börnin séu óörugg til að byrja með, eru þau tilbúin til að athuga hvað þau komast langt og gera tilraunir með sjálf sig. Ég hef líka kennt fólki sem er i kennaranámi, sem er fólk sem Bergljót Jónsdóttir, tónlistarkenn- ari. er búið að vera allt að 14 ár í námi, hjá því fara hins vegar oft margar vikur í það að fá það til að gera einhverjar tilraunir með sig, sem sýnir kannski hve skóla- kerfið bælir niður tjáningu ein- staklingsins. Ef börnin venjast þessu frá byrjun eru meiri líkur á því að þau verði fær um að tjá sig. Það sem einnig sýnir að þessi kennsla hefur borið árangur er að það hefur vaknað mikill áhugi hjá krökkunum og þau hafa vilj- að vera lengur í tímum og sótt í að fá að nota kennslustofu þegar þær hafa verið auðar.“ — Heldur þú að þetta verði orðið almennt í tónlistarkennslu í nánustu framtíð? „Út frá þeim forsendum sem ég geng út frá í mínu starfi er þetta eina leiðin sem er mér fær. Ef við trúum á það sem við erum að gera er ég sannfærð um að það takist. Maður verður að vera sannfærður um gildi lista og það verður að mega nota listina. Með því móti er líklegast að börnin komist í kynni við hana og kunni að meta hana.“ V ar narsamn- ingur hvers? — eftir Albert Guðmundsson Leiðari Morgunblaðsins 24. ágúst 1985 gefur mér tilefni til að stinga loksins niður penna, en þar segir að Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, muni láta kanna, hvort varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli brjóti ákvæði varnar- samningsins um gjaldeyrismál. Þar segir ennfremur að með þess- um ummælum mínum fari ég út fyrir starfssvið mitt, þar sem gjaldeyrismál heyri undir aðra ráðherra. Nú vill svo til að hvaða ráðherra, sem þess óskar, getur tekið fyrir mál á ríkisstjórnarfundum, svo gjaldeyrismál þjóðarinnar koma fjármálaráðherra við ekki síður en öðrum þótt þau heyri undir annaö ráðuneyti, sem er í sjálfu sér at- hugunarefni. Það er ekki rétt að ég geri al- mennar athugasemdir við varnar- samninginn, það hefi ég aldrei gert, en ég geri athugasemdir við framkvæmd hans eða skort á framkvæmd hans í samskiptum við varnarliðið. Hér er ekki um pólitískar yfir- lýsingar að ræða því enginn ágreiningur er mér vitanlega inn- an raða sjálfstæðismanna um varnarsamninginn eða veru varn- arliösins á Islandi svo leiðarahöf- undur reynir með orðspjótum sín- um að „tæla“ fram óeiningu meðal sjálfstæðismanna eins og þetta óháða flokksblað hefur áður gripið til þegar rök þrýtur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið saman í varnar- og utan- rikismálum um langt árabil og er þar engan bilbug að finna, en furðu sætir ef ekki er samstaða um það að eftir undirrituðum varnar- samningi sé farið í öllum atriðum og hann túlkaður með hagsmuni íslensku þjóðarinnar í huga. Ekki ætla ég að munnhöggvast við starfsmenn varnarmálanefnd- ar, en birti hérmeð 10. gr. viðbætis um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna Albert Guðmundsson .. svo leiðarahöf undur reynir með orðspjótum sínum að „tæla“ fram óeiningu meðal sjálfstæðismanna eins og þetta óháða flokksblað hefur áður gripið til þegar rök þrýtur.“ og eignir þeirra orðrétta, sem svar við þeirri furðulegu niðurstöðu fulltrúa nefndarinnar á Keflavík- urflugvelli að þessi grein eigi ein- göngu við um íslendinga, sem vinna hjá varnarliðinu. „Lið Bandaríkjanna, menn í því og skyldulið þeirra, skulu hlýða íslenskri gjaldeyrislöggjöf. Rétt yfirvöld íslands og Bandaríkjanna skulu koma sér saman um sérstak- ar ráðstafanir til að afstýra því að laun séu greidd í bandarískum gjaldeyri, svo og ráðstafanir til að heimila liði Bandaríkjanna að afla íslensks gjaldeyris á skráðu gengi og að fá hæfilegum fjárhæðum þess gjaldeyris breytt í erlendan gjaldeyri, er þeir hverfa af ís- landi.“ Þessa 10. gr. getur enginn mis- skilið, þótt hugur standi til þess, svo vel er hún orðuð. Landsmenn geta hér sjálfir túlkað greinina. Rétt er það sem fram kemur í lok leiðara Morgunblaðsins, að varnarsamningurinn hefur staðist tímans tönn og er hann ekki í sjá- anlegri hættu. Hitt ber að hafa í huga, því vissulega er það um- hugsunarvert; stöndumst við sem þjóð þá sömu tímans tönn? Nú er til fólk á íslandi komið hátt á fimmtugsaldur og hefur aldrei þekkt landið sitt án varnar- liðs. Eftir fáa áratugi verða engir íslendingar á lífi sem muna þjóðlíf án gesta í herstöð. Þróist þjóðlífið áfram þannig að í sessi festist hefðir, sem ýta til hliðar lög- mætum samskiptasamningum eða jafnvel lögum landsins, er hætta á að þjóðerniskennd okkar og sérein- kenni þjóðarinnar dofni með tím- anum. Allt þras um flokksmál og önnur dæguratriði verða að víkja. Erlendir aðilar, sama hve vin- veittir þeir eru okkur, mega aldrei öðlast meiri rétt á tslandi en lög veita landsmönnum sjálfum. Með ýmsum skrifum að undanförnu hafa þeir er pennum hafa styft reynt að gera afstöðu mína til varnarsamningsins tortryggilega. Slíkt hefur mistekist og mun áfram verða án árangurs vegna þess að íslendingar þola illa mis- rétti og ætlast til þess að allir standi uppréttir í samstarfi hvort sem það er milli einstaklinga eða stærri hópa. Hér á landi er enginn öðrum æðri. . Varnarsamningur hvers? er nú umræðuefnið. Það er varnarsamningur þjóðar- innar allrar, sem hver þjóðfélags- þegn hefur rétt til þess að ræða. Höfundur er alþingismadur Sjálf- síæðisflokks fyrir Reykjaríkurkjör- dæmi og fjármálaráðherra. „Samdráttur fyrirsjáanlegur en menn ættu að þola hann“ — segir Sigurður Óskarsson formaður Rangæings á Hellu „ÞAÐ ER fyrirsjáanlegur verulegur samdráttur í byggingariðnaði hér á Suðurlandi," sagði Sigurður Óskarsson, formaður verkalýðsfélagsins Rangæings á Hellu, aðspurður um útlitið í byggingariðnaði á Suðurlandi. „Eins og alþjóð veit eru virkj- anaframkvæmdir hér á svæðinu búnar og samhliða því er minna byggt bæði í sveitum og í þétt- býlinu. Ég býst fastlega við at- vinnuleysi hér á svæðinu í vetur, en menn hér eru reyndar vanir því vegna þess að virkjana- framkvæmdirnar lágu jafnan að mestu niðri á veturna svo menn ættu að þola þetta. Það hjálpar einnig mikið að næg atvinna er hér fyrir konur í saumastofum, sem framleiða fatnað til útflutn- ings fyrir Hildu og Álafoss. Það ríkir hins vegar mikil óvissa um hvað gerist í vor. Það fer eftir því hvernig stjórnvöld taka á málum. Það er mikilvægt að ráðherrar hætti að rífast og fari að taka á þessum málum og jafnvel þiggja peninga sem þeim bjóðast til stórframkvæmda, eins og fólst í tilboði því sem Hagvirki hf. gerði nýlega í vega- gerð. Annað sem gæti bætt ástandið, er ef eitthvað kemur út úr þeirri viðleitni, sem nú er að fara af stað meðal bænda að selja landbúnaðarvörur eins og tíðkast hjá siðuðum þjóðum. Ef það tekst mun það verða veruleg lyftistöng fyrir allt atvinnulíf hér á Suðurlandi, því hér er landbúnaður megin undirstað- an,“ sagði Sigurður enn fremur. STEINGRÍMUR Hermannsson, for- sætisráðherra, hefur þegið boð ríkis- stjóra Minnesota til að vera viðstadd- ur opnun íslandskynningar í Minneapolis i þessari viku. Hann mun jafnframt fara til Mexíkó, þar sem honum hefur „Þrátt fyrir þetta vil ég taka fram að ég tek yfirlýsingar trésmiða um yfirvofandi hættu- ástand ekki mjög nærri mér. Undanfarin ár hefur verið svo mikil þensla hjá þeim í akk- orðsvinnu að ómögulegt hefur verið að fá iðnaðarmenn í smærri verk eins pg að lagfæra hurðir og glugga. Ég held því að þeir ættu að geta þolað einhvern tímabundinn samdrátt án þess það ríði þeim að fullu,“ sagði Sigurður Oskarsson að lokum. verið boðið að sitja alþjóðlegan fund um framtíðarspár og kannan- ir. Forsætisráðherra er væntanleg- ur til landsins aftur um mánaða- mótin, segir í frétt frá forsætis- ‘ ráðuneytinu. Forsætisráðherra viðstadd- ur opnun íslandskynningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.