Morgunblaðið - 27.08.1985, Síða 42

Morgunblaðið - 27.08.1985, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 fclk í fréttum * I London að kvöldlagi Bandaríski leikarinn Ed Asner ásamt þeim bræðrum John og Michael Douglas, sonum Kirk Douglas. Þrenningin var mynduð eftir að hafa snætt á einu af betri veitingahúsum borg- arinnar Langans. Hvorki Elenora eða William Mondale virðast ætla að feta í fótspor föðurins. Hvort ósigurinn í forsetakosningunum á þar nokk- urn þátt í, skal ósagt látið, en varla hefur þó dálæti á Reagan fengið þau til að leita hamingjunnar í Hollywood. En kannski verða þó fyrstu sporin á leiklistarbrautinni skref í áttina að pólitíkinni, því eins og margir vita var það einmitt í Hollywood sem Reagan hóf leik- ferilinn. Kannski álíta foreldrarn- ir Joan og Walter Mondale að þetta sé þegar allt kemur til alls ekki svo afleit byrjun hjá krökkunum. ÍSKONAN Brooke Shields orðin rithöfundur Brooke Shields gaf nýlega út bók sem ber yfirskriftina „On Your Own“. Bókin er ætluð ungu fólki sem vill læra hvernig fara á að því að lifa sjálfstætt og án þess að þurfa að taka þátt í notkun tóbaks, áfengis og stunda kynlíf á unglingsárunum. En viðtökurnar hafa ekki verið vænlegar og unglingarnir virðast ekki hafa mikinn áhuga. Til að reyna að draga aðeins í land með ímynd „ískonunnar" var Brooke Iátin fara og halda upp á tuttug- asta afmælisdaginn í næturklúbbi, þar sem ungir piltar dönsuðu villt- an nektardans fyrir hana. Reyndar birtum við mynd af þeim viðburði fyrir nokkru. Börn Mondales í Hollywood LÁRA M. RAGNARSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI STJÓRNUNARFÉLAGSINS „Kjörið tækifæri til að kynnast fleiri hliðum þjóðlífsins Nýlega urðu mikil umskipti hjá Stjórnunarfélagi Is- lands. Félagið flutti í nýtt og rúmbetra húsnæði og 1. ágúst sl. tók þar til starfa nýr fram- kvæmdastjóri, Lára M. Ragn- arsdóttir. „Ég kann mjög vel við mig það sem af er og hef haft mikið að gera," sagði Lára er hún var innt eftir því hvernig henni líkaði í nýja starfinu. „Það er ekki nóg með að við séum að koma okkur fyrir í nýju húsnæði, heldur erum við að setja vetrardagskrána í gang líka. Það var heilmikið átak að flytja alla starfsemina, en hér höfum við fyrir bragðið miklu betra húsnæði, bæði rýmra og á allan hátt hentugra til kennslu. Nú höfum við einnig möguleika á að hafa alla starfsemina undir einu þaki, innlendu og erlendu námskeiðin og ráðstefnur að ógleymdum málaskólanum Mími sem við festum kaup á í fyrra. Það er skemmtileg tilbreyting að skipta um starf og umhverfi. Ég er búin að vera það lengi tengd heilbrigðismálum að þetta er kjörið tækifæri fyrir mig til að kynnast fleiri hliðum þjóð- lífsins. Ég hef svo að segja höndina alveg á púlsinum hvað snertir atvinnulíf þjóðarinnar, og get ekki annað en komið út reynsl- unni ríkari hvort sem ég kem til með að snúa mér aftur að heil- brigðismálum eða ekki.“ — Hvaða starfi gegndir þú áður innan þeirrar stéttar? „Um tíma var ég forstöðumað- ur áætlana og hagdeildar ríkis- spítalanna og þar áður var ég í Bandaríkjunum við alþjóðafyr- irtækið Arthur D. Little sem ráðgjafi í sjúkrahússtjórnun og heilsuhagfræði. Lára M. Ragnarsdóttir. Morjfunblaðið/Bjarni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.