Morgunblaðið - 27.08.1985, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 27.08.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGUST 1985 Borgarfjörður eystri: Sumarið mjög leiðinlegt svo ekki sé meira sagt Borgarfirði eystri, 26. ágÚNt. Segja má að þetta sumar, sem nú er senn að kveðja, hafi verið okkur Austnrðingum eins og fleirum, mjög leiðinlegt, svo ekki sé meira sagt. Sólskinsdagar fáir, en lengstum norðaustan kalsaveður og rigningar. Hér hefur lítið fiskazt, bæði lítil veiði og gæftir stopular. Heyskapartíð hefur verið bændum erfið, grasvöxtur ekki mikill og þurrkleysa svo hey hafa hrakizt. Berjavöxtur sama og enginn. Flugstöðin skoðuð undir leiðsögn sérfróðra manna. Morjfunblaöiö/EFI Tæplega 500 manns skoðuðu nýju flugstöðvarbygginguna NÝJA flugstöðvarbyggingin á Kefla- víkurflugvelli er nú risin í fulla hæð og var almenningi boðið að skoða hana af því tilefni um sl. helgi. Jón Böðvarsson, framkvæmda- stjóri byggingarnefndar flug- stöðvarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að opið hefði verið báða dagana frá kl. 14.00 til 18.00. „Á laugardag komu um 150 manns og á sunnudeginum 330 manns og var fjöldinn svipaður og við höfð- um búist við. Flestir komu af Suð- urnesjunum, úr Reykjavík og ég vissi af fólki allt frá Selfossi." Gestir voru beðnir um að skilja bifreiðar sínar eftir hjá Hag- kaupshúsinu í Njarðvík og var öll- um ekið þaðan upp á Völlinn í rút- um af öryggisástæðum. Tvær rút- ur voru í akstrinum og fóru þær á 20 mínútna fresti. „Fólk virtist áhugasamt um framkvæmdirnar og það spurði margs,“ sagði Jón. Gert er ráð fyrir að byggingin verði fokheld í október og verði tekin í notkun í apríl 1987. VORU- BÍLSTJÓRAR tannhjóla-og stimpildælur í sturtukerfi sparar með = HEÐINN = VELAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA = HEÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRRANTANIR-WÓNUSTA „Allt annað en bjart framundan“ — segir Björn Snæbjörnsson hjá Einingu á Akureyri „MÉR líst ekki á ástandið í vetur,“ sagði Björn Snæbjörnsson starfsmaður verkalýðsfélagsins Kiningar á Akureyri aðspurður um ástandið í byggingar- iðnaði þar um slóðir. „Eins og menn vita hefur verið mikill samdráttur í byggingum hér undanfarin 2—3 ár og margir iðnaðarmenn hafa flutt úr bænum til höfuðborgarsvæðisins. Nokkur byggingarfyrirtæki hafa hætt störfum og þau sem eftir eru, eru flest með örfáa menn í vinnu. Það hefur verið mjög lítið byggt hérna í sumar og vinna er alltaf mun minni á veturna og þá hafa fyrir- tæki jafnan sagt upp mönnum og svo verður einnig nú. Það eru þeg- ar farnir að koma iðnaðarmenn inn á atvinnuleysisskrá. Það er því Ijóst að menn sem flutt hafa brott koma ekki aftur á næstunni og ég reikna frekar með að fólksflóttinn haldi áfram," sagði Björn enn fremur. „Atvinnuástandið hér á okkar félagssvæði er mjög slæmt um þessar mundir. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að fiskvinnslan er stopp á ólafsfirði, vegna þess að menn eru búnir með kvótann og það sama er yfirvofandi á Dalvík og Grenivík og jafnvel hér á Akur- eyri. Þó vel gangi hjá nokkrum fyrirtækjum eins og Slippstöðinni, Sambandsverksmiðjunum og Niðursuðu K. Jónssonar, er heild- arútlitið í atvinnumálum hér um slóðir mjög slæmt og á meðan svo er ráðast menn ekki í byggingar. Það er því allt annað en bjart framundan," sagði Björn Snæ- björnsson hjá Einingu á Akureyri að lokum. VILT ÞAÐ HANDA BORNUM ÞINUM Lengi stóluðum við á bata að hundadögum liðnum samkvæmt gamalli þjóðtrú, en sú von brást og vonum við að höfuðdagurinn færi okkur betri tíð, þótt ekki fylgi blóm í haga og veiti okkur kannski stutt- an sumarauka. Núna, þegar þessi orð eru rituð, er hitastigið hérna fjórar gráður og í nótt snjóaði niður í mið fjöll. í sumar brutust margir ferða- menn með erfiðismunum á bílum sínum til Húsavíkur og Loðmund- arfjarðar, en nú er sú leið með öllu ófær sökum bleytu og skemmda, sem þessir ferðalangar hafa valdið með því að rótast yfir og rista sund- ur forarblauta moldarvegi og jeppaslóðir og skilja eftir sig djúpa skurði, jafnvel utan við götustíg- ana. Senn byrjar grunnskólinn hérna og veit ég ekki betur en öll kennara- sæti séu skipuð. Sverrir þá eigum viö núna mikla lagera af Z-op massivu furuhúsgögnunum. HÚSGAGNAOÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK* 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.