Morgunblaðið - 27.08.1985, Síða 21

Morgunblaðið - 27.08.1985, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 21 í leit að eigin sjálfi Tveir nngir og hcfileikaríkir listamenn, hvor á sínu sviði. Söngkonan og poppstjarnan Madonna og verðandi stórstjarna á hvíta tjaldinu, Rosanna Arquette. Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Örvæntingarfull leit að Susan (Desperately seeking Susan) ☆ ☆ ☆ Leikstjóri: Susan Seidelmen. Kvikmyndataka: Edward Lachman. Handrit: Leora Barish. Framleiðend- ur: Midge Sanford og Sara Pills- bury. Bandarísk, gerð af Orion. Frumsýnd vorið 1985. Aðalhlutverk: Rosanna Arquette, Madonna, Aidan Quinn, Mark Blum, Robert Joy, Laurie Metcalf. Kunningjakona okkar af kvikm- yndahátíðinni í fyrra, leikstjórinn Susan Seidelman, (Smithereens), heldur sig við sama heygarðshorn- ið, Lower East Side í NY-City, og viðfangsefnið konur. En að þessu sinni hefur Seidelman fengið rausnarlega fjárfúlgu frá vestur- ströndinni til gerðar myndarinnar og útkoman frumleg og hress kvikmynd um kvenfólk í leit að eigin sjálfi. Stúlkurnar eru tvær, Roberta, (Rossanna Arquette), ung, bæld og rík, og Susan (Madonna), algjör andstæðingur hennar, hippaling- ur, frjáls einsog fuglinn og lætur ekki aðra skipa sér fyrir. Af röð tilviljana, og vegna bældrar frelsisleifar Robertu, kynnast þessar ólíku konur, og af völdum höfuðhöggs álítur Roberta sig meira að segja á tímabili Sus- an. Þessi hlutverkaskipti færa Robertu heim sanninn um að ann- að og hamingjusamara líf er að finna utan fangelsismúra hennar ríkulega heimilis, þar sem allt er af öllu hvað veraldlega hluti snertir, að peningar kaupa ekki lífsgleði, kærleika né fullnægingu, sem reynist vera til staðar þegar á reynir. (Því þurfa mistækir texta- þýðendur ætíð að staglast á hinu teprulega og hvimleiða orði sam- farablossi, sem að auki er tæpast að finna á íslenskri tungu?) Þetta er hinn rauði þráður myndarinnar, en fjölmargar hlið- arsögur sem minna máli skipta, blandast söguþræðinum. Örvænt- ingarfull leit að Susan, er því mikið til mynd um jafnréttisbaráttu kvenna og leitina að eigin persónu. Roberta finnur, eftir einkar skop- legan aðdraganda, að hún hefur hingað til lifað í blekkingu, verið lítið annað en hálfgildings pissu- dúkka fyrir mann sinn, nýríkan bisnessmann. Sá er reyndar málaður býsna sterkum litum af kvennastóðinu sem stendur á bak við myndina. Gerður þvílíkt karl- rembusvín að mannkynið væri ör- ugglega löngu útdautt ef við vær- um allir svona grábölvaðir! Seidelmann er athyglisverður leikstjóri sem gaman verður að fylgjast með. Þessi fyrsta mynd sem hún gerir fyrir risana í Holly- wood, er langt frá því að vera nokkurt stórvirki. En hún er fersk og frumleg og hlaðin kunnáttu- samlegum smáatriðum til bragð- bætis. Tekur á jafnréttismálum kvenna og skilar jákvæðum árangri sem allir ættu að skilja. Leitin að Susan væri ekki nánd- ar nærri eins spennandi og skemmtileg ef hinnar nýuppgötv- uðu og þrælmögnuðu leikkonu Rósönnu Arquette, nyti ekki við. Það er ár og síð frá því að jafn lofandi leikaraefni hefur komið fram á tjaldinu. Hún þarf að túlka breitt svið, allt frá hinni undirok- uðu eldhúsmaskínu til frelsingj- ans í myndarlok, og allt þar á milli. Þetta gerir hún af yfirlæt- islausri snilld. Minna fer fyrir Madonnunni, nema þá hún brýnir raustina af ágætum. Hitt furðar mig að þetta tætingslega himpigimpi skuli ætla sér, i fúlustu alvöru, að verða næsta kyntákn hvíta tjaldsins. Þá er ég hræddur um að hún Marilyn okkar láti ófriðlega í gröfinni. Aidan Quinn (Reckless), sjarmör- inn sem kyndir að nýju upp ofnana hennar Róbertu, er fram- bærilegur leikari, en full djúpt haldinn James Dean-komplexum. Vér bíðum spennt eftir næstu mynd Seidelmans og Rósönnu hinnar fögru. Þær hafa þreytt sitt Hollywood-frumpróf og staðist það með ágætum. enska m enska 12 enska 12 enska S) enska O enska E) enska m enska Œ Kl. 18«)-2ÖM) 2030-22M . 18M,-2Ö,I) , lS^-2030 , 2O,0-22M) 18«)-20'° 20'°-22-'° 20'°-22'° Kl. . 18-'°-20'° þýska m þýska C3 þýska S) þýska m þýska a þýska 12 1 J Þ I •<> Kl. 18«>-20'<) samtalstímar eíixa □] þriðjud.-fimmtud. El þriðjud.-fimmtud. □1 mánud.-miðvikud 3] mánud.-miðvikud O mánud.-miðvikud E þriðjud.-fimmtud. [2 þriðjud.-fimmtud. IS þriðjud.-fimmtud. samtalstímar SPÆW5KÖ spænska Œl mánud.-miðvikud spænska 20 mánud.-miðvikud. 20U,-22M spænska CS óákv. spænska S1 óákv. samtalstímar ÍTMSM ítalska [E þriðjud.-fimmtud. ítalska 21 þriðjud.-fimmtud. 20«,-22 '° ítalska GS óákv. ítalska , Sl óákv. Haustið er á næsta leiti og skólarnir taka senn til starfa. Við í málaskólanum Mími hefjum nú kennslu mun fyrr en áður — 2. september — og bjóðum uppá nýjung: 7 vikna námskeið í fjöl- mörgum tungumálum. Eins og sjá má á töflunni hér fyrir ofan eru x boði kvöldtímar á ýmsum þyngdarstigum í ensku, spænsku, ítölsku, frönsku og þýsku, svo og í íslensku fyrir út- lendinga. Kvöldtímar henta ekki öllum og því ætlum við líka að bjóða uppá morgun- og dagtíma í þessum tungumálum að við- bættum þremur Norðurlandamálum: dönsku, norsku og sænsku. Hægt er að velja um tíma milli 10—12 og 13—15. Mundu! Frítíma þínum er vel varið við tungumálanám hjá Mími. Innritun og allar nánari upplýsinaar á skrifstofu Mlmis I sima 10004 og 21655 kl. 9—17 alía virka daga. Þessi haustnámskeið standa yfir frá 2. september til 18. október. Kennt er tvisvar sinnum í viku, tvær klukkustundir í senn og öll kennslugögn innifalin í námskeiðsgjaldi. Kl. samtalstímar fDArðfA franska Œl mánud.-miðvikud. ÍS^’-^O^1 franska (2 mánud.-miðvikud. 20'°-22-«) franska 31 þriðjud.-fimmtud. 18«)-20'° franska ffl þriðjud.-fimmtud. 20«'-22«' samtalstímar Þ7SKA Kl. óákv. óákv. QSLIWKA fyrir útlendinga íslenska ÖD mánud.-miðvikud. 18«,-20«) íslenska [2 mánud.-miðvikud. 20«,-22«> íslenska 12 þriðjud.-fimmtud. 18«’-20«) íslenska Sl þriðjud.-fimmtud. 20«,-22'0 TUNGU NIALA NAM í sér- flokki .fy& alla MALASKOLINN 20% O afsláttur gildir fyrir systkini og hjón, öryrkja og ellilífeyrisþega og félagsmenn Stjórn- unarfélagsins — og við vekjum athygli á því að Starfsmanna- sjóður ríkisstofnana greiðir þátttökugjöld sinna félagsmanna á námskeiðum Mímis. Ánanaustum 15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.