Morgunblaðið - 27.08.1985, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 27.08.1985, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 Opið bréf til Geirs Hallgrímssonar: Beiöni um hjálp gegn er- lendri innrás í Nicaragua — eftir Dóru Stefánsdóttur Nicaragua á þjódhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí 19X5. Ágæti Geir Hallgrímsson. Þjóðin sem býr í þessu landi bjóst við innrás í dag. Orðasveim- ur hafði sagt að hún yrði klukkan 3.20 að morgni, að staðartíma. Innrás frá Honduras í norðri og Kosta Ríka í suðri fjármögnuð og studd af Bandaríkjastjórn. Af inn- rásinni varð ekki. Ekki ennþá. En allir í þessu landi eru sannfærðir um að einn daginn verði hún að veruleika. Og hún verði blóðug. Nýjustu og fullkomnustu vopn verði notuð, ekki bara gegn her- mönnum heldur líka óbreyttum borgurum, ungum og gömlum, konum og körlum. Menn búa sig undir þessa árás af ótrúlegu hug- rekki. „Þeir geta komið. En þeir fara ekki aftur. Ekki nema í plastpokum," sagði Orteka, forseti Nicaragua, nýlega í ræðu. Ótrúleg kokhreysti þegar tekið er tillit til hverja hann er að ræða um. Astæðan til að ég skrifa þér bréf er að biðja þig að gera allt sem þú getur, innan lands og utan, til þess að hindra þessa innrás. Beita öllum vopnum sem við sem þjóð höfum til þess að gera Banda- ríkjastjórn skiljanlegt að okkur finnst ekki sanngjart að hún fjár- magni og styðji innrás í ríki sem er aðeins þriðjungi stærra en ís- land og rétt rúmlega tíu sinnum fjölmennara. Gera henni skiljan- legt að við munum ekki standa hjá og sjá löglegri stjórn kollvarpað, undir hvaða skilmálum sem helst. Og að við teljum það frumrétt hverrar sjálfstæðar þjóðar að fá að ráða sínu sjálf, án erlendrar íhlutunar. Mér finnst ekki að þau eigi að hika við að nota vopn eins og herstöðina og aðild okkar að NATO. Því hvernig getum við fengið af okkur að vera meðlimir af því bandalagi þegar stærsta ríki þess fremur slíkan glæp sem Bandaríkastjórn virðist eftir öll- um sólarmerkjum að dæma hafa í hyggju. Við sem harðlega for- dæmdum samskonar árás Sovét- ríkjanna inn í Afganistan. Eg veit vel að stjórnin í þessu landi er ekki fullkomin. Og að henni hafa orðið á alls konar mis- tök. Mest þau að flytja stóran hóp indíána frá því svæði sem þeir höfðu búið á öldum saman. Eng- inn veit þetta betur en stjórnin hér og hefur hún fúslega viður- kennt það, og indíánarnir eru komnir heim aftur. En það skiptir ekki meginmáli hvort stjórninni hafi orðið á mis- tök eða ekki. Meginatriðið er það að svo lengi fólkið í landinu styður hana á enginn annar rétt á að koilvarpa henni. Ýmsum stjórnum á íslandi hafa orðið á mikil mis- tök, það vita allir. Enginn lifandi maður myndi samt láta sér detta í hug að þiggja aðstoð erlendra að- ila við að kollvarpa þeim. Gagnrýni Bandaríkjanna Bandaríkin styðja hjálp við skæruliða þeim rökum að stjórnin hér sé kommúnísk og ætli sér að setja hér upp rússneskar eða kúb- anskar herstöðvar. í því augna- miði sé lýðræði hér í landi einskis virt, blöð séu ritskoðuð, fólk fái ekki að iðka trú sína og kosn- ingarnar sem haldnar voru í fyrra hafi verið hreinn skripaleikur. Ég get ekki stillt mig um að ræða hvern þessara punkta aðeins nán- ar. Nú máttu ekki taka það svo að ég sé að gera sjálfa mig að sér- fræðingi í málefnum landsins eftir stutta dvöl hér. En margt hef ég séð og upplifað sem gefur mér ör- litla hugmynd um hvað um er að ræða. Látum okkur taka kommún- ismann fyrst. Gamlir kommar verða sjálfsagt fyrir miklum vonbrigðum með landið því kommúnisminn virðist vera á afar hægri leið inn í landið, ef nokk- urri. Ríkið á að sönnu 40% af öllu landi ríkisins. En það er eingöngu land sem fjölskylda Sómósa, fyrrverandi einræðisherra lands- ins, hafði sölsað undir sig. Hin 60% eru ennþá í einkaeigu. Eg við- urkenni þó að því landi er öðruvísi skipt en fyrr; í stað fárra og afar stórra eigna eru nú margar og litl- ar. Fólkið á landið sem það rækt- ar. En það er ekki nema sann- gjarnt, finnst mér að minnsta kosti. Stjórnin virðist hreint eng- an áhuga hafa á herstöðvum, hvorki frá Rússum né Kúbönum. Trúðu mér, ef áhuginn væri fyrir hendi hefðu þeir getað verið búnir að koma þeim upp fyrir löngu. Það sem þessi þjóð vill framar öllu öðru er að vera frjáls og óháð, nokkuð sem við ættum að geta skilið. Skortur á lýðræði er nokkuð sem Bandaríkjastjórn ætti ekki að saka stjórnina hér um. Því ef eitthvað er er lýðræði hér meira en í Bandaríkjunum. Fólk talar opið um stjórnmál hvar sem er, á götum, í kirkjum, í blöðunum, í sjónvarpi og útvarpi. í kosningun- um í fyrra fengu 7 flokkar sæti á þingi. 60% allra þeirra sem kusu (um 80% þjóðarinnar) studdu sandinista. Hin 40% dreifðust á milli 6 flokka. Nokkuð sem væri Dóra Stefánsdóttir óhugsandi í Bandaríkjunum. Stjórnarandstaðan gefur út tvö blöð með skarpri gagnrýni á stjórnina. Stundum er gagnrýnin þó enn skarpari í stjórnarinnar eigin blaði. Forsetinn heldur síðan vikulega fund með nokkrum ráð- herra sinna og kjósendum. Frá þessum fundum er sjónvarpað beint. Fólkið er ekki feimið við að gagnrýna það sem því finnst að og koma með tillögur um breytingar. Jafnvel á íslandi með okkar löngu lýðræðishefð höfum við ekki slíka fundi nema rétt fyrir kosningar. Öllum trúfélögum er leyft að messa eins oft og þau vilja og hvar sem þau vilja. Prestar gagnrýna oft stjórnina úr ræðustóli, af- skiptalaust. Eini hópurinn sem ekki hefur fengið að taka neinn þátt í þessu er andbyltingarmenn sem búa í útlöndum, á Miamí, i Honduras og í Kosta Ríka, A-ha, segir þú kannski, svo lýðræðið er þá ekki fullkomið. Þegar ég fór frá Bandaríkjunum hingað var ekkert ofar í hugum „Við borð lá að flugfélaginu tækist að eyðileggja ferðina“ 2226 Kandall Avenue Madison WI 53705 Icalamdair 85 W. Algonquin Rd., Suite 375 Arlington Heights IL 60005 Dea~- sirs, Icalandair's bahlvior.'ltore'g’n.ríuy f0r,mt~:fP00k*n exp*n**a t*quired by the eirline's ea^gement nnd c^dúcí ° ”°°rd ftuetratio„ with in Iceland, on°r^elandaír’hYour^iíline^al^í “iTT * 48-h»ur stopover complaints, some large and some smlli" "* Uat * '*“ be in charge. 9 alx ai*tinct stories. No one seemed tc tuMmbourg0to ÍLSí STIZX "" *>“ tx«*portatio„ At the tick.t counter m ChTgTLf' T MV' Wh*" th* plan* lana*«- whether I „eeded some sort of documentfuck^ 'TUlT UP°" lnnain9' I **ked bus driver. I got three different storiesí 1 P*P*r t0 Show 1x5 th* | 1 **k*d ln —tinn *a*nt waited until past that time but v. 11 wouid leave 2S hours later. I terminal for an explanation th»r bU* sho™d up' wh*n 1 c“e hack into the was told that the bus was giinc tí “as considerabl* uncertainty. Pinally, i passengers from a fu^f^ ^ y^k ^t"! f°-' 'ÍVf h°Ur* t0 taí* th* me ín Otrecht in the middle of the night toí'l t'^t lat*‘ This “ould have put destlnatlon. I ... advised to try « c«ihTt«i“. COn"'ctlons to "V *“st*ra* i *nd sT.’mT ; “* ■ui9ht -** j atrlyai. it i. ,iso inexcu.ahi. LL 1 "** "ot told upcn n°_»ltarnatlv. srrang^nt was made for Morgunblaðinu hefur borist eftir- J farandi bréf frá Bandaríkjamanni, sem í sumar ferðaðist með Flugleið- um. Bréfið sendi hann skrifstofu Flugleiða í Chicago, en afrit af því til Morgunblaðsins með beiðni um birt- ingu. Fer það hér á eftir: Kæru herrar. Ég skrifa yður þetta bréf til að krefjast þess, að mér verði endur- greidd þau óvæntu útgjöld, sem ég varð fyrir vegna frammistöðu starfsmanna Flugleiða. Ég vil auk þess rekja fyrir ykkur óánægjuefni og gremju mína með þjónustu flugfélagsins og stjórnun. Eg er nýkominn heim úr stuttri ferð til Evrópu, þar sem m.a. var höfð tveggja sólarhringa viðdvöl á íslandi. Við borð lá, að flugfélag- inu tækist að eyðileggja fyrir mér ferðina. Hér á eftir ætla ég að nefna nokkuð af því, sem mér þótti aðfinnsluvert, sumt alvarlegt en annað lítilvægara: 1. Starfsmönnum ykkar, sem urðu fyrir svörum í upplýsinga- síma 800, bar ekki rétt vel saman um flugáætlanir, fargjöldin og bókanir. Ég fékk að heyra sex ólík- ar sögur og enginn einn maður virtist vera ábyrgur. 2. Starfsmaður ykkar tjáði mér, að ég yrði fluttur endurgjaldslaust með Iangferðarbíl frá Luxemborg til Utrecht og að bíllinn myndi fara strax eftir komu vélarinnar. í farmiöasölunni í Chicago, þegar ég fór inn í biðsalinn og þegar ég var að fara í vélina spurði ég hvort ég þyrfti ekki að hafa eitthvað i hönd- unum, miða eða annað, til að sýna vagnstjóranum og við þessum fyrirspurnum mínum fékk ég þrjú ólík svör. 3. Þegar ég kom til Luxemborgar spurði ég starfsmann ykkar hve- nær bíllinn færi og sagði hann mér þá, að það yrði eftir tvær og hálfa klukkustund. Ég beið í þennan tíma og lengur, en enginn kom vagninn. Sneri ég mér þá aftur til ykkar manns í flugstöðinni, en þar varð heldur fátt um svör í fyrstu. Loksins var mér sagt, að bíllinn kæmi ekki fyrr en eftir fimm klukkustundir vegna þess, að hann hefði orðið að flytja farþega frá New York, komutíma vélarinnar þaðan hefði seinkað svo mjög. Ef ég hefði beðið eftir langferðabíln- um hefði ég komið til Utrecht um miðja nótt eða allt of seint til að hafa samband við það fólk í Amst- erdam, sem ég ætlaði að hitta. Þá var mér ráölagt að taka lestina. Starfsmenn ykkar vissu það þeg- ar ég kom til Luxemborgar, að vél- in frá New York var of sein og að langferðarbílinn tefðist af þeim sökum. Mér finnst það því óafsak- anlegt, að mér skyldi ekki vera sagt það strax. Mér finnst það líka fyrir neðan allar hellur, að ekki var séð til þess með öðrum hætti, að ég kæmist á leiðarenda. Starfs- maður hringdi á brautarstöðina og sagði mér, að ég gæti tekið lestina, fargjaldið væri 12 dollarar. Það reyndist vera helmingi hærra. Starfsmaðurinn stakk þá upp á, að ég skrifaði ykkur og bæði um endurgreiðslu. Ég ætla að biðja ykkur að verða við því, ég læt lest- armiðann fylgja bréfinu. 4. Ég kom aftur til Luxemborgar til að taka flugvélina til Keflavík- ur ásamt tveimur ungum börnum mínum og sjötugri móður minni. Þar var okkur sagt. án þess að haft væri fyrir að biðja okkur afsökun- ar, að við hefðum verið flutt milli flugvéla, yrðum að taka aðra fjór- um klukkustundum síðar. Var þetta gert til að liðka fyrir farþeg- um, sem komu frá annrri borg með Flugleiðavél, sem var of sein. Eng- ar bætur voru boðnar vegna þessa, né talað um hvernig við gætum haft ofan af fyrir börnunum í marga klukkutíma í lítilli og af- skekktri flugstöð. 5. Þeear við komum til Keflavík- ur var ekkert um það talað hvernig við farþegarnir kæmumst þaðan til Reykjavíkur. Fyrir utan fund- um við þó langferðabifreið, sem fylltist að sjálfsögðu strax. Bíl- stjórinn hélt þó áfram að setja far- angurinn okkar í farangurs- geymsluna og þess vegna fórum við margir inn í bílinn og komum okkur fyrir í ganginum milli sæt- anna. Þar stóðum við í fimmtán mínútur. Ung kona, vægast sagt ókurteis, sem verið hafði í bílnum Bandaríkjamanna en flug'élar- ránið í Beirút. Blöð voru full af fréttum dag eftir dag, og fólk krafðist þess af Reagan að hann gerði eitthvað. En hann stóð fast- ur fyrir. Hann sagðist ekki ræða við hryðjuverkamenn og ekki gefa eftir fyrir þeim. Því nefni ég þetta hér að þetta er akkúrat viðhorf stjórnarinnar hér til þeirra sem kallaðir eru ólöglegir andbyltingarmenn. Þeir eru ekkert annað en hryðju- verkamenn, studdir erlendum að- ilum. Þeir eru ekki svara verðir. Það sem stjórnin vill gera er að taka á móti þessu fólki hvenær sem er að það vill flytja heim aft- ur. Mörgum verður ugglaust refs- að. Einfaldlega af því að þeir eiga það skilið eftir alla þá glæpi sem þeir hafa framið gegn þessari þjóð. Glæpi sem við viljum gleyma að hafi verið framdir síðan í Þýskalandi Hitlers. Hingað til hefur stjórnin hins vegar verið ótrúlega mild við þá sem snúið hafa aftur. Almenningi stundum til sárrar reiði hafa þeim flestum eða öllum verið gefnar upp sakir á þeirri forsendu að þeir vissu ekki hvað þeir gerðu. Stjórnin vill líka ræða við þá sem standa að baki hryðju- verkamönnunum. Hvenær sem er er hún tiibúin til að ræða við Bandaríkjastjórn. Enn sem komið er hefur beiðnum um slíkt ekki verið svarað. Það sem í upphafi átti að verða stutt bréf er orðið langt. Ég vona að þú hafir samt þolinmæði til að lesa það til enda. Til að það nái örugglega augum þínum sendi ég það fyrst til Morgunblaðsins. Fá- ist það ekki birt þá til hinna blað- anna eftir stærð. Vonast samt innilega til að það komist inn í þitt blað. Með fyrirfram þökk fyrir þann stuðning sem ég veit að þú munt veita, þökk fyrir þolinmæðina og bestu kveðjur. Dóra Stefánsdóttir Höfundur er fyrrverandi blaðamað- ur vid DV. Hún er núna stúdent í Danmörku og er í ferð um heim- inn. allan tímann, skipaði þá okkur, sem stóðum, að fara út. í fyrstu neitaði hún að biðja bílstjórann um að láta okkur fá farangurinn, sagði, að honum yrði komið á rétt hótel, þótt bílstjórinn hefði alls ekki spurt okkur hvar við ætluðum að vera, og varð af þessum sökum hálfgert uppþot meðal farþeganna, sem fóru sjálfir í geymsluna og tóku sínar föggur. Síðan fór bíllinn og ekkert sagt um hvort annar kæmi. Annar bíll kom, fylltist og fór og ekkert sagt frekar en í fyrra sinnið. Ég og fjölskylda mín kom- umst á hótel í Reykjavík rétt fyrir miðnætti. í þetta var nú farinn drjúgur hluti af dvölinni á íslandi, en sem fyrr þótti engin ástæða til að biðja okkur afsökunar eða bjóða bætur. 6. Fluginu til Chicago seinkaði og svona eins og til að reka smiðs- höggið á verkið, sagði flugfreyjan farþegunum að hreyfa sig ekki fyrr en vélin hefði alveg stöðvast en hirti hins vegar ekki um að geta þess, að bíllinn, sem átti að flytja okkur í bráðabirgðaflugstöðina, kæmi ekki fyrr en eftir 20 mínút- ur. Afleiðingin var sú, að flugvél- argangurinn fylltist af fólki, sem vildi komast út, og þar mátti það bíða í tíma, sem virtist óendanlega langur. Börnin grétu og allir voru æfir yfir þessari framkomu. Ég þarf varla að taka það fram, eins og mér er nú innanbrjósts, að ég er ekki líklegur til að ferðast aftur með Flugleiðum, né get ég mælt með flugfélaginu við vini mína. Mér finnst það leitt því að mér þykir vænt um landið ykkar. Ég hef nokkrum sinnum áður ferð- ast með Flugleiðum og stundum dvalist lengur á Islandi en upp- haflega stóð til. Þjónustan að þessu sinni var miklu verri en áður. Að sjálfsögðu lifi ég af svona hremmingar en ég er ekki viss um að flugfélagið muni gera það. Yðar einlægur, Daniel Wikler.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.