Morgunblaðið - 27.08.1985, Síða 29

Morgunblaðið - 27.08.1985, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 29 Morgunblaöið/Þorkell Hér athugar Diane T. Anderson hvolpinn Kappa sem varð hlutskarpastur íslensku hvolpanna Eigandinn Maríetta Maisen fylgist með. * r Arleg sýning hundaræktunarfélags Islands: Seifur-Garðagull varð hlutskarpastur SEINNI HLUTI árlegrar sýningar Hundaræktunarfélags íslands var haldinn í félagsmiðstöð Garðaskóla síðastliðinn laugardag. Keppt var í þremur flokk- um, kyni íslenskra fjárhunda, „Miniature-Poodle“ og „Toy-Poodle“, en auk þess voru valdir bestu hundar sýningarinnar. Dómari var Diane T. Anderson sem er bandarísk að uppruna en hefur búið í Noregi síðastliðin 14 ár og kemur hingað að tilstuðlan norska hundaræktunarsambandsins. Sandhverfan eftirsótt- ur og frábær matfiskur Sandhverfa, ekkert hreistur en beinkörtur þess í stað. Besti hundur sýningarinnar var valinn Seifur-Garðagull, sem er ís- lenskur fjárhundur og vann hann einnig til fyrra stigs af tveimur sem nauðsynleg eru til að hundur- inn teljist meistari í sínum flokki. Ættbókarnúmer hans er 664-83 en eigandi er Guðrún Ragnars Guð- johnsen. í öðru sæti var Perla, sem er „Toy-Poodle“ og náði hún öðru stigi til meistaratitils. Eigandi er Guðrún Halldórsdóttir og ættbók- arnúmer 721-83. Carmen, af kyni „Miniature-Poodle", hafnaði í þriðja sæti og vann hún fyrra stig- ið til meistaratitils. Ættbókarnúm- er hennar er 681-83 og eigandi er Kristjana Einarsdóttir. í flokki íslenskra fjárhunda varð Seifur-Garðagull hlutskarpasti Skuttogarinn Sveinborg keyptur til Siglufjarðar NÝSTOFNAÐ útgerðarfyrirtæki á Siglufírði, Stapavík hf., keypti í vor skuttogarann Sveinborgu úr Garðin- um og hóf aö gera hann út frá Siglu- fíröi. Að sögn Sæmundar Árelíussonar framkvæmdastjóra Stapavíkur hef- ur togarinn í sumar verið gerður út á djúprækjuveiðar og lagt upp afl- ann á Siglufirði. Sagði Sæmundur að útgerðin hefði gengið þokkalega, enda þótt rækjuveiðin fyrir Norður- landi hafi ekki gengið sem best i sumar. Að sögn Sæmundar er tog- arinn nú að halda til karfaveiða og mun hann selja aflann á erlendum markaði. Sæmundur sagði að ákvarðanir hefðu ekki verið teknar um hvernig rekstri togarans yrði háttað í framtíðinni, en til greina kæmi að setja í hann tæki til að frysta rækju um borð. Skuttogarinn Sveinborg er 299 brúttórúmlestir að stærð, smíðaður í Noregi árið 1968. Hann var keypt- ur hingað til lands árið 1974 og fyrst gerður út frá Patreksfirði og hét þá Trausti og síðar Guðmundur í Tungu. Undanfarin ár hefur hann verið í eigu ísstöðvarinnar hf. í Garði og borið nafnið Sveinborg og mun hann heita svo áfram. Skuttogarinn Sveinborg. Myndin er tekin er hann kom til landsins frá Noregi, þar sem hann bar nafnið Nord Rollnes. hundurinn en besti unghundurinn var valinn Tófta-Börkur, nr. 883- 84, eigandi Anna Jóna Halldórs- dóttir. Hera, nr. 82-82 var valin besta tíkin en eigandi hennar er Guðrún Ragnars Guðjohnsen. Kappi frá Hvammi, nr. 930-85 sigr- aði í hvolpaflokki. Hann á Maríetta Maisen. Snotra, nr. 975, eigandi Sigurður Richter, var valin mynd- arlegasti öldungurinn. í flokki „Toy-Poodle“, sem er minnsta „Poodle“-kynið, varð hundurinn Prins hlutskarpastur. Eigandi hans er Lilja Hallgríms- dóttir og ættbókarnúmer 90-85. Fallegasta tíkin var Perla sem varð í öðru sæti yfir alla sýninguna. Ekki var keppt í fleiri flokkum hjá þessu kyni. Besti „Miniature-Poodle“-hund- urinn var valinn Bambalækjar- Kútur, nr. 687-83 sem Anna Flyg- enring á. Fallegasta tíkin varð Carmen og í hvolpaflokki varð Goðdala-Issa-Melissa hlutskörp- ust. Ættbókarnúmer hennar er 920-85 og eigandi er Sonja Felton. MORGUNBLÐINU barst í gær eftir- farandi fréttatilkynning frá stjórn Trésmiðjunnar Víðis hf.: Stjórn Trésmiðjunnar Víðis hf. hefur óskað eftir því við bæjarfóg- eta Kópavogs að hann heimili greiðslustöðvun til handa fyrir- tækinu frá og með föstudeginum 23. ágúst 1985. Hefur greiðslu- stöðvunin þegar hafist og nær fyrst um sinn til 2ja mánaða. Ástæður umræddrar beiðnar eru einkum eftirfarandi: 1. Erfiður innanlandsmarkaður með minnkandi kaupgetu al- — segir Gunnar Jóns- son, fiskifræðingur NÚ ER í bígerð hjá nokkrum aðilj- um aö hefja sandhverfurækt hér á landi í tengslum við laxeldistöð eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu. Sandhverfan er mjög eftirsóttur matfiskur og með dýr- ustu flatfískum á veizluborðum er- lendis. Hún er hins vegar aðeins flækingur hér við land og veiðist aðeins ein og ein, aðallega við Suð- vesturland. Morgunblaðið leitaði uppiýs- inga um fisk þennan hjá Gunnari Jónssyni, fiskifræðingi, en hann hefur meðal annars ritað bók um íslenzka fiska, þar sem hann fjallar um kykvendið. Gunnar sagði sandhverfuna frábæran matfisk og mjög eftirsóttan. Hún væri aðeins flækingur hér við land og mjög stopul í afla. Þó veiddist ein og ein og þá ávallt stór. Heimkynni hennar væru meðal annars í Norðursjó og virtist hún koma þaðan á ís- lenzka fiskislóð. Til staðfestingar þeirri kenningu væri, að í Norð- ursjónum gætti nokkuð band- orms í innyflum hennar og svo væri einnig hér. Um sandhverfuna segir meðal annars í bók Gunnars, Islenzkir fiskar: „Getur náð 100 cm lengd og 25 kílóa þyngd, en er sjaldan lengri en 60 til 70 cm. Lögun sandhverfunnar er allsérkenni- leg. Hún er næstum kringlótt, ef sporðblaðkan er undanskilin. Haus í meðallagi stór, kjaftur er stór og skoltar sterklegir, en tennur smáar. Augu eru lítil. Bakugginn byrjar framan við augun. Sporður er stór og boga- dreginn fyrir endann. Kviðugga- rætur eru langar. Hreistur er ekkert, en þess í stað er vinstri hliðin þ.e. sú sem upp snýr, þétt sett hvössum beinkörtum. Þessar körtur koma líka stundum fyrir á blindu hliðinni (þeirri hvítu). Rákin er greinileg og myndar hvassan bug yfir eyruggum. Lit- ur er breytilegur á dökku hlið- mennings og vaxandi sam- keppni frá innfluttum húsgögn- um hafa dregið verulega úr veltu fyrirtækisins á innan- landsmarkaði. 2. Þrátt fyrir góðan árangur við uppbyggingu ogeflingu útflutn- ingstækifæra fyrirtækisins, hefur sá árangur ekki enn náð að skapa þann sess í sjóðstreymi fyrirtækisins sem áætlanir gerðu ráð fyrir en vandamál við framleiðslu og fjárskortur hafa hamlað hraðari uppbyggingu útflutningsins. inni og fer það eftir botnlaginu. Oft er liturinn brúnleitur eða svartleitur, en einnig grár og grændílóttur. Hægri hliðin er hvít.“ Um heimkynni sandhverfunn- ar segir að þau séu í Norðaust- ur-Atlantshafi, meðfram vestur- strönd Noregs og inn í Eystra- salt, við Bretlandseyjar og í Norðursjó og suður með strönd- um Evrópu inn í Miðjarðarhaf. Skyld tegund sé í Svartahafinu. Sandhverfan finnist alloft við ís- land. Fyrst hafi hún fundizt hér árið 1914 og veiðzt af og til síðan. Um lífshætti fisksins segir að sandhverfan sé botnfiskur og haldi sig á grunnsævi, á sendnum og hörðom botni. Hún hafi fund- izt niðri á 120 metra dýpi hér við land, en sé annars ekki talin vera á meira dýpi en 80 metrum sunn- ar í álfunni. Fæða hennar sé alls konar smáfiskar eins og sandsíli, ýsa og ýmsir flatfiskar, en einnig smákrabbadýr, skeldýr og fleira. Ekki sé vitað til þess að sand- hverfan hrygni hér við land, en í Norðursjó hrygni hún í apríl til ágúst og i vestanverðu Ermar- 3. Óheppilege þróun dollarans hefur haft óheppileg áhrif á sjóðstreymi og skuldastöðu fyr- irtækisins. Af framangreindum ástæðum hefur rekstur Trésmiðjunnar Víðis verið afar erfiður, þó að hann hafi batnað mjög á síðustu mánuðum. Tapreksturinn hefur leitt til þess að forsendur þær, sem eigendur gáfu sér um innri fjármögnun fyrirtækisins á árunum 1984 og 1985 hafa brugðist með þeim áhrif- um, að greiðslustaða fyrirtækisins var orðin slæm. sundi í maí til september. Vöxtur sé allhraður og vaxi hrygnur hraðar en hængar. Sandhverfan nái sennilega um 15 ára aldri en verði kynþroska 5 ára. Bastarðar milli sandhverfu og slétthverfu þekkist, bæði í náttúrunni og í tilraunabúrum. Þeir líkist báðum foreldrunum, til dæmis sé roðið á haus og beggja vegna á bolnum með örður, þó ekki eins greini- legar og á sandhverfu. Um nytsemi segir: „Árið 1978 varð sandhverfuaflinn í NA- Atlantshafi 7.040 tonn. Helstu veiðiþjóðir voru Hollendingar (3.410 tonn), Danir (1.153 tonn), Englendingar (876 tonn) og Frakkar (765 tonn). Aðalveiði- svæðin voru í Norðursjó (5.034 tonn) og Kattegat og Skagerak (525 tonn). Mestur varð sand- hverfuafli 7.731 tonn árið 1951. Erlendar þjóðir, sem veiddu á ís- landsmiðum (Belgar, Frakkar, Skotar o.fl) gáfu stundum upp smáafla af sandhverfu af ís- landsmiðum, eða allt frá tæpu tonni á ári og upp í 40 tonn árið 1961, sem verður að teljast frek- ar hæpið." I ljósi framangreinds vill stjórn fyrirtækisins freista þess í skjóli greiðslustöðvunar að endurskipu- leggja fjármál fyrirtækisins m.a. með sölu fasteigna og annarra fjármuna þess og þannig leitast við að bjarga og hlúa enn frekar að fyrsta og mögulega síðasta út- flutningstækifærinu, sem íslensk- um húsgagnaiðnaði stendur til boða, og þannig forða því að mikil- væg verðmæti fari í súginn. Reykjavík, 26. ágúst 1985. Stjórn Trésmiðjunnar Víðis hf. Húsnæði Trésmiðjunnar Víðis hf. við Smiðjuveg 2 f Kópavogi. MorKunblaflií/Arni SæberR Greiðslustöðyun hjá Víði hf: Vonir um hagnað hafa brugðist

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.