Morgunblaðið - 27.08.1985, Page 37

Morgunblaðið - 27.08.1985, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 37 Minning: Sigríður Krist- insdóttir Paulsen Fædd 26. janúar 1893 Dáin 11. ágúst 1985 Öldruð kona er gengin sinn veg. Langri ævi er lokið og hvíldin langþráða fengin í skauti fóstur- jarðarinnar. Ung að árum ýtti hún úr vör bernsku sinnar. Glaðbeitt og kát með sitt ljúfa bros og smit- andi hlátur ímynda ég mér. í Danmörku lifðu hún og starfaði lengst af ævi sinnar og giftist þar f, ' þýskættuðum manni, Pétri Fre- dric Paulsen. Heimili þeirra stóð lengi á Vesturbrú nr. 35 í Kaup- mannahöfn. Pétur lést fyrir all- mörgum árum og hafði þá lengi átt við vanheilsu að stríða. Sigríð- ur bjó ein eftir það uns kraftar hennar þrutu, en þá flutti hún heim til Islands í skjól bróðurson- ar síns og konu hans. Konan mín þurfti sem ung stúlka að gangast undir alvarleg- an uppskurð er ekki varð fram- kvæmdur á íslandi og var því send til Danmerkur. Ein og óstudd varð hún að leggja upp í tvfsýna ferð og var þá það heillaráð tekið að biðja Sigríði fyrir hana og hennar mál þar ytra og var ekki í kot vísað þar sem hún var. 14 árum síðar varð konan mín aftur að fara utan sömu erinda, það var árið 1970, og þá fylgdi ég er þessar línur skrifa. Sá ég þá Sigríði og Pétur í fyrsta sinni og var hún þá 77 ára gömul. Engum er hefði séð þessa kviku og kátu konu hefði getað dottið það í hug að þar færi manneskja er átti 3 ár í áttrætt. Pétur farinn að heilsu enda átti hann þá ekki langa ævi eftir. Mér eru samt minnisstæðar gönguferðir er ég fór með honum í næsta nágrenni. Hann var ræðinn, og skemmtileg- ur og hafði sýnilega ánægju af gestakomunni. Sigríður tók mér alókunnugum manninum eins og langþráðum týndum syni. Það voru og eru engar hallir, íbúðirnar er leiguliðar húseigenda í Kaupmannahöfn þurfa að gera sér að góðu og fá engu breytt. En með Sigríði innan veggja gleymist sú vöntun er var á öllu því er nú- tíma þægindi kallast, húsráðendur sáu um það. Þeir eru trúlega orðnir þó nokk- uð margir landarnir sem Sigríður hefur skýlt undir væng elskusemi sinnar á umliðnum áratugum, og má þó ljóst vera að ekki hefir allt- af verið hægt um vik. Lífsbaráttan þar ytra var enginn leikur al- múgafólki á árum kreppunnar og síðan styrjaldarinnar. En Sigríður og Pétur stóðu allar þrengingar af sér og voru ekki öfundsverð. Aldr- ei tóku þau niður skiltið er fest var við innganginn í portið á Vest- urbrú 35. Þar var letrað með stór- um stöfum „Peter Fredric Paul- sen“ tyve timer tysk. Sigríður var ekki margorð um stríðsárin en þó mátti lesa milli línanna hvernig ástandið var, og þá sérstaklega undir lokin þegar hinar svokölluðu frelsishetjur fóru að hafa sig á kreik að marki. Það fannst víst misjafn sauður í þeirri hjörð. Lengi gæti ég skrifað um kynni mín af okkar kæru vinkonu, en læt nótt sem nemur í því efni. Gestrisni, góðvild og tryggð þáðum við í miklum mæli af henn- ar hendi, látið þannig í té að aldrei verður fullþakkað. Hennar mynd mun geymast skýr og tær í hugum okkar. Pálína og Jón Legsteinar Ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14 sími 54034 222 Hafnarfjörður. Bestu kaupin eru hjá okkur! Hjá okkur fáiö þiö original pústkerfi í allar geröir MAZDA bíla. Viö veitum 20% afslátt ef keypt eru heil kerfi meö festingum. Kaupiö eingöngu EKTA MAZDA pústkerfi eins og framleiöandinn mœlir meö — þau passa í bílinn. IZ-'............................ BÍLABORG HF Smiðshöfða 23. S. 81265 Vfertu með í sumarleik Olís Er bílnúmer þitt eitt af þeim 10 sem dregin verða út í hverri viku í allt sumar? Ef svo er, tekurðu þátt í sumarkönnun OLÍS og ert 10 þúsund krónum ríkari. Komdu við á næstu OLÍS stöð og athugaðu málið. Einfaldur leikur, krefst einskis, bara að fylgjast með. Vertu með, fylgstu með. 10 ný bílnúmer í hverri viku. BS -gengur lengra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.