Morgunblaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 s ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO LYFTARAR Eigum til afgreiöslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og diesel- lyftara, ennfremur snúninga- og hliöarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgeröan, leigjum lyftara, flytjum lyftara. Varahluta- og viögeröaþjónusta. Líttu inn — viö gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboössölu. LYFTARASALAN HF. Vitastíg 3, símar 26455 og 12452. M 13ílamalka2utinn Opel Ascona 1984 Hvítur, ekinn 22 þ. km. Útvarp, segulband. Verö 480 þús. Þýskur Ford Escort station 1985 Ekinn 4 þ. km. Verö 460 þús. Daihatsu Rocky 1985 Grár. Nýr, óekinn. Verö 750 þús. M. Benz 190 E 1983 Bíll m/mikiö af aukahlutum. Verö 1000 þús. Mitsubishi Lancer GL 1981 Ekinn 59 þ. km. Sjálfsk. Verö 240 þús. nr. 3 Toyota Corolla DX 1982 Hvrtur. ekinrr 45 þ. km. 5 gira, snjódekk, sumardekk. sílsalistar. grjótgrind. gardínur i afturrúóum. Verð 280 þús. (Skiptl á ódýrari). Nýr bíll Opel Kadett GSL 1985 Rauður, 5 dyra. Óekinn, nýr. Ford Escort 1.6 1985 Hvítur þýskur 5 gira. Ekinn aðeins 8 þ. km. Sóllúga spoiler o.fl. Aukahlutir. Verð 460 þús. VW Golf 1981 Ekinn 60 þ. km. Verö 240 þús. Opel Ascona 1984 Ekinn 22 þ. km. Verð 480 þús. Honda Accord 1980 Ekinn 75 þ. km. Verð 240 þús. Citroén BS R TRS 1984 Ekinn 23 þ. km. Verð 520 þús. Mitsubishi Lancer GL 1981 Beige. ekinn 59 þ. km. Sjélfskiptur. Lituð gler Bill í góðu lagi. Verð 240 þús. Citroén GSA Pallas 1984 Grænsans. Ekinn 43 þ. km. Verð aöeins: 350 þús. Vantar allar geröir af litlum bílum. Falliö í gleymsku sautján árum síöar í síöustu viku voru 17 ár liðin frá innrás Varsjárbandalagsins undir forustu og leiðsögn Sovétmanna íTékkóslóvakíu. 21. ágúst 1968 var „vorið í Prag“ að engu gert og vonir Tékka um betra líf brustu í annað sinn á tuttugu árum. 22. ágúst 1985 minntust íslendingar þessara tímamóta með því aö undirritaður var nýr viðskiptasamningur við tékknesku ríkisstjórnina. Af þessu tilefni er fjallað um innrásina í Staksteinum í dag, sem margir hafa kosið að gleyma. „Voriö í Prag“ Fyrir réttum sautján ár- um réðust herir Varsjár- bandalagsins inn í Tékkó- slóvakíu og undir forustu Sovétmanna var „vorið I Prag kæft“. Og með kerf- isbundnum hætti hefur verið unnið að upprætingu allrar andstöðu gegn drottnun Sovétmanna í landinu: Andófsmenn eru ofsóttir, fangelsaóir og sviptir öllum réttindum og jafnvel börn þeirra cru of- sótt í skóla, sem hefur gef- ist einkar vel. „Vorið í Prag“ var stutt og hafði mikil áhrif á Vest- urlöndum. ekki hvað síst á ungt fólk. Enn einu sinni hafði heimurinn fengið sönnun að kúgunar- og of- beldisstjórn er óhjákvæmi- legur fylgifiskur kommún- ismans. Allt frá því að innrásin var gerð 21. ágúst 1968 hafa tékknesk stjórnvöld, léppar Kremlverja, reynt með öllum tiltækum ráðum að leiða huga Vesturlanda- búa frá henni. Einna best hefur gefist að dagsetja einstaka atburði, sem frétt- næmir kunna að vera um svipaö leyti og frjálsir menn ættu að minnast at- burðanna, sem gerðu vonir Tékka um betra líf, að engu. llm þetta er nýlegt dæmi og stendur íslend- ingum nálægt * I skugga minninga Daginn eftir 17 ára af- mæli innrásarinnar undir- ritaði Matthías Á. Mathie- sen viðskiptaráðherra, við- skiptasamning milli ís- iands og Tékkóslóvakiu. Þannig tókst tékkneskum stjórnarerindrckum að leiða huga viðskiptaráð- herra og annarra frá minn- ingunni um ömurleg örlög þessarar gömlu menning- arþjóðar sumarið 1968. En auðvitaö átti Matthías Á. Mathíesen að neita að skrifa undir samningin á þessum tíma — það hefði mátt gera síðar. Nú geta menn haft mis- munandi skoöanir á því hvort rétt sé að gera samn- inga, af því tagi sem hér um ræðir við alræðisríki, en flestir geta verið sam- mála um að óviðkunnan- legt sé aö gera þá í skugga ömurlegra minninga og áþjánar alþýöu viðkomandi viðskiptalanda. Vera kann að innrásin í Tékkóslóv- akíu sé fallin í gleymsk- unnar gröf hjá viðskipta- ráðherra, eins og svo mörg- um öðrum Vesturlanda- búum. Ef svo er ber að harma það, því enn einu sinni hefur áróðursvél kommúnista tekist ætlun- arverk sitt Gröf gleymsk- unnar Gleymskan er mörgum Vesturlandabúum töm. Það er ekki síst hlutverk stjórnmálamanna, að minna almenning á víti gúlagsins í Austur-Evrúpu. Allir vestrænir lýðræðis- sinnar, eru bandamenn andófsmannanna í þessum löndum og hljóta að liö- sinna þeim í baráttunni fyrir frelsi og mannréttind- um. Gleymskan er þessari baráttu andstæð og þjónar kúgurunum einum. Kannski verður þess ekki langt aö bíða að hinn frjálsi heimur gleymi Sam- stöðu í Póllandi, örvænt- ingarfullri baráttu frels- issveitanna í Afganistan og bátafólkinu frá Víetnam. Viövörun til Vesturlanda Sovéski rithöfundurinn og andófsmaðurinn Alex- ander SolséniLsyn hefur oft varað Vesturlandabúa við andvaraleysi þeirra gagn- vart Sovétríkjunum. Hann bendir á að slökunarstefn- an, svonefnda, sem margir bundu vonir við, þýði ekki annað í hugum Kreml- verja, en að Vesturlönd sætti sig við yfirráö þeirra og kúgun í ríkjum komm- únista. { ræðu sem hann hélt 1975 á fundi bandarísku verkalýðssam ta kan na AFL-CIO sagði hann meðal annars: „Ég þarf ekki að segja þeim sem eru hér í dag, að í landi okkar hefur ekki verið til neitt eftir bylting- una, sem heitið geti „frjálst verkalýðsfélag". Leiðtogar brezku verkalýðssamtak- anna hafa leikiö þann smá- narlega leik að heimsækja svonefnd verkalýðssamtök í Ráðstjórnarríkjunum og boðið þeim til sín. En bandarísku verkalýðssam- tökin hafa aldrei látið blekkjasL Þau hafa aldrei leyft sér aö loka augunum fyrir veruleikanum, aldrei ruglazt á frelsi og ánauð. 1 þessu kerfi hafa ekki verið haldnar eðlilegar kosningar í fjörutíu ár, heldur hlægilegur skrípa- leikur. 1 þessu kerfí er ekki til ncin réttarvernd. f þessu kerfí eru ekki til sjálfsta-ð dagblöð. í þessu kerfí er ckkert óháð dómsvald. Þjóðin hefur hvorki áhrif á stefnuna innan lands né utan. Sérhver hugmynd, sem er ekki samkvæmt hugmyndum valdsmanna, er bönnuö... í þessu kerfí hefur aldrei veriö farið eftir stjórnarskránni, allar ákvarðanir eru tekn- ar leynilega af fámennri ábyrgðarlausri klíku og kastað til okkar og á okk- ur eins og þruma úr heið- skíru lofti. Hvers virði eru undirskriftir þessara manna á öllum détente- skjölum? Hvernig er unnt að treysta þeim?“ Sumarútsala Rólusófar — tevagnar legubekkir — blómakassar sófasett — stök borö ___QS______ nwi Bláskógar Ármúla 8, sími 686080. Innritun og upplýsingar í síma 76350 kl. 16—18 Afhending skírteina laugardaginn 31. ágúst kl. 14—16 Líkamsþjálfun Itul lcttskóla Eddu Scheving SKÚLATÚNI 4 — SÍMAR 25620 og 76350

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.