Morgunblaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 52
TIL DAGIEGRA NOTA ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 VERÐ f LAUSASÖLU 35 KR. Ólafur Bekkur á strandstað undan Görðum á Álftanesi. I baksýn er forsetasetrið að Bessastöðum. Morgunbla«i5/Jul(u» Á STRANDSTAÐ UNDAN GARÐAKIRKJU TOGARINN Ólafur bekkur ÓF 2 frá Ólafsfirði strandaði í gærmorgun í áttaleytið, en tók niðri í malarkambi áður en af því varð. Fjara var mikil innsiglingunni að Hafnarfjarðarhöfn, undan Garðakirkju á Alftanesi. Tog- og svo virðist sem skipið hafi verið heldur norðarlega í innsiglingunni. arinn losnaði af sjálfsdáðum nokkrum klukkustundum síðar þegar liðlega Kafarar voru fengnir til að kanna hvort togarinn hefði orðið fyrir hálffallið var að. alvarlegum skemmdum, en svo reyndist ekki vera. Fundust engar dæld- Skipið var að koma af veiðum og ætlaði að landa hjá Hvaleyri hf. um ir, en botnstykki, dýptarmælar og fiskileitartæki, höfðu skemmst. Nýtt búvöruverð 1. sept: Útlit fyrir 6,5 % hækkun til bænda NÝTT búvöruverð á að taka gildi um næstu mánaðarmót. Verður það fyrsta verðlagning samkvæmt nýju 'ögunum um framleiðslu, verðlagn- ingu og sölu á búvörum. Verðið verður nú ákveðið í þrennu lagi. Sexmannanefnd ákveður verðið til bænda, nefnd undir forsæti verðlags- stjóra ákveður það í heildsölu og verðlagsráð hefur með verðlagningu varanna í smásölu að gera. Verðlagsnefnd búvara (sex- mannanefnd) hefur verið að störf- um undanfarnar vikur en hefur ekki lokið störfum. Að öllum líkindum gefst nefndinni ekki tími til að semja um nýjan verðlagsgrundvöll, eins og þó er ætlast til af henni, og verður því líklega að framreikna eldri verðlagsgrundvöllinn til bráðabirgða. Er búist við að út úr slíkum framreikningi komi um það bil 6,5% hækkun búvöruverðs til bænda. Viðskiptaráðherra hefur nú skip- að fulltrúa neytenda í nefndina sem verðleggja á búvörur í heildsölu en ASf og BSRB notuðu ekki rétt sinn til tilnefninga í nefndina. Ráðherra skipaði þá Brynjólf Sigurðsson lekt- or við viðskiptadeild Háskóla fs- lands og Gunnar Hallgrimsson deildarstjóra í nefndina. 1 lögunum er gert ráð fyrir að nefndin starfi undir forsæti verðlagsstjóra eða fulltrúa hans og er ákveðið að Georg Ólafsson verðlagsstjóri verði for- maður hennar. Trésmiðjan Víðir hf: Greiðslustöðvun. veitt í tvo mánuði Hlutafjársöfnun brást — leitað eftir samvinnu við önnur fyrirtæki BÆJARFÖGETI Kópavogs hefur fallist á beiðni stjórnar trésmiðj- unnar Víðis hf. um greiðslustöðvun til handa fyrirtækinu frá og með síðastliðnum föstudegi 23. ágúst til að endurskipuleggja fjárhag þess. Greiðslustöðvunin er fyrst um sinn til tveggja mánaða, og hefur fyrirtækið ekki heimild til að greiða lánardrottnun, án sér- staks ieyfis né stofna til nýrra skuldbindinga á því tímabili. Ráðgert var að nauðungaruppboð færi fram í dag en vegna greiðslustöðvun- arinnar verður ekki af því. Trésmiðjan Víðir hf. var endurskipulögð fjárhagslega fyrir rúmlega IV2 ári með út- flutning húsgagna sérstaklega í huga. Það var hlutafélagið Vog- un lagði fram tæplega 18 millj- ónir króna í hlutafé, sem er nú samtals 35 milljónir króna. Að Vogun hf. standa Iðnlánasjóður, Fjárfestingarfélag fslands, BM. Vallá, Álafoss, Smjörlíki, Hilda hf og fleiri aðilar. Ekki náðist í framkvæmda- stjóra Víðis hf., Hauk Björns- son, sem er erlendis, en Gunnar Helgi Hálfdánarson, formaður stjórnar fyrirtækisins sagði að forsendur sem menn gáfu sér um ákveðinn hagnað þegar endurskipulagningin var gerð, hefðu ekki staðist: „Þeir fjár- munir sem komið var með inn í fyrirtækið hafa ekki dugað til. Það vantar fjármuni, sem hefur ekki tekist að afla, en við reynd- um að fara út í aukna hlutafjár- öflun, en það tókst ekki. Þá er ekki annað eftir en að reyna til hins ýtrasta sölu eigna og von- ast til að það takist að verja starfsemi fyrirtækisins svo halda megi þessum tilraunaút- flutningi áfram." Gunnar Helgi sagði að ef eðli- legt verð fengist fyrir eignir fyrirtækisins þá ætti eigin fjár- staða fyrirtækisins að vera réttu megiri við núllið. Starfsfólk Víðis hf. er milli 40 og 50 og hefur engin ákvörðun verið um hvort einhverjum verður sagt upp eða ekki. Þegar Gunnar Helgi var spurður um aðdraganda greiðslustöðvunarinnar sagði hann: „Við vorum í hlutafjár- söfnun og höfðum ekki ástæðu að ætla annað en hún tækist, þangað til fyrir skömmu og þá var ákveðið að fara fram á greiðslustöðvun." Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hafa farið fram óformlegar viðræður milli for- ráðamanna Víðis og Axels Eyj- ólfssonar hf. um hugsanlega sameiningu eða samvinnu. Einnig var rætt við Gamla kompaníið. Þessar viðræður liggja nú niðri og hefur ekkert komið út úr viðræðunum, sem bendir til að samningar náist. Sjá einnig yfirlýsingu frá stjórn Víðis hf. bls. 29. Óvæntar fréttir fyrir Sunnlendinga: Sumarið aðeins „SANNAST sagna þá hefur þetta sumar ekki verið nema miðlungsgott. Við sunnlendingar erum hins vegar orðnir svo illu vanir að það er ekki nema von að við þykjumst hafa himin höndum tekið, í bókstaflegri merkingu, loksins þegar sést til sólar hér á suðvesturhorninu," sagði Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Sumarið sem er að líða er þó ið rétt um og undir meðallagi. I óneitanlega það besta síðan 1980. En þó að maímánuður og júlí- mánuður hafi verið mjög sólríkir á suðvesturhorninu, var hitastig- maímánuði sl. mældust 223 sól- skinsstundir í Reykjavík sem er 38 st. yfir meðallagi. Til saman- burðar má nefna að á sama tíma Flugvirkjar skoða TF GRO í skýli Gæzlunnar í gærkvöldi. Skemmdir unnar á þyrlu Gæzlunnar ÞYRLA Landhelgisgæzlunnar TF Gró var skemmd af drukknum manni, sem komst inn í flugskýli Gæzlunnar snemma í gærmorgun. Maðurinn reyndi að gangsetja vélina inni í skýlinu, en vegna vankunn- áttu skemmdi hann mótorinn. Páll Halldórsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæzlunni sagði í samtali við Morgunblaðið, að skemmdir hefðu fundizt á mótor þyrlunnar en þær væru ekki full- kannaðar og því ekki hægt að segja til um hve alvarlegar þær væru. Hugsanlega þyrfti að taka allan mótorinn sundur til að kom- ast fyrir þær. Beinn kostnaður vegna þessa væri því óljós, en ör- ugglega yrðu einhverjir erfiðleik- ar á hefðbundnum störfum gæzl- unnar vegna viðgerðartíma. Nýr mótor kostar 2,8 milljónir króna. Maðurinn var handtekinn af lögreglunni síðar um morguninn og var þá enn með flugmanns- hjálm á höfði. í meðallagi gott í fyrra voru sólskinsstundirnar tíma í fyrra voru sólskinsstund- aðeins 132. irnar hins vegar 96. í júnímánuði sl. voru 174 sól- skinsstundir í Reykjavík sem er 14 st. undir meðallagi. Á sama tíma í fyrra voru sólskinsstund- irnar 136. í júlímánuði sl. voru svo aftur 214 sólskinsstundir sem er 36 st. yfir meðallagi. Á sama Af framangreindu sést að sumarið sem er að líða hefur ver- ið mun sólríkara sunnanlands en síðustu fjögur sumur. Samt sem áður telst það ekki vera nema rétt í meðallagi," sagði Páll Berg- þórsson að endingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.