Morgunblaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 r T margeftirspuróu eru kommr Litir: GULUR, RAUÐUR, GRÆNN OG BLÁR, SVART, BRÚNT. MIKIÐ ÚRVAL — GOTT VERÐ Þvegnar gallabuxur, allar stæröir, verö 885.,- Vinnuskyrtur, verö 399,- Tréklossar, verö 740,- Kassettur og hljómplötur, verö fá 49,- íþróttaskór, verö 69,- Herrasokkar, verö 85,- Bómullarjakkar, verö 495,- Unglingaskyrtur, verö 185,- Vindblússur, verö 695,- Jogginggallar, litlar stæröir, verö 885,- Barnaflauelisbuxur, stæröir 86—116, verö 195,- Sængur, handklæöi og þvottapokar. Gjafavörur o.fl. o.ffl. OPIÐ mánudaga — fimmtudaga frá kl. 10.00 — 18.00 föstudaga frá kl. 10.00 — 19.00 laugardaga frá kl. 10.00 — 14.00 Euro- og Visakortaþjónusta ÓDÝRA HORNIÐ HEFUR OPNAÐ AFTUR Vöruloftið . SIGTÚNI3, ilf Sími 83075 Laugarvatn: Aðalfundur Stéttar- sambands bænda AÐALFUNDUR Stéttarsambands bænda verður haldinn í Menntaskól- anum á Laugarvatni dagana 29.-31. þessa mánaðar. Hefst fundurinn kl. 9.30 á fimmtudagsmorgun með því ad Ingi Tryggvason, formaður Stétt- arsambandsins, flytur skýrslu stjórn- ar og síðan ávarpar Jón Helgason landbúnaðarráðherra fundinn. Búist er við að tillögur að breyt- ingum á samþykktum Stéttarsam- bandsins, markaðsmál og ýmis atriði sem tengjast framkvæmd nýju laganna um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum verði aðalmál fundarins. Liðin eru 40 ár frá stofnun Stéttarsambands bænda og verður þess minnst á fundinum, en sambandið var ein- mitt stofnað á Laugarvatni. Um 46 fulltrúar eiga rétt til setu á fundinum, en auk þess sitja hann fulltrúar búgreinafélaganna og fjöldi annarra gesta þannig að fundinn sitja talsvert á annað hundrað manns. Eigendaskipti á Reynisbúð Eigendaskipti hafa orðið á versluninni Reynisbúð, Bræðra- borgarstíg 47. Reynir Eyjólfsson og Ragnheiður Friðriksdóttir, sem rekið hafa verslunina um 30 ára skeið, hafa nú selt hana Þorvaldi Maríusyni og Sigríði Ólafsdóttur. Nýir eigendur bjóða viðskipta- vini, unga sem aldna, velkomna, og munu kappkosta að auka vöru- valið enn meira og leggja áherslu á persónulega og góða þjónustu, segir í fréttatilkynningu til blaðs- ins. Hvítasunnusöfnuðurinn: Sænskur trú- boði predikar BILL Lofbom er sænskur trúboói í Hvítasunnuhreyfingunni, sem heim- sækir ísland frá 27. ágúst til 10. september. Með honum eru í fóru- neyti eru hjónin Ingemar og Mona- Lisa Almqvist einnig frá Svíþjóð. Lofbom hefur verið í Ameríku um 25 ára skeið og er honum jafn tamt að prédika á ensku sem sænsku. Lofbom hefur ferðast um öll Norðurlönd, nema ísland. Þús- undir manna hafa flykkst að ræðustóli hans. Óþarft er að taka fram, svo sjálfsagt sem það er, jafnframt sem hann biður fyrir fólki, sem á andlegar byrðar að bera, þá biður hann einnig fyrir sjúku fólki. Hefir árangur af þeirri þjónustu orðið undraverður og spurst víða. Kór Fíladelfíukirkjunnar mun syngja í guðsþjónustunum, sem Bill Lofbom hefjast þriðjudaginn 27. ágúst kl. 20.30 í Hátúni 2, Fíladelfíukirkj- unni. Ráðgerðar eru guðsþjónust- ur í Fíladelfíu Keflavík og Fíla- delfíu Selfossi. Leitandi fólk er hvatt til að koma í þessar guðs- þjónustur og reyna áhrifamátt Orðs Drottins. Fréltatilkynnini; Fundur um friðarhreyf- inguna í Bandaríkjunum ÁHUGAMENN um frióarmál efna í kvöld kl. 20:30 til opins fundar í Litlubrekku við Bankastræti. Fundarefni er „Friðarhreyfing- in í Bandaríkjunum". Frummæl- andi verður Joseph Gerson, starfs- maður American Friends Service Committee, sem er friðar- og hjálparsamtök kvekara. Hann hefur um árabil verið virkur í frið- arhreyfingunni í Bandaríkjunum. Meðal annars stjórnaði hann bar- áttu gegn þvi að stýriflaugaskipið Iowa og fylgifloti þess fengi heimahöfn í Boston, en þar er hann búsettur. Þá ritstýrði hann bókinni „The Deadly Connection", sem fjallar um hótun á beitingu kjarnorkuvopna og íhlutunar- stefnu í þriðja heiminum. (Úr rréttalilkynniniru.) Leiðrétting í GREIN Ragnheiðar Guðmunds- dóttur, „Um nauðganir", sem birt- ist í blaðinu sl. föstudag, var höf- undur ranglega kynntur. Þar átti að standa: Höfundur starfar í ráð- gjafarhóp um naúðgunarmál á vegum Samtaka um kvennaat- hvarf. Morgunblaðið biðst velvirð- ingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.