Morgunblaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.08.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 3 „Heimilið ’85“ hefst á fimmtudag: Kostnaður um 15 milljónir króna SÝNINGIN „Heimilið ’85“ hefst næstkomandi fimmtudag í Laug- ardalshöllinni og stendur til sunnudagsins 8. september. Kaup- stefnan hf. hefur yfirumsjón með sýningunni og að sögn Halldórs Guðmundssonar blaðafulltrúa hef- ur undirbúningur staðið frá síðast- liðnu hausti að sýningin var boðin út. 103 aðilar sýna afurðir sínar í Laugardalshöllinni, jafnt ís- lenskir framleiðendur, innflutn- ingsfyrirtæki sem og fyrirtæki á erlendri grund. Sýningarbásarn- ir verða nokkuð færri þar sem nokkur fyrirtæki hafa samvinnu um sýningaraðstöðu, enda sagði Halldór að þróunin væri sú að básum fækkaði en yrðu þeim mun stærri og betur til þeirra vandað. „Það er ærið misjafnt hversu mikið fyrirtækin leggja í sýninguna og t raun kemur ekki í ljós fyrr en á lokadegi undirbún- ingsins hvernig fyrirtækin skipuleggja sitt sýningarstarf. En það hefur margsýnt sig að árangur af sýningu þessarar teg- undar byggist fremur á hugviti og lifandi sölumennsku en því fjármagni sem aðilar leggja í sýningaraðstöðuna." Halldór sagði heildarkostnað við heimilissýninguna vera nærri fimmtán milljónum króna • m og til að endar næðu saman þyrftu 40.000—50.000 gestir að skoða sýninguna. „Sá gríðarlegi undirbúningur sem staðið hefur í rúmt ár er fjárfrekur og að- keypt skemmtiatriði eru mjög kostnaðarsöm. Ber bar helst að nefna kvik- myndasýningar sem erlendis nefnast „Cinema 2000“ en við kjósum að kalla kúlubíó þar sem sýningarnar fara fram í kúlu- húsi. Áhorfendur eru standandi farþegar í hvers kyns farartækj- um og fylgjast með ökuferðum þeirra sem oft á tíðum eru afar skrautlegar. Þetta árið verður frönsk heim- ilisstemmning í Laugardalshöll- inni. Frá París kemur tískusýn- ingarflokkur sem kynnir landan- um nýjasta haust- og vetrar- fatnaðinn frá Frakklandi. Reist- ur hefur verið sérleeur sýn- Morgunbladíð/l>orkell Kappsamlega var unnið að undir- búningi heimilissýningarinnar þeg- ar Ijósmyndara Morgunblaðsins bar þar að í gær. ingarpallur sem er líklega stærsti sinnar tegundar hér á landi og kostaði um 2 milljónir króna. Einnig er hluti sýn- ingarsvæðisins helgaður Frakk- landi og þarlendri framleiðslu sem fæst hér á landi." Halldór var bjartsýnn á að- sókn að heimilissýningunni enda hefðu fyrri sýningar sýnt og sannað að íslendingar kynnu vel að meta þær. „Hér gefst gestum kostur á að bera saman vörur og verð mismunandi framleiðenda og fyrirtækin standa augliti til auglitis við neytendur og geta haldið uppi mjög öflugu sölu- starfi." Memim. T-kort fyrir táninga 14-18 ára og tölvubankarnir standa þeim opnir allan sólarhringinn. • alltaf hægt að leggja inn • alltaf hægt að ná í peninga T-kort er lykillinn og T-kort bjóðum við öllum 14-18 ára sem eiga sparireikninga hjá okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.