Morgunblaðið - 27.08.1985, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985
Bretland:
Nýjar ásakanir
í garð BBC
Lundúnum, 26. ájjúst. AP.
YFIRMENN breska ríkisútvarpsins,
BBC, eiga reglulega fundi með
Gengi
gjaldmiðla
Lundúnum, 26. ágúst. AF.
DOLLARI hækkaði nokkuö í
verði í dag gagnvart helstu gjald-
tniðlum, en lítil hreyfing varð á
gjaldeyrismarkaðnum vegna frí-
dags banka í Bretlandi, Singa-
pore og Hong Kong. Gull hækk-
aöi í verði.
f Tókýó fengust 236,45 yen
fyrir dollarann, en hann kost-
aði 236,40 yen á föstudag. Doll-
arinn lækkaði gagnvart breska
pundinu í Frankfurt í dag. Þá
fengust 1,4035 dollarar fyrir
pundið, en á föstudag 1,4010
dollarar.
Gengi dollarans gagnvart
öðrum helstu gjaldmiðlum var
sem hér segir: 2,7577 vestur-
þýsk mörk (á föstudag: 2,7500),
2,2553 svissneskir frankar
(2,2512), 8,4220 franskir frank-
ar (8,3950), 3,1030 hollensk
gyllini (3,090), 1.850,75 ítalskar
lírur (1.849,00), og 1,3564 kan-
adískir dollarar (1.3537).
Gullúnsan kostaði 337 doll-
ara í Zúrich. Er það hækkun
síðan á föstudag, en þá fengust
334,60 dollarar fyrir hana.
starfsmönnum gagnnjósnaþjónust-
unnar (MI5), þar sem þeir fá upplýs-
ingar um starfsemi ýmissa öfgasarn-
taka á vinstri og hægri væng stjórn-
málanna að sögn breska vikublaðs-
ins Observer.
Forráðamenn BBC hafa vísað
fréttinni á bug, en Observer olli
miklu fjaðrafoki í síðustu viku
með því að halda því fram að
nokkrir starfsmenn útvarpsins
gengjust undir sérstakt öryggis-
eftirlit.
í fréttinni um helgina segir að
starfsmenn MI5 afhendi yfir-
mönnum BBC innsiglað umslag á
þriggja mánaða fresti, sem merkt
sé leyndarmál. Þar sé að finna
nákvæmar upplýsingar um starf-
semi ýmsa öfgahópa, þar á meðal
hermdarverkamanna.
Samkvæmt blaðinu er m.a.
skýrt frá breytingum, sem orðið
hafa á stjórn og stefnu pólitískra
samtaka í bréfunum. Einnig er
sagt frá afskiptum öfgahópa af
vinnudeilum og ýmsum mótmæla-
aðgerðum.
Að sögn Observer hafa nokkrir
fréttamenn BBC séð umrædd bréf,
þótt efni þeirra sé trúnaðarmál
æðstu manna stofnunarinnar. Þar
segir ennfremur að yfirmenn BBC
viðurkenni að bréfin geti haft
áhrif á fréttaskrif. Þó staðhæfa
þeir að reyni MI5 að skipta sér af
fréttaflutningi BBC verði spornað
harkalega við því.
Vann Reagan
fyrir FBI?
SanU Birbart, Kaliforníu. AP.
SAMKVÆMT skýrslu bandarísku
alríkislögreglunnar (FBI) veitti Ron-
ald Reagan Bandaríkjaforseti upp-
lýsingar um áhrif kommúnista í
kvikmyndaiðnaðinum þegar hann
starfaði sem leikari á 6. áratugnum
að sögn dagblaös í Kaliforníu.
Samkvæmt frásögn The San
José Mercury News skýrði Reagan
FBI frá starfsemi kommúnista í
ýmsum samtökum leikara í Holly-
wood.
Aðstoðarfréttafulltrúi Hvíta
hússins sagði að í skýrslu FBI
væri ekkert nýtt: allt það sem þar
kæmi fram hefði verið gert opin-
bert áður. Hann bætti því við að
talsmaður bandarísku alríkislög-
reglunnar hefði sagt sér að Reag-
an hefði átt lítinn þátt í að ljóstra
upp um kommúnista fyrir FBI.
Forsvarsmaður FBI, Manuel Mar-
quez, sagðist ekki hafa séð um-
Leitað í von um
að finna ekkert
Ósló, 26. ápuL Frá Jan Grik Laure,
frétUriUra MorgunblaAuins.
SOVETMENN stunda um þessar
mundir mjög ákafa olíuleit á Sval-
barða og er það nýstárlegt við hana,
að þeir vonast til að finna ekki neitt.
Það, sem fyrir Rússunum vakir,
er að sýna fram á, að enga olíu sé
að finna á Svalbarða og að þess
vegna eigi aðrar þjóðir ekkert
þangað í þeim erindagjörðum. Þær
þjóðir, sem á sínum tíma áttu aðild
að samningnum um Svalbarða,
hafa allar jafnan rétt til að nýta
auðlindir eyjarinnar en um það er
deilt hvort samningurinn taki
einnig til landgrunnsins umhverf-
is. Norðmenn halda því fram, að
landgrunnið tilheyri þeim og sé
beint framhald af meginlands-
grunninu í Barentshafi.
rædda skýrslu, en dró í efa að
Reagan hafi verið uppljóstrari á
þessum tíma.
1 endurminningum sínum segir
Reagan að hann hafi sem formað-
ur eins stéttarfélags leikara reynt
að sporna við áhrifum kommún-
ista þar. Að sögn The San José
Mercury News er haft eftir Reag-
an í skýrslunni að hann sé andvíg-
ur því að leikurum, sem grunaðir
voru um að vera kommúnistar, sé
meinað að leika í kvikmyndum.
Atlantshafsbandalagið:
Símamynd/AP
Samantha Smith ásamt leikaranum Robert Wagner og átta ára gamalli
stúlku að nafni Maia Brenton. Þær stöllurnar komu fram í sjónvarpsþátt-
um sem heita Lime Street, og léku þar dætur Wagners.
Samantha Smith
ferst í flugslysi
Komst í heimsfréttirnar þegar Andropov
bauð henni til Sovétríkjanna
Auburn, Maine, Bandaríkjunum, 26. ágúst. AP.
SAMANTHA Smith, bandaríska skólastúlkan sem skrifaði bréf til Yuri
heitins Andropovs, fyrrum Sovétleiðtoga, og var boðið til Sovétríkjanna
fyrir vikið, fórst í dag í flugslysi ásamt sjö mönnum öðrum, þar á meðal
fijður sínum.
Flugvélin var á leið frá Boston
til Augusta en hrapaði til jarðar
og splundraðist í þéttu skóglendi
skammt frá flugvellinum í Au-
burn í Maine. Af einhverjum
ástæðum hafði flugmaðurinn
beint vélinni þangaö og er talið,
að hann hafi ætlað að reyna að
lenda.
Samantha Smith, sem var 13
ára gömul, komst í heimsfrétt-
irnar fyrir tveimur árum þegar
hún skrifaði bréf til Yuri Andro-
povs, þáverandi leiðtoga Sovét-
ríkjanna, þar sem hún innti
hann eftir því hvers vegna hann
stefndi að heimsyfirráðum og lét
auk þess í ljós áhyggjur sínar af
kjarnorkuvopnakapphlaupinu.
Andropov svaraði Samönthu og
bauð henni ásamt foreldrum
hennar til Sovétríkjanna. Þang-
að fóru þau í júlí árið 1983 og var
látið með þau eins og um þjóð-
höfðingja væri að ræða þótt þau
hittu aldrei Andropov sjálfan. í
Bandaríkjunum var Samönthu
einnig hampað mikið og kom
hún fram í sjónvarpi og á ýms-
um samkomum um allt landið.
í útvarpi og sjónvarpi í Sov-
étríkjunum var strax skýrt frá
því, að Samantha hefði látist í
flugslysi ásamt föður sínum og
sagt, að hörmulegt væri, að rödd
þessarar yndislegu, bandarísku
stúlku væri þögnuð.
Heræfingar á
N-Atlantshafi
MIKILVÆGUR þáttur í vörnum
Vesturlanda er að geta varið skip,
sem sigla frá höfnum í Norður-
Ameríku til hafna í Evrópu, og til
að láta reyna á varnarviðbúnað Atl-
antshafsbandalagsins að þessu leyti
verður efnt til heræfinga frá 28. ágúst
til 20. september. Munu þær fara
fram á Norður-Atlantshafi, í Noregs-
hafi og á Ermarsundi. Segir frá þessu
í tilkynningu frá yfirstjórn varnar-
liðsins á íslandi.
Auk fastaflota NATO á Norður—
Atlantshafi og Ermarsundi og
þeirrar flugdeildar, sem ætlað er
að vara við yfirvofandi árás, munu
taka þátt í æfingunum þrjú flug-
móðurskip ásamt stuðningsskip-
um, árásarfloti, flugmóðurskip,
sem ætlað er að berjast gegn kaf-
bátum, fylgiskip og mörg hundruð
orrustuvélar frá Belgíu, Kanada,
Danmörku, Vestur-Þýskalandi,
Hollandi, Noregi, Portúgal, Bret-
landi og Bandaríkjunum. Frakkar,
sem ekki taka þátt í hernaðarlegu
samstarfi Nato-ríkjanna, munu
taka þátt í æfingunum en lúta
yfirstjórn franska flotans á Atl-
antshafi.
Wesley L. McDonald, aðmíráll,
mun hafa yfirumsjón með heræf-
ingunum í aðalstöðvunum í Nor-
folk í Virginiu í Bandaríkjunum.
Frá varnarliðinu á Keflavíkurflug-
velli munu þrjár P-3 Orion-eftir-
litsflugvélar taka þátt í æfingun-
um, E-3A AWACS-ratsjárvél og
orrustuvél.
Kynna sér
hagnýtingu
á vatnsafli
á Islandi
Nuuk, 26. ágúst. Krá fréttaritara
Morgunblaösins, NJ. Bruun.
SAMEIGINLEGT ráð Dana og
Grænlendinga, sem m.a. fjallar um
nýtingu hafsbotnsins við Grænland,
mun halda næsta fund sinn 2. sept-
ember nk. í Reykjavík. Jonathan
Motzfeldt, formaður grænlenzku
landsstjórnarinnar, er formaður
ráðsins, en auk hans eiga sæti þar
fimm menn aðrir, sem grænlenzka
landsþingið kýs og fimm menn skip-
aðir af dönsku stjórninni. Til fund-
arins koma ennfremur ýmsir emb-
ættismenn, þannig að alls munu
verða þar um 25 manns.
Ástæðan fyrir því að þessi fund-
ur verður haldinn á íslandi er sú,
að ákveðið var á síðasta fundi
ráðsins að efna til kynnisferðar til
íslands til að skoða þar hagnýt-
ingu á vatnsafli. Nú er unnið ákaft
að því að finna nýjar leiðir til
orkuöflunar á Grænlandi og eru
bæði vindorka og vatnsorka þar
ofarlega á baugi. Standa vonir til
þess að á þann hátt megi draga úr
notkun á raforku, sem framleidd
er með olíu.
Ráðið undirbýr m.a. málefni
varðandi hagnýtingu hráefna, sem
síðan eru lögð fyrir danska þjóð-
þingið og grænlenzka landsþingið.
Síðasta stórmálið á þessu sviði er
olíuleitin á Jameson-landi við
Scoresby-sund.
Ekkert tjón
á Kharg-eyju
Nikósíu, Kýpur, 26. ágúst AP.
ÍRANIR báru í dag á móti því, að
Irökum hefði tekist að vinna mikið
tjón á olíuhöfninni á Kharg-eyju í
nýjum loftárásum.
Útvarpið í Teheran sagði, að
fullyrðingar íraka væru fyrst og
fremst í áróðursskyni og til að
draga athygli almennings í Irak
frá ósigrunum á vígvöllunum.
Irakar skýrðu frá því í gær, sunnu-
dag, að þeir hefðu varpað átta 500
kílóa sprengjum á olíumannvirkin
á Kharg-eyju og unnið á þeim
miklar skemmdir.
Fyrir tíu dögum gerðu írakar
einnig árás á Kharg-eyju og þótt-
ust þá í fyrstu yfirlýsingum sinum
hafa lagt flest mannvirki þar í rúst
en í áreiðanlegu tímariti, sem fjall-
ar um olíumál í Miðausturlöndum,
segir, að olíuútflutningur frá
Kharg-eyju sé jafn mikill ogáður.
Veður
víða um heim
Lægst Hœtl
Akureyri 6 Mttskýiaö
Amsterdam 9 20 rigning
Aþena 22 32 heióskírt
Barcelona 23 léttskýjaó
Berlín 13 21 skýjaö
BrUssel 9 20 skýjaó
Chicago 14 23 skýjaó
Dublin 8 16 skýjaó
Feneyjar 25 háltskýjaö
Frankfurt 9 18 rigning
Qenf 13 14 skýjaó
Helsinki vantar
Hong Kong 25 27 rigning
Jerúsalem 20 31 heiðakirt
Kaupmannah. 13 19 heióskirt
Las Palmas 20 heióskírt
Liasabon 16 23 heiöskírt
London 13 18 heióskírt
Los Angeles 22 40 heióskírt
Lúxemborg 13 skýjaó
Malaga 27 léttskýjaó
Mallorca 26 hálfskýjað
Miami 27 31 heióskírl
Montreal 15 20 rigning
Moskva 11 25 heióskírt
New York 19 23 skýjaó
Osló 9 17 rigning
París 11 20 skýjaó
Peking 21 26 skýjað
Reykjavik 11 léttskýjaó
Rió de Janeiro 13 32 skýjað
Rómaborg 18 34 heiðskírt
Stokkhólmur 14 18 skýjaó
Sidney 14 21 heióskirt
Tókýó 24 32 heióskírt
Vinarborg 19 28 skýjaó
Þórshöfn 10 skýjaó