Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985
8
CPC 464
Stórkostlegt úrval forrita
Afburðatölva
Tölvukaupendur fá alltaf meira og meira fyrir peningana sina.
í þeirri þróun er AMSTRAD tvímælalaust toppurinn:
64K tölva, litaskjár og innbyggt segulband.
Frábærhönnun, afloghraði, skínandi litir,
gott hljóð og spennandi möguleikar
Stórkostlegt úrval forrita
Tæknilegar upplýsingar:!
• BAUD hraði á segulbandinu
1000 og 2000.
• Tengifyrirdiskdrif, centronics
prentari.
• Stýripinnar, sterio, viðbótar
RAM og ROM.
• Með diskdrifum fylgir CP/M.
Stýrikerli og Dr. Logo forritun-
armálið.
• Órtölva Z80A 4MHZ.
• 64 K RAM þar af 43 K fyrir
notendur 32 K ROM.
• 640 x 200 teiknipunktar.
• 27 litir
• 20, 40, 80 stafir í línu.
• Innbyggt segulband
• Innbyggðir hátalarar.
• Fullkomið lyklaborð með sér-
stökum númeralyklum.
• 12 forritanlegir lyklar.
Verð aðeins 21.980,- kr.!
Söluumbod úti a landi:
Bókabuð Keflavikur
Kaupfelag Hafnarljarðar *
Musik & myndir. Vestmannaeyjum
Bokaskemman Akranesi
Sena sf Isafirði
KEA-hljomdeild Akureyri
Bokaverslun Þóranns Husavik
Fjölritun sf. Egilsstööum.
Söluumboð i Reykjavik:
Laugaveq 118 v/Hlemm. s 29311, 621122
TÖLVULAND H/F
PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNlN
Auglýsingar í
SÍMASKRÁ
1986
Gögn varðandi auglýsingar í símaskrá 1986
hafa nú verið send í pósti til flestra fyrirtækja
landsins.
Einnig eru sömu gögn fyrirliggjandi á öllum
símstöðvum til afnota fyrir auglýsendur. Um
er aö ræða eyðublöð fyrir auglýsingapantanir
þar sem einnig eru upplýsingar um verð og
fyrirkomulag auglýsingaísímaskrá 1986.
Nýjar pantanir og endurpantanir auglýsinga í
símaskrá 1986 eiga aö vera skriflegar og hafa
boristfyrir 1. desember 1985.
Utanáskriftin er: Símaskrá — auglýsíngar
pósthólf311 — 121 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um aug-
lýsingarí
símaskrá 1986
ísíma91-29140.
-
|Páll gagnrýndi ummæli
Steingríms í blaðaviðtali
Freð Þorsteinsson, formaður Framsóknarféiags Reykjavíkur.
„Höfum rætt um sér-j
framboð, BB-lista”
Undiralda í framsókn
Því er ekki að neita að margs konar órói hefur sagt til sín í íslenzk-
um stjórnmálum og stjórnmálaflokkum. Framsóknarflokkurinn
hefur lítt komið við þessa óróasögu til skamms tíma. En nú er
öldin allt í einu önnur. Og það eru ekki einvörðungu óbreyttir
flokksmenn sem láta til sín taka. Formaður flokksins og formaöur
þingflokksins brugðu sér í eina bröndótta fyrir framan alþjóð.
Staksteinar staldra viö í uppsveitum Framsóknarflokksins í dag.
Formenn fara
íeina ^
bröndotta
Tíðar utanferðir embætt-
ismanna og stjórnmála-
manna nú á tímum nauð-
synlegs aðhalds í ríkisút-
gjöldum eru vaxandi al-
mennt umræðuefni skatt-
greiðenda. Það var því eftir
því tekið þegar Steingrímur
Hermannsson, forsætisráð-
herra, lét þess getið í viðtali
við tímarit að utanferðir
Páls Péturssonar, for-
manns þingflokks fram-
sóknarmanna og forseta
Norðurlandaráðs, væru
fleiri og tíðari en góðu hófí
gegndi.
Páll Pétursson tók þessa
gagnrýni óstinnt upp. Hann
tók málið upp á fundi þing-
flokksins og hjó (f orðum)
að forsætisráðherra fyrir
aðfinnslur hans - en hélt
síðan utan til Alandseyja á
vegum Norðurlandaráðs.
Þegar Morgunblaðið, sem
ekki náði í Pál, sem var
utanlands, spurði forsætis-
ráðherra um þennan þing-
flokksfund, sagði hann:
„Ég svaraði þessari gagn-
rýni fullum hálsi, því mér
blöskrar í raun hversu oft
Norðurlandaráðsmenn fara
utan ... Páll var ósáttur við
að ég gat þess ekki, að
ferðir hans á vegum Norð-
urlandaráðs eru nauðsyn-
legar, sem þær auðvitað eru
einhverjar."
Þessi orðaskipti forsætis-
ráðherra við formann þing-
flokksins, fyrst í tímariti en
síðan hér í Morgunblaðinu,
segja dulitla sögu, sem fólk
veltir nú fyrir sér, ekki sízt
vegna þess að þetta er ekki
eina tilfellið í seinni tíð um
að framsóknarmenn séu
farnir að bera innanflokks-
átök sín á torg.
Lífsmark í
lognmollunni
Átök Steingríms Her-
mannssonar og Páls Pét-
urssonar um utanferðir
stjórnmálamanna (væntan-
lega á kostnað skattborg-
ara) á aðhaldstímum eru
ekki einu merkin um örlítið
lífsmark í framsóknarlogn-
mollunni. Hér verður stikl-
að á staksteinum um það
efni.
* 1) Ingvar Gíslason,
forseti neðri deildar og ráð-
herra í fyrri ríkisstjórn.
hefur aldrei verið fullsáttur
utan núverandi ríkisstjórn-
ar. Afstaða hans og
óánægja hefur hinsvegar
aldrei komið eins bert í Ijós
og á kjördæmisráðsfundi
flokksins á Norðurlandi
eystra fyrir skemmstu.
Ingvar kenndi að vísu
samstarfsflokknum, Sjálf-
stæðisflokknum, og meintu
ofríki hans í stjórnarsam-
starfinu, um fylgismegrun
framsóknar. En í raun var
gagnrýnin fyrst og fremst á
formann Framsóknar-
flokksins og þá ríkisstjórn,
sem hann leiðir sem forsæt-
isráðherra. Það mátti glöggt
lesa út úr málflutningi
Ingvars þegar grannt var
I Rá*-
* 2) Þing Sambands
ungra framsóknarmanna,
sem nýlega var haldið norð-
ur á Blönduósi, deildi hart
á Jón Helgason, landbún-
aðar- og dómsmálaráð-
herra, bæði vegna löggjafar
um landbúnaðarmál og
einsýni í bjórmálinu. Til-
lögu um vantraust á ráð-
herrann var vísað frá með
10 atkvæðum gegn 4 en um
helmingur fundarmanna
sat hjá, brást ekki við til
varnar ráðherranum. Þetta
var hin alvarlegasta uppá-
koma fyrir viðkomandi ráð-
herra.
* 3) Á fundi kjördæmis-
ráðs framsóknarmanna í
Suðurlandskjördæmi kom
fram - í umræðu - getgátur
um hugsanlegt BB-framboð
óánægðra framsóknar-
manna í Reykjavíkur- og
Reykjaneskjördæmum,
sem telja Framsóknar-
flokkinn flagga sjónarmið-
um, sem eingöngu miðist
við strjálbýli, og höfði ekki
til fólks í þéttbýli. Fram-
sóknarflokkurinn hafi af
þessum sökum aðeins einn
þingmann í þessum tveim-
ur fjölmennustu kjördæm-
um landsins, þar sem 60%
| þjóðarinnar býr.
BB-framboð í
Reykjavík?
„Við höfum rætt þær
hugmyndir í einkasam-
tölum að hafa sérframboð
framsóknarmanna f
Reykjavíkur- og Reykjanes-
kjördæmum, BB-lista,“
sagði Alfreð Þorsteinsson,
formaður Framsóknarfé-
lags Reykjavíkur, í viðtali
við DV í gær. Þessi hug-
mynd kom fyrst fram, eins
og fyrr er vikið að, á kjör-
dæmisráðsfundi á Suður-
landi, í máli Magnúsar Ól-
afssonar, en hann er vara-
formaður Sambands ungra
framsóknarmanna.
Steingrímur llermanns-
son, forsætisráðherra, sem
mættur var á fundinum á
Suðurlandi, lenti þar í
hörkurifríldi við nefndan
Magnús, m.a. af þessu til-
efni.
Sérframboð BB-lista
mun þó - að minnsta kosti
hjá sumum - fremur byggj-
ast á bollaleggingum um,
hvern veg nýta megi at-
kvæði flokksins betur í
þessum kjördæmum tveim-
ur, en djúpstæðum ágrein-
ingi, þó hinsvegar sé Ijóst,
að undir kraumar og sitt-
hvað getur enn gerzt
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
OG Á KASTRUP-
FLUGVELLI
] f Hróöleikur og L skemmtun yrirháa sem lága!
iS’damaíkadutLnrt
Ford Escort 16001985
Hvítur, 3ja dyra, 5 gira, ekinn 9 þús. km. Sól-
lúga o.fl. aukahlutir. Verö kr. 460 þús.
Audi Coupé GT s. 1983
Vinrauöur, 5 gíra, eklnn 55 þús. km. Sóllúga,
álfelgur o.fl. aukahlutir. Vandaöur sportbill
meö framdrifl. Verö 650 þús.
Mazda 626 5 dyra 1984
2000 vél, sjálfskiptur m/öllu. Verð 490
þús.
VW Goll CL1985
Ekinn 7 þús. km. Verö 440 þús.
Toyota Carina DX
Station 1982
Fallegur bíll. Verö 350 þús.
Range Rover 1982
Fallegur 4ra dyra jeppi. Verö 1100 þús.
Honda Civic Sport 1985
Ekinn 6 þús. km. Verö 440 þús.
Mazda 323 5 dyra 1982
Ekinn 49 þús. km. Sjálfskiptur. Verð 285
þús.
Cherokee Chief 1978
Jeppi í toppstandi. Verö 445 þús.
Mazda 323 Saloon 1984
Ekinn 24 þús. km. Verö 365 þús.
Daihatsu Charade 1983
Ekinn 38 þús. km. Verö 280 þús.
Nissan Patrol Diesel 1984
7 manna jeppi. Verö 900 þús.
BMW 316 1984
Grænsanseraöur, ekinn 18 þús. km. 4ra dyra.
Litaðgler. Rafdrifnirspeglaro.fi. 565 þús.
Daihatsu Rocky 1985
Hvítur, ekinn 4 þús. km. 5 gira meö power-
stýri. (Sem nýr.) Verö kr. 730 þús.
Audi 100 Avant Coupé 1984
5 dyra. blásanseraður, 5 gira, með aflstýri.
(5 cyl.) Framdritsbill i sérflokki. Verö kr. 900
þús.
Mercedes Bens 230 E 1983
Mosagrænn, ekinn 30 þús. km. Sólluga, bein-
skiptur meö öllu. Dráttarkúla. Glæsileg bif-
reiö. Verö950þús.
*
Citroén CX 2400 Pallas 1978
Grásanseraöur, ekinn 102 þús. km. C-matic
rafm.rúöur, vökvastýri. Utvarp/segulband.
Mjög gott eintak. Verö 290 þús. Skipti.