Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR12. NOVEMBER1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Glerhús og grjótkast Hjörleifur Guttormsson, sem gegndi ráðherraemb- ætti í ríkisstjórn hér á landi 1978 - 1983, ritar þjóðmálagrein í Morgunblaðið síðast liðinn föstudag. Grein þessi gæti vel borið yfirskriftina: grjótkast úr glerhúsi. Hún er hugsuð og meint sem gagnrýni á núverandi ríkisstjórn. En hún heggur fyrst og fremst að ráðherraferli félaga greinarhöfundar, félaga Svavars og félaga Ragnars. Hjörleifur Guttormsson kemst svo að orði í Morgunblaðs- grein sinni: „Þrátt fyrir gífurlegar fórnir launafólks er verðbólga á bilinu 30 - 40% og verðlagsþróun síð- ustu mánaða hefur sprengt allar viðmiðanir kjarasamninga. Hagvöxtur fer minnkandi milli ára, viðskiptahalli er verulegur og erlend skuldasöfnun hefur farið vaxandi". Meginásakanir Hjörleifs Guttormssonar, sem talar af síðum Morgunblaðsins sem hvít- þveginn engill, eru þær, að verð- bólgan sé komin hvorki meira né minna en yfir 30%, hagvöxtur minnki en viðskiptahalli og er- lendar skuldir vaxi! Hér talar sá sem er svo að segja nýstaðinn upp úr fimm ára reynsluprófi (1978-83) sem ráðherra, það er forsjármaður almennings í þjóð- málum, ásamt fyrrverandi og núverandi formanni Alþýðu- bandalags, Ragnari Arnalds og Svavari Gestssyni. Hverjar vóru þær einkunnir sem reynslan, sem er ólygnust, gaf þessum til skamms tíma forsjár- og valdamönnum þjóð- arinnar, fyrir frammistöðuna? Flettum tvö og hálft ár aftur í þjóðarsöguna, til fyrsta árs- fjórðungs 1983. Hvað blasir þá við? * 1) Verðbólgan var ekki rúm- lega 30%, eins og Hjörleifur telur vítavert nú, heldur rúm- lega 130% og stefndi, að óbreyttu, í 180-200% fyrir árs- lok, sem þýtt hefði fjöldastöðvun fyrirtækja, einkum í útflutn- ingsgreinum, og víðtækt at- vinnuleysi. * 2) Kaupgildi íslenzkrar krónu hafði hraðminnkað með þeim afleiðingum, að hundrað gamalkrónur vóru steyptar í eina nýkrónu, sem þá var „jafn- ingi“ danskrar krónu. Nýkrónan skrapp síðan stöðugt saman í höndum ráðherra Alþýðubanda- lagsins og er nú aðeins fjórðung- ur af sjálfri sér - að verðgildi - þá upp var tekin. * 3) Viðskiptahallinn og er- lendar skuldir þjóðarinnar hrað- uxu í gróðurhúsi ráðherrasósíal- ismans. Greiðslubyrði, sem á þessum árum var stofnað til, rýrir verulega almenn kjör fólks á líðandi stund og í fyrirsjáan- legri framtíð. Kröfluævintýrið, svo dæmi sé tekið, heyrir til þessum tíma, og Ragnar Arnalds var einn framvarða þess. * 4) Ef miðað er við sólstöðu- samninga 1977, sem gjarnan er gert, var sú kaupmáttarrýrnun, sem síðan hefur orðið, að stærst- um hluta komin fram áður en ráðherrasósíalisminn var allur á fyrsta ársfjórðungi 1983. Afleið- ingar hans segja síðan til sín enn og í næstu framtíð, bæði vegna eriendra skuldakvaða og algerr- ar kyrrstöðu í íslezku atvinnulífi, hagvexti, á þessum árum. Það má og vel minnast þess að ráð- herrasósíalisminn lék marghátt- aðar hundakúnstir við útreikn- ing vísitölu launa og þurrkaði út á einu bretti helft verðbóta á laun í desember 1982. * 5) Húsnæðislánakerfið var svipt helzta tekjustofni sínum, launaskatti, meðan Svavar Gestsson var húsnæðismálaráð- herra og Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra. Það hefur ekki borið sitt barr síðan. Og láns- kjaravísitalan, sem nú er í sviðs- ljósi, var tekin upp á valdaárum þeirra, en ekki í tíð núverandi ríkisstjórnar. * 6) Margt fleira mætti til tína eins og það að fjármálaráð- herra Alþýðubandalagsins gerði viðskiptahallann að nokkurs- konar tekjustofni ríkissjóðs, með skattheimtu af innflutningi, á sama tíma sem vel reknum fyrir- tækjum í framleiðslu og útflutn- ingsgreinum var gert ókleift að vaxa og dafna - og ráðdeildar- sömu fólki gert ókleift að spara, enda hrundi innlendur sparnað- ur gjörsamlega í rúst á þessum verðbólguárum. Hér að framan hefur verið varpað ljósi á þá bitru og dýr- keyptu þjóðarreynslu af forsjá Alþýðubandalagsins, sem er baksvið greinar Hjörleifs Gutt- ormssonar í Morgunblaðinu síð- ast liðinn föstudag. Þar kastar sá grjóti sem í glerhúsi býr. Sá gauragangur, sem einkenndi ný- liðinn landsfund Alþýðubanda- lagsins, á að vísu rætur í mörgu, sem hér verður ekki fjallað um að sinni, en ekki sízt í óánægju með ráðherrasósíalismann 1978-1983. Skýringin á fylgis- hruni flokksins, sem skoðana- kannanir næstliðin misseri hafa margoft staðfest, er hin sama. Alþýðubandalagið fékk sín tækifæri 1971-1974 og 1978-1983. Það fór eins illa með þau og frekast var unnt. Þjóðin verður lengi að borga óreiðureikning- inn. Við höfum ekki efni á því- líkri endaleysu í fyrirsjánalegri framtíð. Og það er oftrú á gleymsku og vantrú á dómhæfni almennings að hefja það grjót- kast úr glerhúsi sem Hjörleifur Guttormsson stundar í grein sinni í Morgunblaðinu síðast liðinn föstudag. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Sögulegur landsfundur Alþýðubandaiagsins: Gamla forystan held- ur meirihluta í fram- kvæmdastjórninni „Lýöræðissinnar“ sömdu um það og fengu varaformanns- embættid og formennsku í framkvæmdastjórninni fyrir MESTA ÁTAKALANDSFUNDI í sögu Alþýdubandalagsins lauk á sunnu- dagskvöld og höfðu þau öfl í flokknum sem að undanförnu hafa barist fyrir því að róttækar breytingar verði á flokknum að flestra mati orðið ofan á. Telja þeir sem best þekkja til að pólitískt séð hafi niðurstaða þessa fundar verið stórsöguleg fyrir Alþýðubandalagið. Hún hefur m.a. það í för með sér að fulltrúar þeirra sem nefnt hafa sig „lýðræðiskynslóðina í Alþýðubandalag- inu“ skipa nú valdamiklar stöður f flokknum, eins og Kristín Á. Ólafs- dóttir, sem kjörin var varaformaður og Ólafur Ragnar Grímsson sem kjörinn var formaður framkvæmdastjórnar flokksins seint á sunnudagskvöld, er framkvæmdastjórnin kom saman til fyrsta fundar að loknum landsfundi. Vegna lagabreytingar sem samþykkt var á landsfundinum verður Kristín jafnframt formaður miðstjórnar Alþýðubandalagsins sem hefur að sjálfsögðu í för með sér aukin völd hennar. Þó benda menn á að miðstjórn hefur nú minna valdalegt vægi en áður, því lagabreytingarnar gerðu það að verkum að framkvæmdastjórn er kosin beinni kosningu á landsfundi, en ekki af miðstjórn, þannig aö vald framkvæmdastjórnar eykst, á kostnað miðstjórnar. Blikur á lofti sl. vor Þegar síðastliðið vor voru blikur á lofti um að til átaka kæmi á þessum landsfundi, þegar ólafur Ragnar Grímsson hóf opinskáa umræðu um „kreppuna í Alþýðu- bandalaginu". Þær blikur urðu enn meira áberandi eftir að skýrsla „mæðranefndarinnar" var birt opinberlega í haust, og í kjölfar hennar skýrsla starfsháttanefnd- ar, sem gerir ráð fyrir gjörbreytt- um vinnubrögðum flokksins. Enn ein vísbending um það sem í aðsigi var kom fram í síðustu viku, þegar deilur voru í útgáfustjórn Þjóðvilj- ans um formennsku þar. Hart var deilt á forystu og flokksstörf úr ræðupúlti, einkum fyrri fundar- dagana, en enn rammari átök áttu sér stað á bak við tjöldin, þar sem deilt var um menn en ekki málefni. Að vísu segja þeir sem studdu Kristínu að það að tefla henni fram í varaformannsembættið hafi verið spursmál um málefni en ekki mann. Hún sé málsvari lýðræðis og valddreifingar, þannig að hún sé pólitískt framboð en ekki kvennaframboð. Reyndar voru átökin svo römm þegar stríð- andi öfl í Alþýðubandalaginu tók- ust á um varaformannsefnið að- fararnótt laugardagsins, að á tímabili mátti heita að Alþýðu- handalagið væri klofinn flokkur. Verkalýðsarmur Alþýðubanda- lagsins kom mjög við sögu í bak- tjaldamakkinu á landsfundi. Fyrir lá að fyrir dyrum stendur að ráða framkvæmdastjóra Alþýðubanda- lagsins og jafnframt hefur það verið í deiglunni að bæta við rit- stjóra að Þjóðviljanum, þannig að þeir verði þrír eins og áður var. Þessi tvö atriði vega svo þungt í augum verkalýðsarmsins, að Ás- mundur Stefánsson forseti ASÍ var fenginn til þess að taka að sér forystuhlutverk í samningamakk- inu við Ólaf Ragnar Grímsson. Baktjaldamakkið byggðist á því að reynt var að fá stuðningsmenn Kristínar ofan af hennar fram- boði, en þeir gerðu flokksforyst- unni grein fyrir því að þeim yrði ekki haggað. Hvað eftir annað var farið á fund þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar, Kristínar Á. Olafs- dóttur, þar sem þeim var hótað mótframboði. Fyrst ætlaði flokks- eigendafélagið sér að bjóða Sigríði Stefánsdóttur fram til varafor- manns, en fljótlega kom á daginn að hún taldi sig ekki hafa aðstæður til þess að fara fram, af persónu- legum ástæðum - þriggja barna móðir, búsett á Akureyri. Var forystan mjög ósátt við þessa nið- urstöðu Sigríðar, því hún taldi Sigríði eiga stuðning verkalýðs- arms flokksins vísan, svo og stórs hluta landsbyggðarfulltrúa. Þá var rækilega kannað hvort Álfheiður Ingadóttir, dóttir Inga R. Helga- sonar nyti nægilegs fylgis, til þess að tefla henni fram gegn Kristínu. Þeir sem könnuðu framboðsmögu- leika Álfheiðar töldu hana eiga möguleika, en þeir landsfundar- fulltrúar sem blaðamaður Morg- unblaðsins ræddi við á föstudag og iaugardag töldu möguleika hennar hverfandi. Hvað sem því líður kom ekki til framboðs hennar vegna þess að varaformannsem- bættið var orðið liður í heildar- samkomulagi, þegar samið var um skiptingu framkvæmdastjórnar flokksins og aukið vægi verkalýðs- armsins þar. Þá var reynt að telja Vilborgu Harðardóttur hughvarf, og fá hana til þess að gefa kost á sér á nýjan leik, en Vilborg aftók það. Á „kvennabyltingarfundi" í hádeginu á laugardag reyndu þær konur sem staðið hafa hvað næst formanninum Svavari Gestssyni í flokksstarfinu, þær Adda Bára Sigfúsdóttir, Guðrún Hallgríms- dóttir og Guðrún Ágústsdóttir að höfða til þess að konurnar yrðu að standa saman um einn fulltrúa. Aðrar konur á fundinum bentu Öddu Báru og nöfnunum hins vegar á að þær væru í raun að ganga erinda gömlu flokkseigend- aklíkunnar, en ekki að hugsa um sameiningu kvenna. Bentu þær sem studdu Kristínu á að vissulega færi hún fram sem fulltrúi ákveð- inna pólitískra sjónarmiða, en engu að síður væri hún kona, sem aðrar konur í flokknum ættu að SVAVARI Gestssyni, formanni Al- þýðubandalagsins, er spáð valdalítilli framtíö á formannsstóli, eftir að Krist- ín Á. Ólafsdóttir er komin við hlið hans í valdameira varaformannssæti en verið hefur og Ólafur Ragnar Grímsson verður áfram formaður í valdameiri framkvæmdastjórn flokks- ins. geta sameinast um að styðja. Fundurinn leystist hins vegar upp eftir átök og rifrildi, þar sem Bjarnfríður Leósdóttir jós úr skál- um reiði sinnar yfir þær ASÍ konur sem þarna voru staddar, og endaði fundurinn með því að margar konur gengu af fundi. Landsfundarfulltrúum blöskraði baktjalda makkið Greinilegt var að almennum landsfundarfulltrúum blöskraði það hvernig gamla klíkan vann á bak við tjöldin. Einn landsfundar- fulltrúinn orðaði þetta þannig á sunnudag: „Forystumenn hafa hér staðið fyrir þriggja daga kennslu- stund fyrir landsfundarfulltrúa í klíkuvinnubrögðum sínum, og það kemur þessum mönnum mjög í koll.“ Hann sagðist fullviss að fjölmargir einstaklingar á þing- inu, sem hefðu verið tiltölulega bláeygir og sagt að samstaða yrði að ríkja meðal fulltrúa, hefðu snú- ist þannig að þeir tækju afstöðu með „lýðræðiskynslóðinni", gegn flokkseigendaklíkunni. Annar benti á að þeir sem segðust fulltrú- ar „lýðræðisaflanna" hefðu tryggt sér varaformann með því að semja um að kosning færi ekki fram um framkvæmdastjórn. Þetta væri vægast sagt undarlegt upphaf að krýningu „lýðræðisaflanna". At- hygli vekur að í samtölum blaða- manns við landsfundarfulltrúa á föstudag og laugardag kom fram mikil vantrú fulltrúa á að nokkuð myndi breytast í flokksstarfinu og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.