Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985
17
Sterama skal á ad ósi.Ég tel því
að til þess að ná einhverjum
árangri í fækkun umferðarslysa
þurfi að höggva að rótum þeirra í
stað þess að leggja meginorkuna í
afleiðingarnar. En á hvern hátt
verður það gert? Ekki eru líkur til
að hér verði beitt neinum „hókus
pókus“- aðferðum, nei, hér ber
nauðsyn til að hugarfarsbreyting
verði hjá ökumönnum, svo og öðr-
um vegfarendum. Það er með þetta
eins og svo margt annað að undir-
stöðuna þarf að vanda svo yfir-
byggingin standist tímans tönn,
og hvar skal þá byrja? Mín skoðun
er sú að i fyrsta lagi þurfi að leggja
mun meiri áherslu á umferðar-
fræðslu í skólum, jafnvel þó það
væri á kostnað einhverra annarra
námsgreina. í öðru lagi þarf að
auka kröfur við ökukennslu svo og
útgáfu nýrra ökuskírteina, því það
mun svo vera að þeir sem tíðast
lenda í umferðarslysum eru þeir
ökumenn sem yngstir eru. Þá mun
vera þörf á að taka hart á um-
ferðarlagabrotum ekki hvað síst
vegna hraðabrota, því þar munu
orsakir slysanna tiðast liggja og
akstri ekki hagað eftir aðstæðum.
í fjórða lagi er að sjálfsgöðu nauð-
synlegt að halda uppi áróðri og
leiðbeinigum varðandi umferðina,
en þar finnst mér að hafi verið
brotalöm allt til skamms tíma af
hálfu opinberra aðila, en því meiri
fjármunum varið í áróður fyrir
notkun bilbelta, sem virðist næst-
um trúaratriði áróðursmeistar-
anna og spurning er hvort hann
sé ekki farinn að virka öfugt við
tilganginn. í þvi sambandi bendi
ég á, að í felstum fréttum af
umferðarslysum er niðurlag þeirra
eitthvað á þessa leið: „hann (þ.e.
Nýjustu
fréttir
Gosh
Augnsnyrtivörur
Varalitir
Varalitagloss
Naglalökk
Kinnalitir
Allt í nýju
tískulitunum
H.iqstætt verö
Útsölustaðir: Stella, Bankastræti 3, Apótek Garöabæjar, Vestmannaeyjaapótek, Egilsstaöaapótek, Amaro, Akureyri,
Kaupfélag Skagfiröinga, Skagfiröingabúö.
Orsök og afleiðingeru systur
tvær, sem sjaldan skilja, og er sú
fyrrnefnda jafnan í fararbroddi.
En því orða ég þetta svo að oftar
hef ég undrast þá aðila sem hafa
það að atvinnu sinni að vera leið-
beinendur og ráðgefendur í um-
ferðarmálum. Engu er líkara en
þeir hafi blindast í ofurkappi sínu
í áróðri fyrir notkun bílbelta, sjái
ekki skóginn fyrir trjánum og
sneiði framhjá kjarna málsins, því
beltin sem slík, hvort sem þau eru
notuð eða ekki, geta aldrei orðið
orsakavaldurinn að umferðarslysi.
En eins og áður segir geta þau í
sumum tilvikum dregið úr afleið-
ingum en í öðrum aukið þær.
Þannig verða beltin aldrei nein
allsherjar lausn til að koma i veg
fyrir umferðarslysin.
Bílbelti, orsakir og
afleiðingar slysa
Guðmundur Jóhannsson
urbr. mín) að aka á barn með þeim
afleiðingum að það deyr eða verður
öryrki allt sitt líf vildi gefa aleigu
sína til að sá atburður hefði ekki
orðið, hversu ríkur sem hann er.“
„Miklir menn erum við, Hrólfur
minn.“ Mér datt þetta oflátungs-
lega orðatiltæki i hug við lestur á
grein eftir framkvæmdastjóra
Umferðarráðs, þar sem hann telur
sig þess umkominn að setja ofan
í við þá alþingismenn, sem voru
andvigir því á síðasta þingi að
viðurlögum skyldi beitt við því að
nota ekki bílbelti. Þó við reiknum
með að þingmenn séu mannlegir
og þeim geti skjátlast sem öðrum
þá skulum við eigi að síður treysta
því að þeir greiði atkvæði eftir
sannfæringu sinni svo sem stjórn-
arskráin ætlast til af þeim. Nú
hefur verið lagt fram á Alþingi
stjórnarfrumvarp, sem er endur-
flutt frá síðasta þingi, um Um-
ferðarlög, og þess er óskandi að í
kjölfar hinna væntanlegu, nýju
laga komi eðlilegri skikkan á
umferðina og dragi úr þeim slysa-
faraldri, sem ríkt hefur hjá okkur
í alltof mörg ár.
Höfundur er fyrrverandi forstjóri
Litla-Hrauns.
— eftir Guðmund
Jóhannsson
Miklar umræður hafa farið fram
i töluðu og rituðu máli um bílbelti
til góðs og ills, svo og viðurlög við
að nota þau ekki. Ég held að flestir
séu sammála um það að beltin, séu
þau notuð, bæði geti og hafi dregið
verulega úr tjóni á fólki í um-
ferðarslysum. En þar með er ekki
sagt að það sé réttlætanlegt að
skylda menn til að vera tjóðraðir
við bílinn gegn vilja sínum hvenær
og hvar sem er. Svo einfalt er
málið ekki því fleiri en einn flötur
er á því. Því þótt það sé staðreynd
að bílbeltin, séu þau notuð, geti
dregið verulega úr tjóni i umferð-
arslysum, þá er það og staðreynd
að þau geta líka aukið tjónið eða
verið bein dauðagildra séu menn
tjóðraðir við bílinn undir vissum
kringumstæðum og hver vill stuðla
að slíku. Enda er þessi hætta við-
urkennd af ábyrgum aðilum sem
kemur fram í reglugerð frá 25.
september ’81, þar sem undanþága
er veitt frá skyldunotkun beltanna
við erfið og hættuleg skilyrði. Hér
er staðfest hættan af notkun belt-
anna við ýmsar aðstæður, en eng-
inn veit fyrirfram hvernig eða
hvenær slys ber að höndum.
„Engu er líkara en þeir
hafi blindast í ofurkappi
sínu í áróðri fyrir notkun
bflbelta, sjái ekki skóg-
inn fyrir trjánum og
sneiði framhjá kjarna
málsins...“
ökumaðurinn) var ekki I bílbelti”,
en þess ekki getið hvað olli slysinu.
í flestum tilfellum er einhver
umferðarreglan brotin. Að benda
á afleiðinguna en ekki orsökina tel
ég ekki hina réttu áróðursaðferð.
Það er meira en lítið bogið við
þá umferð þar sem tíu umferðar-
ohöpp verða á einum klukkutíma,
eins og sagt var frá í Morgun-
blaðinu 30. október sl. Einhverjir
hafa þar brotið umferðarreglur.
Þetta segir okkur að alltof margir
virða ekki settar reglur og þjösnast
áfram án nokkurrar fyrirhyggju.
í framhaldi af þessu leyfi ég
mér að vitna í grein sem „gamall"
góðkunningi minn, Valgarð Briem,
reit að aflokinni umferðarviku í
Reykjavík nú i haust, en þar segir
hann: „Maður sem orðið hefur
fyrir þeirri ógæfu af óaðgæslu (let-