Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 Dagskrá um heilbrigðisfræðslu og heilsuvemd í skólum: - Betra er heilt en vel gróið „BETRA ER heilt en vel gróid“ er yfirskrift dagskrár sem staðið hefur frá 4. nóvember sl. um heilbrigðis- fræðslu og heilsuvernd í skólum, en dagskrá þessari lýkur í dag, þriðju- dag. Hver dagur ber sína yfirskrift og fyrsta daginn, mánudag, var til að mynda rætt um framkvæmd heil- brigðisfræðslu og heilsuverndar í skólum. Á þriðjudag var fjallað um mikilvægi skólaumhverfisins og einnig slysahættu og eftirlit með skólahúsnæði. Á miðvikudag voru til umræðu vinnustöður og skólahúsgögn og fimmtudagur bar yfirskriftina Líkamsrækt - upp- spretta námsáhuga og heilsu? Síðastliðinn fimmtudag litu blaða- maður og ljósmyndari Morgun- blaðsins við i kennslurniðstöð Námsgagnastofnunar að Lauga- vegi 166, en þar fór dagskráin fram. Um 100 manns voru mættir til að hlýða á erindi Atla Dag- bjartssonar læknis um vöxt ís- lenskra barna og erindi Gíms Sæmundsen læknis um líkams- þroska íslenskra barna. Ennfrem- ur var spjallað um ýmsar hug- myndir í íþróttakennslu í skólum og töluðu þau Páll ólafsson íþróttakennari, Kristín Guð- mundsdóttir sjúkraþjálfari og Jónína Benediktsdóttir íþrótta- fræðingur um þau mál. ‘ *■' Morgunblaðið/Júlíus. Páll Olafsson íþróttakennarí lét alla viðstadda standa upp og teygja úr sér ádur en hann hóf flutning sinn á eríndi um hugmyndir í íþróttakennslu. Elín Viðarsdóttir og Astvaldur Arthursson nemendur íþróttakennara- ' skólans á Laugarvatni: Kennarar ættu aö hafa frjálsari hendur MEÐAL þeirra sem mættu á dag- skrána í Námsgagnastofnun á fimmtudaginn voru nemendur í íþróttakennaraskólanum á Laugar- vatni. Við tókum tvo nemendur tali, , bau Elínu Viðarsdóttur og Ástvald Arthursson, en þau eru á seinna árí í skólanum. „Ég er ekkert sérstaklega hrifin af hinu hefðbundna formi í íþróttakennslu í grunnskólum,“ sagði Elín. „Mér fannst mjög gaman að sjá þær nýjungar sem Jónína Benediktsdóttir sýndi hérna áðan, er nokkrar ungar stúlkur sýndu ýmiskonar æfingar og dans. Hið mikilvægasta er að geta einbeitt sér sem best að hverj- um nemanda." „Það er vitað mál, að leikfimi- kennslan í skólum landsins er ákaflega mismunandi," sagði Ást- ''valdur. „Meiri áherslu ætti að leggja á hreyfiþroska en gert er, Morgunbladid/Július Elín Viðarsdóttir annars finnst mér að íþróttakenn- arar ættu að hafa frjálsari hendur með kennsluna því þannig ná þeir betri árangri.“ Þau Elín og Ástvaldur kváðu aðstöðuna í íþróttakennaraskólan- um að mörgu leyti bágborna og sögðu þau að æfingakennslu mætti að ósekju auka til muna. Þá kváðu ■ Morgunblaðið/Július Ástvaidur Arthursson þau mikinn mun vera á þeim íþróttakennurum sem numið hefðu erlendis og þeim sem lært hefðu eingöngu hér á landi og hefðu þau bæði í hyggju að halda á erlenda grund til frekara framhaldsnáms, að náminu í íþróttakennaraskólan- um á Laugarvatni loknu. Jón Guðmundsson einn skipuleggjenda dagskrárinnan Augu manna að opnast fyrir mikilvægi forvarnarstarfs „ÞESSI dagskrá á að vekja fólk til umhugsunar um heilbrigðisfræðslu og heilsuvernd í skólum, en kennar- ar hafa séð þess merki að andlegt ójafnvægi barna og námsörðugleika má stundum rekja til óregluiegra svefnvenja og matarvenja," sagði Jón Guðmundsson, forstöðumaður Kennslumiðstöðvar Námsgagna- stofnunar, er blaðamaður Morgun- blaðsins ræddi við hann sl. fimmtu- dag, en Jón er einn þeirra sem undirbúið hafa dagskrána og skipu- lagt hana. „Við höfum reynt að fá aðila úr ólíkum starfsgreinum til að flytja erindi hérna og fólk sem fjallað getur um þessi málefni af þekk- ingu. Augu manna hafa verið að opnast fyrir mikilvægi forvarnar- starfs til að stemma stigu við algengustu menningarsjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini, slysum, geðrænum sjúkdómum, slit- og gigtarsjúk- dómum og tannsjúkdómum, en Morgunblaðið/Július Jón Guðmundsson forstöðumaður Kennslumiðstöðvar Námsgagna- stofnunar. tæplega helmingur ríkisútgjalda fer til heilbrigðis- og tryggingar- mála. Umræða um heilbrigðis- fræð hefur ekki farið hátt á undan- förnum árum en megintilgangur þessarar dagskrár er, eins og ég gat um áðan, að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki,“ sagði Jón Guðmundsson að end- ingu. Betri er tafla í munni en hósti í húsi: Þegar nefið stíflast f nepjunni og helaumur hálsinn ætlar þig lifandi að drepa - fáðu þér Bentasil. Þessar mögnuðu hálstöflur innihalda blöndu náttúrulegra bragðefna úr sígildum lækn- ingajurtum. Bentasjl mýkir hálsinn, hreinsar burt stíflur og hressir þig við.Töflumar eru bragðgóðar, stórar og fljótvirkar. Þú sýgur þær í rólegheitunum án þess að skemma tennum- ar. Bentasil er að sjálfsögðu sykurlaust. Nýtt og betrumbætt bragð, tegundir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.