Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985
21
Yatnslitir í
Ásmundarsal
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Sigurþór Jakobsson hefur víða
komið við á tæknisviði myndlistar-
innar á þeim fáu sýningum er hann
hefur haldið um dagana. í eina tíð
var það ströng og formföst flatar-
málsfræði en síðan mýktist út-
færsla myndheims gerandans og
sú þróun virðist ennþá standa yfir.
Sýning Sigurþórs á 64 vatnslita-
myndum í Ásmundarsal undir-
strikar þessa þróun jafnvel svo
mjög að á köflum virðist formið
vera á góðri leið með að leysast
alveg upp. En sem betur fer er þá
um undantekningar að ræða og á
við fáar myndir, sem gjarnan
hefðu mátt missa sín.
Sigurþóri lætur áberandi betur
að vinna í frjálsri huglægri ab-
straksjón en í hlutgervri lýsingu í
náttúrunni og því sem fyrir augu
ber.
Sigurþór Jakobsson
Þetta síðasta á þá aðallega við
myndir af trjám, skipum og lands-
lagi en þó eru nokkrar undantekn-
ingar í hinum smærri landslags-
myndum af himni og hafi, sem þó
eru á mörkum hins hlutlæga.
Hrifmestu myndirnar á sýning-
unni þykja mér lítil huglæg stef,
sem auðsjáanlega eru gerð undir
áhrifum frá náttúrunni. Vil ég hér
nefna myndir eins og „Upphaf"
(31), „Eðalsteinar" (32), „Rökkur-
steinar" (38), „Níundi nóvember"
(47) og „Leikur að völum" (62).
Allar eru þessar myndir af svip-
aðri stærð en samt í eðli sinu
fyrirferðarmestu myndir sýning-
arinnar fyrir lifandi lita- og
formaspil ásamt greinilegri list-
rænni lifun.
Þessar myndir og nokkrar aðrar
þeim svipaðar skáru sig úr á sýn-
ingunni og hér held ég að Sigurþór
Jakobsson hafi náð lengst i list
sinni til þessa.
Sj álfstæðismenn
við þökkum móttökumar...
Við stuðningsmenn Árna Sigfússonar í borgarstjórnarprófkjöri
sjálfstæðismanna 24. og 25. nóvember n.k., dreifðum um helgina
blaði til stuðnings framboði hans.
Við þökkum góðar móttökur og hvetjum ykkur til þess að kynnast
hugmyndum hans.
Nú er máUð að koma Áma í öruggt sætif