Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 Einn af þekktustu HÁRLITUNARSÉRFRÆDINGUM HÉRLENDIS „Þad er alltof algengt að íslenskt kvenfólk sé með stutt hár“ Hjalti Geir Kristjánsson forstjóri, Aino Larnemaa sölustjóri hjá Marimekkó-fyrirtækinu og Margrét Pálsdóttir deildar- stjóri. sagði Daniel Galvin Daniel Galvin, sem talinn er einn af fremstu sérfræðing- um heims í hárlitun, var staddur hér á landi fyrir helgina, þar sem hann hélt m.a. námskeið fyrir hárgeiðslumeistara. Hann hefur haldið sýningar og námskeið víða um heim, samið kennslubækur sem m.a. eru skylduefni hérlendis og rekur nú eigin stofu þar sem hann hefur í vinnu 45 manns. Myndir af hárgreiðslum eftir hann birtast tíðum í þekktustu tískutímarit- um heims og meðal viðskiptavina hans eru Ringo Starr, Elaine Page, hertogaynjan af Gloucest- er, Faye Dunaway og A1 Pacino. Þegar blaðamaður spurði Gal- vin hvernig honum litist á sig í Iðnskólanum þar sem hann var að kenna hárgreiðslunemum sagði hann: „Aðstaðan héma er á heimsmælikvarða og kennsla öll mjög ítarleg og góð. Erlendis er það oft á tíðum þannig að hárgreiðslunemar þurfa ekki að læra neitt um hár, nema það nýjasta og það sem gengur á þeim tíma. Þegar að því kemur að það sem lært var fer úr tísku, stendur fólkið uppi ráðþrota. Hérna er allt kennt, nýtt og gamalt þannig að fólkið er að mínu mati vel í stakk búið er út á vinnumarkaðinn kemur.“ — Tolla íslendingar í tískunni þegar hár er annarsvegar? „Tvímælalaust, enda tilheyrir það fortíðinni að einstaka stór- borgir bjóði upp á það nýjasta í klippingum, litun o.s.frv. Þetta tíðkaðist kannski fyrir 15 til 20 árum, en í dag er varla til sú „Ég kann alveg fádæma val viö mig hérna. Eini mínusinn ar bara hvaö þaö er hryllilega kalt. En fólkiö bætir þaö þó upp,“ sagöi Daniel Galvin og brosti. smáborg sem ekki getur boðið upp á það sama og t.d. London eða París. Það eina sem mér finnst athugavert við hár á fs-, landi er að kvenfólkið hefur í alltof miklum mæli stutt hár. Það er líka tíska núna að hafa sítt hár og það gefur svo miklu meiri möguleika og konum meiri mýkt en ella.“ — Hvað er að koma nýtt núna, í litun og klippingum? „Eins og ég nefndi áður þá er sítt hár að verða vinsælla en áður og það má í stuttu máli segja að allt sem er kvenlegt og eðlilegt gangi í dag. Hvað litun snertir þá vinna eðlilegir litir á og litir sem eru til að lýsa eiginlegan lit og um leið fegra hárið, en ekki til að gjörbreyta því. Það virðist ætla að fá hljómgrunn að setja jafnvel tvo eða þrjá litatóna í hár þegar um strípur er að ræða og það verður oftast mjög eðli- legt, því fólk er einmitt með marga liti í hári yfirleitt. Tísku- litir í vetur verða eflaust rauði og gullni liturinn. Skol eru að verða geysivinsæl. Þau fara úr eftir skamman tíma, en gefa hári fallegan gljáa. Hvað karlpeninginn snertir held ég að síða hárið eigi ekki eftir að verða mjög vinsælt og stutta hárið muni ná meiri vin- sældum. Strípur hjá þeim verða í þannig litum að hárið virðist upplitað af sól. Karlmenn vilja í auknum mæli setja permanent, strípur og skol í hárið, svo fram- arlega sem það telst ekki of kvenlegt. En undirstaðan fyrir fallegu hári yfirleitt er að það sé vel hirt og hugsað um það. Ef hár er slitið eða á einhvern hátt illa farið þá eru strípur, skol og allt slíkt einskis virði." — Hvað tekur við hjá þér þegar þú yfirgefur fsland? „Ég held til Rómar stuttu eftir að ég kem til London, en fer svo aftur þangað á stofuna mína fram að jólum. Eftir áramótin held ég svo af stað aftur með ferðatöskuna og þá liggur leiðin til Nýja-Sjálands ...“ Með Galvin til aöstoöar í förinni voru Gillian Harte Smith og Louise Vyse. Meðal viöskipta- vina Galvins eru til dæmis Ringo Starr og Al Pacino. Morffunbladid/Bjarni. Tískusýning Nálægt tvö hundruð boðsgestir voru viðstaddir tískusýning- una á Marimekkó vetrar- og vorfatnaði 1985—86, sem haldin var í nýju húsnæði Kristjáns Siggeirssonar á Hesthálsi fyrir skömmu. Fulltrúi Marimekkó, Aino Larnemaa frá Finnlandi, var viöstödd sýninguna og meðal gesta voru fínnsku sendiherra- hjónin. Alfred Wiebe: Hann klæðist sjö lögum fatnað- ar að minnsta kosti, jafnvel á sumrin og á höfðinu ber hann pottlok úr svampi. Og svo borðar hann gras. Þó er hann hvorki tal- inn geggjaður né útigangsmaður. Hann segir: „Ég tek ekki við ölmusu, enda hef ég nóg af pen- ingum, því ég er bókstaflega sagt úlfur í sauðargæru eða með öðrum orðum kapitalisti í fá- tæktargerfi. Þetta geri ég til þess að sýna fram á að peningar færa ekki hamingju, heldur er lífið í nánum tengslum við nátt- úruna, það sem happadrýgst er.“ Maðurinn, sem hér um ræðir heitir Alfred Wiebe, 66 ára gamall Kansasbúi, sem nú býr í Svíþjóð. Hann á í Kansas bú- garð, ásamt búfé, ökrum og olíu í landareigninni. Til marks um stærð eignanna má geta þess að við þær vinna 30 fjölskyldur. Alfreð er uppalinn í velsæld, fyrrum félagi Caspar Weinberg- er og hefur margsinnis hitt Ronald Reagan. Hann lærði bæði til prests og dýralæknis, en fékk fyrir nokkrum árum sjúkleika sem fór svo illa með hann að hjólastóllinn blasti við. Þá fann hann það út að ef hann kappklæddist leið honum betur og telur að svamphúfan haldi höfðinu mátulega heitu. Getum Alfreð orðið: „Mann- eskjan þarfnast ekki mikils til að lifa. Heimurinn er fullur af hlutum sem við höfum ekkert með að gera, nema skapa ófrið vegna eignagræðginnar. Þar fyrir utan erum við að eyðileggja jörðina með rányrkju, höggvum skóga og mengum höfin, allt til að komast yfir fleiri hluti. Við viljum framfarir, hvað sem þær kosta." Sjálfur borðar Alfreð gras, notar brúkuð föt, og þvær sér aldrei með sápu. „Ég bleyti hárið, set síðan um það handklæði og svo plastpoka yfir. Tveimur tímum síðar er allt ryk og öll óhreinindi upp- leyst og renna í burt við skolun. Ég fer í eins heitt bað og ég þoli og nudda mig með grófum klút, sápa er allsendis óþörf." Og lokaorðin: „Komdu nú með og fáðu þér strá. Ég veit um yndislega og safaríka bala ...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.