Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 49 Örn og Örlygur: Fjórar nýjar bækur um Rasmus klump rísk einokunarlög nái yfir flutninga fyrir varnarstöðvar hér á landi. Þess vegna skorar sambandið á stjórnvöld, að þau sjái til þess, að íslenzkum skipum verði tryggður réttur á við aðra til að sinna þessum verkefnum. Þingið felur stjórn sinni að skipa nefnd til viðræðna við fjármálaráð- herra, æðsta yfirmann tollamála og komi nefndin á framfæri- megnri óánægju með tollafgreiðslu skipa. Þá lýsir þingið yfir áhyggjum sínum vegna þeirra tíðinda, sem borizt hafi undanfarna daga, að farið sé að nota íslenzk skip til flutnings eiturlyfja til landsins í stórum stll. Skorar þingið á stjórnvöld að taka þetta mál föstum tökum undir eins og leita allra leiða til að koma í veg fyrir þetta. Bendir þingið á að vænlegasta leiðin til árangurs sé sú, að hafa fullt samráð við áhafnir íslenzkra skipa um hugsanlegar aðgerðir. BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út fjórar nýjar teikni- myndasögur um Rasmus Klump, en áður voru komnar út ellefu hækur í þessum flokki. Höfundar bókanna eru þau Carla og Vilh. Hansen en þýðandi er Andrés Indriðason. Nýju bækurnar nefnast Ras- mus Klumpur í undirdjúpunum; Rasmus Klumpur á pínukríla- veiðum; Rasmus Klumpur í kynjaskógi; Rasmus Klumpur og Sóti lestarstjóri. í frétt frá Erni og Örlygi segir að eins og oft áður lendi Rasmus Klumpur og félagar hans í ýmsum furðu- ævintýrum í nýju bókunum og komi víða við. Bækurnar eru filmusettar hjá Prentstofu G. Benediktssonar en prentaðar og bundnar í Þýskalandi. 1S !B&e£a00 150 ára afmæli Matt- híasar Jochumssonar: Skólafólk á Akureyri fær ljóðakver gefins AMTSBÓKASAFNIÐ á Akureyri og Menntaskólinn á Akureyri hafa gefið út Ijóðakverið, „Eitt er landið", með nokkrum kvæðum Matthíasar Joch- umssonar í tilefni 150 ára afmælis skáldsins 11. nóvember sl. I fréttatilkynningu frá M.A., þar sem greint er frá útkomu kversins, segir að það sé gefið út í 4.000 eintök- um og sé ætlunin að gefa öllum skóla- skyldum börnum á Akureyri, ásamt * nemendum framhaldsskólanna eitt eintak. Öryggismál Helztu samþykktir um öryggis- mál eru eftirfarandi: Stjórn sam- bandsins beiti sér fyrir því, að fram fari prófanir og athuganir á viður- kenndum flotbúningum svo auð- velda megi væntanlegum kaupend- um val á þeim. Stjórn FFSÍ er falið að færa Landssambandi slökkviliðsmanna sérstakar þakkir fyrir óeigingjarna aðstoð og stuðning, sem félagar LSS hafi veitt við uppbyggingu öryggis- fræðslu sjómanna. Þeim tilmælum er beint til félags- manna FFSÍ, að þeir fylgist grannt með öryggistækjum á hafnarsvæð- um og geri tillögur um úrbætur til viðkomandi hafnaryfirvalda þar sem þurfa þykir. Stjórn sambandsins beiti sér fyrir því, að hið fyrsta verði lögleidd almenn ákvæði fyrir sjómenn, þar sem kveðið verði á um hámarks- vinnutíma og lágmarks samfelldan hvíldartíma á sólarhring. Skorað er á viðkomandi stjórn- völd að löggilda flotbúninga um borð í íslenzk fiskiskip hið fyrsta. Þing FFSl lýsir ánægju sinni með það átak í námskeiðahaldi fyrir sjó- menn um öryggismál, sem Slysa- varnafélag Islands hefur staðið fyrir að undanförnu og einnig með fyrirliggjandi tillögur stjórnskip- aðrar nefndar um eflingu þessa fræðslustarfs. Heitir þingið á fjár- veitingavaldið að leggja fram nægi- legt fé til þessa mikilvæga máls. Þingið fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hafa selt SVFÍ varðskipið Þór til notkunar við fræðslu- og þjálfunarstarf meðal sjómanna. Þingið lýsir undrun sinni á ásælni forstjóra Landhelgisgæzlunnar í muni þá I Þór, sem voru fylgifé skipsins og selt var SVFl og Land- helgisgæzlan á ekkert í. Enda var það yfirlýst stefna og ásetningur að auk notagildis skyldi skipið varð- veitt fyrir ókomna framtíð með þeim búnaði, sem seldur var með því. Stjórn sambandsins er falið að leita eftir því hjá innlendum fyrir- tækjum í fataiðnaði, hvort þau geti hannað búning, sem nota megi bæði sem vinnu- og björgunarbúnað. Þingið harmar að lokað var fyrir öll fjarskipti önnur en neyðartilfelli í verkfalli BSRB haustið 1984. Þing- ið skorar á stjórn BSRB, að hún sjái til þess að slíkt endurtaki sig ekki. Slíkt samskiptaleysi valdi sjó- mönnum og fjölskyldum þeirra óþarfa áhyggjum. Ekki verði séð, að aðgerð sem þessi þjóni neinum tilgangi og sé málstað BSRB alls ekki til framdráttar. Þing FFSÍ átelur harðlega þá þróun, sem orðið hefur á rekstri Landhelgisgæzlunnar á undanförn- um árum. Skorað er á stjórn sam- bandsins að beita sér fyrir því, að vekja Gæzluna af þeim doða, sem þar virðist ríkja. Uthald skipanna verði aukið og áhafnir þeirra þjálf- aðar til að annast þau verkefni, sem lög mæla fyrir um. Búnaði varðski- panna verði komið í nothæft form. Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Þú getur valið um níu mismunandi samstœður af Pioneer árgerð '86. Verð frá kr. 29.900 stgr. Nánari upplýsingar veita eftirtaldir umboðsmenn: Portið Akranesi. Radíóver Husavík, Hornabœr Hornafirði, BókaskemmanAkranesl. Skógar Egilsstöðum, Kaupfélag RangœingaHvolsvelli. Kaup/élag Borgfirðinga. Kauptélag Héraðsbúa Egilsstöðum, M.M búðin Selfossi. Seria fsatirði, Myndbandaleigon Reyðarfirði. Rás Þorlákshöfn, Kaup/élagSkagfirðinga Sauðórkróki, Ennco Neskaupstað, Rafeindablónusta Ómars Vestmannaeyjum. KEA Akureyri. Djúpið Djúpavogi, Fataval Keflavik, CtD PIOMŒŒR ■ I ■ HLJOMBÆR^lSfe -f HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 glæsiœgt utlit SEM ENDURSPEGL4R HUQ41GÆDIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.