Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ; ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 Meira fé fer í sovéska herinn en til menntunar ogh heilsugæslu fyrir 3,6 milljarða manna í öllum þróunarríkjum. „World Priorities“ um útgjöldin til hermála: Vígbúnaður vex um veröld aUa Wa»hington, 11. nóvember. AP. SAMANLÖGÐ útgjöld allra ríkja til hermála munu á þessu ári veröa um 800 milljaröar dollara, 60 mill- jöröum dollara meiri en á síöast- liönu ári. Hafa þau vaxið árlega allt frá lokum síöari heimsstyrjald- ar. Bandaríkjamenn og Sovét- menn, sem eru 2% mannkyns, standa undir helmingi heimsút- gjaldanna og rúmlega þó. í Bandaríkjunum og bandalags- ríkjum þeirra í Evrópu eru árleg útgjöld til hermála um 45 dollar- ar á hvert mannsbarn en til heilsugæslurannsókna fara 2 dollarar. Ef allur heimur er hafður í huga er 450 dollurum að jafnaði varið til að mennta hvert barn en kostnaðurinn við hvern hermann er aftur á móti 25.600 dollarar. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu „World Priorities", hagrannsóknastofnunar, sem ýmis samtök eiga aðild að, t.d. Rockefeller-stofnunin, og eru tölurnar sóttar í opinber gögn í Bandaríkjunum og víðar. Til- gangur stofnunarinnar er að draga úr vígbúnaðarkapphlaup- inu og vekja athygli á hve miklu meira fé fer til hermála en til heilbrigðismála, almannatrygg- inga og menntunar. Þar kemur fram m.a.: Sovétmenn fara með meira fé til hermála en ríkisstjórnir allra þróunarríkjanna verja til mennt- unar og heilsugæslu fyrir 3,6 milljarða manna. Fjárlög bandaríska flughersins eni hærri en kostnaöur viö aö mennta 1,2 milljarða barna í Afríku, Suöur-Ameríku og Asíu. — Fjárlög bandaríska flug- hersins eru meiri en nemur kostnaði við menntun 1,2 millj- arða barna í Afríku, Suður- Ameríku og Asíu, þar með talið Japan. — Iðnríkin fara að jafnaði með 5,4% af þjóðarframleiðslunni til hermála en 0,3% í þróunarhjálp. — Frá 1960 hefur herkostnað- ur þriðjaheimsríkja fimmfaldast og þjóðum, sem herforingjar stjórna, hefur fjölgað úr 22 í 57. — Sovétmenn hafa um 778.000 hermenn í 22 ríkjum utan Sovét- ríkjanna og Bandaríkjamenn 479.000 hermenn í 40 ríkjum utan Bandaríkjanna. í skýrslunni segir, að óttinn og tortryggnin milli stórveld- anna, Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna, sé undirrót vígbúnað- arkapphlaupsins og ekki síst sú öfgakennda leynd, sem Sovét- menn reyni að hafa yfir öllum sínum athöfnum í hermálum. Nýr og mjög flókinn herbúnað- ur veldur því, að kostnaðurinn hefur margfaldast. Árið 1945 kostuðu 10 meðalfleygar sprengjuflugvélar 10 milljónir dollara en nú kosta þær 650 milljónir dollara. Er þá átt við jafn gilda dollara. Fyrir 40 árum kostaði bandarískur kafbátur 28 milljónir dollara en nú 692 millj. Á þessum tíma hefur verð á alengum neysluvarningi sex- til sjöfaldast en á hergögnum allt að fimmtíufaldast. Vestur-Þýskaland: 7TK II 71 £ 7 \ ^..k: Honecker í opin- bera heimsókn? Ilamborg, Yestiir Pýskalandi, 11. nóvember. AP. ERIK Honecker, leiötogi austur- þýska alþýöulýöveldisins, mun heim- sækja Vestur-Þýskaland í desember- mánuði aö sögn vestur-þýska tíma- ritsins Der Spiegel. Mun hann heim- sækja Bonn og ræða við ráðamenn í vestur-þýskum stjórnmálum, en síöan mun hann heimsækja Saar- land, fæðingarhérað sitt, þar sem hann mun dveljast í þrjá daga. Fréttinni í Der Spiegel ber saman við frétt í Bild, sem birtist fyrir um hálfum mánuði. Þar var haft eftir ónafngreindum heimild- um að Honecker myndi heimsækja Vestur-Þýskland í desembermán- uði, en dagsetning heimsóknarinn- ar er ekki nánar tilgreind. Svo var heldur ekki gert í fréttinni í Spig- el. Þar segir ennfremur að Sovét- menn hafi lagt blessun sína yfir heimsóknina, að því tilskyldu að Genfarfundur leiðtoga stórveid- anna síðar í þessum mánuði yrði árangursríkur. Honecker hætti við heimsókn til Vestur-Þýskalands á síðasta ári, að sögn vegna þrýst- ings frá Sovétmönnum. Saarland, fæðingarhérað Honeckers, er eitthvert fátækasta héraðið í sambandslýðveldi Vest- ur-Þýskalands. Að sögn Spiegel hefur Honecker áhuga á að bjóða ríkinu efnahagsaðstoð, en Oscar Lafontaine, ríkisstjóri Saarlands, fer í opinbera heimsókn til Aust- ur-Þýskalands í næstu viku og verður þetta eitt af umræðuefnun- um á fundum ráðamannanna. Alnæmissjúklingur deyr: Ekki nýja lyfinu að kenna — segir frumkvöðull meðferðarinnar París, 11. nóvember. AP. Alnæmissjúklingur sem fengið hefur læknismeðferö með lyfínu cyclosporine, lést aðfaranótt sunnu- dags. Dr. Philippe Evan, einn frum- kvööla þessarar læknismeöferöar, sagöi aö dánarorsökina væri ekki aö rekja til cyclosporine lyfsins, heldur heföi hann látist vegna heila- og lungnasmitunar og vegna þess aö ekki var um beinmergsframleiðslu hjá honum að ræöa. Sjúklingurinn, 38 ára gamall karlmaður, var mjög langt leiddur, áður en hann gekkst undir um- rædda meðferð. Evan sagði að aðrir sjúklingar hefðu sýnt miklar framfarir og þeir myndu halda áfram meðferðinni. Engin ástæða væri til þess að efast um gildi hennar, þær niðurstöður sem þeir hefðu í höndunum staðfestu alger- lega vonir þær sem þeir hefðu haft. Evan sagði ennfremur að með- ferð með cyclosporine-lyfinu væri nú að breiðast út í Frakklandi og sífellt fleiri sjúklingar fengju hana. United kaupir 116 þotur hjá Boeing San Kranci.sco, 11. nóvember. Frá Magnúsi Þrándi UNITED AIRLINES, stærsta flug- félag Bandaríkjanna, hefur pantað 116 nýjar þotur hjá Boeing-flugvéla- verksmiöjunum. Er þetta stærsta flugvélapöntun, sem gerö hefur veriö fyrr og síðar. Félagið þarf að snara út rúmlega þremur milljörðum doll- ara, eöa 150 milljörðum íslenzkra króna, vegna kaupanna. Þoturnar verða afhentar á næstu 10 árum, f sumar keypti United flugleiðir Pan Am yfir Kyrrahafið fyrir 750 milljónir dollara, eða 40 milljarða króna, til þess að geta haslað sér völl í millilandaflugi. Samningur- inn var sá stærsti sinnar tegundar í sögu flugsins. Elisabet Dole, samgönguráðherra, staðfesti Þóróarsyni, frétUritara Morgunbladsins. samninginn fyrir sitt leyti í gær og í tilefni þess gekk United frá kaupunum við Boeing. Hlutabréf í United og Boeing hækkuðu er tilkynnt var um flug- vélakaupin. Samningurinn er mik- ill sigur fyrir Boeing, sem hefur tapað viðskiptum til evrópska fyr- irtækisins Airbus upp á síðkastið. FULNINGA ÚTIHURÐIR A ADílNS KR. 19.800 Glæsilegar og vandaöar útihuröir, 6 eöa 8 fulninga, framleiddar úr 1. flokks Honduras mahogany. Hurðin kostar aöeins kr. 19.800,- m/sölusk. Þetta lága verð, sem er 30% undir verölista- veröi, getum viö boðið vegna aukinnar vél- væðingar og hagræöinga í framleiöslu. Þú velur síöan karm, húna, skrá, lamir og bréfalúgu, allt eftir bínum smekk. Afgreiöslufrestur er 1 vika. Áratuga reynsla í hurða- og gluggasmíði. TRESMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR DALSHRAUNI13 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI 54A44 Filippseyjar: Felldu 25 skæruliða kommúnista General Santoo-borg, Filippseyjum, 11. nóvember. AP. STJÓRNARHERINN hratt á laugar- dag árás um 100 skæruliða kommún- ista á Suöur-Filippseyjum og felldi 25 skæruliöanna, aö því er heryfir- völd sögöu í gær. Orlando Soriano ofursti sagði, að skæruliðarnir hefðu ráðist á bækistöð hersins í bænum Alabel í nágrenni General Santos-borgar í Suður-Cotabato-héraði, um 996 km fyrir sunnan Manila. Tveir af hermönnum stjórnarhersins féllu, en auk skæruliðanna 25, sem létu lífið í árásinni, urðu margir úr liði þeirra sárir. Nokkrir voru gripnir og færðir til bækistöðva hersins til yfirheyrslu. Skæruliðahreyfingin, Nýi þjóð- arherinn, NPA, lýsti yfir fyrir helgina, að 34 stjórnarhermenn hefðu fallið f 21 árás skæruliða á bækistöðvar hersins á Panay-eyju í októbermánuði. NPA er angi af kommúnista- flokki landsins, en starfsemi hans er bönnuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.