Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 23 Kasparov yngsti heims- meistari skáksögunnar Moskvu, 11. nóvember. AP. GARRI Kasparov er aðeins 22 ára gamall og því yngsti heimsmeistari skáksögunnar. Það eru þó mörg ár síðan farið var að spá honum miklu gengi. „í höndum þessa unga manns liggur framtíð skáklistarinnar,“ sagði Mikhail Botvinnik, fyrrum heimsmeistari, um Kasparov 11 ára gamlan, en Kasparov var þá nemandi hans. Kasparov fæddist 13. apríl 1963 í borginni Baku, höfuðborg Sovétlýðveldisins Azerbaijan. Hann lærði skák fimm ára gamall með því að horfa á for- eldra sína tefla. Hann var þó aðeins 7 ára gamall, er faðir hans lézt, en hann var verk- fræðingur af gyðingaættum. Er Kasparov var 10 ára gam- all, gekk hann í skákskóla Bot- vinniks, sem talinn er vera sá bezti í öllum heiminum. Kasp- arov varð alþjóðlegur meistari 16 ára gamall og ári síðar varð hann stórmeistari og sigurvegari á heimsmeistaramóti unglinga í skák. Arið 1983 vann Kasparov sér rétt til þess að skora á Karpov í einvígi með því að sigra þá Alexander Beliavsky, Viktor Korchnoi og Vassily Smyslov í einvígjum. Einvígið við Karpov hófst í september 1984. Kasparov fór hins vegar illa af stað og tapaði fljótlega fjórum skákum fyrir Karpov. Er hann var síðar spurður að því, hvað hefði gerzt, svaraði Kasparov: „Ég er bráð- látur. Hæfileiki minni til þess að halda róseminni er ekki þrosk- aður.“ Loks var staðan orðin fimm vinningar gegn. engum Karpov í hag, en Kasparov neit- aði engu að síður að gefast upp. Svo fór, að járnvilji Karpovs gaf sig og Kasparov tókst að bæta stöðu sína, svo að hún var orðin 5:3. Florencio Campoman- es, forseti Alþjóðaskáksam- bandsins og gamall vinur Karpovs, stöðvaði þá einvígið. Kasparov brást reiður við: „Fyrir Karpov er orðið íþrótt innihaldslaust hugtak. Að mínu mati þá erum við tefla fyrir allan heiminn og getum ekki leikið okkur eins og okkur hentar." Gremja hans beindist fyrst og fremst gegn Campomanes. „Hann er maður, sem ekki skilur skák né vandamál hennar. Hann gerir allt fyrir peninga. Við ættum að binda enda á völd hans,“ sagði Kasparov síðar í blaðaviðtali. Enda þótt Kasparov hafi oft verið opinskár í ummælum sín- um, þá er hann enginn andófs- maður í Sovétríkjunum. Hann gekk snemma í æskulýðssamtök kommúnistaflokksins i Azerbaij- an og var orðinn fullgildur með- limur flokksins 19 ára gamall. Kasparov hefur mikil tengsl við Geidar A. Aliev, sem var áður leiðtogi kommúnistaflokksins í Azerbaijan og yfirmaður KGB þar. Nú er Aliev áhrifamikill fulltrúi í stjórnmálaráði sovézka kommúnistaflokksins. Það er einmitt talið, að það hafi verið Aliev, sem komið hafi til skjalanna og haldið verndar- hendi yfir Kasparov, er hann átti yfir höfði sér ofanígjöf frá opin- berum aðilum vegna gagnrýni sinnar. Nú þegar Kasparov er orðinn heimsmeistari, fær hann vænt- anlega ferðafrelsi hvert sem hann vill. Hann er hins vegar mjög hændur að móður sinni, sem hefur mikil áhrif á son sinn og ræður mörgu, sem snertir hann. Bæði eru þau mjög fámál um einkalíf hans. Sá orðrómur er þó á kreiki, að Kasparov eigi vingott við Marinu Neolovu, leik- konu, sem er komin er yfir 35 ára aldur. á Skriðdreki brýst í gegnum dyr dómshallarinnar I Bógóta og hermenn búa sig undir að ryðjast inn í bygginguna þar sem skæruliðamir héldu gíslunum. Colombía: Skæruliðarnir voru óviðbúnir Bógóta, Colombfu, 11. nóvember. AP. Uppreisnarmennirnir sem tóku dómshöllina í Bógóta áttu að sögn ekki von á að herinn myndi grípa til svo ákveðinna mótaðgerða og haft er eftir heimild- um að þeir hafi ekki búist við beinum hernaðaraðgerðum fyrr en samningavið- ræður hefðu verið reyndar. Nú er ljóst að alls tóku 55 skæru- liðar þátt í aðgerðinni, þar á meðal 8 konur. Allir uppreisnarmennirnir létu lífið er herinn tók dómshöllina en höfðu þá tekið af lífi 53 starfs- menn hæstaréttar og borgara. Bréf sem komið var laumulega til skrif- stofu AP í Bógóda sagði að skæru- liðar hefðu ætlað að neyða Belisario Betancur forseta til að koma til dómshallarinnar. Þar var ætlunin að draga hann fyrir rétt fyrir að „svíkjast" um að framfylgja loforð- um sínum um samningaviðræður til að koma á varanlegum friði við skæruliða vinstrimanna í landinu. Skæruliðasamtökinn, sem kalla sig M—19 og telja um 3 þúsund félaga, sömdu um vopnahlé við öryggissveitir ríkisstjórnarinnar á síðasta ári. Þau hófu aftur skæru- hernað í júní sl. eftir að hafa lýst því yfir að ríkisstjórnin gerði ekk- ert til að rétta hlut hinna fátækustu í landinu. Sovétmenn láta und- an kröfum le Carre London, 11. nóvember. AP. JOHN le Carre, einn þekktasti njósnasagnahöfundur Bretlands, hef- ur skýrt frá því að yfirvöld í Sovétríkj- Hjónaskilnaóur: Vildi skaöabætur vegna afmeyjunar Sainl Klicnnc, Frakklandi, 11. nóvcmbcr. AP. DOMIIR hefur úrskurðað að kona sem óskaði skaðabóta í hjónaskilnað- armáli vegna meydómsmissis, skuli ekki fá þær. Dómurinn löggilti skiln- aðinn, en synjaði skaðabótakröfu konunnar á þeirri forsendu, að „glöt- un meydóms innan hjónabands geti ekki talist tjón sem réttlæti skaðabæt- ur“. Hjónin fyrrverandi giftust í júlí á síðastliðnu ári og eru barnlaus. unum hafi greitt andvirði 700 dollara til mannréttindasamtaka eftir sinni tilvísun. Carre er höfundur margra vinsælla spennubóka, s.s. „Njósnar- inn sem kom inn úr kuldanum", hefur árum saman ásakað Sovétmenn um ritstuld á verkum sínum. Carre segir að sovésk yfirvöld hefðu sent upphæðina alþjóðsam- tökum sem fjalla um mál fangels- aðra og ofsóttra rithöfunda, og hefði upphæðin verið afhent í hans nafni. Hann segir í grein í Sunday Times að hann hafi fyrst frétt af málinu þegar fjölskylda hins nýlátna þýska rithöfundar Heinrich Böll sendi honum þakkarbréf fyrir framlag til minningar um Böll. Carre segir í grein sinni að greiðsla þessi gæti staðið í sam- bandi við Raisu Gorbachev, eigin- konu leiðtoga Sovétríkjanna, sem margir telja að sé vel lesin f vest- rænum bókmenntum. — 011 hjólbarðaþjónusta fyrir fólksbíla og sendibíla — GOODWYEAR GEFUR 0'RETTA GRIPIÐ VISA [hIheklahf Laugavegi 170-172 Sími 21240 GOTT CHP'■ CÓD QIDINC Fastara grip — Oruggari hemlun Hljóðlátari akstur — Meiri ending

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.