Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 39 Minning: Vilmundur S. Rögn- valdsson, Keflavík Elsku Guðlaug amma er dáin. Hún lést í Landspítalanum að kvöldi hins 2. nóvember eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Það er margs að minnast úr Granaskjólinu, þar sem amma og afi áttu heimili sitt ásamt foreldr- um, bræðrum og lengst af móður- bróður mínum Otta. Það var alltaf jafn gott að koma niður til ömmu og afa, og ég var alltaf umvafin ást. og umhyggju hjá þeim og bæði full af áhuga við að fræða mig um lífið og tilveruna. En fyrir fimm árum lést afi minn eftir margra ára erfið veikindi, og skildi eftir stórt skarð í hjörtum okkar, sem unnum honum svo heitt. En amma náði ér aldrei eftir fráfall hans, þó bar hún sig alltaf eins og hetja. Hún var mikið fyrir hannyrðir eins og heimili hennar bar vottum, og það voru ófáar lopapeysurnar sem hún prjónaði á okkur systkinin. Hún var gjafmild og vildi gera öllum gott, og alltaf var hún til staðar ef einhver var hjálpar þurfi. Það var henni mikil gleði þegar fyrsta langömmubarnið fæddist nú í febrúar síðastliðnum og var hún alltaf eitt sólskinsbros þegar hann kom að heimsækja hana upp á spítala, og nú fyrir rúmum mán- uði fæddist henni sjöunda ömmu- barnið, og hún ljómaði þegar hún fékk litla drenginn í fangið, og er sorglegt að hún skyldi ekki verða þess aðnjótandi að sjá litlu börnin sín vaxa og dafna. En ég veit að ömmu bíður enn stærra og veigameira hlutverk handan móðunnar miklu. Ég þakka elsku ömmu fyrir allar yndislegu stundirnar sem við átt- um saman og bið góðan Guð að varðveita hana og blessa minningu hennar. Gestrún í dag er til moldar borin tengda- móðir mín, og stöndum við eftir með kærar minningar um hana. Lauga eins og hún var alltaf kölluð meðal okkar fæddist í vestur- bænum á Brunnstíg 10, dóttir hjónanna Jóhönnu Björnsdóttur og Eiríks Þorsteinssonar sjó- manns, næstelst barna þeirra fjög- urra. Ung giftist hún Kristni Ottasyni skipasmíðameistara og varð þeim tveggja barna auðið, Hönnu sem er gift Hilmari Gestssyni vélstjóra og Otta sem giftur er Rannveigu ívarsdóttur, barnabörnin eru 7 og eitt langömmubarn og var það henni mikið gleðiefni að hafa nærveru þeirra, enda fóru þau aldrei tómhent frá henni. Lauga var mikið fyrir hannyrðir enda voru ófáar flíkurnar sem komu úr höndum hennar, og hafði hún mikla ánægju af, að rétta sínum nánustu af sinni gjafmildi. Mann sinn missti hún fyrir fimm árum og var hún aldrei söm síðan því þeirra sambúð var náin og samhent alla tíð. Ég kynntist Laugu fyrir tæpum 30 árum, þegar hún og Kristinn voru að byggja heimili sitt að Granaskjóli 14 og höfum við átt sambúð ætíð í því húsi því ég var svo heppinn að fá að byggja mitt heimili meðþeim. Ég vil þakka henni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu, og megi minning henn- ar að eilífu standa. Drottinn fylgi henni og varðveiti í Guðs friði. Hilmar Fæddur 29. ágúst 1906 Dáinn 10. október 1985 Er ég, undirritaður, hætti bú- skap að Efrimýrum í A-Hún., fyrir rúmum ellefu árum, og flutti hing- að til Keflavíkur, sjötíu og sjö ára gamall, þótti mér umhverfið, sem hér blasti við, all framandi, svo og mannskapurinn, þar á meðal var Vilmundur S. Rögnvaldsson, er gaf sig að aðkomumanninum. Tókust með okkur hin bestu kynni, sem ekki hefir borið skugga á. Enda ávarpaði ég hann fljótlega: „Vilmundur er velkominn, við mig hér að spauga. Greindin hans og góðvildin geðjast mínu auga.“ En svo snerist dæmið að nokkru við: Ég varð ekki veitandinn, held- ur hann og kona hans, Lára. Varð því að gjöra bragarbót: „Málin þróast þann á veg, það er hann sem veitir. Míns að njóta mætavel, markviss hann og beitir." Oft hefi ég átt ánægjulegar stundir á heimili þeirra hjóna. Blasa þar við stórmyndarleg húsa- kynni, hlaðin hinum dýrmætustu húsmunum, svo og veitingar af myndarskap og rausn. Samræður geðfelldar og greinargóðar. Söng- hæfni þeirra hjóna gaf slíkum stundum ánægjulegan hugblæ. Vönduð hljóðfæri voru tiltæk. Lenti gjarnan svo að gestir „tækju lagið“ með húsbændum. í rabbi okkar gömlu mannanna bar vitanlega margt á góma. Sér- kennilegast fannst mér frá hendi Vilmundar, hvað hann var stál- minnugur á kvæði góðskáldanna, einkum fyrri tíðar. Kunni hin lengstu kvæði og þulur, og gat lesið með prýðis framburði án þess að líta í bók eða á blað. Oft vorum við saman á samkom- um, fundum og ferðalögum, sem Styrktarfélag aldraðra og önnur menningarsamtök, hér á svæðinu hafa efnt til, gamla fólkinu til ánægju, dægradvalar og til breyt- ingar. Var hann ánægjulegur ferðafélagi og þau hjón nágrannar mínir, hvort heldur var í rútunum eða við borðhald á viðkomustöðum. Mikill fjöldi fólks var við út- förina í Keflavíkurkirkju, sem fór fram með hinni mestu prýði og smekkvísi og sannarlega í stíl við lífsviðhorf hins liðna. Attu þar að samræmdan hlut, sóknarprestur, söngflokkur og aðrir starfsaðilar guðsþjónustunnar, ásamt vanda- fólki hins látna. Þrátt fyrir mikla sorg, mátti heita bjart yfir í guðshúsinu og undirstrikaði blessuð síðsumarsól- in andlegu birtuna með því að létta af þokulofti morgunsins og skein inn um gluggann beint á skreytta kistu hins látna bjartsýnismanns. EKki munu margir hafa vitað um þá ákvörðun Vilmundar að fá að hvíla í Hvalsneskirkjugarði. Ég var þó einn af þeim, sem vissu um þennan vilja hans. Þannig var, að fyrir fáum árum buðu tveir kunn- ingjar okkar Vilmundar, búsettir hér í Keflavík, okkur í skemmti- ferð allvítt hér um Suðurnesin. M.a. var trúnaðarmaður Hvalsnes- kirkju fenginn til að sýna okkur kirkuna og kirkjugarðinn. Vil- mundur heitinn var þar að vísu kunnugur áður. í framhaldi af þessu sagði hann okkur þessa ákvörðun sína. Mátti skilja, að með þessu vildi hann viðurkenna og virða sálmaskáldið sr. Hallgrím Pétursson, sem þjónaði þar að Hvalsnesi um nokkur ár. „Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir.“ Algóður guð styðji og styrki ekkjuna Láru Guðmundsdóttur, börn hennar og vandamenn. Bjarni Ó. Frímannson, frá Efrimýrum. Kostir KASKO eru augljósir! Óbundinn reikningur sem býður bestu ávöxtun bankans. Hafðu KASKÓ að leiðarljósi. VKRZUJNBRBBNKINN -vúuuci með fi&i ( AUK hf 43 97

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.