Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 Mál og misskilningur — eftir Þórð Kristinsson Um daginn var frá því sagt í fréttatíma útvarps og sjónvarps og í blöðum að ráðamenn hefðu fyrir misskilning sín á milli hækk- að laun BSRB um 3%. Samkvæmt frásögninni áttu þrír menn hiut að máli. Skiptar skoðanir eru skilj- anlega um ágæti 3% launahækk- unar, hvort sem hún er vísvituð eða ekki, og ráðast þær vonandi af efnislegum rökum sem reistar eru á mismunandi forsendum sem lagt er út af. En burtséð frá efni og afleiðingum þessa tiltekna misskilnings, er ljóst að misskiln- ingurinn sjálfur er alvarlegt mál sem aldrei hefði átt að eiga sér stað; allra síst hjá þeim mönnum sem fengið er í hendur umboð til að hafa umsjá með sameiginlegum málefnum þjóðarinnar. Ástæðan er einfaldlega sú að orð bera merkingu og merkingin er þrungin ábyrgð — og því meiri sem afleið- ingarnar eru stærri. Því verðum við að una hvort sem okkur líkar betur eða ver. Misskilningur þeirra eru mistök. Og þess er að geta að stjórnarandstöðunni þóttu afglöp- in ekki ámælisverð, enda afleiðing- in henni að skapi. Hljóð og merking í bók Halldórs Halldórssonar, íslensk málfreði handa æðri skól- um, útg. 1950, segir í 1. kafla, 1. grein: „Talmál er röð hljóða, sem bera merkingu. Hljóð málsins skipta sér í heildir, er nefnast orð, og þau aftur í enn stærri heildir, er nefnast setningar. Hvert orð er, jafnframt því sem það er hljóðleg heild, einnig merkingar- leg heild, þ.e. við hljóð er tengd að meira eða minna leyti afmörkuð hugmynd eða tilfinning. Það, sem einkennir hljóð málsins, er því, að þau eru tákn. í setningum er þess- um táknum raðað saman, þannig að þær eru tjáning þess, sem tal- anda býr í brjósti. Heyrandinn skilur þessi hljóð, vegna þess að þau eru tákn hins sama eða svipaðs og talanda." Upphaf 2. greinar er svona: „Talstarfsemin er þannig samband að minnsta kosti tveggja aðilja, talanda og heyranda. Málið er því tæki, sem notað er til þess að létta samskipti manna og auð- velda lífsbaráttu þeirra. Málið sýnir yfirburði mannsins yfir önnur dýr merkurinnar ...“ Því er við að bæta að hér er átt við að tungumál talanda og heyr- anda sé hið sama; t.d. er töluð íslenska á íslandi og íslendingar notast við þá tungu sín á milli. Nokkurt sammæli mun um það á meðal fræðimanna að merking ákvarðist af reglum málsins, sem einkum eru tvenns konar: Reglur um setningar, setningarreglur, og reglur um merkingu, merkingar- reglur. En deilt er um vægi merk- ingar í mannlegu máli, þ.e. hvort hún er aukageta málsins, þannig að unnt sé að tala um tungumál án merkingar eða hvort merking sé undirstöðuþáttur I fyrirbærinu tungumál, þannig að ekki sé tungu- má! nema það beri merkingu. En þær vangaveltur eru utan við efnið hér. Látum nægja þá almennu stað- reynd að orð og setningar bera merkingu sem geri mönnum kleift að koma skilaboðum sín á milli, þ.e. að skilja hvor annan — og misskilja. Og sakir þess að orð og setningar eru tíðum undanfari verka til góðs eða ills fyrir marga eða fáa, þá fylgir mikil ábyrgð notkun málsins. Misskilningur Misskilningur getur átt sér margar ástæður og getur hvort tveggja verið viljaverk eða óvilja. óskýr eða ónákvæm framsetning í töluðu máli eða rituðu veldur tíðum misskilningi; og hið sama gildir um ónákvæma hlustun. Stundum má skilja sömu setningu eða málsgrein á Úeiri en einn veg, vegna þess t.d. að forsendur þær sem ráða skilningi koma ekki fram eða eru óljósar og aðiljar leggja ólíkan skilning í þær. Um vísvitaða misnotkun málsins sem leiðir til misskilnings eru mörg orð í mál- inu, t.d. afbökun, aflögun, útúr- snúningur, rangfærsla, rangtúlk- un og hártogun — sem er ekki hið sama og að reita hár sitt, en getur leitt til þeirrar athafnar. En stundum er misskilningurinn af hinu góða, t.a.m. þegar leikið er á tvíræði eða margræði orðanna, eins og algengt er í skáldskap og sem reyndar er helsta aðferð í flestum gamanmálum. Til að forðast misskilning er því ekki um annað að ræða en að tala, hlusta, skrifa og lesa vandlega og varlega; spyrja sifellt ef vafi leikur á um skilning. Ef menn eru ekki á eitt sáttir um merkingu þess sem um er rætt að samtali loknu er þeim best að bera saman bækur sínar orð fyrir orð; einkum á þetta við ef umræðuefnið er þess eðlis af einhverjum ástæðum að það má ekki misskiljast eða leiða af sér misskilning og mistök. Á þetta er lögð sérstök áhersla t.d. í laga- setningu, reglugerðum, samning- um og rökfræði, svo eitthvað sé nefnt. Islenska Sem áður getur er töluð íslenska á íslandi, en heimildir munu til um þá tungu frá 10. öld eða fyrr og um ritaða íslensku frá byrjun 12. aldar eða þar um bil. Frá því að dróttkvæði voru ort á land- námsöld og skráð í Konungasögum og fslendingasögum um 1200, er óslitin röð góðra og vondra bók- mennta á íslensku I giska 800 ár. Og svo vill til að enda þótt tungan hafi breyst í gegnum tíðina, þá hefur stafsetningin haldist að mestu í sama horfi, þannig að enn skiljum við fornt ritmál — en vísast ekki fornt talmál. Hinsvegar kann að vera að orðaforði íslensk- unnar kalli beinlínis á misskilning, þar eð hann telur á að giska 200.000 orð, ef lögð eru saman þau orð sem notuð eru og hafa verið notuð í málinu. Og ekki nóg með það, merkingarforðinn er miklu meiri ÞórAur Kristinsson en orðaforðinn með því að sum orð eru tvíræð eða margræð. Þannig er hugsanlegt að tveir menn nái ekki að skilja hvor annan þótt báðir tali íslensku. En kannske er það einungis hugsanlegt. Orðaforði málsins er nefnilega að mestu í bókum, sum orðin eru einungis bókamál, önnur eru dauð. í daglegu tali notast venjulegt fólk eins og við fslendingar við giska 2000 orð sem flestir skilja; það er sá orðaforði sem er í notkun. Að nútímahætti má orða þetta svo, að orð í daglegri notkun séu 1% af heildarfjölda orðanna sem til eru í málinu. Þegar okkur þrýtur orð, þá eru orð stundum vakin til lífs úr bókum og fengin ný merking eða að orð eru fengin úr öðrum málum og beygð undir reglur ís- lenskunnar, en slík orð eru fjöl- mörg til bæði gömul í bókum og sprelllifandi í talmáli; og stundum eru orð smíðuð sérstaklega til að tákna nýjar hugmyndir eða hluti sem áður áttu sér ekki orð í mál- inu. Og á hinn veginn detta orð úr notkun og sofna eða deyja í bókum. En 2000 orð eru náttúrulega 2000 orð, svo vart er við öðru að búast en að menn misskilji hvor annan stöku sinnum. Og mistök eru mis- tök. Hinsvegar verður manni á að spyrja hvort kjörnir ráðamenn þjóðarinnar séu hinir einu sem geta talað og hlustað af ábyrgðar- leysi og þurfa ekki að taka afleið- ingum mistaka sinna? Höfundur er prófstjóri rió Háskóla íslands. Unglingameistaramót íslands: Þröstur Þórhalls- son varð sigurvegari Skák Karl Þorsteins Þröstur Þórhallsson, 16 ára verzlunarskólanemi úr Taflfélagi Reykjavíkur, er unglingameistari íslands tuttugu ára og yngri þetta árið. Hann sigraði með yfirburðum á mótinu sem haldið var um síð- ustu helgi, hlaut 6Vís vinning af sjö mögulegum. Jafnteflið kom stutt í síðustu umferð gegn Hannesi H. Stefánssyni, en áður hafði hann snyrtilega lagt andstæðinga sina af velli í sex undangengnum um- ferðum. Með sigri nú bætist við enn ein skrautfjöðurin í hatt Þrastar sem nú er ein mesta stjarna skáklífs frónarbúa. Það er kyndugt til að hugsa, að í gegnum árin hafa margir sterk- ustu gjaldgengu unglingarnir snið- Fyrirliggjandi í birgðastöð Stál 37.2 DIN 17100 Þykktir 3.0-50 mm. Ýmsar stærðir, m.a. 1000x2000 mm 1500x3000 mm 1500x5000 mm SINDRA gengið Unglingameistaramótið, þó verðlaun þar séu rausnarlegri en gerist og gengur. Sigurvegarinn fær t.d. ferð á skákmót erlendis svo eftir nægu er að sækjast. Raunin var líka nú að nær allir sterkustu unglingar landsins mættu til keppni og baráttan var í algleymingi á meðan á mótinu stóð. Sex skákmenn deildu með sér öðru sætinu og þeirra hæstur að stigum varð Hjalti Bjarnason. Hannes H. Stefánsson kom þriðji, en röð efstu manna var þessi: 1. Þröstur Þórhallsson 6 V4 v. 2. Hjalti Bjarnason 5 v. (25,0) 3. Hannes H. Stefánsson 5 v. (24,5) 4. Sigurður D. Sigfússon 5 v. (23,0) 5. Andri Áss Grétarsson 5 v. (22,5) 6. Gunnar Björnsson 5 v. (22,0) 7. Davíð Ólafsson 5 v. (21,0) 8. Snorri G. Bergsson 4‘/4 v. Aðrir keppendur fengu færri vinninga, en keppendur voru alls 34 víðs vegar af landinu. Skák- stjórahlutverkum gegndu þeir Árni Jakobsson og Olafur H. ól- afsson. Þrátt fyrir að mótið sé nýlega yfirstaðið eru nokkrir af keppend- ur sestir við taflborðið að nýju. Hannes H. Stefánsson og Tómas Björnsson heyja nú baráttu við sex aðra skákmenn um sæti I lands- liðsflokki á næsta íslandsmóti og þeir félagar Andri Áss og Davíð ólafsson tefla einvígi um titilinn skákmeistari Taflfélags Reykja- víkur 1985. Að lokum skák frá sigurvegar- anum í Unglingameistaramótinu. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Hjalti Bjarnason Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. c3 — d5, 3. exd5 — Dxd5, 4. d4 — e6, 5. Rf3 — Rf6, 6. Ra3 (Sjaldséður leikur, en ekki með öllu vitlaus. Riddaranum er ætlaður reitur á d4 í gegnum b5 reitinn.) 6. Rc6 (6. Dd8 er betri leikur.) 7. Bg5! (í byrjunarbókum er getið 7. Rb5 — Dd8, 8. dxc5 og staðan talin heldur hagstæðari hvítum. Hinn gerði leikur virðist þó ekki siðri.) 7. - cxd4, 8. Rb5 - Dd8, 9. Rfxd4 — Rxd4, 10. Rxd4 — Be7, 11. Bd3 — 0—0, 12. De2 (Hvítur hefur þægilegra tafl en nákvæmara var nú að hrókfæra.) 12. — Dd5? (Hér var tækifæri að létta á stöðunni með 12. — Rd5. Nú þrengist hins vegar hagur svarts.) 13. f4! — Bd7, 14. 0—0 — Bc6, 15. Hadl — Bc5?! (Varnarmáttur svörtu stöð- unnar veikist nú.) 16. Bxf6 — gxf6, 17. Khl - Bxd4, 18. cxd4 - Kh8 (Færi svarts virðast nú ágæt eftir g-linunni en skemmtileg taktísk hending hjá hvítum gerir út um það.) 19. Bc4 — Df5? (19. - De4 var nauðsyn.) 20. d5! (Stórsnjall leikur og vinnur! 20. — Bxd5 gengur ekki vegna 21. Bd3 og drottningin fellur og aðrir leikir bjarga engu.) 20. — Bd7, 21. Bd3! — Dxd5, 22. Bxh7 (Sökum hins berskjaldaða kóngs er hvíta staðan nú gjörnunnin.) 22. — Bb5, 23. Bd3 — Bxd3, 24. Hxd3 — Df5, 25. Hh3+ — Kg7, 26. Hg3+ — Kh8, 27. Hh3+ — Kg7,28. Hh5 — Dg6,29. Í5! (Lok- in þarfnast nú ekki skýringa.) 29. — exf5, 30. Hhxf5 - Hfe8, 31. Df2 — He6, 32. HI3 — Dh5, 33. Hxf6 — He7, 34. HI5 - Dg6, 35. Dd4+ — Kf8, 36. Dh8+ — Dg8, 37. Dh5 — Dg7. svartur gafst upp. STALHF Borgartúni 31 sími 27222

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.