Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 13 Frá liðnum Jón R. Hjálmarsson: LEIFTUR FRÁ LANDI OG SÖGU. 247 bls. Suður- landsútgáfan. Selfossi 1985. »Bók þessi, Leiftur frá landi og sögu, hefur að geyma 20 þætti, er ég skráði eftir viðtölum við glöggt og skilmerkilegt fólk á ýmsum stöðum. Sumir þáttanna eru byggðir á útvarpsviðtölum, en aðrir hafa hvergi birst áður.« Svo segir Jón R. Hjálmarsson í formála. Útvarpsviðtöl hans hafa lengi notið vinsælda. Flestir við- mælendur hans hafa verið Sunn- lendingar. Svo er og í þessari bók nema hvað teknir eru tali fáeinir Norðlendingar og Vestfirðingar. Sá er að mínum dómi fremsti kostur þessara þátta, eins og fyrri þátta Jóns R. Hjálmarssonar af sama tagi, að sérhver viðmælandi er inntur eftir því sem markverð- ast hefur á daga hans drifið en varast er að drepa efni á dreif; umfram það að hver og einn gerir í upphafi stuttlega grein fyrir helstu æviatriðum og kynnir sig þannig fyrir lesendum. Lífshlaup Brynjólfs Gíslasonar á Selfossi er t.d. fyrst og fremst tengt Tryggvaskála og frá því segir hann gerst. Þar rak hann í 32 ár gisti- og veitingahús, hóf rekstur í þann tíð er Selfoss var að taka á sig örlitla þorpsmynd og hvarf ekki frá því starfi fyrr en þar var risinn myndarlegur bær. Tryggva- skáli var raunar annað og meira en staður þar sem hægt var að gista og matast. Þetta var sögu- staður sem minnti einatt á Tryggva Gunnarsson og brúar- smíði hans. Ævisaga Brynjólfs tengist því íslenskri samgöngu- sögu. Aldís Pálsdóttir fæddist og ólst upp í Hlíð í Gnúpverjahreppi. Hún man Einar Jónsson myndhöggvara Jón R. Hjálmarsson og Helga Pjeturss sem unga menn. Helgi dvaldist á bernskuheimili hennar, var þar við jarðfræðirann- sóknir. Heimilishald í Hlíð stóð á gömlum merg. f búskapartíð ömmu hennar og afa »urðu allir að vera komnir í rúmið klukkan tíu á kvöldin og þurfti mikið til, svo að út af væri brugðið.« Lífsreynslusaga húsvarðar heitir frásögn Kristjáns Guðnasonar á Selfossi. Kristján er Dalamaður að uppruna en leitaði suður á bóg- inn eins og fleiri af hans kynslóð — og staðnæmdist á Selfossi. Frá- sögn Kristjáns er um margt merki- leg, lífsreynsla hans óvenjuleg. Eins og Brynjólfur í Tryggvaskála sá hann Selfoss eflast og vaxa — og átti auðvitað þátt í þeim vexti að sínum hluta. Þegar bflarnir komu í Rangárþing nefnist þáttur þar sem Guðjón Jónsson á Hvolsvelli segir frá. í rauninni er þetta bíla- og bílstjóra- tal Rangæinga fyrstu áratugi bif- reiðaaldar þar í héraði. Rangár- þing var þá svo til hreinræktað árum sveitahérað, þorpsmyndun á byrj- unarstigi. Bændur og bændasynir urðu því fyrstu bílstjórar og bif- reiðaeigendur þar í sýslu. Fróðleg- ur þáttur um merkilegt brautryðj- endastarf. Meðal Norðlendinga, sem segja frá í þessari bók, er Björn Jónsson í Bæ á Höfðaströnd. Björn er löngu landskunnur, meðal annars sem líflegur fréttaritari Morgunblaðs- ins. Skammt frá bæ hans eru kennileiti þau sem mörgum þykja setja höfuðsvip á Skagafjörð: Drangey, Málmey og Þórðarhöfði. Björn í Bæ man tímana tvenna. Hann man svo langt, sautján ára strákur, að Jóhann Sigurjónsson kom að Bæ þeirra erinda að undir- búa hafnargerð við Þórðarhöfða. Varð Björn eins konar leiðsögu- maður skáldsins. En draumurinn varð aldrei að veruleika. »Þetta var bráðsnjöll hugdetta fyrir sinn tíma, sem kom og fór.« Frásögn Björns er fjörleg en ekki alveg laus við endurtekningar. Ég nefni líka Á fornum slóðum í Ódádahrauni, frásögn Jóns Sigur- geirssonar frá Helluvaði. Jón var löngum ferðafélagi ólafs Jónsson- ar, þess er síðar tók saman hið mikla rit, Ódáðahraun. Var það árangur af ferðum þeirra, félag- anna, og athugunum Olafs. f þann mund er þeir tóku að ferðast um óbyggðirnar var ísland ekki ókannað, að vísu, en tiltölu- lega fáir höfðu þó lagt leið sína um hálendið. í vitund margra var það töfraveröld hetjusagna og dulúðar. f kyrrstæðu samfélagi höfðu menn svo lengi þráð að sjá hvað væri hinum megin við fjallið. Jón Sigurgeirsson segir að áhugi sinn á fjallaferðum hafi vaknað þegar hann var ungur í heimahús- um. Og tólf ára fór hann fyrst í göngur. Ferðir eins og þær, sem þeir fóru síðar, ólafur og hann, kostuðu ærinn tíma og fyrirhöfn en veittu í staðinn ánægju og endurminningu sem því svaraði. Það er alltaf einhver hugljómun í frásögnum þessara gömlu ferða- garpa sem sjaldan merkist í tali þeirra sem segja frá ferðum sínum nú. Óþarft er að nefna fleiri þætti í þessari ágætu bók. Því þrátt fyrir mismunandi frásagnarefni verður naumast gert upp á milli frásagna og sögumanna. Sögumenn Jóns R. Hjálmarsson- ar eru þægilegur félagsskapur í skammdegi. Vona ég að Jón haldi áfram og safni til fleiri bóka með svipuðu efni. Lífleg lyfta Kvíkmyndir Árni Þórarinsson Austurbæjarbíó: Lyftan — The Lift ☆☆ Hollensk. Árgerð 1984. Handrit og leikstjórn: Dick Maas. Aðalhlut- verk: Huub Stapel. Allar þær vélar sem okkur hefur tekist að búa til gegnum tíðina eiga að auðvelda okkur verkin, gera lífið léttara. Raunin er stundum önnur, eins og kunn- ugt er. Þetta notfæra rithöfund- ar og kvikmyndagerðarmenn sér í ríkum mæli. Þeir eru sífellt að koma þeirri ónotatilfinningu að hjá okkur að tækin séu alls engir vinir okkar. Það sé langt frá því að við kunnum tökin á tækninni. Nær lagi sé að tæknin kunni tökin á okkur. Þetta sannaðist meðal annars á þeim góða baróni Frankenstein og manninum sem hann bjó sér til. Og á þessari öld hafa tölvur og önnur tækniundur legið undir grun um að snúast gegn meistara sínum 1 fjölda hryllingsmynda, þrillera og vís- indaskáldskap af ýmsu tagi. Nú er röðin komin að lyftunum, — tækinu sem gerir okkur kleift að ferðast hratt og örugglega upp eftir háu húsunum sem við höf- um byggt. Hollenski leikstjórinn Dick Maas byggir þennan þriller sinn á þeirri hugmynd að æ fullkomn- ari lyftutækni sé ekki öll þar sem hún er séð. Kvikmyndin Lyftan er á hinn bóginn gerð af drjúgri spennutækni og gaman að sjá Hollending spreyta sig á aðferð- um sem mjög minna á æfingar Bandaríkjamannsins Johns Carpenter. Maas semur meira að segja snöfurmannlega hljóðgerv- ilsmúsík að hætti Carpenters. Það háir myndinni að vísu að hún er dubbuð upp á amerísku og leikur í aukahlutverkum er æði misjafn. En aðalhlutverkið er Lyftan sjálf sem herjar á þá sem erindi eiga í háhýsi eitt og vél- virkjann sem kvaddur er til að gera við hana. Þetta stríð verður í meðförum Maas býsna harðsnú- ið og óhugnanlegt á köflum með jöfnu framlagi frá vísindaskáld- skap, þriller og eldingum gotn- eskrar hryllingsmyndar. Svo dettur myndin niður þess á milli, þar sem einkalíf vélvirkjans verður of fyrirferðarmikið. í heild er Lyftan skemmtilega tekin og unnin lítil spennumynd, þar sem því er haldið stíft fram að ekki sé öruggt að tækin okkar séu öll dauðir hlutir. Standi menn í þeirri trú eiga þeir á hættu að verða sjálfir dauðir fyrr en ella. UMBOÐSMENN EUROCARD eftirtaldir aðilar hafa með höndum umboð fyrir Eurocard Kreditkort sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.