Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 „Konan sem gleymdist“ * I tilefni kvennaáratugar — eftir Guðmund Hallvarðsson í Morgunblaðinu 6. nóvember skrifar Rósa Sveinbjarnardóttir athyglisverða grein um baráttu kvenna hér á landi fyrir jafnrétti. Það sem fær mig til að stinga niður penna í allri þeirri umfjöllun um réttarstöðu kvenna sem að undan- förnu hefur dunið yfir og þykir víst mörgum nóg um, er sú um- fjöllun sem hið einstaka hlutverk sjómannskonunnar í þessu þjóð- félagi hefur fengið hjá forystusveit kvenna og annarra þátttakenda kvenréttindabaráttunnar. Sjómannskonan gleymdist Alltof fáir utan sjómannastétt- arinnar gera sér grein fyrir þýð- ingarmikiu hlutverki sjómanns- konunnar sem um langan tíma í senn stendur uppi sem húsmóðir og húsbóndi á heimili sínu. Upp- eldishiutverk hennar er hvað Undirritaðir vilja koma á fram- færi athugasemdum við ræðu Kristjáns Ragnarssonar fram- kvÁmdastjóra LÍÚ sem birtist í Morgunblaðinu 7. nóvember 1985. Framkvæmdastjórinn gerir þar enn eina tilraun til þess að gera tortryggilega álagningu á olíu með því að slá ryki í augu almennings og umbjóðenda sinna. Fram- kvæmdastjórinn fullyrðir að álagning olíufélaganna hafi hækk- að óhóflega mikið á þessu ári eða um 61%. Hækkun á álagningu stafar ekki af niðurfellingu opin- berra gjalda á olíu eins og fram- kvæmdastjórinn fullyrðir heldur vegna þess annars vegar að verið var að leiðrétta að hluta skerðingu á álagningu frá því í nóvember 1984, og hins vegar hafði álagning veigamest í fjölskyldulífinu að ógleymdu því hlutverki hennar sem lýtur að verkefnum heimils- ins. Þar ofan á bætast áhyggjur þegar veður eru válynd á hafinu vegna starfa eiginmannsins, sjó- mannsins, sem vinnur við þá starfsgrein þar sem dauðsföll og slys eru hvað tíðust. í allri umræð- unni um kvenréttindi er sjómanns- konan söm við sig, hún vinnur sín ábyrgðarmiklu störf í kyrrþey og æðruleysi. Forystusveit kvenna sem og mörgum öðrum finnst það eðlilegt að námsfólk og einstæðir foreldrar njóti forgangs með börn sín á dagheimili; ekki hefur komið fram krafa frá sjómannskonunum um sama rétt varðandi vistun barna sinna og kemur þar margt til, en eflaust gætu slík forréttindi komið sér vel. Fyrir nokkrum árum vann hóp- ur fræðimanna að könnun á fjöl- sky'dulífi sjómanna. Margt at- hyglisvert kom þar fram hvað varðar stöðu sjómannskonunnar sem vissulega hefði getað verið lóð á vogarskál þess málaflokks kven- réttindabaráttunnar sem fjallar verið óbreytt í krónutölum í hálft ár. Til frekari glöggvunar fyrir framkvæmdastjórann er með- fylgjandi línurit sem sýnir þróun verðlags, álagningar olíu og fisk- verðs fyrir tæplega tveggja ára tímabil. Framkvæmdastjórinn hefur ef til vill ekki gert sér grein fyrir því að á tímabilinu hefur verð á botnfiski hækkað um 53% á meðan álagning olíufélaganna hefur hækkað um 27%. Á sama tíma hefur byggingavísitala hækk- að um 48%. Fullyrðingar framkvæmdastjór- ans koma enn frekar á óvart í ljósi þess að hann hefur fulla vitneskju um að tap olíufélaganna á sölu bensíns, gasolíu og svartolíu það sem af er árs nemur meira en 150 milljónum kr. um stöðu konunnar í nútímaþjóð- félagi. Ein kona í 5 manna lúkar Árið 1978 var unnið að endur- skoðun reglugerðar um öryggi og aðbúnað í skipum, leitað var víða fanga til samanburðar á slíkum reglum m.a. á Norðurlöndum. Frá Noregi komu þær upplýsingar að væri kona í áhöfn fiskiskips skyldi hún hafa sér klefa. Nú var úr vöndu að ráða og var jafnréttisráði sent bréf og leitað umsagnar, jafnframt sem bent var á að giltu slíkar reglur á íslandi gæti það orðið þess valdandi að erfitt gæti það reynst konum að fá skippláss. Beðið var svars jafn- réttisráðs um langan tíma, en áður en það barst kom á skrifstofu Sjó- mannafélagsins ung kona sem var háseti á vertíðarbát suður með sjó. Erindið var að fræðast um kaup og kjör en ég notaði tækifær- ið og spurði hana álits á skipan vistarvera fiskiskips þegar kona væri um borð, jafnframt um henn- ar hagi sem háseta á fiskiskipi. Hún kvað það af og frá að settar yrðu sérreglur varðandi vistarver- ur ef kona væri í áhöfn, kvaðst vera í 5 manna lúkar með 4 körlum Samkvæmt upplýsingum sem fram komu á þingi LlÚ nemur tap botnfiskflotans 2—3% af tekjum. Tap olíufélaganna á sölu gasolíu nemur aftur á móti 3—4% af tekjum. Hér hefur einungis verið gerð athugasemd við umfjöllun fram- kvæmdastjórans um álagningu á olíu. Full ástæða hefði þó verið til Guðmundur Hallvarðsson „Alltof fáir utan sjó- mannastéttarinnar gera sér grein fyrir þýðing- armiklu hlutverki sjó- mannskonunnar sem um langan tíma í senn stendur uppi sem hús- móðir og húsbóndi á heimili sínu.“ þess að gera athugasemdir við fleiri atriði í máli hans. Bjarni Bjarnason, Olíufélagið Hf. Kristján B. Ólafsson, Skeljungur Hf. Höfundar sjá uw verðlagsmál olíu- félaganna og útreikninga á álagn- ingu. og því fylgdu engin vandkvæði fyrir sig. Neitaði því ekki að hún tæki eftir því þá karlar allir væru komnir í koju að annað auga eins skipsfélaga lokaðist ekki fyrr en hún væri komin í koju. Um síðir kom langt svar jafnréttisráðs þar sem engin afstaða var tekin í mál- inu og býr kona við algjör jafn- réttindi hvað varðar aðbúnað og laun um borð í íslenskum fiskiskip- um og farskipum. Höfundur er formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur. Einn sá athygiis- verðasti Hljómplötur Siguröur Sverrisson Prince Pop Life Warner Brothers/Steinar Ég man alltaf hvað mér fannst Prince „pempíulegur" og tónlist hans þrautleiðinleg í ofanálag þegar ég heyrði fyrst í honum. Ásgeir Bragason, þá- verandi trymbill Purrks Pilln- ikks, dró plötu með honum með sér eitt sinn er ég átti spjall við sveitina og smellti henni á fón- inn. Ég held öllum hafi fundist lítið til hennar koma nema Ásgeiri sjálfum. Þessi skoðun mín á Prince var óbreytt allt fram á mitt síðasta ár er hann sendi frá sér plötuna Purple Rain. Með henni urðu vissulega ákveðin tímamót á ferli þessa sérstæða poppsnillings og með þessum tímamótum opnuðust einnig augu almennings hér á landi fyrir hæfileikum hans. Lög á borð við When Doves Cry, Let’s Go Crazy og Purple Rain, titil- lag samnefndrar kvikmyndar, nutu feikilegra vinsælda á rás 2 en frá því tónar þeirra laga dóu út hefur að mestu verið hljótt um hann, a.m.k. á öldum ljósvakans. En Prince er ekkert að gefa eftir ef marka má nýjustu plöt- una hans, Pop Life, jafn undar- legur blendingur af tónlist og hún er nú sannast sagna. A Pop Life ægir saman öllum mögulegum og ómögulegum stefnum í poppinu; hreinrækt- uðu poppi, diskói, rokki, rythm’n’blues og jafnvel klass- ík. Öllu þessu blandar meistari Prince saman af eigin hug- vitssemi og tekst giska vel upp í flestum tilvikum. í raun er Pop Life dæmigerð plata fyrir Prince, mann sem fer sínar eigin leiðir. Á að hlusta kann platan að virka stefnulaus, lögin koma hvert úr sinni áttinni, en stefnufest- an ræður hins vegar ríkjum þegar um er að ræða vinnu- brögð og úrvinnslu hugmynda hjá Prince. Hann er allt í öllu sjálfur; semur, syngur, leikur á flest hljóðfæri, stjórnar upp- tökunum o.s.frv. Mörg laganna á Pop Life eru hreinustu gullkorn og nægir þar að nefna Temptation, titil- lagið Pop Life, Raspberry Ber- et, Tambourine og The Ladder, sem er alls ekki ósvipað Purple Rain að uppbyggingu. Víst er það svo með Prince eins og marga aðra, að menn skiptast í tvo hópa þegar gera á upp hvort tónlist hans sé skemmtileg eða ekki. Hinu held ég að enginn neiti að Prince er einhver allra athygl- isverðasti popparinn á rjátli þessa dagana. Pop Life er góð- ur vitnisburður um það. Húsbyggjendur og verktakar—Sparið peninga! Þaö er dýrt að byggja, um það eru allir sammála. Því er mikilsvert að spara peninga þar sem því veröur við komið. Fyrirtækið Jonis Trolast er þekkt á öllum Norðurlöndum vegna flutninga þess á byggingavörum frá verksmiðjum beint til kaupanda. Fyrirtœkið útvegar og flytur timbur, glugga, hurðir, plötur, innréttingar og einangrun. • Þið sendið okkur teikninguna og við sendum öll gögn um hæl — ykkur að kostnaðarlausu. • Við sjáum um ftutningsskjöl og toll- pappira. • Margir flutningsmöguleikar. • Við ffytjum vðruna hvert sem er á ís- landi. • Framkvæmdastjórinn okkar er tslenskur, spyrjið um: Níels Jón Þóröarson. • Biðjið um tilboö — Beriðsaman — Sjáið hvað unnt er að sparal Álagning á olíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.