Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 12. NÓVEMBER1985
37
t
SKÚTULÍF/ Ásgeir Hvítaskáld
Víkingaskipin sigla enn
Árið 1000-1050, þegar víkingaöldin
var að líða undir lok, herjuðu
norskir víkingar á Danmörku.
Margrét Danadrottning lét hlaða
grjóti í nokkur víkingaskip og
sökkti þeim á siglingaleiðinni í
þröngum firðinum 20 kílómetrum
frá Hróarskeldu á Sjálandi. Þetta
voru dýrar framkvæmdir á þessum
tíma en skip víkinganna voru
helstu óvinir þegna landsins. Vík-
ingaöldin leið undir lok og Margrét
drottning dó árið 1412. En víkinga-
skipin lifa enn.
Á 20. öld vissu fiskimenn við
fjörðinn að grynningarnar voru
skip. Loks þegar þetta var athugað
með aðstoð kafara, árið 1957, kom
í ljós einn merkasti fornleifafund-
ur seinni tíma. Þarna voru 5 nokk-
uð heilleg skip frá víkingaöldini.
Árið 1962 var járnþil rekið niður
kringum grynningarnar og svæðið
þurrkað upp. Dag og nótt var sjó
og leðju dælt upp. Síðan kom
vinnufólkið sem fékk ekki að ganga
í leðjunni, heldur þurfti að liggja
á plönkum og moka drullu í fötur.
Brátt komu dökkir trébútar í ljós.
Stöðugt varð að vöka munina
annars molnaði viðurinn í þeim.
Garðslöngur og vatnsúðar voru um
allt svæðið. Eitt sinn fór raf-
magnið af, þá þurfti að ausa með
handafli á spýturnar og gerði
mannskapurinn ekkert annað á
meðan.
Víkingaskipin höfðu flast út
undan þunga grjótsins en þetta var
eins og mjög flókið pússluspil, þar
sem spýtur fundust hér og þar í
drullunni. Teknar voru ljósmyndir
og merkt inn á kort hvar hver
hlutur fannst. Spýturnar voru lin-
ar eins og pappír. Allir partar voru
settir í plastpoka, svo þeir þornuðu
ekki, síðan ferjaðir í land. Núna
var andrúmsloftið þeirra aðal
óvinur. Partarnir þurftu langa
meðhöndlun til að verja þá frá
skorpnun. Á 4 mánuðum tókst að
grafa upp 5 skip í 10.000 bitum.
En það var eftir að raða saman.
Og ég ráfa nú um í nýlegri stein-
byggingu sem er byggð út í flæðar-
málið. Inn í stórum sal er yfirsýn
yfir 5 víkingaskip, 3 lítil en 2 stór.
Það vantar hluta í þau en listar
halda þeim saman og sýna lögun-
ina. Viðurinn er dökkur og göt eftir
sauminn. Þarna spígspora ég inn-
an um túristana. Þeir taka myndir
af öllu, en ég grandskoða allt og
prenta það í huga minn. Þeir sem
smíðuðu þessa báta í upphafi hafa
örugglega verið með ólæknandi
bátadellu, eins og ég.
Víkingahöllin var opnuð í júní
1969, áður en fyrsta skipið var
full uppsett, svo var áhuginn
Eftirlíking af orrustuskipi á sigiingu.
mikill. Og fólkið fylgdist með er
þeim var raðað saman. Þarna
standa þau á teinum, líkt og
gamall draumur sem er í hlekkjum
og fær ekki að deyja.
Eitt skipið var breitt og djúprist
með háu yfirborði, 16 metrar á
lengd og 4,5 metrar á breidd. Því
var greinilega ætlað að sigla yfir
hafið; belgmikið og gat borið mik-
ið. En ekkert skjól var fyrir fólkið
um borð. Þetta skip fór I verslunar-
ferðir frá Danmörku til Englands,
íslands og Grænlands; með fólk,
varning og fénað. Sennilega var
það byggt f Suður Noregi upp-
haflega, það var úr furu og eik.
Breitt þversegl hafði drifið skipið
áfram. Þarna stóð ég og ímyndaði
mér það bruna niður öldudali út-
hafsins. Fallegt skip.
Lítið orrustuskip stóð þarna við
gluggann næstum því tilbúið. Það
hefði ekki verið mikið mál að draga
það út um gluggann og fleyta því
út á bláan fjörðinn. en túristarnir
hefðu ekki fengist til samstarfs.
Þessu skipi réru 24 menn og í efsta
borðinu voru göt fyrir árarnar.
Skrokkurinn var mjög rennilegur,
stefnið hvasst og ég heyrði vop-
naglamur.
Stærsta skipið var rosalegt,
æðislegt, stórkostlegt. Það var 28
metrar á lengd, svo langt að forn-
leifafræðingarnir héldu að um 2
skip væri að ræða, en svo kom í
ljós að þetta voru leifar af eina
fundna langskipinu. Á víkingatím-
anurn óttuðust menn þetta skip
meira en allt annað; það fór i
langar ránsferðir. Skipið var knúið
með stóru segli en í árás réru 40-50
vöðvastæltir karlmenn því á skrið.
Skrokkurinn var langur og mjög
svo hægt væri að sigla því geyst
og draga það auðveldlega á land.
Enn var verið að raða skipinu
saman, merktir bitar lágu á gólf-
inu. Ég gat séð lögun þess á listum
fornleifafræðinganna sem sýndu
útlínur skipsins. Brátt var ég
kominn út á haf og stóð á miðju
dekkinu. Stórir ölduhryggir riðu
haffletinum en skvetta kom ekki
inn því skrokkurinn svignaði eftir
þörfum. Ég skipaði víkingunum að
beita upp í og hægt var að sigla
furðu mikið upp í vindinn. Svo
sigldum við undan vindi og brun-
uðum áfram. Ég fann mjúkar
hreyfingar skipsins og hvernig það
varðist ólag eins og æðarkolla.
Brátt sá ég land rísa úr sjó, hrika-
leg og dimm fjöll. Svo kom sólin
upp. Ég fann svalt sjávarloftið
smjúga um vanga minn.
„Ásgeir," segir fararstjórinn og
ég hrekk upp.
„Já, hæ.“
„Ertu ekki að koma, rútan bíð-
ur?“
„Jú, jú, ég er að koma. En ...-
hugurinn verður eftir.“
Víkingaskipin sigla enn.
Fyrirliggjandi í birgðastöð
Ryðfrítt
stangastal
V Stálqæði: AISI304
L l L L vinkill
□ dZl profílar
---------flatt
SINDRA
OO
sívalt
pipur
Fjölbreyttar stærðir
og þykktir
STALHF
Borgartúni 31 sími 27222
íslenskar ilmvömr. Nýr ihnur: " Vofcanique em de táiette" úði.