Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER1985 27 MorgunblaAið/Árni Sæberg og Bjarni. Ossur Skarphédinsson, ritstjóri Þjóðviljans, hafði sig mjög í frammi á fundinum og lýsti Alþýðubandalaginu sem pólitískri hundahreinsunarstöð. Hér slá þeir Óssur og Guðmundur J. Guðmundsson á léttari strengi, en ekki er víst að Össuri verði mikill hlátur í hug, ef þau sjónarmið að ráða eftirlitsmann með honum og hans stefnu að Þjóðviljanum, í formi þriðja ritstjórans, verða ofan á. sem var litið á sem frambjóðanda flokkseigendaklíkunnar og sér- stakan málsvara kvenna færi ekki fram. Flokksforystan hafði þá haft í hótunum við þá sem studdu Kristínu. Sagt að með því að draga ekki til baka framboð hennar, þá væru þeir að stefna Alþýðubanda- laginu í stóra hættu, og áttu þá við hættu á kiofningi. Jafnframt hótuðu þeir því að bjóða Ásmund Stefánsson fram á móti Ólafi Ragnari í formannssæti fram- kvæmdastjórnarinnar. Þegar loks samningar höfðu tekist, þá lá sú málamiðlun fyrir að Svavar yrði áfram formaður (um það var að vísu aldrei neinn ágreiningur) Kristín Á. Ólafsdóttir, varafor- maður, Pálmar Halldórsson, ritari og Margrét Frímannsdóttir gjald- keri. Það er skemmtileg smásaga að baki uppstillingar Pálmars, sem er kornungur æskulýðsfylkingar- maður. Hann er framkvæmda- stjóri Iðnnemasambandsins og tengist þannig verkalýðshreyfing- unni. Auk þess er hann bróðurson- ur Sigurjóns Péturssonar, borgar- fulltrúa, sem tilheyrir flokkseig- endaklíkunni. Því líta flokkseig- endurnir, verkalýðsarmurinn og unga fólkið í Alþýðubandalaginu öll á Pálmar sem sinn fulltrúa í æðstu stjórn flokksins. Engu að síður liggur það fyrir að tilnefning Að vísu segja talsmenn verkalýðs- hreyfingarinnar að Ásmundur Stefáns- son og stuðningsmannalið hans í fram- kvæmdastjórn hafi styrkt stöðu sína svo í framkvæmdastjórn, að þau eigi eftir að velgja formanni stjórnarinnar undir uggum, ef þörf krefur. Ólafur Ragnar Grímsson telur sig og sín sjónarmið hafa unnið sigur á nýaf- stöðnum landsfundi. Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, er talinn höfundur þeirrar málamiðlunar, sem gerð var, og kom í veg fyrir að stríðandi öfl færu út í opinbera styrjöld. forystusveit flokksins, þó að ein- hver ný andlit skipuðu forystu- sveitina í fundarlok. Einn viðmæl- andi blaðsins sagði: „Blessuð góða, flokknum verður ekki bjargað úr þessu. Forystan hugsar um það eitt að vernda stóla sína og vill enga breytingu. Það er einkenn- andi fyrir einangrun forystusveit- arinnar, gamla flokkseigendafé- lagsins að hún blandar ekki einu sinni geði við landsfundarfulltrúa, heldur situr á endalausum sam- særis- og klíkufundum hér uppi á hanabjálka." Annar sagði: „Það sem ég óttast mest að gerist hérna, verði nákvæmlega ekki neitt. Það er það sem forystan vill, og auðvit- að vill íhaldið það einnig, því óbreytt ástand hefur í för með sér áframhaldandi fólksflótta úr Al- þýðubandalaginu." Einn viðmæl- andi enn sagði: „Það sem þarf að gerast á þessum fundi, en gerist örugglega ekki, er að skipta um allt topplyklasettið." þessum fundi. Var jafnframt rætt um það að verkalýðsarmur flokks- ins hefði mjög styrkt stöðu sína á þessum fundi, þar sem hann hefði nú svo þungt vægi í framkvæmda- stjórnflokksins. Pólitísk hunda- hreinsunarstöð Össur Skarphéðinsson ritstjóri Þjóðviljans, tilheyrir tvímælalaust þeim hópi alþýðubandalagsmanna sem verið hafa með andóf að undanförnu. Össur hélt andófi sínu áfram á landsfundinum af miklum ákafa, við mjög góðar undirtektir margra landsfundarfulltrúa, en takamarkaða hrifningu annarra. Til dæmis lýsti Össur Alþýðu- bandalaginu á laugardag sem póli- tískri hundahreinsunarstöð, og fóru þessi ummæli hans svo fyrir brjóstið á sumum að Össur átti í orðsins fyllstu merkingu fótum fjör að launa á landsfundarfagnaði á laugardagskvöld. Ingi R. Helga- son reiddist þessum ummælum svo heiftarlega að hann tók frakka sinn og gekk af fundi, og kom ekki aftur. Össur gerði lítið úr reiði flokksbræðra sinna og sagðist einungis hafa átt við að mikii spenna ríkti f flokknum, og nú væru menn að hreinsa út þann uppsafnaða óróa og spennu sem fyrir væri, og það mætti vel orða það sem pólitíska hundahreinsun. Það var ekki fyrr en síðdegis á laugardag sem fyrir lá að uppstill- ingarnefnd myndi gera tillögu um Krístínu Á. Ólafsdóttur í varafor- mann, og að Álfheiður Ingadóttir, hans er tilkomin vegna ákvörðunar verkalýðsarmsins. Flokkseigendaklíkan ætlaöi aö sýna fram á lítiö fylgi Kristínar Þegar Rannveig Traustadóttir gerði fulltrúum grein fyrir tillög- um uppstillingarnefndar í stjórn flokksins og framkvæmdastjórn, sagði hún með þunga að þetta hefði verið gífurlegt starf fyrir nefnd- ina, og legði hún eindregið til að tillögur hennar væru samþykktar. Þótti sumum fulltrúum þetta nokkuð einkennileg tilmæli Rann- veigar, þar sem hún hefur verið talin tilheyra „lýðræðiskynslóð- inni“. Jafnframt þótti þetta ákall Rannveigar til landsfundarins endurspegla þau átök sem átt höfðu sér stað í nefndinni. Formannskjörið sjálft varð síð- an með sögulegum hætti, því þegar Svavar Gestsson hafði verið end- urkjörinn með lófataki, eins og hefð er fyrir, þegar aðeins einn maður er í kjöri, bað Helgi Guð- mundsson fundarstjóri menn að hætta lófatakinu því fyrir fundin- um lægi tillaga um að skrifleg kosning færi fram um formanninn. Setti menn hljóða við þessa fregn, en síðan fór óánægjukliður um salinn. Ekki leikur nokkur vafi á því að tillagan um skriflega kosn- ingu var flutt með vitund Svavars. Var markmiðið með tillögunni að sýna fram á ótvíræðan styrk for- mannsins, og markmiðið með til- lögunni um skriflega kosningu varaformanns, sem flutt var í kjölfar formannskosningarinnar, „Lýöræöisöflin hafa tekið völdin“ Á sunnudagskvöldið var hljóðið í fulltrúunum orðið heldur betur annað, því menn sögðu: „Hér hafa raunverulegar, róttækar breyting- ar átt sér stað. „Lýðræðisöflin" hafa tekið völdin, og flokkseigend- ur verða nú að starfa með þeim.“ Var að heyra að mjög almenn án- ægja landsfundarfulltrúa væri með niðurstöður fundarins, og mátti merkja af orðum manna, að þeir teldu að raunveruleg ný sókn Alþýðubandalagsins hefði hafist á jafnframt að sýna fram á lítinn styrk Kristínar. Þau Adda Bára Sigfúsdóttir og Gísli B. Björnsson voru höfuðpaurarnir á bak við til- lögurnar um skriflega kosningu, en þau eru bæði mjög nánir sam- starfsmenn Svavars, auk þess sem þau þykja vera tákn fyrir foringja- holla flokksmenn. Niðurstaða kosningarinnar varð sú að Svavar hlaut 243 atkvæði af 276, sem er 88% greiddra at- kvæða, en Kristín hlaut 181 at- kvæði af 265, sem er 68% atkvæð- anna. Höfðu þau Adda Bára og Gísli gert þessa tillögu með þá von í huga, að Kristín hlyti innan við 50% atkvæða, og hugðust þar með sýna fram á að varaformaður með svo lítinn stuðning yrði að sitja og standa eins og formaðurinn með 90% fylgi segði. Þetta brást, þann- ig að stuðningsmenn Kristínar hrósuðu sigri, og sögðu hennar kosningu góða. Þó sögðu þeir fram- komu formannsins skyggja á sig- urgleði þeirra. Hann hefði ekki í einu orði lýst samstarfsvilja, né rétt fram sáttahönd. Sögðu þeir það hafa verið ómaklega fram- komu formannsins að óska Krist- ínu ekki til hamingju með kjörið og bjóða hana velkomna í varafor- mannsstarfið. Bentu þeir á að í eina skiptið sem skrifleg kosning hefði farið fram áður um formann flokksins, þegar Ragnar Arnalds var kjörinn formaður, hefði hann hlotið um 70% atkvæða. Enn- fremur bentu þau á að það væri í sjálfu sér þakkarvert að flokkseig- endafélagið léti fara fram skrif- lega skoðanakönnun á fylgi sínu, og í ljós hefði komið að þeir hefðu ekki nema 80 manns, þ.e. þá sem skiluðu auðu í varaformannskjör- inu. Aðrir benda hins vegar á að margir þeir sem tilheyra flokks- eigendahirðinni séu staðfast fólk sem virði gerða samninga, og hafi því margir kosið Kristínu sem séu henni harðlega andsnúnir. Kjartan ölafsson fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans hefur ávallt verið dyggur stuðningsmaður Svavars. Hann starfaði í uppstill- ingarnefnd og er talinn höfundur þeirrar málamiðlunar sem fram kemur í uppstillingu nefndarinnar í framkvæmdastjórn og Kristínar í varaformannsembættið. Þeir Baldur Óskarsson fyrrum fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalags- ins og Þröstur Ólafsson studdu hann í þessari tillögugerð, sem mun hafa verið Svavari Gestssyni mjðg ógeðfelld, einkum sá liður sem á göngum Borgartúns 6 gekk undir nafninu „Gentlemen’s agree- ment“. Það samkomulag gekk út á það að verkalýðsarmurinn fengi að styrkja stöðu sína í fram- kvæmdastjórn flokksins, en Ólafur Ragnar yrði áfram formaður framkvæmdastiórnar. Niðurstað- an varð sú að Olafur Ragnar yrði kjörinn formaður, en það yrði hins vegar ekki fyrr en á fundi fram- kvæmdastjórnar að afloknum landsfundi. Þeir Kjartan, Baldur og Þröstur gengu milli manna aðfaranótt laugardags og reyndu að miðla málum. Niðurstaða málamiðlun- arinnar varð svo sú að „lýðræðis- sinnar“ gengust inn á að verka- lýðsarmurinn fengi að styrkja stöðu sína í framkvæmdastjórn- inni, en ólafur Ragnar yrði for- maður hennar og Kristín varafor- maður flokksins. Telja stuðnings- menn Kristínar og ólafs Ragnars þetta mikinn sigur fyrir sig og sín sjónarmið, en verkalýðsarmurinn og gamla forystuliðið túlka niður- stöðuna sér í hag og telja sig hafa ótvíræðan meirihluta í fram- kvæmdastjórninni þannig að í reynd hafi þau völdin í sínum höndum. Framkvæmdastjórnin er nú þannig samansett að allir meginstraumarnir í Alþýðubanda- laginu eiga þar sína fulltrúa. Til- lögur uppstillingarnefndar um menn í framkvæmdastjórn voru þessar: Álfheiður Ingadóttir, (talin tilheyra flokkseigendafélaginu) Ásmundur Stefánsson, (fulltrúi verkalýðsarmsins) Guðrún Ágústsdóttir, (talin tilheyra flokkseigendafélaginu) Hansína Stefánsdóttir, (fulltrúi verkalýðs- armsins) Jóhannes Gunnarsson, (formaður Neytendasamtakanna, stendur utan við átökin) Ólafur Ragnar Grímsson, (talsmaður lýð- ræðisaflanna) Sigrún Clausen, (fulltrúi verkalýðsarmsins) Sigur- jón Pétursson (talinn tilheyra flokkseigendaklíkunni) og Össur Skarphéðinsson (talsmaður lýð- ræðisaflanna). Hlutu þau öll kosn- ingu. „Það sem þetta snýst um er annars vegar gamla pólitíkin, þar sem málin eru leidd til lykta með einhverjum klíkupóstum sem sitja á lokuðum fundum úti f bæ, og hins vegar það sem við köllum nýju pólitíkina, sem byggist á því að málin séu rædd fyrir opnum tjöld- um. Ef það sé ágreiningur, þá sé það allt í lagi að hann komi í ljós. Það sé skorið úr í kosningum um menn og málefni, þannig að kosn- ingar séu ekkert feimnismál." Þetta er lýsing eins landsfundar- fulltrúans í hnotskurn á því sem hann telur að ágreiningurinn hafi staðið um. Vart þarf að geta þess að hann tilheyrir „lýðræðisarmin- um“. Hann sagðist tvímælalaust telja að sjónarmið „lýðræðis- sinnanna" hefðu unnið stórsigur á landsfundinum, því fjölmargir fullt"úar hefðu komið til fundarins með þann ásetning að styðja við bakið á formanninum, því hann þyrfti á því að halda. Hins vegar hefði framvinda fundarins orðið slík, að fulltrúar hafi skynjað þann mun sem fælist í nýju stefnunni, miðað við þá gömlu, og þvf hefðu þeir söðlað um. Það hefðu þeir gert án þess að snúa baki við for- manninum, því hann hefði hlotið mjög góða kosningu, en með því að kjósa Kristínu sem varafor- mann og lýsa þannig yfir vilja sínum um breytta og bætta starfs- hætti flokksins hefðu þeir stutt „lýðræðiskynslóðina". Öðrum þykir þetta næsta spaugileg útlistun á samninga- makki „lýðræðisaflanna" á lands- fundinum, en þeir segjast setja traust sitt á það að aukinn styrkur verkalýðsarmsins í framkvæmda- stjórninni og sú eindregna krafa sem fram hafi komið á lands- fundinum um drengilegt samstarf hinna ólíku hópa f flokknum, og samræmt starf, m.a. um samhæfð viðbrögð flokksins og Þjóðviljans muni skila flokknum árangri á næstu mánuðum. Ekki er nema von að menn spyrji hvað sé framundan hjá Alþýðubandalaginu eftir að þess- um sögulega landsfundi flokksins er lokið. „Það hefur aldrei gerst í islenskri pólitík að öfl sem hafa ráðið flokki í áratugi verði undir,“ sagði einn viðmælandi blaða- manns. Hann sagði þennan fund geta verið tákn um þá baráttu vinstra fólks í landinu sem væri framundan. Unga fólkið hefði tví- mælalaust komið mjög sigur- stranglegt út úr fundinum. Komin væri sterk blokk innan Alþýðu- bandalagsins, sem hefði alla að- stöðu til þess að móta stefnu og starfshætti Alþýðubandalagsins f anda þeirra hugmynda sem „lýð- ræðiskynslóðin" hefði barist fyrir. Annar sagði að það sem raun- verulega hefði gerst á þessum fundi væri að lýðræðiskynslóðin hefði keypt sér embætti varafor- manns og formanns framkvæmda- stjórnar því verði að sitja í minni- hluta í framkvæmdastjórn. Hann sagði að á næstu vikum og mánuð- um myndi koma í ljós hvort þeim meirihluta yrði beitt eða hvort samkomulag tækist um samstarf allra aðila. Á þessari stundu væri því í reynd útilokað að segja til um hver kæmi út sem sigurvegari. Reynslan ein getur skorið úr um það hvort fullyrðingar um gott samstarf og heilindi fá staðist. Það liggur hins vegar fyrir, að þótt ný forystusveit Alþýðubandalagsins hafi verið kjörin, þá eru í þeirri sveit fulltrúar ólíkra afla og sjón- armiða, og ekki að efa að í brýnu getur skorist, ekki sfst í ljósi þess að framkvæmdastjórnin er skipuð mun sterkari einstaklingum nú en nokkurn tima áður. Hvort slíkt á eftir að styrkja og efla Alþýðu- bandalagið sem pólitískt afl vinstri manna f landinu getur tíminn einn leitt í ljós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.