Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 7 Landsbókasafnið; Sýning á verkum Matthíasar Jochumssonar LANDSBÓKASAFN íslands minníst 150 ára afmælis Matthíasar Joc- humssonar með sýningu í anddyri Safnahússin, þar verða sýnd ýmis verk hans, bæði prentaðar útgáfur og handrit, ennfremur nokkur sýnis- horn þess, er um hann hefur verið ritað. Sýningin mun standa næstu vikur á venjulegum opnunartíma safnsins, mánudaga til föstudaga kl. 9—19 og laugardaga kl. 9—12. Stærðfræði- keppni fram- haldsskóla- nema hefst í dag í DAG, þriðjudaginn 12. nóvember, kl. 8.00, munu hundruð framhalds- skólanema um land allt keppast við að leysa dæmi og þrautir í annarri stærðfræðikeppninni, sem Félag raungreinakennara í framhaldsskól- um og íslenzka stærðfræðifélagið gangast fyrir. Að þessu sinni er keppt á tveim- ur stigum, lægra stigi fyrir fyrstu tvö námsárin, en hinu efra einkum fyrir þá sem lengra eru komnir. Keppnin er jafnframt fyrsti áfangi í því að velja keppendur í keppnis- lið íslendinga á ólympíukeppni í stærðfræði. Undirbúningur keppn- innar hefur staðið á annan mánuð og er hún nú með svipuðu sniði og keppnir sums staðar erlendis, t.d. í Ástralíu, Kanada og Banda- ríkjunum. Að undirbúningi hafa unnið kennarar við Háskóla íslands, sem setja saman verkefnin, og kennar- ar við framhaldsskólana, sem sjá um framkvæmd keppninnar. Þeir sem bezt standa sig verða þjálfaðir sérstaklega fyrir úrslitakeppni, sem haldin verður í vor, en sigur- vegarar í henni fá vegleg verðlaun. Keppnin er að fullu kostuð af IBM á íslandi. Nýjar hraða- hindranir í Reykjavík BORGARRÁÐ hefur samþykkt að settar verði hraðahindranir með upphækkunum á eftirtöldum stöð- um í borginni: Á Sogavegi, milli Tunguvegar og Réttarholtsvegar. Á Langholts- vegi, norðan Skeiðarvogs, og á Haðaland, á Neshaga og á Bræðra- borgarstíg. Háskóla- tónleikar Háskólatónleikar veróa haldnir í Norræna húsinu á morgun, mióviku- dag, kl. 12.30 og eru þetta fjórðu tónlcikarnir á haustmisseri 1985. Gisli Magnússon píanóleikari flytur Prelúdíur og fúgur úr „Das wohltemperierte Klavier 1“ eftir J.S. Bach. Jólasendingin í ár til vina og viðskiptamanna erlendis. Nýlega kom út hjá Bókaútgáfunni Vöku viðamikil og sérlega vönduð bók á ensku um það fjölbreytilega listalíf sem er í deiglunni hér á íslandi. Bókin ber heitið Iceland Crucible. A modem Artistic Renaiss- ance. Hún er um 200 blaðsíður í stóru broti. í bókinni er leitast við að veita innsýn í lifandi menningarlíf íslensku þjóðarinnar, sem sýnt hefur að á þessu sviði stendur hún jafnfætis mörgum mun fjölmennari þjóðum. Sigurður A. Magnússon rithöfundur tók saman efnið og skrifaði textann, en heimskunnur ljósmyndari, Vladimir Sichov, tók þær rúmlega 170 ljósmyndir af íslenskum listamönnum sem bókina prýða. KYNNINGARVERÐ TIL ÁRAMÓTA Iceland Crucible býðst nú á sérstöku kynningarverði sem gildir til áramóta: kr. 2.840,-. 1. janúar hækkar verðið í kr. 3.680,-. Bókinni fylgja traustar umbúðir sem verja hana fyrir hugsanlegu hnjaski á leiðinni yfir hafið. GÓÐ LANDKYNNING Viljir þú styrkja viðskiptasambönd þín erlendis eða gleðja vini handan hafsins, er tilvalið að senda þeim eintak af þessari stórglæsilegu bók. §<c----------------- Iceland Crucible er einhver athyglisverðasta kynning á íslandi samtímans sem kostur er á. Með henni er sleginn nýr tónn: Þar er vakin sérstök athygli á að í okkar fagra landi býr þjóð sem unnið hefur mikil afrek á sviði lista og menningar. Við eigum að vera stolt af því að gera umheiminum þetta ljóst. HAFÐU SAMBAND VIÐ OKKUR STRAX í DAG! Jólunum er ekki hægt að fresta og því er ekki eftir neinu að bíða ef bækurnar eiga að berast tímanlega til útlanda. Sláðu á þráðinn til okkar við fyrsta tækifæri. Síminn er: 32800. Við afgreiðum pantanirnar á svipstundu. VAKA Ijrioafril Bókin Iceland Crucible býðst nú á sérstöku kynningarverði sem gildir til áramóta: kr. 2.840,- 1. janúar næstkomandi hækkar verð bókarinnar í kr. 3.680,- Ef þið kaupið fleiri en 10 eintök munum við semja um sérstakan viðbótarafslátt. Við óskum eftir að kaupa | | eintök af bókinni Iceland Crucible og fá þau send sem allra fyrst. Nafn kaupanda Heimilisfang Póstnr. Staður VAKA - HELGAFELL Síðumúla 29 108 Reykjavík. St'mi Undirskrift ^ess sem pantar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.