Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 t Eiginkona mín, ANNA STEFÁNSDÓTTIR, Reynimel 27, andaöist í Landakotsspítala 10. nóvember. Friörik Sigurbjörnsson. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐFINNA LEA PÉTURSDÓTTIIR, Öiduslóö 10, Hafnsrfiröi, er lóst 3. nóvember, veröur jarðsungin frá Þjóðkirkjunni i Haf narfiröi ■ miövikudaginn 13. nóvember kl. 15.00. Jón Egilsson, Egill Jónsson, Kristjana Magnúsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Viöar Jónsson og barnabörn. t I Fóstursystirmín, RÓSA JÓNASDÓTTIR frá Þverdalí Aöalvík, til heímilis aö Rauöalæk 22, lést í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 9. nóvember. Fyrir hönd okkar systkinanna og annarra vandamanna. Ingimar Guömundsson. t Eiginmaður minn, TORFI GUÐBRANDSSON, Suöurgötu 12, Keflavík, lést í Landakotsspítala 9. nóvember. Fyrir mína hönd og annarra aöstandenda, Elín Sigurjónsdóttir. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUDLAUG EIRÍKSDÓTTIR, Granaskjóli 14, veröur jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavik í dag þriöjudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Hanna Kristinsdóttir, Hilmar Gestsson, Otti Kristinsson, Rannveig jvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUDNÝJAR ÞORVALDSDÓTTUR, Furugeröi 1, verður gerö frá Fossvogskirkju í dag, þriöjudaginn 12. nóvember, kl. 15.00. Margrét Ásgeirsdóttir, Haraldur Ásgeirsson, Jóhanna Ásgeirsdóttir, Sigurður Þorkelsson, Bjarni Ásgeirsson, Guölaug Rögnvaldsdóttir, Helga Ásgeirsdóttir, Einar E. Sæmundsen, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginkonu minnar, móöur okkar og tengdamóður, JÓNÍNU KVARAN, frá Mælifelli í Skagafiröi, til heimilis aö Hvassaleiti 155, ferframfrá Langholtskirkju fimmtudaginn 14. nóvemberkl. 13.30. Ólafur Kristjánsson, Tryggvi Ólafsson, Einar Ólafsson, Sólveig Vignisdóttir, Anna Ólafsdóttir, Pálmi Gunnarsson. t Elskulegur eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi, ANTON SCHNEIDER, verkstjóri, Gnoóarvogi 26, /eröur jarösunginn frá Kristskirkju, Landakoti miövikudaginn 13. lóvemberkl. 13.30. ^eim sem vildu minnast hans er bent á minningakort Kristskirkju íð Hávallagötu 16. Guörún Schneider, dætur, tengdasonur, barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn. Hanna G. Jóns- dóttir — Minning Fædd 7. mars 1904 Dáin 2. nóvember 1985 ' Kallið er komið, komin er nú stundin Vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnirkveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Hún Hanna er komin á sjúkra- hús, hún er svo mikið veik. Samt höldum við í vonina. En svo kemur símhringing; hún Hanna er dáin. Minningarnar hrannast upp, en verða ekki allar taldar upp hér. Ég er búin að þekkja Hönnu og Pétur alla mína ævi. Fyrsta heimsókn mín á Vatnsstíg 4 hefur verið þegar ég var í barnavagni. Síðan leiddi amma Fanný mig. Þar var allt svo fint og flott. Píanó var á bænum þeim og máttu litlir puttar glamra næstum ótakmarkað, það var meira að segja mynd af litlu dömunni uppi á píanóinu. Alltaf var eitthvað til upp í lítinn munn, þó það væru ekki nema rúsínur, og rúsínurnar hennar Hönnu voru alveg sérstakar, svo ekki sé minnst á jarðarberin úr fallega garðinum þeirra. Hanna átti þrjár systur og þrjá bræður. Ég kynntist bara Siggu. Hún bjó uppi. Þetta var allt svo sérstakt. Elsku Pétur, ég veit að þú liggur á sjúkrahúsi og getur ekki fylgt Hönnu þinni. Megi Guð styrkja Jón son ykkar, tengdadóttur og barnabðrn í ykkar miklu sorg. En minningin lifir um dásam- lega konu. Ég bið Guð að styrkja ykkur öll, og þig elsku amma mín sem missir nú æskuvinkonu þína. Hafi Hanna þökk fyrir allt og allt. Far þú í friði, friðurGuðsþigblessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) F.h. móður minnar, Fanneyjar Sigurjónsdóttur, og barna minna. Ásdís Helga Ólafsdóttir, V estmannaeyju m. Það var hringt í mig laugardags- morguninn 2. nóvember og mér sagt að hún Hanna frænka mín hefði látist þá um nóttina. Var hún búin að liggja rúma tvo mánuði á spítala. Mig setti hljóða. Það er einhver tómleikakennd, sem sækir á hugann, þegar vinir manns hverfa héðan. Dauðinn kemur oft fyrirvaralítið. Þannig var það með frænku mína. Ég man fyrstu árin mín hér í Reykjavík, hvað það var gott að eiga alltaf víst athvarf á Vatnsstíg 4. Sama var að segja um systur mínar. Alltaf áttum við vísa gist- ingu þar. Aldrei gerðum við boð á undan okkur, en alltaf jafn vel tekið. Oft hef ég hugsað um það síðan. En hjá yndislegu fólki og elskulegu er víst alltaf nóg hús- rými. Var heimilið þó mjög mann- margt og börnin mörg. Var því oft líflegt þar, eins og nærri má geta, þar sem svo margt ungt og lífsglatt fólk var saman komið, og því gaman að stansa. Alltaf man ég einu sinni hvað ég varð heilluð. Ég var gestkomandi sem oftar, nýkomin frá Eyjum. Hanna þá ung og upprennandi. 1 stofuna var komið glampandi fag- urt píanó. Allt í einu rýkur Hanna til og fer að spila Chopin og Schu- t Elskulegur eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, ÁRNI KRISTJÁNSSON, framkvæmdastjórí, Rauöalæk 12, andaöist í Landspítalanum 10. nóvember. Útförin veröur gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Hjartavernd eöa aörar líknarstofn- anir. Iðunn Heiðberg, Páll Árnason, Helga Árnadóttir, Róland Assier, Ingibjörg Árnadóttir, Neil Young. t Ástkær eiginmaöur minn, faöir, sonur og tengdafaöir, HERBERTJÓNSSON, kjötiönaöarmaöur, Vesturbergi 20, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 13. nóvem- ber kl. 13.30. Blóm ogkransar afþakkaöir, en þeir sem vildu minnast hins látna vinsamlegast látiö Fella- og Hólakirkju njóta þess. Steinunn Felixdóttir, Jón Ásgeir Jónsson, Lína Dalrós Gísladóttir, Elísabet Herbertsdóttir, Vilhjálmur Eggertsson, Sigurbjörn Herbertsson. t Útför fööur míns, tengdafööur, bróöur, mágs, afa og fóstur- bróöur, ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR, veggfóórarameistara, Stigahlíö 6, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miövikudaginn 13. nóvember kl. 15.00. Jarösett verður í Fossvogskirkju. Guófríður Ólafsdóttir, Doyle C. Bisbee, Marín Guðmundsdóttir, Brynjólfur Jónsson, barnabörn og fóstursystkini. bert. I þá daga átti maður ekki eins góðan aðgang að tónlist og í dag, enda gleymi ég þessu víst aldrei. Mörgum árum síðar átti ég eftir að leigja hjá Hönnu frænku minni og hennar manni, Pétri Brands- syni, og kynntist ég henni þá betur og hvern mann hún hafði að geyma. Hún var framúrskarandi væn, eins og öll þessi systkin. Ég á henni mikið að þakka. Hún var traust og heilsteypt kona, og því gott að eiga að vini. Fari hún í friði. Svala 2. nóvember kvaddi þetta jarðn- eska líf kær tengdamóðir og amma, tíu vikna helstríði er lokið. Það er sárt, að þurfa að sjá á eftir kærum vini á bak við móðuna miklu, en ljúfar minningar um liðnar samverustundir með glæsi- legri og ljúfri, en um leið skapríkri vinkonu, hlýja okkur um hjarta- rætur nú þegar grámi vetrarins tekur við. Guðrún Hanna, en svo hét hún fullu nafni, var glæsileg kona, skapföst og ákveðin, og fylgdi henni alla tíð sérstakur virðuieiki, sem engum duldist er henni kynnt- ust. Hún fæddist á Eyrarbakka 7. mars 1904, dóttir heiðurshjónanna Jónínu Jónsdóttur frá Seljalandi undir Eyjafjöllum og Jóns Vil- hjálmssonar frá Stóra Hofi á Rangárvöllum, síðar skósmiðs að Vatnsstíg 4, Reykjavík. Oft minnt- ist Hanna foreldra sinna með þakklæti fyrir góð æskuár í for- eldrahúsum. Skólagangan Iá í Landakotsskóla, þar sem hún nam fræði sín á danska tungu og varð hún mjög leikin í því máli. Af móður sinni nam hún þá list, að baldera borða á íslenska upphlut- inn og eru þær ófáar konurnar, sem skartað hafa borðum, bróder- uðum af Hönnu, þar sem hún balderaði borða, um margra ára- tuga skeið fyrir verslunina Bald- ursbrá, en þessi listgrein er nú senn að líða undir lok, og mun Hanna vera með þeim síðustu, er stundað hafa þessa iðju. Ung að árum giftist Hanna eft- irlifandi eiginmanni sínum, Pétri Brandssyni loftskeytamanni, ætt- uðum af Snæfellsnesi, en hann dvelst nú á Sjúkrahúsi Suðurlands og getur því ekki fylgt konu sinni síðasta spölinn. Þau skópu sér yndislegt heimili á æskustöðvum Hönnu á Vatnsstíg 4, en á efri hæð hússins bjuggu tvö systkini hennar, þau Sigga og Ás- geir (Búddi) sem nú eru bæði látin. Ríkti alla tíð mikill samgangur og ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast í í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.