Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 BJÖRGUN SKIPBROTSMANNANNA AF RONA Héldum alltaf í vonina — sögðu færeysku skipbrotsmennirnir KcilsHtödum, 11. nóvember. Skipbrotsmennirnir af færeyska flutningaskipinu Rona sem sökk út af Austfjörðum laust eftir klukkan 8 á laugardagsmorgun komu frá Seyðis- fírði í gær og um hádegisbil í dag héldu þeir félagar heimleiðis með Fokker-vél Flugleiða til Færeyja, þar sem þeir eiga að koma fyrir sjórétt. „Þetta skeði allt með mjög skjótum hætti, við rétt höfðum ráðrúm til að koma björgunar- bátnum frá borði, en hann var ekki með sjálfvirkum sleppibún- aði. Við sendum út neyðarkall klukkan 8:15 og tuttugu mínútum siðar vorum við komnir í björgun- arbátinn og Rona maraði í kafi,“ sagði skipstjórinn, Martin Niel- sen, ungur Klakksvíkurbúi, þegar tíðindamaður Morgunblaðsins náði sem snöggvast tali af þeim félögum þar sem þeir sátu í góðu yfirlæti í Hótel Valaskjálf. „Við getum með engu móti gert okkur grein fyrir því hvað gerst hefur, lestin var full af loðnumjöli sem við lestuðum í Bolungarvík og á dekki voru 14 gámar sem við tók- um á Reyðarfirði á föstudaginn en þaðan héldum við klukkan 21:45 um kvöldið. Þegar ósköpin dundu yfir okkur voru 7—8 vind- stig, við vorum 2 í brúnni, háset- inn niðri í matsal og stýrimaður- inn í koju,“ sagði Nielsen skip- stjóri ennfremur. „Við vorum allir mjög rólegir og það hjálpaði okkur að koma björgunarbátnum út í tæka tið,“ sagði Páll Rubeksen stýrimaður, sem einnig er frá Klakksvík. „Það var aðdáunarvert hvað dönsku strákarnir okkar voru æðrulausir, þótt nýliðar séu til sjós,“ hélt stýrimaður áfram. Og dönsku strákarnir, Tonny Lauridsen frá Herning á Jótlandi, og Jen Johan- sen frá Nærum á Sjálandi, báðir um tvítugt, kváðust ekki hafa verið til einskis í danskri her- þjálfun. - En var vistin í björgunar- bátnum ekki hráslagaleg? „Jú, óneitanlega, við vorum misjafnlega illa fataðir, fórum frá borði eins og við stóðum. Við vorum holdvotir og björgunar- báturinn hálffylltist af sjó. Þegar til átti að taka fundum við ekki austursfat í björgunarbátnum svo að við urðum að notast við stígvél Johansens við austurinn. Við endurnýjuðum björgunarbát skipsins fyrir tveimur mánuðum i Fredericia og töldum okkur vera að kaupa nýjan björgunarbát frá fyrirtæki í Esbjerg, en nú hefur komið í ljós að t.d. lyfjakassinn Morgunblaðið/Kjartan Aðalsteinsson Færeysku skipbrotsmennirnir við björgunarbátinn á Seyðisfírði. Jan Joen- sen, Páll Rubersen, Tonny Lauridsen og Martin Nielsen skipstjóri. Björgunarbáturinn af Rona tekinn um borð í Sveinbjörgu. 12 30'V 11 OO'v FœreyskaflutningaskipiðRONAbyrjar að sökkva. Ahölnin yfirgefur akipið. Gúmbjörgunar baturinn 1 innst og skipbrols- mönnunum bjargað um borö f skuttogarann Sveinborgu u.þ.b. 9sjómilum frá slysstað FÆREYJAR yU'St? Skipbrotsmönnum af Rona bjargað um borð í Sveinbjörgu frá Siglufírði. Morgunblaöið/Jón Pálsson Leit í kapp við myrkur ÞAÐ VAR um kl. 8:55 á laugardag að boð bárust til stjórnstöðvar Land- helgisgæslunnar um að færeyska flutingaskipið Rona, 500 tonna skip frá Klakksvík, væri að hvolfa um 40 sjómflur suðaustur af Dalatanga. Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-Sýn, var komin yfír leitarsvæðið rúmlega 12 á hádegi og var leitinni stjórnað úr flugvélinni eftir það. „Á þessum slóðum voru þá stödd nokkur skip, Sveinborg, Bjartur og þýskt olíuskip, Inka, sem höfðu heyrt neyðarkallið, en misvel og gátu þessi skip gefið okkur nánari upplýsingar," sagði Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á TF-Sýn. „Þessar 40 sjómílur suð- austur af Dalatanga, sem var upphaflega staðarákvörðunin, er utan venjulegrar siglingaleiðar milli Reyðarfjarðar og Færeyja. Samkvæmt upplýsingum frá Sveinborginni sem var á þessum slóðum gátum við fljótlega útilok- að þetta svæði." Leitarsvæðið var sett út eftir því hversu vel skip á svæðinu heyrðu neyðarkallið frá Rona og Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhöfn flugvélar Landhelgisgæzlunnar: Guðjón Jónsson, flugstjóri, Sigurjón Sverrisson, flugmaður, Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra, Kristján Þ- Jónsson, stýrimaður, Halidór B. Nellett, stýrimaður, og Einar valsson. Stefnið á Rona stóð eitt upp úr sjó, þegar flugvél Landhelgisgæzlunnar flaug yfir á laugardaginn. var það milli 64° 00 mín. og 64° 40 mín. norður og 11° 00 mín. og 12° 30 mín. vestur. Sjö togarar voru að koma að norðan á þessum tíma og var þeim öllum beint inn á leitarsvæðið og tóku þeir þátt í leitinni ásamt öðrum skipum sem þar voru fyrir. Um kl. 14:38 fannst skipið á 64° 16 mín. norður og 11° 19 mín. vestur og maraði þá stefni skipsins um fimm til sex metra í sjónum og fór í kaf stuttu slðar. Skipið var rauðmálað og skar sig mjög vel úr. Leitað var vel á þeim slóðum sem skipið fannst en síðan var stefnan tekin undan vindi frá þeim stað þar sem það sökk. Skömmu áður en gúmmíbjörg- 1 unarbáturinn fannst kl. 14:45, á 1 64° 07 mín. norður og 11° 20 mín vestur kveiktu skipbrotsmennirnir 1 á neyðarblysi og sást því vel til ! þeirra úr flugvél. Myrkrið var að skella á þegar hér var komið sögu og þótti ráðlegt að þrjú skip,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.