Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 Sendu Svisslendingar 6 Zairebúa heim í dauðann? ZUrich, 11. nóvember. Frá Önnu Bjarnadótiur FIMMTlU og níu Zairebúum, sem hafði verið synjað um pólitískt hæli í Sviss, var flogið gegn vilja sínum frá Zurich til Kinshasa í Zaire í síðustu viku. Fólkið hafði verið hér ólöglega í þó nokkurn tíma. Aðgerð stjórnvalda hefði ekki vakið athygli ef það hefði ekki spurst út að hluti Zairebúanna var fluttur í handjárn- um um borð í vélina og þeir kvartað sáran undan meðhöndlun svissnesku lögreglunnar í Genf, Lugano, og Ziirich. Dagblaðið „La Suisse" hafði síðan eftir „áreiðanlegum heimild- um“ á sunnudag að sex Zairebúanna hefðu látist á sjúkrahúsi í Kinshasa eftir yfirheyrslur hjá zairsku lögregl- unni eftir komuna til Zaire. Svissnesk yfirvöld hafa neitað að það hafi verið farið illa með Zairebúana. Nokkrir þeirra veittu mótspyrnu þegar átti að fara með þá um borð í vélina og þá voru þeir handjárnaðir. Fréttum ber ekki saman um hvenær handjárn- in voru tekin af þeim, en grunur leikur á að einn hafi þurft að snæða morgunverð í handjárnum. Talsmaður dómsmálaráðuneytis- ins, það fer með málefni útlend- inga í Sviss, sagði í upphafi að allir hefðu verið Iátnir lausir og rréttariUra Morgunhlaósins. horfið til síns heima við komuna til Zaire en á sunnudag leiðrétti hann orð sín og sagði að karlmenn- irnir í hópnum hefðu verið teknir í vörslu yfirvalda á meðan skilríki þeirra voru grandskoðuð. Hann kvað þó út í hött að einhverjir þeirra hefu látist eftir heimkom- una. Dagblaðið Blick, sem er út- breiddasta blaðið í Sviss, fer fram á hlutlausa rannsókn í þessu máli í dag. Of mörgum spurningum um framkomu svissnesku lögreglunn- ar við Zairebúana og um afdrif þeirra í Zaire þykir enn ósvarað og dómsmálaráðuneytinu er ekki fulltreyst eftir að talsmaður þess er orðinn tvísaga í þessu máli. Um 32.000 manns sem hafa sótt um pólitískt hæli í Sviss búa nú i landinu og bíða þess að yfirvöld afgreiði umsóknir þeirra. Sumir þurfa að biða allt upp í tvö ár. Stærstu flóttamannahóparnir eru frá Tyrklandi, Sri Lanka, Chile og Zaire. Andúð á útlendingum hefur aukist að undanförnu og stjórn- málaflokkum sem vilja takmarka mjög fjölda útlendinga í Sviss hefur aukist fylgi í kosningum. Stefna stjórnvalda í málefnum útlendinga hefur því harðnað og nú þarf góða sönnun fyrir því að maður sé í rauninni pólitískur flóttamaður áður en Svisslending- ar veita pólitískt hæli i landinu. Talsmaður dómsmálaráðuneyt- isins tjáði Mbl. að Zairebúarnir 59 hefðu sótt hér um hæli undir fölsku yfirskini. Sumir hefðu þóst vera frá Angóla og verið með fals- aða pappíra, aðrir hefðu oft sótt um hæli og ekki farið frá landinu að sjálfdáðum þegar þeim var synjað um landvistarleyfi. AP/Símamynd Garri Kasparov með blómakrans um axlir sér, eftir að hann hafði verið krýndur heimsmeistari við hátíðlega athöfn á laugardag. Á mér hvílir ábyrgð gagn- vart framtíð skáklistarinnar GENGI sagði Garri Kasparov er hann tók við heimsmeistaratitlinum Moskvu, 11. nóvember. AP. GARRI Kasparov var krýndur heimsmeistari í skák á sunnudag við hátíðlega athöfn í Moskvu. Var þannig lokið 10 ára ferli Anatoly Karpovs sem heims- meistara. Hann á þó samt rétt á því að tefla annað einvígi við Kasparov um titilinn innan sex mánaða, sem vafalaust á eftir að verða hörð rimma, ef af verður. Kasparov gagnrýndi þetta fyrirkomulag á sunnudag og sagðist álíta, að skáklistinni yrði lítill ávinningur af slíku einvígi. GJALDMIÐLA London, 11. nóvember. AP. Bandaríkjadollarinn var frem- ur stöðugur gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum nema ítölsku lírunni á mánudag. í Tókýó hafi dollarinn fallið um 1.90 jen yfir helgina, niður í 205.35 jen úr 207.25 jenum. f London var doll- arinn skráður á 205.78 jen síð- degis í dag. Dollarinn féll nokkuð gagn- vart enska pundinu yfir helg- ina. í London kostaði pundið 1.4195 dollara en kostaði 1.4158 dollara síðdegis á föstudag. Gengi dollarans var að öðru leyti þannig miðað við stöðu hans á föstudagskvöld að fyrir hann fengust: 2.6250 vestur—þýsk mörk (2.6300) 2.15475 svissneskir frankar (2.1610) 8.0025 franskir frankar (8.0100) 2.9575 hollensk gyllini (2.9640) 1.770.50 ítalskar lírur (1.767.85) 1.3777 kanadískir dollarar (1.3790). Annað einvígi yrði að hefjast eftir þrjá mánuði, ef því ætti að ljúka innan sex mánuða. Sagði Kasparov, að það væri „undarlegt", að sér væri gert skylt að verja titilinn gagnvart Karpov, en sá síðarnefndi hefði aftur á móti haldið titlinum á jöfnu og þá án Luxemburg, 11. nóvember. AP. TVÆR sprengjur ullu tjóni á radarút- búnaði á Findel-flugvelli, auk ann- arra skemmda, á laugardagskvöld. Þetta er tólfta sprengjuárásin á sex mánuðum og eins og í fyrri tilfellum hefur enginn lýst ábyrgð á hendur sér vegna árásanna. Sprengjurnar sprungu með nokkurra mínútna millibili um klukkutíma áður en síðasta flug til vallarins var væntanlegt. Rad- þess að þurfa að tefla annað ein- vígi. Karpov hefur ekkert sagt um það opinberlega, hvort hann muni halda til streitu kröfunni um annað einvígi. Alexander Roschal, gamall vinur og aðstoðarmaður Karpovs, sagðist hins vegar í dag arútbúnaðurinn sem eyðilagðist er notaður til að leiðbeina flugvélum til lendingar í lélegu skyggni. Tjón- ið er metið á um eina milljón dollara. Ekkert hefur enn komið fram um það hverjir standi að baki þessum sprengjuárásum, sem hóf- ust 7. maí síðastliðinn, er tvö há- spennumöstur voru sprengd I loft upp. Þá særðust fimm manns. álita, að slíkt einvígi ætti eftir að fara fram. „Ég þekki skapgerð Karpovs. Hann mun ekki hætta við það.“ Keppínautarnir tveir tókust ekki í hendur við athöfnina á sunnudag. Karpov leit undan og horfði í aðra átt, er Pyotr Demic- hev, menningarmáiaráðherra Sov- étríkjanna festi verðlaunapening- inn í barm Kasparovs. Beizkjan, sem upp kom eftir þá ákvörðun Campomanesar, forseta FIDE, að stöðva fyrra einvígið i febrúar sl., var greinilega enn til staðar á fréttamannafundinum, sem haldinn var, áður en verð- launaafhendingin fór fram. Kasp- arov forðaðist þó að ítreka fyrri gagnrýni sína á Campomanes og það þrátt fyrir það, að fréttamenn minntu hann á fyrri árásir hans á forseta FIDE og ráðamenn i sovézka skákkerfinu. „Ég tel nauðsynlegt að taka það fram, að það er mikill munur á áskorandanum og heimsmeistar- anum Garri Kasparov," sagði heimsmeistarinn nýi. „Sem áskor- andi vildi ég, að einvígið færi fram á heiðarlegan hátt og að það ein- kenndist af íþróttaanda og nú þegar ég er orðinn heimsmeistari hvílir á mér mikil ábyrgð gagnvart Luxemburg: Sprengjur valda tjóni Uppáhaldsplata húsbyggjandans! Milliveggjaplötur fiá B.M. Vallá hf. Stærðir: 50x50x5 cm 50x50x10 cm 50x50x7cm 25x50x10cm Fáanlegar úr vikri eða gjalli — hagstætt verð og ókeypis heimsending innan höfuðborgarsvæðisins. Steinavcrksmiðja D 11 liAI I A Pantanir og afgrciðsla D.lfl. VitLLfl Breiðhöíða 3, 110 Reykjavík Sími: (91) 685006 framtíð skáklistarinnar." Kasparov kvaðst þó standa fast við gagnrýni sína varðandi fyrra einvígið. Campomanes varði í dag ákvörðun sína frá því þá og sagði, að hún hefði fætt af sér skáklist á miklu æðra stigi en ef „haldið hefði verið áfram með skákir nr. 49, 50, 51 Og 52“ í fyrravetur. „Hvort sem tilviljun réð því eða forsjónin, þá höfum við nú haldið mesta einvígi siðustu fimmtíu ára að ég tel,“ sagði Campomanes. Áhorfendur stóðu á fætur og klöppuðu lengi fyrir Kasparov, er hann var krýndur heimsmeistari. Athöfnin fór þó vel fram og lætin voru ólíkt minni en á laugardag, er Kasparov vann lokaskákina. Veður víða um heim Lmg.t Hmat Akureyri 2 létlikýjað Amiterdam 1 5 rigning Aþena 10 21 heióakírt Barcelona 16 tkýjaó Berlín 2 5 tkýjaó Bruatel 0 13 heiótkírl Chicago 2 3 rigning Dublín 3 9 heiótkírt Feneyjar 11 þokumóóa Franklurt +1 14 tkýjeó Genl 11 14 heiðtkírt Heltinki 4 tkýjaó Hong Kong 21 25 heiðtkírl Jerúaalem 10 16 •kýjeó Kaupmannah. 2 8 tnjókoma LetPalmat 25 tkýjaó Liuabon 16 18 •kýjaó London 3 8 heiótkirl Lot Angelet 15 17 tkýjaó Lúxemborg 1 tnjóél Mtlaga 21 tkýjaó Mallorca 20 tkýjað Miami 22 27 tkýjeð Montreal +1 1 rigning Motkva 3 7 rígning NewYork 14 23 rigning Otló +3 5 tkýjaó Parít 1 10 tkýjeó Peking +5 8 heiótkírt Reykjavik 3 úrk.igr. RíódeJaneiro 15 31 heiðtkírt Rómaborg 14 22 heiótkírt Stokkhólmur 1 tnjókome Sydney 17 25 tkýjað Tókýó 13 19 tkýjaó Vinarborg 6 11 tkýjaó Þórthðln 0 ekýjeó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.