Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 51
r Margrét Jónsdóttir kennari og íþróttakennari: MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 51 Mætti tengja betur bók- lega kennslu og verklega MARGRÉT JónsdóUir er ein þeirra sem stödd var í húsakynnum Náms- gagnastofnunar sl. fimmtudag, en Margrét kennir sex ára börnum í Mýrarhúsaskóla og er einnig íþrótta- kennari og kennir starfsfólki Há- skólans íþróttir. „Ein helsta ástæðan fyrir því að ég kom hingað er sú að ég hef áhuga á íþróttum og líkamsrækt, og umræðan í dag snýst um þær greinar," segir Margrét aðspurð um hvers vegna hún hafi komið á dagskrána. „Mér finnst margt mjög athyglisvert hafa komið hér fram. íþróttakennsla í skólum er ákaflega mismunandi og að mínu mati ætti að taka fyrir líkamann og byggingu hans í auknum mæli í kennslu í grunnskólanum. Þá finst mér að tengja mætti betur bóklegt nám og verklegt. Ég fer til að mynda tvisvar í vlku m<A Morgunblaðið/Júlíus Margrét Jónsdóttir. sex ára börnin mín í íþróttahúsið á Seltjarnarnesi, en ég var svo heppin að fá afnot af tímum sem voru ónýttir áður. Þetta finnst krökkunum mjög skemmtilegt og eru ánægðir með þetta fyrirkomu- lag, en við reynum eins og hægt er að tengja saman kennsluna í kennslustofunni og íþróttahúsinu. Erfitt ad fylgja námsskránni Námsskráin í íþróttum er mjög viðamikil og það er erfitt að fylgja henni eftir. Ætlunin er að kynna svo margt að farið er yfir hlutina á hálfgerðu hundavaði og ekki hægt að ná árangri að marki í kennslunni. Mér þætti rétt að námsstjóri færi milli skólanna og fylgdist með íþróttakennslu og benti á það sem betur mætti fara, þannig væri kannski hægt að hafa kennsluna jafnari í skólum, því hún er svo ákaflega mismunandi. Annars er enginn námsstjóri í íþróttum eins og er, en það stendur væntanlega til bóta um eða eftir áramót." Morgunblaðið/Júlíus Anna K. Kristjánsdóttir Anna K. Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari: Mjög stór hópur sem kvartar um óþægindi í baki og vöövabólgur „ÉG HEF mikið hugsað um hvort ekki væri hægt að koma af stað fyrirbyggjandi starfi í grunnskólun- um,“ sagði Anna K. Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari, er blaðamaður Mbl. ræddi við hana, en Anna, sem starfað hefur sem sjúkraþjálfari hjá Lands- spítalanum í tæp 10 ár, fjallaði um vinnustöður og beitingu líkamans á dagskránni á miðvikudag. Anna hefur leiðbeint um slíkt hjá ýmsum starfshópum og meðal annars heimsótt vinnustaði. „Hóp- urinn, sem kvartar um óþægindi í baki og vöðvabólgur er mjög stór,“ segir Anna, „og óþægindin má yfirleitt rekja til mikils álags miðað við líkamsburð og einnig andlegs álags. Fyrirbyggjandi starf gæti átt sér stað í grunnskól- um og er öll umræða um þetta málefni af hinu góða. Ef líkaminn er vanræktur hefur fólk minna úthald til að leysa þau verkefni sem þarf að leysa og því er líkams- rækt mjög mikilvægur þáttur," sagði Anna K. Kristjánsdóttir að lokum.. TJöfðar til JLX fólks í öllum starfsgreinum! Kjósum Katrínu---konu í 2. sæti Kosningaskrifstofan í Nýja bíó-húsinu Lækjargötu 2 (3. hæö) er opin kl. 4—10 virka daga og kl. 2—10 um helgar. Símar: 621808 og 11933. Hafðu samband Stuðningsmenn Katrínar Fjeldsted Kjósum Katrínu------------konu í 2. sætí Það v/erður gaman að sjá yhhur aftur í nýrri og glæsilegri verslun ohhar Viðskiptavinir Hagkaups í Kjörgarði hafa að undanförnu komið að læstum dyrum. Að innan hefur borist mikill hávaði. Miklar breytingar hafa verið gerðar á versluninni. Mú getum við veitt gömlum og nýjum viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu en áður, - í skemmtilegra umhverfl. Meðal nýjunga eru stórglæsilegt ávaxta- og grænmetistorg og tvöfalt stærra hjötborð. Við opnum hl. 10 í dag KJÖRGARÐUR HAGKAUP KJÖRQARÐI Laugavegi 59 ÖSA/SlA hátíð Falleg sófasett á frábæru verði T.d. Bláskóg Ármúla 8. S. 686080 — 686244.*—* Leðursófasettf. kr. 75.500stgr. T ausófasett f. kr. 42.750 stgr. Stakir leðurstólar f. kr. 29.800stgr. Stakirtausófarf.kr. 18.900s\gr. Raðsófasett f. kr. 41.70östgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.